Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNI 1977 33 VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 10100 KL 10 — 11 , FRÁ MANUDEGI r\y í/JAmiOi •'ua'uii lífsins Ég flýtti mér allt hvað af tók til þess að binda endi á hræðslu fuglanna og komast úr þessum feiknalega hergný. Lokaði dyrunum vandlega og setti bann á heimsóknir þangað um sinn. Þá féllu glettnisorð um það að ég væri mikið fyrir fugl- inn. Oft gef ég fuglum að vetrar- lagi, en þessum ungum þorði ég ekki að velja fæðutegundir, enda voru foreldrarnir fljótir að finna ungana sína og annast þá, einkum þegar næðið var mest. Þá var komið með lostæti i gapandi og soltna gogga, enda virtust þeir vaxa fljótt. Svo fór sem endranær, eð fugl- inn flýgur úr hreiðrinu. Með erf- iðismunum komust þeir á svala- brún og létu sig berast niður í garð. Það þurfti að æfa iitlu vængina, sem áttu að bera þá um loftin blá, fagnandi þvf lifi, sem þeim var gefið. Kannski ætluðu þeir að koma aftur og ala upp nýja kynslóð á svölunum hjá mér. Ég sá þá reyna að komast hing- að upp aftur, en það gátu þeir ekki. Litlu og óþroskuðu vængirn- ir báru þá ekki svo hátt. Daginn eftir sá ég mikið af dnnmjúkum fjöðrum i garðinum mínum, en um hann læddist gulflekkóttur köttur, eins og oft áður, bjöliu- laus. Aslaug Gunnlaugsdóttir“. Þvi má bæta hér við að nokkrir fuglavinir hafa haft samband við Velvakanda einmitt út af þessu að kettir séu ekki með bjöllur. Hafa þeir viljað koma því á framfæri við kattaeigendur að þeir verði sér úti um bjöllur á ketti sína, en vandamáiið sé kannski það hvar hægt sé að fá þessar bjöllur. Telja margir þessarra fuglavina að það ætti að skylda kattaeigendur til að hengja á þá bjöllur, þar sem þess séu fjölmörg dæmi að kettir ráðist á egg í hreiðri eða unga eftir að þeir komi úr eggjum. Þessum hugmyndum er hér með komið á framfæri við þá sem hlut eiga að máli. INTERNATIONAL TD-8-B Jarðýta Fáanleg með hallabúnaði á jtönn Sambandið Véladeild, Ármúli 3, sími 38900. Þessir hringdu . . . 0 Nýtt stórhýsi í miðbæ Reykjavíkur? Þá hefur annar borgari i Reykjavik haft samband við Vel- vakanda varðandi hugsanlega byggingu verzlunarmiðstöðvar á horni Lækjargötu og Hafnar- slrætis: —Ég var aldeilis furðu lostinn þegar ég sá það í Mbl. í auglýs- ingu og siðan staðfest með frétt að hugsanlega ætti að reisa ein- hverja verzlana- eða fyrirtækja- miðstöð þarna á horni Lækjar- götu og Hafnarstrætis. Mér finnst það nú aiveg óþarfi að vera að eyða miklu púðri i að reisa fleiri stórhýsi í miðbænum, sem senni- lega yrði aðeins til þess að auka enn á bílastæðisvandamál þeirra, sem þurfa að sækja vinnu eða annað i miðbæ Reykjavíkur. Það má vel vera að það hafi verið hugsað fyrir þeim vandamálum, t.d. með bilageymslu i kjallara, en samt finnst mér ekki rétt að króa Lækjartorgið af með þessu móti, ég held að það njóti sín mun betur þegar alit er opið. Skjól fyrir norðanátt segir kannski einhver, SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Vrbas í Júgóslavíu í maí kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Sax, Ungverjalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Smejkals, Tékkó- slóvakíu. 41. g3 og svarfur gafst upp, því hann á enga vörn ví máthótunum hvits. Smejkal átti þó eftir að naga sig í handarbökin vegna uppgjafarinnar, þvi hann á jafn- tefli i stöðunni á ótrúlegan hátt: 41... IId2+, 42. Kh3 — IIh2 + !, 43. Kxh2 — IIa2+, 44. Kh3 — Hh2+, 45.'Kxh2 — Dxg3+!, 46. Kxg3 — Patt! Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Uhlmann, A-Þýzkal. 8 v. af 11 mögulegum. 2—3. Gligoric, Júgóslaviu og Sax, Ungvl. 7 v. ég segi þá geta menn bara leitað inn í göngtigötuna og notið skjóls- ins þar. Á torginu er biðskýli fyrir þá sem þurfa að híma eftir strætó svo ég held að þessi „skjól- rök“ séu léttvæg. Mér þætti ann- ars gaman að heyra álit fleiri á þessu máli. £ Hvar eru veg- • heflarnir? Árbæingur: —Mig langr að spyrja ráða- menn veghefla Reykjavíkurborg- ar að því hvar þeir vegheflar séu við störf, sem einu sinni sáust aka um allar götar borgarinnar og vinna sín verk. Það er nefnilega svo að þótt langflestar götur borg- arinnar séu malbikaðar þá eru innan um heilu hverfin, sem enn eru óslétt og ill yfirferðar. Þannig er t.d. um iðnaðarhverfið norðan Vesturlandsvegar, þ.e. ofan við Artúnshöfða eða hvað það nú heitir. Þar eru allar götur ómal- bikaðar og mjög holóttar. Væri nú ekki hægt að senda eins og einn hefil þangað við tækifæri til að slétta svolítið úr holunum? Ég segi eins og margur annar, ég er viss um að ég tala fyrir munn mjög margra. Aðalskoðun bifreiða ílögsagnarumdæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu. Mánudaginn 13.júnF Ö —2851 — Ö —2925 þriðjudaginn 14. júnF Ö —2926 — Ö — 3000 miðvikudaginn 15. júní Ö —3001 — ö —3075 fimmtudaginn 16.jún( Ö —3076 — ö —3150 mánudaginn 20. júnt Ö —3151 — ö —3225 þriðjudaginn 21. júnf Ö —3226 — ö —3300 miðvikudaginn 22. júnF Ö —3301 — ö —3375 fimmtudaginn 23. júnf Ö —3376 — ö —3450 föstudaginn 24. júnF Ö —3451 — ö —3525 mánudaginn 27. júní Ö —3526 — ö —3600 þriðjudaginn 28. júnf ö —3601 — ö —3675 miðvikudaginn 29. júnF ö —3676 — ö —3750 fimmtudaginn 30. júní ö —3751 — ö —3825 miðvikudaginn 1 7. ágúst ö —3826 ö —3900 fimmtudaginn 18. ágúst ö —3901 — ö —3975 föstudaginn 19. ágúst ö —3976 — ö —4050 mánudaginn 22. ágúst ö —4051 — ö —4125 þriðjudaginn 23. ágúst ö —4126 — ö —4200 miðvikudaginn 24. ágúst ö —4201 — ö —4275 fimmtudaginn 25. ágúst ö —4276 — og þar yfir Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar að Iðavöllum4 I KeflavFk og verður skoðun framkvæmd þar á fyrrgreindum dögum milli kl. 9.00—12.00 og 1 3.00— 16.00. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoð- un annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir þvl að bifreiða- gjöld fyrir árið 1977 séu greidd og lögboðin vátrygg- ing fyrir hverja bifreið sé i gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Athygli eigenda G- og Ö-bifreiða í Grindavik er vakin á því, að mánudaginn 1 5. ágúst og þriðjudaginn 1 6 ágúst fer fram skoðun á bifreiðum þeirra við barnaskólann í Grindavík frá kl. 9.15—12 00 og 13 00—16.30 Tekið skal fram, að starfsmaður innheimtumanns ríkis- sjóðs i Hafnarfirði verður staddur á áðurnefndum stað og tíma og mun taka við greiðslu bifreiðagjalda vegna G-bifreiða Það athugast, að engin aðalskoðun bifreiða verður framkvæmd í júlí-mánuði. Lögreglustjórinn F KeflavFk, Njarðvík, GrindavFk og Gullbringusýslu. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.