Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JUNl 1977 7 r Almennings- réttur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins setti fram stefnumörkun iflest- um þáttum þjóðmála, sem birt hefur verið f MMORGUNBLAÐINU UNDANFARIÐ. Rétt þykir að rifja hér um samþykkt varðandi almenningsrétt, sem aðrir stjómmála- flokkar hafa ekki tekið af- stöðu til á jafn afgerandi hátt. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á að tryggja afdráttarlaust þann almenningsrétt, að hver einstaklingur geti lifað og starfað án fhlut- unar stjórnvalda, hags- munssamtaka og annarra einstaklinga, að þvf leyti, sem slfk fhlutun telst ekki nauðsynleg vegna brýnna heildarhagsmuna og njóta þeirrar þjónustu, er sam félagið veitir, eftir þvf sem aðstæður framast leyfa. í slfkum al menningsrétti felast auk hinna hefðbundnu mann- réttinda samkvæmt stjórnarskrá, jafnréttis karla og kvenna o.s.frv., eftirfarandi atriði meðal annars: ^ 1. Verndun einstakl- ingsins gegn fhlutun um persónuleg málefni hans svo og gegn hnýsni um einkahagi hans, sem leitt getur af sfvaxandi notkun tölvutækni við skráningu á ýmsum einkamálum og kröfum um ónauðsynlega upplýsingagjöf við ýmsar umsóknir. Geymsla tölvu- gagna með öðrum per- sónulegum upplýsingum en þeim, sem almennar eru, sé bönnuð. Þá sé , þess vandlega gætt, að einstaklingurinn standi rfkisvaldinu jafnt að vfgi f viðskiptum sfnum við það. ^ 2. Réttur einstaklings- ins til hlutdrægrar með- i ferðar á sfnum málum hjá stjórnvöldum og aðilum, sem njóta einkaleyfis eða löggildingar, á tilteknum sviðum. 9 3. Upplýsingaskylda Stjórnvalda og aðila, sem njóta einkaleyfis eða lög- gildingar, gagnvart al- menningi. # 4. Trygging fyrir þvf, að seld vara og þjónusta fullnægi eðlilegum gæða- kröfum. Efldar verði rann- sóknarstofnanir, er láti f té álit um vörugæði. Sam- tök neytenda verði efld og leitað af opinberri hálfu samvinnu við samtök framleiðenda, seljenda og aðila, er njóta löggildingar eða einkaréttar um, að þau taki að sér að láta f té álit um vörugæði, ef ósk- aðverður. # 5. Markviss störf f þá átt, að tilteknir sam- félagshópar t.d. börn, aldraðir og fatlaðir þurfi ekki að gjalda sinnar sér- stöðu og njóti eðlilegrar þjónustu samfélagsins. Heilbrigðismál Samþykkt landsfundur um heilbrigðismál hljóð- aði svo: „Fullkomin heilbrigðis- þjónusta fyrir alla lands- menn er ein af undirstöð- um nútfma þjóðfélags. Sjálfstæðisflokkurinn vill þvf stefna að eftirfar- andi: # 1. í samstarfi sveita- félaga og rfkisins um byggingu og rekstur heil- brigðisstofnana sé þess gætt, að sveitarfélög og samtök þeirra fái tækifæri til þess að taka að sér þau verkefni, sem þau eru fær um, enda séu tekjustofnar þeirra auknir f samræmi við það. Leggja ber enn- fremur áherzlu á gott samstarf rfkis og sveitar- félaga við heilbrigðisstétt- ir við uppbyggingu heil- brigðisþjónustunnar. # 2. Áfram verði lögð megináherzla á að koma á fót heislugæzlustöðvum um allt land, þar sem veitt er sem vfðtækust heil- brigðisþjónusta samtengd öðrum þáttum félags- mála. Skipuleggia þarf sérfræðiþjónustu á sem flestum sviðum fyrir allt landið. # 3. Sérstaka áherzlu skal leggja á að efla starf sjúkrahúsa á þeim sviðum lækninga, sem ekki hefur ennþá verið fullnægt eða þróunin hefur sýnt, að ekki er fullnægjandi. Stefnt skal að þvf, að langlegusjúklingar og aldraðir, sem þurfa hjúkr- unar við, geti að jafnaði verið á stofnunum sem næst heimkynnum sfnum. # 4. Stuðlað verði að traustara heilbrigði lands- manna með aukinni heilsuvernd með þvf að efla það starf, sem snýr að bættum hollustuhátt- um almennings, með ráð- stöfunum til að draga úr ört vaxandi hrörnunar- sjúkdómum, fyrirbyggja atvinnusjúkdóma og leita sjúkdóma á byrjunarstigi. Hert verði baráttan gegn ofnotkun nautna- og deyfilyfja og notkun ffkni- efna. Sérstaklega þarf að efla varnir gegn ofnautn áfengis og leita samstarfs við samtök áhugamanna. Fræðsla um heilbrigðis- mál og öryggi á vinnu- stöðvum verði stóraukin bæði f skólum, fjölmiðlum og á vinnustöðvum. ^ 5. Námsbrautir fyrir starfsfólk heilbrigðis- stofnana verði efldar og þeim fjölgað, svo að ekki skapist skortur f einstök- um greinum. # 6. Gerð verði rekstrar- leg úttekt á heilbrigðis- þjónustu landsmanna og afköst og gæði mæld við aðrar þjóðir á hlutlausan hátt." Orð krossins Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags- morgni kl. 1 0.00 —10.1 5. Sent verður á stutt- bylgju 31 metra, (9.5 MHZ.) Orð Krossins, pósth. 4187, Reykjavík. Þjónustumiðstöð KASK SKAFTAFELLI í versluninni: Allar nauðsynlegar matvörur, búsáhöld og vefnaðarvara miðuð við þarfir ferðamanna. í veitingastofunni: Heitur matur og grillréttir. Opið alla daga. Þjónustumiöstöð Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Þjóögaröinum SKAFTAFELLI Ginge gardsláttuvélar í miklu úrva/i Frá 1 5" til 21" sláttubreidd Nýtt frá Ginge „MAURINN" er þyrilssláttuvél, einföld, traust og ódýr. „Maurinn" er með 3.5 ha. fjórgengis- benzínmotor Sláttubreidd: 19"/48 cam Sláttuhæð (auðstillanleg): 3.5 og 7 m Verð Aðeins um kl. 38 þús. m/Aspera-mótor Verð: Aðeins um kl. 41 þús. m/Briggs & Strattonmótor Sölufélag garðyrkjumanna Reykjanesbraut 6 — Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.