Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1977 Pólýfónkórinn heldur í dag hátíðahljómleika Ein af glæstustu ungu söngkon- um Bretlands syngur einsöng PÓLÝFÓNKÓRINN gengst fyrir Barokkhátíð í Reykjavík í dag og á miðvikudaginn. Hátlðahljómleikar verða í Háskólabfó I dag, 17. júnf klukkan 1 7 og kveðjuhljómleikar I Háskólabfói miðvikudaginn 22. júnl klukkan 21. Stjórnandi á báð- um hljómleikunum er Ingólfur Guðbrandsson. Á tónleikum Pólýfónkórsins í dag eru þrjú verk á efnisskránni, Gloria eftir Vivaldi, Konsert í D-moll fyrir tvær einleiksfiðlur og hljómsveit eft- ir Bach og loks Magnificat eftir Bach. Auk kórsins koma fram kammerhljómsveit, fimm einsöngv- arar, Hannah Francis, sópran, Mar- grét Bóasdóttir, sópran, Ruth L. Magnúsdóttir, alt, Jón Þorsteins- son, tenór, og Hjálmar Kjartansson. bassi, og loks tveir einleikarar á fiðlur, Maria og Rut Ingólfsdættur Hannah Francis, sem er einn ein- söngvaranna á tónleikunum í dag er ein af glæstustu ungum söngkonum Bretlands 1 5 ára gömul hóf hún nám i hörpuleik við Royal College of Music í London og vann síðan fyrstu Hannah Francis verðlaun í alþjóðlegri tónlistar- keppni Árið 1972 ákvað hún að snúa sér að sönglistinni og helga henni alla krafta sína Það hefur hún gert með frábærum árangri og kom- ið fram sem einsöngvari víða í Evrópu utan Bretlands á sjálfstæð- um tónleikum og sungið oratorfu- hlutverk með þekktustu kórum Bret- lands Hún virðist einnig á leið upp á stjörnuhimin óperunnar, og er framtíðin hjá ensku Óperunni. Hún kemur hingað beint frá að syngja á Bach hátíðinni í London, þar sem söng hennar var einnig útvarpað I BBC, og hlaut hún einróma lof gagnrýnenda fyrir raddfegurð og túlkun Hún kemur einungis fram hér á landi á tónleikum Pólýfónkórs- ins og snýr aftur til starfa f London strax að þeim loknum Á kveðjuhljómleikunum á mið- vikudaginn er Messías eftir Hándel á efnisskránni og verða þá einsöngv- arar þau Kathleen Livingstone. sópran, Ruth L Magnússon, alto, Neil Mackie, tenór, og Michael Ripppon, bassi. Kammerhljómsveit kemur einnig fram ásamt Pólýfón- kórnum Innan skamms leggur kórinn upp í mikla söngför til Ítalíu, eins og rækilega hefur komið fram í fréttum. Nýr yfirlæknir á skurðlækn- ingadeild Borgarspítalans Sljórn sjúkrastofnana Reykjavlk- urborgar samþykkti á fundi sfn- um 6. mái s.l. að ráða Gunnar II. Gunnlaugsson sérfræðing í brjóstholsskurðlækningum, yfir- lækni skurðlækningadeildar Borgarspftaians frá 1. júlí n.k. að telja. Dr. med. Friðrik Einarsson, sem verið hefur yfirlæknir deild- arinnar frá upphafi, hefur sagt starfi sínu lausu frá sama tfma. Gunnar H. Gunnlaugsson lauk læknaprófi við H.í. 1962, hlaut Schmidt kem- ur 15. júlí nk. MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá þvffyrir skömmu. að Helmuth Schmidt, kanslari SambandslýSveldisins Þýzkalands. væri væntaniegur hing- að til lands i opinbera heimsókn t júlimánuSi n.k. Nú hefur forsætis- ráSuneytiS skýrt frá þvf i frétt, aS kanslarinn komi hingaS föstudaginn 15. júli og muni dveljast hér til f östudagsins 1 7. júlf. áerfræðingsréttindi í almennum skurðlækningum 1969 og sérfræð- ingsréttindi í brjóstholsskurð- lækningum 1970. Sérfræðings- menntun sína hlaut hann við MAYO stofnunina í Bandarikjun- um. Gunnar var skipaður dosent i handlæknisfræði í læknadeild Háskóla íslands 1974. Hann hefur starfað við Borgarspítalann frá 1970. Gunnar er kvæntur Arnhildi Guðmundsdóttur og eiga þau 4 börn. Gunnar II. Gunnlaugsson. Valt á hliðina í slippnum í Eyjum Það óhapp varð síðdagis á þriðjudaginn, þegar verið var að draga vélbátinn Danska Pétur VE-423 upp í slipp hjá Skipasmíðastöð Vestmannaeyja, að undir- stöður sleðans gáfu sig og báturinn vait á hiiðina. Lóðsinn dró bátinn á flot á flóðinu seinnipartinn í gær, og er hann taiinn eitt- hvað skemmdur. Aftur á móti er dráttarbrautin stórskemmd. Fljótlega eftir óhappið voru gerðar ráðstafanir til þess að reyna að ná bátn- um á flot. Voru settar taug- ar í hann og í fyrradag reyndu Lóðsinn og Gull- bergið að draga bátinn á flot en taugarnar slitnuðu. Var þá gripið til þess ráðs að lyfta bátnum inn á miðj- an sleðann með lyftitækj- um og gekk mjög vel að ná Framhald á bls. 25 Naglaskot- um stolið INNBROT var framið f Öldusels- skóla í Breiðholti III f fyrrakvöld, en skófinn er f byggingu. Kveikt var í timbri á neðstu hæð skólans og urðu miklar skemmdir af sóti. Önnur skemmdarverk voru einnig unn- in, t.d. málningu hellt á gólf. Þá var stolið 300 naglaskotum, sem geta verið mjög hættuleg í hönd- um þeirra, sem ekki kunna með þau að fara. Það eru tilmæli rannsóknarlögreglunnar, að þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta hafi samband við lög- regluna. Myndgæð in versna við litinn Sjónvarpsáhorfendur sem hafa yfir svart/hvítum tækjum a8 ráða hafa nokkrir kvartað undan því, að þegar dagskrár I lit séu sýndar I sjónvarpinu, versni myndgæðin til muna á tækjum þeirra. Morgunblaðið sneri sér til Harðar Frímannssonar, yfirverkfræðings Sjónvarpsins, og innti hann eftir skýringum á þessu. Hörður sagði, að litakerfi það sem notað væri hjá sjónvarpinu væri þannig úr garði gert, að enginn munur ætti að vera á því hvort dagskrárliður væri í lit eða svart/ hvítu, en það væri þó engu að síður staðreynd að ekki næðust alveg sömu myndgæði á svart/ hvítum viðtækjum þegar dagskrárliður væri í lit og þegar um svart/ hvftan þátt væri að ræða. Munurinn væri þó svo lítill, að það ætti naumast að trufla nokkurn mann. Skýringin á því að veruleg rösk- un yrði á myndgæðum í viðtækjum við það að sendur væri út dagskrár- liður í lit, hlyti því mjög sennilega að vera fólgin f einhverri bilun f viðtækinu, en einnig gæti komið til greina að rekja mætti þetta að ein- hverju leyti til sendis sjónvarpsins á Vatnsenda, sem væri ekki eins og bezt yrði á kosið. 19 júní komin út Ársrit Kvenréttindafélags íslands, Nítjándi júnf, er komið út og er þetta 27. útgáfuár blaðs- ins. Meðal efnis er viðtal við sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur og leit- að er svara hjá nokkrum aöilum um viðhorf þeirra til kvenna í prestsstarfi. Rætt er við börn í forskóla og unglinga við lok skyndunáms og ennfremur lýsa nokkrar konur á miðjum aldri viðhorfum sínum til kynlífs. Rit- stjóri er Erna Ragnarsdóttir arki- tekt. Nítjándi júní verður seldur á götum á þjóðhátíðardaginn og svo 19. júní, en þá verða liðin 62 ár frá því að islenzkar konur fengu kosningarétt. Tveir menn á plastfleytu til Akraness TVÉIR menn fóru á lítilli plastfleytu milli Reykja- víkur og Akraness í gær. Að sögn lögreglunnar á Akra- nesi hefur fleyta þeirra naumast verið stærri en sem svarar tveim- ur fermetrum. Hún var þó með litlum utanborðsmótor, en engu að síður þykir mikil bjartsýni að hafa lagt i þetta ferðalag og litlar líkur á að þessi leið hafi nokkru sinni verið farin á minni báti. Tekin fyrir hasssmygl í Frakklandi FÍKNIEFNADÓMSTÓLNUM hafa borizt upplýsingar um að franska lögreglan hafi handtekið þrjú íslenzk ungmenni i hafnar- borginni Montpellier, en töluvert af hassi fannst 1 bíl þeirra við komuna til Frakklands frá Mar- okkó. Þarna er um að ræða pilt og tvær stúlkur. Þingmenn ræða við Þjóðverja Bonn, 16. júní. Reuter. ÍSLENZK þingmannanefnd ræddi f gær við aðstoðarutan- ríkisráðherra Vestur- Þjóðverja, Klaus von Dohnanvi. Viðræðyrnar fjölluðu aðal- lega um samvinnu i efnahags- málum og einkum fyrirhug- aðar viðræður um fiskveiði- samning íslands og Efnahags- bandalagsins að sögn vestur- þýzkra embættismanna eftir fundinn. Ásmundur Stefánsson um áhrif kjarasamninganna: Kaupmáttur næsta árs 13-14% hærrien 1976 „ÉG reikna með því að meðal- kaupið verði á þessu ári um 5!4% hærra en það var á sfðasta ári, árinu 1976,“ sagði Ásmund- ur Stefánsson, hagfræðingur Alþýðusambands íslands, er Morgunblaðið spurði hann um áhrif þeirra, kjarasamninga, sem nú eru að mótast, en kaup- Iiður þeirra liggur nú fyrir. „Þar sem hækkunin kemur á miðju árinu, koma áhrif henn- ar ekki að fullu fram fyrr en á næsta ári. Þá koma einnig kauphækkanir eins og sam- komulagið gerir ráð fyrir og reiknast mér þvi til að á næsta ári verði kaupmátturinn um 13 til 14% hærri en hann var árið 1976.“ Ásmundur Stefánsson kvað lægsta kaupið fá verulega hærri hækkun og hann kvaðst búast viö því að það yrði á þessu ári 10 til 11% yfir því, sem það var á síðastliðnu ári. Kaupmátturinn síðari hluta ársins verður hins vegar tvöf alt meiri. Fyrri hluti ársins er hins vegar rétt í ársmeðaltali. Á næsta ári kvað Ásmundur kaupmátt lægstu launa verða um 25% hærri en hann var á árinu 1976. Ef þetta er sett i þjóófélagslegt samhengi, þá eru þjóðartekjur svipaðar nú og voru á árinu 1973, „þegar allt lék i lyndi,“ eins og Ás- mundur komst að orði. Kaup- mátt meðalkaups kvað hann hins vegar ekki myndu ná þeirri hæð, sem hann var í 1973, þar sem hann yrði rúm- lqga 1% undir kaupmætti þess árs vegna samninganna 1974 og launaskriðs eru lægstu taxtar enn neðar. „Við höfum enn ekki upp- lýsingar um þjóðartekjur næsta árs,“ sagði Ásmundur, „en ef aukning þeirra verður svipuð og hún varð milli áranna 1976 og 1977, þá yrðu þjóðartekjur á næsta ári um 4% hærri en þær voru árið 1973. Kaupmáttur meðalkaups yrði hins vegar um 5 til 6% hærri en var 1973. Þannig er það að miðað við þær forsendur, sem voru til kaup- hækkana 1973, þá virðist aug- ljóst, að þjóðarbúið á að geta borið þessar kauphækkanir. Ef jafnframt má trúa leiðara Morgunblaðsins frá því er mig minnir 7. desember 1973, þá höfum við nú gert samninga, sem eru hálfgerðir olíu- samningar," sagði Ásmundur. Ásmundur Stefánsson vildu engu spá um verðbólguþróun í kjölfar þessara samninga, þar sem þar kæmu inn í myndina of margir óvissuþættir. Hins vegar kvað hann verðbólguna ekki eiga að skekkja þetta dæmi mjög vegna verðbóta- tryggingarákvæða samningsins og þá sérstaklega vegna verð- bótaaukans, sem hann kvað draga mjög úr líkum á að kaup- hækkunin yrði tekin af fólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.