Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNl 1977 13 Kaupmannasamtökin: Gefa út bókhalds- handbók fyrir smásöluverzlun NÝLEGA gáfu Kaupmanna- samtök íslands út bókhaldshand- bók fyrir smásöluverzlunina. Bók- in skiptist í 7 kafla og fjalla tveir þeirra um samræmdan bókhalds- ramma (bókhaldslykil), en hinir fjalla um bókhald verzlana al- mennt og gildi notkunar þess, sem stjórntækis, svo sem úr- vinnslu kennitalna, hagtalna, áætlanagerö og fleira Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri K. í. sagði í samtali viö Morgunblaðið, að ýmsar ástæður lægju á baki því, að ráð- ist var í þessa útgáfu. í fyrsta lagi er ekkert rit til á islenzku, sem fjallar um bókhald og uppgjör smásöluverzlana sérstaklega. í öðru lagi er samræmt form uppgjöra ekki fyrir hendi innan smásöluverzlana, t.d. hvað varðar sundurliðun og uppsetningu reikninga. í þriðja lagi er það staðreynd, að kaupmenn notfæra sér ekki almennt upplýsingar úr bókhald- inu í formi kennitalna, eða með samanburði milli tímabila. í fjórða lagi er m.a. tilgangur- inn að safna saman samræmdum uppgjörum frá smásöluverzlun- um og vinna úr þeim hagtölur fyrir kaupmenn. „Sem sagt með útgáfu þessarar bókar viljum við veita kaupmönnum fræðslu um gildi og notkun bókhalds og jafn- framt að stuðla að þvi að bókhald smásöluverzlunarinnar verði sam- ræmt hvað uppsetningu snertir" sagði Magnús. „Að sjálfsögðu er bókhald smá- söluverzlunar fært samkvæmt gildandi lögum, en bókhaldarar hafa hver sína aðferð við uppsetn- ingu og gerir það samanburð milli fyrirtækja erfiðari". Magnús taldi það mjög algengt, að kaupmenn fengju utanaðkom- andi aðila til þess að færa bókhald fyrirtækja sinna, svo sem endur- skoðendur. Ástæðan fyrir þvf væri sú, að kaupmenn hefðu það mörgu að sinna i fyrirtækjum sin- um, að þeir hefðu sjálfir ekki tíma. „Það er markmið okkar, að allir kaupmenn láti bókhaldara sfna færa bókhaldið samkvæmt þeim reikningaramma, sem greint er frá í þessu riti, svo og að fá sem flesta til þess að vinna upp úr bókhaldinu þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru hverjum stjórn- anda fyrirtækis". Auk þess benti Magnús á það, að ef verðlag yrði gefið frjálst þyrfti hver kaupmað- ur að hafa á reiðum höndum upp- lýsingar um stöðu fyrirtækisins og meta út frá því á hve hag- kvæman hátt hann gæti dreift hinum ýmsu vörutegundum. Magnús sagði einnig, að nú hefðu verið haldnir innan K.í. fundir með öllum sérgreinafélög- um í Reykjavík, þar sem efni og notkun bókhaldshandbókarinnar hefði verið kynnt sérstaklega. A þessum fundum hefði bókin fengið mjög góðar viðtökur. Áform eru um það, að bókin verði kynnt á sérstökum fundum með kaupmannafélögunum úti á landsbyggðinni og vonast hann til þess að allir kaupmenn innan K.í. sýni þessu áhuga. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Yfirgengi miðað við Kaupgengi innlausnarverð Pr. kr. 100.- Seðlabankans 1966 2. tlokkur 1701.96 13.6% 1967 1. flokkur 1600.02 32.8% 1967 2. flokkur 1589.67 22.8% 1968 1. flokkur 1389.66 13.3% 1968 2. flokkur 1307.22 12.6% 1969 1. flokkur 976.69 12.7% 1970 1. flokkur 898.79 32.3% 1970 2. flokkur 661.21 12.9% 1971 1. flokkur 625.63 31.5% 1972 1. flokkur 545.32 12.9% 1972 2. flokkur 470.63 1973 1. flokkur A 365.73 1973 2. flokkur 338.06 1974 1. flokkur 234 80 1975 1. flokkur 191.95 1975 2. flokkur 146.49 1976 1. flokkur 139.42 1976 2. flokkur 1 13.22 HLUTABRÉF: Hvalur HF Sölutilboð óskast Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF: 1973-C 313.29 (1 0% afföll) 1975-G 133.99 (10% afföll) VEÐSKULDABREF: 1 árs fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (20% afföll) 3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (45% afföll) 5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (45% afföll). HLUTABRÉF: Hafskip HF Árvakur HF íslenskur Markaður hf. Kauptilboð óskast. Kauptilboð óskast. Kauptilboð óskast. PláRÍEfTmCARPÉIAQ ÍflARDf HP. VERÐBRÉFAMAKKAÐUR Lækjargötu 12 - R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 20580. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. GLÆSILEGT ÚRVAL af sumarfatnaði frá Belgíu, Hollandi, Þýzkalandi, Danmörku og Bretlandi Ullarkápur Tweédkápur Flauelskápur Jerseykápur Terylenekápur Leðurkápur Terylenejakkar Leðurjakkar Flauelsjakkar Blazerjakkar Buxnadragtir Slæðurogtöskur NÝJAR VÖRUR í HVERRI VIKU þernhard lox^ol KJÖRGARÐ/ "GOODfYEAR-- HJÓLBARÐAR Við leggjum áherzlu á að eiga á lager flestarstærðiraf: Dráttarvéla- og vinnuvélahjólbörðum Hafið samband við okkur, eða umboðsmenn okkar sem fyrst. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN, LAUGAVEGI 172, SÍMI 28080 goodÆyear HEKLA HF. " Laugavogi 170—172 — Sfmi 21240 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl Al'GLYSIR l'M ALLT LAXD ÞEGAR Þl Al'GLYSIR I MORGl NBI.ADIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.