Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977 Aðalsamningur ríkisstjóm- arinnar og Elkem-Spigel- verket genginn í gildi kvæmdastjóri, og Knut Nygárd, hagfræðingur. Á stjórnarfundi sama dag var Hirti Torfasyni, varaformanni, veitt prókúruumboð fyrir félag- ið, en dr. Gunnar Sigurðsson, stjórnarformaður, hefur einnig slíkt umboð. Meðal fyrstu verkefna félags- ins á næstunni verður ráðning á framkvæmdastjóra, í stað Ás- Á aðalfundi íslenska járn- blendifélagsins h.f., er haldinn var í Reykjavík miðvikudaginn 11. þ.m., gerðist norska fyrir- tækið Elkem-Spigerverket a/s hluthafi i félaginu við hlíð ríkissjóðs, í samræmi við aðal- samning milli ríkisstjórnar ís- lands og Elkem-Spigerverket a/s frá 8. desember 1976 og heimildir í lögum nr. 18, 11. maí 1977 um járnblendiverk- smiðju i Hvalfirði, er afgreidd voru á Alþingi í fyrri viku. Verður hlutur Elkem- Spigerverket a/s í íslenska jarnblendifélaginu h.f. 45%, en hlutur ríkissjóðs 55%. Á fundinum var mættur dr. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, er fer með þau mál, er varða eignarhlutdeild rík- isins í félaginu, og með honum þeir Páll Flygenring, ráðu- neytisstjóri, og Árni Þ. Arna- son, skrifstofustjóri. Af hálfu Elkem-Spigerverket a/s sótti fundinn Karl Lorck, aðalfor- stjóri félagsins, og með honum Kasper K. Kielland, varafor- stjóri og fyrirhugaðir fulltrúar þess í stjórn íslenska járn- blendifélagsins. Þeir Gunnar Thoroddsen og Karl Lorck undirrituðu á fund- inum yfirlýsingu þess efnis, að aðalsamningur ríkisstjórnar- innar og Elkem-Spigerverket væri genginn í gildi, þar sem samþykki Alþingis væri fengið við ofangreindum lögum og fulinægt hefði verið öðrum þeim skilyrðum, sem sett höfðu verið öðrum við gildistökunni. Jafnframt aðalsamningnum gengu í gildi þeir samningar, sem Járnblendifélagið hefur gert varðandi starfrækslu fyrir- hug: ðrar kísil j árnverksmiðj u sinnar að Grundartanga, þ.e. tæknisamningur við Elkem- Spigerverket a/s um tækni- aðstoð og kaup á tækjum, sölu- samningur við sama aðila um markaðsmál kísiljárnverk- smiðjunnar, viðauki við raf- magnssamning við Lands- virkjun, Lóðarleigusamningur við ríkissjóð og hafnarsamn- ingur við Hafnarsjóð Grundar- tangahafnar. Á aðalfundinum voru Járn- blendifélaginu settar nýjar Karl Lorck, aðalforstjóri Elkem-Spigerverket a/s, og dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra undir- rita yfirlýsingu um gildistökudag aðalsamnings rfkisstjórnarinnar og Elkem-Spigerverket a/s þ. 11. maf 1977. samþykktir, og eru þær óbreytt- ar i aðalatriðum frá fyrri sam- þykktum að öðru en því, sem leiðir af skiptunum á samstarfs- aðila rikisins i félaginu. Jósef H. Þorgeirsson, vara- formaður félagsins á liðnu starfsári, flutti skýrslu stjórnar og gerði þar grein fyrir starf- semi félagsins undanfarna mánuði, sem lotið hefur að samningsgerð og réttindaöflun i samstarfinu við hinn norska aðila og undirbúningi að fram- kvæmdum við Grundartanga. Sömuleiðis hefur verið unnið að útvegun stofnlána, frá Norræna fjárfestingarbank- anum í Helsinki og útflutnings- lánastofnuninni Eksportfinans í Osló, svo og frá Den norske Creditbank í samvinnu við Landsbanka íslands. Verður endanlegum frágangi þeirra mála lokið á næstu vikum, þannig að fjárhagsgrundvöllur verksmiðjubyggingarinnar sé að fullu tryggður. Á aðalfundinum var dr. Gunnar Sigurðsson, verk- fræðingur, Garðabæ, endur- kjörinn sem stjórnarformaður félagsins. Varamaður hans og varaformaður var kjörinn Hjörtur Torfason, hæstaréttar- lögmaður, Reykjavik, og mun hann gegna formannsstörfum fyrst um sinn i forföllum stjórnarformanns. Aðrir aðal- menn í stjórn af hálfu rikisins voru og endurkjörnir, þeir Eggert G. Þorsteinsson, al- þingismaður, Reykjavik, dr. Guðmundur Guðmundsson, verkfræðingur, Akranesi, og Jósef H. Þorgeirsson, lögfræð- ingur Akranesi. Varamenn þeirra eru Helgi G. Þórðarson, verkfræðingur, Hafnarfirði, Húnbogi Þorsteinsson, sveita- stjóri, Borgarnesi, og Hörður Pálsson, bæjarfulltrúi, Akra- nesi. Af hálfu Elkem-Spigerverket a/s voru kjörnir í stjórnina þeir dr. Rolf Nordheim, fram- kvæmdastjóri járnblendideild- ar, Jan P. Romsaas, lögfræðing- ur, og Gunnar Viken, fram- kvæmdastjóri hagsýsludeildar. Varamenn þeirra eru Leif Kopperstad, framkvæmda- stjóri, J.K.L. Andersen, fram- geirs Magnússonar, lögfræð- ings, er féll frá á s.l. hausti. Hefur dr. Gunnar Sigurðsson gegnt stöðu þessari til bráða- birgða að undanförnu, meðan verið var að ganga frá sam- starfsgrundveilinum við hinn norska aðila. Jafnframt fram- kvæmdastjóra verður ráðinn til félagsins tæknilegur fram- kvæmdastjóri, er Elkem- Spigerverket leggur til sam- kvæmt tæknisamningi. Er það Fredrik Schatvet, verkfræðing- ur frá Osló, og verður hann búsettur á Akranesi. Við byggingarframkvæmdir að Grundartanga verður hönn- un og verkfræðieftirlit í hönd- um Elkem-Spigerverket i sam- vinnu við verkfræðistofur og arkitekta i Reykjavík, sem Járnblendifélagið hefur gert samninga við. Byggingarstjóri verður Hans J. Skau, verkfræð- ingur, sem búsettur verður í Hafnarfirði fyrst um sinn, en staðarstjóri að Grundartanga af hálfu Járnblendifélagsins er nú Guðlaugur Hjörleifsson, verk- fræðingur. Aðalfyrirsvarsmað- ur íslenzku verkfræðistofanna við eftirlit á byggingarstað er Baldur Jóhannesson, verkfræó- ingur. Aðrir helztu starfsmenn Járnblendifélagsins eru nú þeir Jón Steingrimsson, verk- fræðingur, sem er settur fram- kvæmdastjóri, og John Fenger, viðskiptafræðingur. Félagið mun nú hefjast handa um byggingarfram- kvæmdir við kísiljárnverk- smiðjuna að Grundartanga i framhaldi af þeim aðgerðum, sem fram hafa farið að undan- förnu til að tryggja þeim eðli- lega framvindu. Er fram- kvæmdaáætlun miðuð við, að verksmiðjan geti byrjað starf- rækslu með hinum fyrri af tveimur bræðsluofnum snemma árs 1979. Afkastageta fyrri ofnsins er miðuð við 30 megavött, en hin síðari við 30—45 megavött. Verður árs- framleiðsla allrar verksmiðj- unnar á þeim grundvelli um eða yfir 50.000 lestir af 75% kísiljárni. Jafnframt verksmiðjunni verður gerð höfn að Grundar- tanga, sem Hafnamálastofnun mun byggja fyrir Hafnarsjóð Grundartangahafnar. Verður það stálþilsbryggja með 120 m viðlegukanti innantil móti norðaustri, með 7.5 m dýpi, og; 55 m viðlegukanti á framhlið móti suðaustri með 10.0 m dýpi. Miðað er við, að höfnin verði fullbyggð síðla árs 1978. Mann- virki þessi verða einfaldari í sniðum og ódýrari en sú hafnar- gerð, sem upphaflega var miðað við, en jafnframt verður auð- velt um vik að stækka þau síð- ar. Hafnarsjóður Grundar- tangahafnar er i eigu Hval- fjarðarstrandarhrepps, Innri- Akraneshrepps, Leirár- og Melahrepps, Skilmannahrepps, Akraneskaupstaðar og sýslu- nefnda Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu f.h. annarra hreppa i sýsl- unum. Stjórn sjóðsins skipa þeir Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lambhaga, formaður, Anton Ottesen, Innra-Hólmi, Ásgeir Pétursson, sýslumaður, Borgarnesi, Daníel Ágústinus- son, Akranesi, og Valdimar Indriðason, Akranesi. Af hálfu Landsvirkjunar er nú verið að leggja 220 kV há- spennulínu frá Geithálsi fyrir Hvalfjarðarbotn að Brennimel ofan við Grundartanga. Verður sú lina hluti af byggðalinunni til Norðurlands, og er ráðgert að taka hana í notkun sem slíka fyrir lok yfirstandandi árs. (Frá stjórn íslenska járnblendi- félagsins hf.) Nýjung í þingstörfum: Sérstök skýrsla og umræða um norrænt samstarf Sú nýjung var í störfum Alþingis tslendinga, skömmu fyrir þinglausnir, að iögð var fram sérstök skýrsla og höfð sérstök um- ræða um norrænt samstarf (1976), en þessi háttur hefur verið á hafður á þingum annarra Norður- landa um árabil. Ragnhild- ur Helgadóttir (S), for- maður íslandsdeildar Norðurlandaráðs, tók þessa skýrslu saman, og mælti fyrir henni í samein- uðu þingi. Aðalstarfsvettvangur Norður- landaráðs, sem verður 25 ára á þessu ári (1977), eru þing þess, sem að jafnaði eru haldin einu sinni á ári. Þar eiga sæti 78 þing- menn, til þess kjörnir, og ríkis- stjórnafulltrúar, svo margir frá hverju landi sem hver ríkisstjórn kýs úr sínum hópi, auk þess full- trúar fyrir landsstjórnir Færeyja og Álandseyja. Hinir kjörnu full- trúar skiptast þann veg milli land- anna: Þjóðþing Danmerkur kýs 16 þingmenn, Ríkisþing Finna 17, Alþingi íslendinga 6, Stórþing Noregs og Ríkisþing Svía 18 þing- menn hvort. Lögþing Færeyinga velur tvo þingmenn og Landsþing Álandseyja einn. Auk þess kýs hvert þing jafn marga varamenn. Á þingum Norðurlandaráðs hafa aðeins kjörnir þingmenn at- kvæðisrétt. Ráðherrar hafa þar aðeins málfrelsi og tillögurétt. Norðurlandaráð er eina fjölþjóð- lega samkoman, þar sem allar ríkisstjórnir Norðurlandanna, allir ráðherrar þeirra, geta átt sæti samtímis. Milli þinga starfa þessir 78 þingmenn i 5 málefna- deildum, auk forsætisnefnd- arinnar, en hún hefur aðalskríf- stofu i Stokkhólmi. Framkvæmdastjóri hennar og aðalritari er Helga Seip, fyrrum ráðherra í Noregi. Auk þess starf- rækja landsdeildir sérstaka skrif- stofu. Hér á landi gegnir skrif- stofa Alþingis þessu hlutverki. Friðjón Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, er ritari íslands- deildar Norðurlandaráðs. Ragnhildur Helgadóttir vék i máli sínu litillega að aukaþingi i Stokkhólmi síðla árs 1975, af því tilefni, að þar var samþykkt stofnun Norræna fjárfestingar- bankans, sem mjög mikla þýðingu hefur fyrir samnorræn verkefni, en sú lánastofnun fjármagnar m.a. að hluta til járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga. Þing Norðurlandaráðs var haldið í Kaupmannahöfn 28. febrúar til 3. marz 1976. Forsætis- nefnd ráðsins gaf á þessu þingi mjög þýðingarmikla stuðnings- yfirlýsingu við íslendinga í land- helgisbaráttu þeirra þá, sem vakti athygli víða um veröld. Tveir islenzkir listámenn hlutu verð- laun ráðsins: Atli Heimir Sveins- son tónlistarverðlaun og Ólafur Jóhann Sigurðsson bókmennta- verðlaun. Á þessu ári tók til starfa norræni fjárfestingar- bankinn: norrænn umhverfissátt- Ragnhildur Helgadóttir form. Islandsdeildar Norðurlandaráðs. máli tók gildi: endurskoðaður norrænn menningarsamningur tók gildi: ákvæði um sameigin- legan norrænan kostningarétt til sveitastjórna tók gildi í nokkrum landanna: og i september 1976 gekkst forsætisnefnd ráðsins fyrir merkri ráðstefnu um pólitískt lýðræði. Allt eru þetta viðburðir, sem marka spor i sögu Norðurlandaráðs, og allt eru þetta spor fram á yið, segir í skýrsl- unni. Fyrir Islendinga skipti stuóningsyfirlýsingin i land- helgisdeilunni hvað mestu máli, þvi þar kemur óbeint fram að verndun fiskistofna i Atlantshafi sé sameiginlegt norrænt hags- munamál. Þessi samþykkt vakti þeim mun meiri athygli sökum þess, að ráðið ályktar yfirieitt ekki um utanríkispólitísk mál- efni. Yfirlýsingin var svohljóð- andi. „Forsætisnefnd Norður- landaráðs staðfestir, að Norð- urlandaþjóðirnar hafa með þungum áhyggjum fylgst með deilu þeirri, sem þróast hefur milli Stóra-Bretlands og íslands f sambandi við fiskveiðarnar innan hinna nýju 200 mflna fiskveiði- takmarka. Forsætisnefndinni er ljóst, að nýting auðæfa hafsins er tilverugrundvöllur hinnar fslenzku bræðraþjóðar og að sér- stakar ráðstafanir eru nauðsyn- legar til þess að tryggja að þessum auðæfum verði ekki eytt. Þá fjallaði Ragnhildur í ræðu sinni og skýrslu um störf ein- stakra nefnda á vegum Norður- landaráðs: laganefndar, félags- málanefndar, samgöngumála- nefndar, efnahagsmálanefndar og menningarmálanefndar. Laga- nefndin fjallaði m.a. um reglur á sviði persónuréttar, sérstaklega verndun og friðhelgi einkalífs í sambandi við tölvulöggjöf. Félagsmálanefnd ræddi tillögur ráðherranefndar um verkefna- áætlanir um vinnumarkað og aðbúnað á vinnustöðum. í sam- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.