Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 36
AKilASINí.ASIMINN ER: 22480 JHoreimbTn&tÖ LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977. Frekari verkf alls- aðgerðir í bígerð TÍU—manna nefnd Alþýðusam- bands íslands sat fund f gær og ræddi hugmyndir um framhalds- aðgerdir þegar þessari verkfalls- hrinu, sem nú stendur yfir, lýkur, en henni lýkur með allsherjar- verkfalli í einn dag hinn 21. júnf. Tillögur 10—mannanefndarinnar voru sfðan ra-ddar í samninga- nefnd ASÍ f gær og ætlunin mun að félög innan ASÍ taki síðan endanlega ákvörðun um hoðun þeirra, sem verður að eiga sér stað á þriðjudag, eigi samfella að verða í aðgerðunum. Mikil leynd hvildi á samninga- fundunum í gær yfir þessum að- gerðum Alþýðusambandsins og vildi enginn samninganefndar- manna ASÍ segja neitt um málin. Þó er ljóst að aðgerðir þessar munu verða mjög róttækar og munu þær lama svo til allt athafnalíf landsmanna. F’ullyrt var að ekki væri um allsherjar- verkfall að ræða. Aðgerðir þessar munu vera algjör nýlunda hér- lendis, þar sem verkalýðs- hreyfingin mun ekki hafa beitt slíkum aðgerðum áður. Hugsan- lega getur hér verið um verkföll nokkurra lykilstétta að ræða, sem nái til alls landsins. Teflir Karpov í Réykjavík? Ákveðið að halda sterkt alþjóðamót í febr. n.k. SKÁKSAMBAND íslands sam- þvkkti á fundi f fyrrakvöld að efna til alþjóðlegs skákmóts í Reykjavfk f febrúar n.k. eða nán- ar tiltekið dagana 4.—25. febrúar. Er hugmvndin að hafa þetta mót minna í sniðum en fyrri alþjóða- mót, keppendur verði 12 að tölu og aðeins verði boðið mjög sterkum skákmönnum til móts- ins. Er ætlunin að heimsmeistar- anum Karpov verði boðið sérstak- lega (il mótsins, en hann hefur látið f ljós áhuga á þvf að tefla hér á islandi. Högni Torfason, varaforseti Skáksambandsins, staðfesti þetta í samtali við Mbl. í gær. Sagði hann að venjan hefði verið sú að halda alþjóðaskákmótin annað hvert ár og væri nú komin röðin að Skáksambandi islands að halda mótið, en Taflfélag Reykja- víkur stóð að síðasta alþjóðamóti. Högni sagði að á mótskrá Alþjóða- skáksambandsins væri ekkert mót skráð í febrúar og hefði Skák- sambandið því drifið sig í það að ákveða dagsetningarnar strax og senda þær til FIDE. Skáksambandsmennirnir hafa hug á því að mótið verði mjög vel mannað. Er Karpov heims- meistari að sjálfsögðu efstur á blaði, en hann mun hafa getið þess í bréfi til Guðmundar Sigur- jónssonar, að hann hefði mikinn hug á þvi að heimsækja skákland- ið Island og tefla þar. Aðrir skák- menn á óskalistanum eru Larsen, Hort, Spassky, Ljubojevic og fleiri og svo er vonast eftir þátt- töku beggja íslenzku stórmeist- aranna, Friðriks Ólafssonar og Guðmundar Sigurjónssonar. Ljósm. Öl. K.Mag. Rigningu spáð sunnanlands BLÓMARÓSIN brosir blftt f sólskininu á fimmtudaginn en blóma- rósirnar sunnanlands brosa varla í dag, þvf Veóurstofan spáir sunnanátt og rigningu. Á morgun er spáð vestlægari átt og skúrum. Norðanlands og austan verður þurrt og sæmilega hlýtt verður um allt land. 120tonná handfæri á 6 dögum NOKKRIR bátar eru byrjaðir handfæraveiðar útaf Eldey. Haraldur AK hóf veiðarnar, og hefur báturinn fengið 120 tonn af ufsa á 6 dögum, þar af fékk bátur- inn 53 tonn á fyrstu tveimur dög- unum. Að sögn Kristófers Bjarnasonar skipstjóra á Haraldi, hafa þeir stundað handfæraveiðar á þess- um sömu slóðum ár eftir ár. 13 menn eru á bátnum og eru þetta allt þrautreyndir menn. Sagði Kristófer að það væri fyrst og fremst mannskapnum að þakka hve vel hefði fiskast, þetta væru harðduglegir menn, en notaðar eru venjulegar handfæravindur. Kristófer tók það fram, að sér virtist ufsinn fara minnkandi ár frá ári. Lagf ært í kringum Læragjá Borgarverkfræðingur lagði í vikunni fram tillögur um bráða- birgðaaðgerðir við hitaveitu- skurðinn f Nauthólsvfk, sem f daglegu tali fólks er nefndur Læragjá eða Volga. Borgarráð féllst á tillögurnar og fól borgarverkfræðingi að láta framkvæma þær og gera kostnað- aráætlun fyrir hreinlætisaðstöðu. Tillögurnar munu vera i þvi fólgnar að girða hitaveituskurð- inn af, færa til veginn og beina þannig allri umferð frá skurðin- um, hreinsa svæðið í kring og koma upp grassvæðum og Ioks að koma fyrir búnings- og baðað- stöðu. Viðræður um launaliðinn Karpov áttu að hefjast í gærkvöldi Samkomulag hefur náðst um fyrirkomulag vísitölubóta SAMKOMULAG tókst f fyrra- kvöld milli aðila vinnumarkaðar- ins um vísitöluna. Samkomulagið er þó skilyrt um að viðunandi lausn náist f öðrum óleystum atr- iðum kjarasamninganna. Samn- ingamenn vonuðu f gærkveldi, er gefið var kvöldverðarhlé, að á kvöldfundi yrði byrjað að ræða um kauplið samninganna. Jón II. Bergs, formaður Vinnuveitenda- sambandsins, kvaðst vona að við- ræður um kaupliðinn hæfust þá þegar og samtfmis viðræður um. sérkröfur þeirra hópa, sem eftir væri að afgreiða. Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, kvað kaupliðinn og samningstfmann V estmannaeyjar: Þjóðhátíðinhaldin samkvæmt hefð að ósk huldra vætta „Það stóð til a8 halda ÞjóShátfð Vestmannaeyja a8 þessu sinni um Verzlunarmannahelgina 29.— 31. júlf I Herjólfsdal, en vegna boða frá vættum og huldufólki 1 Herj- ólfsdal og beiSni bæjarstjórnar vegna atvinnumála í bænum þá höfum vi8 ákveSiS a8 halda sam- kvæmt aldargamalli hefS fyrstu helgi f ágúst og hún verSur þvf haldin I Herjólfsdal I fyrsta sinn eftir eldgos 5.— 7. ágúst n.k.", sagSi GuSmundur Þ.B. Ólafsson formaSur Knattspyrnufélagsins Týs í samtali vi8 Mbl. 1 gærkvöldi. Guðmundur sagðí að þeir hefðu í upphafi stefnt að þvi að halda Þjóð- hátlðina um verzlunarmannahelg ina, en það hefði mælzt misjafnlega fyrir vegna hefðarinnar og þá hefðu „næmir" Eyjamenn borið boð frá huldum vættum, tröllum og álfum I Dalnum að þeir hefðu ávallt mikla hátíð I Dalnum helgina á undan Þjóðhátið og þeír gætu ekkí miðað við annað en helgina á undan fyrstu helgi i ágúst Á þessari forþjóðhátlð huldra vætta I Herjólfsdal er að sögn mikið um dýrðir og þar sem sama er upp á teningnum þegar Iþróttafélög- in standa fyrir hátiðinni þá ákváðu Týrararnir að halda sig við gamla stílinn og þá ekki síður vegna beiðni frá bæjarstjórn Vestmannaeyja um hátiðina um fyrstu helgi I ágúst Rök bæjarstjórnar voru þau að bátafloti Eyjamanna og reksturinn I frystihús- unum miðaði sumarleyfi við Þjóð- hátíðina og ef hún yrði haldin I júlímánuði gaetí hún raskað bæði óeðlilega I atvinnulífinu og afla- brögðum Guðmundur sagði að þeir hefðu viljað halda Þjóðhátíðina að þessu sinni um Verzlunarmanna- helgina til þess að reyna á fá fleira fólk frá fastalandinu á hátlðina, en nú hefði peningarsjónarmiðið verið láta víkja þótt mjög aukinn kostn- aður væri við það að halda hátlðina á ný I Herjólfsdal Týrarar hafa að undanförnu unnið kappsamlega við að snyrta I Herjólfsdal, en mikíll fjöldi tyjamanna lagði hönd á plóg- Framhald á bls. 20. næst á dagskrá, en hann þorði ekki að lullyrða, hvort hann kæmi til umræðu þá um kvöldið. Björn Jónsson var spurður að því, hvort hann vildi segja nokk- uð um það, hvenær hann áliti að samningsaðilar myndu ná saman, hvort það yrði í næstu viku. „Það er ekki fyrir nokkurn mann að segja til um á þessari stundu,“ sagði Björn og bætti því við að enn bæri það mikið i milli, þótt samningsmáiin'í heild hefðu ein- faldazt mjög við samkomulagið um visitöluna. Það væri þó skil- yrt. Hann kvað umræður um kauplið samninganna hins vegar mjög skammt á veg komnar. Hann kvað og ýmsa tæknivinnu hafa skýrt hlutina og af þeim ástæðum sagði hann að ekki þyrfti að liða mjög langur tími unz samkomulag tækist. „Allir eru að vona,“ sagði Björn, „að þetta taki ekki langan tíma.“ Eins og segir í upphafi þessarar fréttar tókst samkomulag milli ASÍ og vinnuveitenda í fyrrinótt um fyrirkomulag vísitölubóta. Að sögn ASI hefur samkomulagið i för með sér töluverðar úrbætur frá því visitölukerfi, sem tíðkazt hefur. 1 fyrsta lagi verða greiddar al- mennar vísitölubætur ársfjórð- ungslega, í fyrsta skipti 1. septem- ber. I sambandi við vísitöluút- reikning fékkst það fram, að áfengi og tóbak er fellt úr visi- tölugrunninum. Samkvæmt því visitölukerfi, sem siðast gildi, var Framhald á bls. 20. Ekkert hey r- istíBrendan EKKERT hefur heyrst í skinn- bátnum Brendan í rúma tvo sólar- hringa, en báturinn á nú að vera staddur um 300 sjómflur suðvest- ur af Hvarfi á Grænlandi. Ilingað til hefur Brendan látið til sín heyra a.m.k. einu sinni á sólar- hring, og f gærkvöldi var Land- helgisgæzlan að gera ráðstafanir til þess að svipast yrði um eftir bátnum Smjörlíki hækkar VERÐLAGSSKRIFSTOFAN hefur heimilað hækkun á smjör- líki. Venjulegt borðsmjörlíki hækkar í heildsölu úr kr. 245 i kr. 278 i smásölu úr kr. 326 í kr. 370 eða um 13,5%. Jurtasmjörlíki hækkar í heildsölu úr kr. 348 í kr. 380 og i smásölu úr kr. 460 í kr. 514 hvert kiló eða um 11,7%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.