Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JUNÍ 1977 13 Ljósm. Friðþjófur. Arkitektarnir Guðmundur Kr. Kristjánsson og Ferdfnand Alfreðsson og samstarfsmaður þeirra, Hörður Björnsson tæknifræðingur, sýna biskupi Íslands, herra Sigurbirni Einarssyni, og sóknarpresti Breið- holtssóknar, sr. Lárusi Halldórssyni, teikningar þær, sem hlutu 1. verðlaun. Úrslit í samkeppni um kirkjusmíði ÚRSLIT f samkeppni um smiði kirkju f Breiðholti, sem sóknar- nefnd og kirkjubyggingarnefnd Breiðholtssóknar samþykktu á s.l. ári, liggja nú fyrir. Skilafrestur tillagna rann út hinn 31. marz s.l. og höfðu þá 19 tiilögur borizt. Dómnefnd samþykkti að veita 1. verðlaun arkitektunum Guð- mundi Kr. Kristinssyni og Ferdín- and Alfreðssyni og samstarfs- manni þeirra, Herði Björnssyni tæknifræðingi. Hljóta þeir 700 þúsund krónur i verðlaun, auk þess, sem dómnefnd mælir ein- dregið með þvi, að höfundum þessarar tillögu verði falið verk- efnið til frekari útfærslu. Telur dómnefnd að verðlaunatillagan beri af öðrum sem lausn á því verkefni, sem um var keppt. 2. verðlaun í samkeppninni hlaut tillaga Birgis Breiðdals arkitekts og eru verðlaunin 400 þúsund krónur, dómnefnd telur helztu kosti tillögu Birgis vera þá, að útlit er mjög gott og form sér- lega athyglisvert. Benjamin Magnússon arkitekt hlaut 3. verðlaun, sem eru 300 þúsund krónur, og var umsögn dómnefndar um tillögu hans sú, að rýmisskipan væri mjög góð. Höfundar hinna 19 tillagna, sem dómnefnd bárust, voru alls 22, og nutu þeir aðstoðar 18 sam- starfsmanna og ráðgjafa. Dómnefnd skipuðu Sigurður E. Guðmundsson, Björn Björnsson, Hilmar Ólafsson, Helgi Hafliða- son og Kristinn Sveinsson og boð- uðu þeir til blaðamannafundar i fyrradag til að kynna úrslitin að viðstöddum biskupi íslands, herra Sigurbirni Einarssyni, sóknarpresti í Breiðholti 1, séra Lárusi Halldórssyni verðlauna- höfum og fleirum. Kvaðst dóm- nefndin hafa samþykkt verð- launaveitingarnar einum rómi. Hin nýja sóknarkirkja Breið- holtssóknar verður reist i Mjódd- inni svokallaðri, en hún er svæði norðan Breiðholtsbrautar og austan Reykjanesbrautar. Verður þar um miðbæjarbyggð að ræða. Sóknarprestur Breiðholtssóknar er sr. Lárus Halldórsson eins og fyrr getur en safnaðarnefndarfor- maður er Sigurþór Þorgilsson kennari. Allar tillögur, sem dómnefnd- inni bárust, verða til sýnis al- menningi næstu daga. Stendur sýningin í samkomusal verzlunar- innar Kjöt og fiskur að Seljabraut 54, efri hæð, og verður opin kl. 2—10 dagana 16.—19. júni. Ný málfreyjudeild í Reykjavík NYSTOFNUÐ Málfreyjudeild í Reykjavík, KVISTUR, hélt þ. 11.5. s.l. stofnskrárfund sinn að Hótel Sögu. Fundurinn var haldinn í tilefni þess að deildin er nú skráður aðili að International Toastmistress Clubs sem éru Alþjóðasamtök Málfreyja. Frú Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen afhenti forseta KVISTS Aðalheiði Maack stofn- skrána. Þennan fund sátu einnig menntamálaráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson, forseti borgar- stjórnar Ólafur B. Thors og frú, ásamt aðilum frá Málfreyjudeild- unum Vörðunni i Keflavík og Puffin á Keflavíkurflugvelli. Markmið Málfreyja er að bæta hæfileika einstaklingsins með námi og æfingum í samtökum, ræðum, hópforystu og skilgrein- andi áheyrn. Að þróa betri skiln- ing á gildi flutnings máls opinber- lega. Að örva samfélagsþjónustu og ábyrgð borgarans. Málfreyjustarf er ætlað öllum konum og er það mjög útbreitt um allan heini. Vegna mikillar aðsóknar hér á landi er stefnt að því að stofna nýja deild í Reykjavík með haust- inu, og verður þá haldinn kynn- ingarfundur og hann auglýstur siðar. (Fréttatilkynning) Vala Thoroddsen afhendir Aðalheiði Maack, forseta Kvists, stofnskrána. m M'w iSÉT ■ ■ I Æm ■ mé^é^ viö aukum afgreiðslutímann Afgreiðslutími þriggja aðsetra okkar breytist nú og verður eftirleiðis þannig: Aðalbanki, Bankastræti 5 ki. 9.30 til 16.00 og 17.30 til 19.00 Útibú, Laugavegi 172 kl. 13.00 til 18.30 Útibú, Umferðarmiðstöðinni kl. 13.00 til 18.30 KL. 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 AÐALBANKINN BANKASTRÆTI 5 SÍMI 272 00 v«v>v ;.;.v.v :§:$x. •v*:*v* BREIOHOLTSÚTIBÚ ARNARBAKKA2 SÍMI74600 :::::::::::: •:•:•:•:•:• xí ÚTIBÚIÐ GRENSÁSVEG113 SIMI 84466 •:•:•: ÚTIBÚIÐ LAUGAVEG1172 SÍMI 2 0120 !:!§!§! §!§!$! AFGREIÐSLAN UMFERÐARMIÐSTÖÐ SÍMI 2 2585 Sgxý :ý:vX :%•:%•:•: :•:•:•:•:•:• !i!i!i ::::::::::: :•:•:•:•:•: vXv:;! Xv Við bjóðum bankaþjónustu ALLAN DAGINN. Sértu viðskiptamaður Verzlunarbankans færð þú þig afgreiddan hvenærdags sem er í einhverri afgreiðslunni. Meðfylgjandi tafla sýnir þér hvar opið er á hverjum tíma dags Velkomin til viðskipta -allandaginn V6RZLUNRRBRNKINN Frá Timburverzlun Árna Jónssonar Et Co. hf., Laugav. 148 Krossviður. Vatnsþolinn krossviður til alhliða nota. Amerískur, steypumótakrossviður „Concast", Plötustærð 122x244c/m. Húðaður báðum megin 1 9mm verð pr. plata kr. 5.840. — án söluskatts 1 6 mm „ „ 5.280 - " Húðaður öðrum megin 13mm „ „ 3.890,- /r 1 Omm 3.370 - »» i. Finnskur phenol húðaður krossviður. Brúnn „Conifer' -fura/greni Plötustærð 1 50x300 c/m. Húðaður báðum megin 21 mm verð pr. plata kr. 10.840.— án söluskatts „ 18mm 9.530 - " „ 15mm „ „ „ „ 8.230.- *» tt „ 12mm 6.700 - tt „ 9mm 5.370 - »» tt „ 6 5mm 4.170- »* Combi-birki phenolhúðaður „ 12mm „ „ „ „ 7.700.— tt ** „ „ 9mm „ „ 6.370 - " " Plötustærð 1 20 x 270 c/m „ „ 15mm „ „ „ „ 6.840.— t» ,, „ „ 12mm ii ii ii ii 5.530.— t* »» „ „ 9mm ii ii ii ii 4.590.— n „ „ 6 5mm „ 3.730 - •• Oregonpæn-krossviður amerískur. Plötustærð 1 22 x 244 c/m. venjulegur 16mm verð pr. plata kr. 4.220.— án söluskatts „ 13mm 2.950 - tt tt 1 Omm 2.430 - ,» ,, Hvítur lakkhúðaður krossviður, hentar þar sem hreinlætis er krafist. Lakkaður báðum megin Plötustærð 1 20 x 270 c/m. „ 15mm verð pr. plata kr. 9.590.— án söluskatts 1 2mm 8.640 - ,, tt • . „ 9mm 7.810- tt öðrum megin 6,5 mm 6.590 - ,, »» Amerískur rásaður krossviður. Fleiri gerðir. Finnskur birki-krossviður. Plöturnar fást hjá okkur. Timburverzlun Árna Jónssonar ftCo.hf., Laugavegi 148, sími 11333 - 11428.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.