Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 12
J2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JUNÍ 1977 Gamla ísafoldarhúsið f Austurstræti. ARNI OLA: ísafold hundrað ára eða jafnvel 451 árs 'Hinn 16. júní 1877 hóf ísa- foldarprentsmiðja starfsemi sína og eru því hundrað ár síð- an sá atburður gerðist. En svo einkennilega vill til, að saga ílands segir hana vera rúmlega 450 ára gamla. Verður það rak- ið á þennan hátt: Fyrstu prentsmiðju flutti Jón biskup Arason hingað til lánds 1526. Var hún fyrst sett niður á biskupssetrinu Hólum í Hjalta- dal, en um hana má segja, að hún hafi verið á faraldsfæti um langa ævi. Frá Hólum var hún flutt að Breiðabólstað í Vestur- hópi, þá að Hólum aftur, þaðan að Núpufelli, síðan enn að Hól- um. Svo var hún flutt að Skál- holti, síðan geymd um hrið að Hliðarenda i Fljótshlíð. Þá er hún enn flutt að Hólum, og þvínæst suður að Leirárgörð- um, og þar sameinuð Hrapps- eyjarprentsmiðju, en Hrapps- eyjarprentsmiðja var næstelzta prentsmiöja landsins, stofnuð 1773 og rekin þar í eynni fram tíl ársins 1795, að hún var flutt að Leirárgörðum i Leirársveit. Þessi sameining prentsmiðj- anna á sér sína sögu. Á Alþingi 1794 stofnuðu nokkrir menn- ingarfrömuðir merkilegt félag, sem nefnt var Landsuppfræð- ingarfélagið. Var tilgangur þessa félags að gefa út góðar bækur og fræðslurit fyrir al- menning. Auðvitað þurfti það þvi á prentsmiðju að halda. Rættist svo úr því árið eftir, að Björn Gottskáldsson, tengda- sonur Boga Benediktssonar í Hrappsey, keypti prentsmiðj- una af tengdaföður sínum og bauðst nú til þess að flytja hana suður að Leirárgörðum og leigja félaginu hana. Þessu boði var tekið og seinna keypti fél- agið svo prentsmiðjuna. En um Hólaprentsmiðju er það að segja, að með konungsbréfi 1799 var svo fyrirskipað, að prentsmiðjan skyldi afhent Leirárgarða-prentsmiðju og flutt suður. Magnús Stephen- sen dómstjóri stjórnaði félag- inu. Árið 1815 lét hann flytja prentsmiðjuna að Beitistöðum og þar var hún um þriggja ára skeið. Svo var hún flutt til Við- eyjar 1819 og var þar tíl ársins 1844. Arið 1845 skyldi Alþingi endurreist í Reykjavík, og þá þurfti að sjálfsögðu að prenta þingtíðindi. Eina prentsmiðja landsins var þá í Viðey, en ýms- ir annmarkar voru á því, að hún gæti prentað Þingtíðindin. Var þá brugðiö á það ráö ráð aö flytja hana til Reykjavíkur og var henni komið fyrir í Aðal- stræti 9, en þar hafði verið íbúð forstjóra Innréttinganna. Prentsmiðjan var undir stjórn Stiftsyfirvalda og varð ekki vin- sæl. Hún var kölluð Lands- prentsmiðjan og stóð þarna fram til ársins 1876. Þá var hún seld Einari Þórðarsyni yfir- prentara. Svo keypti Björn Jónsson hana af Einari 18. mai 1886 og sameinaði hana ísafold- arprentsmiðju. Með þessu móti var Isafoldarprentsmiðja því orðin arftaki elztu prentsmiðj- unnar á íslandi, prentsmiðju Jóns biskups Arasonar á Hól- um, og hún geymir enn þann arf. Með nokkrum rétti má þvi segja, að ísafoldarprentsmiðja sé oróin 451 árs að aldri. Fyrir- tæki, sem starfar mjög iengi að sama markmiði og það setti sér í upphafi, á sina samfelldu sögu. Skiptir þá engu þótt oft hafi verið skipt um eigendur og einnig um nafn fyrirtækisins, slíkt markar aðeins'kaflaskil í sögu þess. Þjóðhátiðarárið 1874 vökn- uðu nokkrir mætir íslendingar til alvarlegrar hugsunar um kjör og hag lands og þjóðar. Meðal þeirra var Björn Jónsson frá Djúpadal, sem þá var kom- inn að þvi að ljúka embættis- prófi í lögum við háskólann i Kaupmannahöfn. Hann hætti við þá ákvörðun og ákvað að helga allt líf sitt baráttunni fyr- ir frelsi og sjálfstáeði islands. i stað þess að gerast embættis- maður hinna dönsku stjórnar, ákvað hann að hasla sér völl á sviði stjórnmálanna. Hann fór til islands um sumarið, staðráð- inn i að stofna nýtt blað á ís- landi. Svo virðist sem Jón Sigurðs- son hafi hvatt hann til þessa. Jóni þóttu Islendingar ekki vera sérlega skeleggir til sókn- ar og varnar í málum sinum um þær mundir og taldi að þá skorti sérstaklega biað sem brjóstvörn fyrir sig. Má sjá þetta á bréfum Jóns um þessar mundir. i bréfi dags. 6. febrúar 1874 segir hann: „Matthías Jochumsson hefir keypt Þjóð- ólf. Ég víldi bara að Matthias væri dálítið fastari i rásinni." t öðru bréfi dags. 6. júlí segir hann: „Björn Jónsson fer nú heim og það gleður mig, af því að ég ímynda mér að hann verði góður liðsmaður til að styrkja kröftuga „Adresse" tii konungs frá Þingvallafundi.“ „Ekki ber á öðru en stjórnin feti sinn sama feril eins og áður, og varla verður breyting á því, nema komi skorpa frá okkur. Ég veit ekki hvort Matthias vill eða get- ur sýnt nokkra rögg i Þjóðólfi um þetta efni. En ef þið byrjið nýja blaðið ykkar, þá er líklegt að þar komi fram einhver hug- vekja um slíkt." Þegar B jörn J ónsson kom til Reykjavíkur, byrjaði hann á því að fá til eignar blaðið Vík- verja, sem Jón Jónsson landrit- ari gaf út. Ekki líkaði Birni þó nafn blaðsins, fannst það benda til að það væri aðeins fyrir Reykvíkinga. Hann var ákveð- inn í því að gefa út blað fyrir alla landsmenn. Þess vegna skírði hann blaðið að nýju og gaf þvi nafnið ísafold. Um þess- ar mundir var ekki i annað prenthús að venda en Lands- prentsmiðjuna, og þar var byrj- að að prenta nýja blaðið. Fyrsta eintak þess kom út 19. septem- ber 1874. Stjórn prentsmiðjunnár var afar þröngsýn og hélt uppi strangri ritskoðun. Mun Birni skjótt hafa orðið Ijóst, að á þess- um stað átti blaðið enga fram- tíð, það þurfti að vera frjálst, og þess vegna var því bráð nauð- syn að eignast eigin prent- smiðju. En þá voru þeir timar í landi hér, að enginn mátti eign- ast prentsmiðju, nema hann hefði til þess sérstakt leyfi frá Danakonungi! Björn sótti um leyfi og fékk það 3. júlí 1876. Svo keypti hann prentsmiðju í Kaupmannahöfn, og kom hún hingað til lands 7. júní 1877. Var henni komið fyrir í einni stofu í svonefndu Doktorshúsi við Vesturgötu, þar sem Björn átti þá heima hjá tengdaföður sinum, séra Sveini Níelssyni. Seinasta blaðið af ísafold, sem prentaö var í Landsprentsmiðj- unni, er dagsett 26. maí 1877, en fyrsta blaðið, sem kom frá hinni nýju prentsmiðju er dag- sett 16. júni 1877. Var þetta fyrsta verk prentsmiðjunnar, og þess vegna hefir verið svo talið að afmæli hennar væri þennan dag, er hún afkastaði fyrsta verki sínu. Þess vegna á hún hundrað ára afmæli í dag, og hefir alltaf verið kölluð Ísa- foldarprentsmiðja. Það hefir ekki verið ýkja mikill munur á þessari nýju prentsmiðju og prentsmiðju Jóns biskups Arasonar, sem stofnuð var 350 árum áður. Aðalmunurinn hefir verið sá, að prentvélin á Hólum var úr timbri, en nú var hún úr steypujárni. Svo var komið lat- neskt letur í staðinn fyrir got- neska letrið í fyrstu prent- smiðjunni. Prentlistin hafði að mestu leyti staðið í stað hér á landi þessa hálfa fjórðu öld. Ef „þrykkjarinn" var sérstaklega duglegur og handlaginn, gat hann prentað öðrum megin á rúmar 200 arkir á klukkustund. Erlendis voru þá komnar miklu betri prentsmiðjur en þetta, og ég veit ekki hvernig á því stóð, að Björn Jónsson skyldi lenda á svo úreltri prent- vél, sem hér var um að ræða. Hann sá og fljótt að þetta gat ekki blessazt, og sumarið 1879 keypti hann „hraðpressu" í Englandi, og var blaðið fyrst prentað í henni 9. júli. Ekki var hægt að koma þessari vél fyrir i Doktorshúsinu, og var henni fyrst fenginn staður i húsi Þor- steins Jónssonar járnsmiðs í Lækjargötu. Þetta var fyrsta hraðpressan, sem til íslands kom, og olli straumhvörfum, því að afköst hennar voru þre- föld á móts við afköst fyrri prentvélarinnar. Þetta mundi að vísu ekki þykja mikið nú. Þetta var svokölluð „flat- pressa“ og var henni snúið með handafli og svo var hún þung í drætti, að tvo fullorðna karl- menn þurfti til þess að hræra hana. Ekki var prentvélin þarna nema fram á haustið, þá var hún flutt i nýbyggt steinhús í Bankastræti 3 (þetta hús reisti Sigmundur Guðmundsson yfir- prentari í ísafold). En þarna gat prentvélin ekki verið leng- ur en til 1886, því að þá hóf Landsbankinn, starfsemi sína í þessum húsakynnum, og fyrir honum varð prentvélin að víkja. Fékk Björn þá inni fyrir hana til bráðabirgða i barna- skólanum í Pósthússtræti, þar sem lögreglustöðin var seinna. í upphafi blaðamennsku sinnar hafði Björn Jónsson rek- ið sig allóþyrmilega á þá stað- reynd, að sjálfstætt blað verður að eiga prentsmiðju. Og nú hafði hann hvað eftir annað rekið sig á aðra staðreynd, að prentsmiðja verður að vera i eigin hús æði. Við seinni vandanum brást hann nú svo, að hann keypti svonefnt Lambertsenshús i Austurstræti 8. Lét hann rífa það upp úr nýári 1886 og síðan reisa þar á lóðinni tvílyft hús með háu þaki. Gekk þetta verk svo vel fram, að hann gat flutt prentsmið.juna þangað i júlí.'ög í fyrsta blaði isafoldar, sem þar varprentað (31. tölubl.) stend- urþessi fregn: „isafoldarprent- smiðja og afgreiðslustofa er í nýja húsinu milli Austurvallar og Austurstrætis. Vegna flutnings á prentsmiðjunni m.m. hefir útkoma þessa blaðs dregizt um einn dag.“ Laglega af sér vikið! Og líklega er niður- rif gamla hússins og smíði nýja hússins ennþá met í vinnu- hraða húsabyggingar í Reykja- vík. Og þrátt fyrir vinnuhrað- ann var prenthúsið eitt af traustbyggðustu húsum í bæn- um, eins og enn má sjá á þvi nídrðu. Árr 1886 var merkisár í sögu prentsmiðjunnar að fleiru en þvi, að hjin fékk þá sin eigin húsakynni. Á þessu ári keypti Björn prentsmiðju Einars Þórð- arsonar og sameinaði hana isa- foldarprentsmiðju. Fyrir þetta var þá ísafoldarprentsmiðja oróin arftaki tveggja elztu prentsmiðjanna á landinu, Hólaprentsmiðju og Hrappseyj- arprentsmiðju, og saga beggja þeirra felld inn í sögu ísafold- arprentsmiðju. Tiu árum siðar varð annað merkisár i sögu prentsmiðjunn- ar. Þá pantaði Björn Jónsson frá Englandi nýja hraðpressu, sem var talin mjög fullkomin á þeirrar tiðar mælikvarða. Fylgdi henni steinolíuhreyfill til þess að snúa henni. Var þá reist lághýsi við austurgafl prenthússins og vélum þessum komið þar fyrir upp úr næstu áramótum. Hér hafði gerzt fyrsta bylt- ingin i sögu prentlistarinnar á íslandi. Nú hafði hin nýja vél- tækni haldið hér innreió sína á þessu sviði. Nú þurftu menn ekki að kúgast í lif og blóð við að snúa prentvél, nýr orkugjafi var kominn ti sögunnar og leysti þá af hólmi, og jafnframt jukust afköstin stórkostlega, því að hreyfillinn gat snúkð préntvélinni miklu hraðar en nokkur mannshönd fær gert. Hér var ísafoldarprentsmiðja brautryðjandi. Frá þessum tíma og lengi siðan var hún nafnkunnasta prentsmiðja á Is- landi. Ein framkvæmd í hverri grein leiðir af sér margar nýjar framkvæmdir. Með auknum af- köstum nýju og vélknúnu hrað- pressunnar, var hægt að færast miklu meira í fang heldur en prenta blaðið ísafold. Bókaútgáfan sem hófst 1876 jókst nú ár frá ári. Um leið varð nauðsynlegt að prentsmiðjan kæmi sér upp bókbandsvinnu- stofu og síðan bókaverzlun. Bæði þessi hliðarfyrirtæki komu býsna fljótt og voru að upphafi rekin í sambandi við prentsmiðjuna. Timarnir breyttust og ný og ný viðfangsefni hlóðust á prent- smiðjuna. Hún vann ekki leng- ur eingöngu að eigin verkefn- um, heldur einnig að margs konar verkefnum fyrir aðra. Starfsemi hennar margfaldað- ist jafnframt þvi að prentiðnin færði stöðugt út kvíarnar og varð að svara eftirspurn hins vaxandi atvinnulifs í landinu. Að sjálfsögðu leiddi þetta af sér Framhald á bls. 20. tJr prentvélasainum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.