Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JUNÍ 1977 17. júní-dagskrá í Vestmannaeyjum ÞJÓÐIlATÍÐARDAGSKRÁ 17. júní í Vestmannaeyjum hefst kl. 13 með skrúðgöngu frá íþrótta- húsinu í Brimhólalaut og á Stakkagerðistún. Lúðrasveit Vest- mannaeyja mun leika fyrir göng- unni og félagar í íþróttafélögun- um munu ganga fylktu liði. Á Stakkagerðistúni mun Samkór Vestmannaeyja syngja þjóðsöng- inn undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar og síðan mun Ilanna Birna Jóhannsdóttir flytja ávarp fjallkonunnar. Ilátíðarræðu dags- ins flytur Árni Johnsen. Á Stakkagerðistúni verður sið- an sérstök barnadagskrá með ymsu efni úr Eyjum. Þá mun Samkórinn syngja aftur og síðan leikur Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Stefáns Sigurjóns- sonar. Að þvi loknu hefst á Stakka- gerðistúni msistarakeppni Vest- mannáeyja í grínhandbolta og verður um útsláttarkeppni lista- manna af listum allra stjórnmála- flokkanna i bænum, 9 efstu menn á hverjum lista. Þá verður víða- vangshlaup frá Hásteini í mið- bænum, en kl. 5 hefst barnabali, unglingaball kl. 9 og kl. 23 dans- leikur i báðum danshúsum bæjar- ins, Samkomuhúsinu og Alþýðu- húsinu. HELLUBÍÓ laugardagskvöld 6 DAGA FERÐIR UM VINSÆLAR FERÐAMANNASLÓÐIR með sérstökum kostakjörum Ekið verður m.a. um Borgarfjörð, Kaldadal, Þingvelli, til Geysis, Gullfoss og í Þjórsárdal. Þá verður komið í Eldgjá, Landmannalaugar, ekið um Skaftártungur, Kirkjubæjarklaustur, Skeið- arársand, Skaftafell að Jökulsá á Breiðamerkur- sandi. Síðasta næturgisting verður í Þórsmörk á leið til Reykjavíkur. Brottför frá Reykjavík alla sunnudaga frá 26. júní til 21 . ágúst. VERÐ KR. 26.300.00. Innifalið: 1. Gisting í tjöldum — 2. Allar máltíðir framreiddar úr eigin eldhúsbíl — 3. Leiðsögn kunnugs fararstjóra. Tönllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Samsöngur SKAGFIRZKA söngsveitin er ný- komin úr ferðalagi um átthagana og hefur nú bundið endahnútinn á fjörugt vetrarstarf með hljóm- leikum í höfuðstaðnum. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að halda uppi átthagakór og míkil vinna sem liggur að baki þeirri þjálfun, sem óvant söngfólk þarf njóta ef söngur þess á að vera áheyrilegur. Það verður ekki annað sagt en Snæbjörg Snæbjarnardóttir hafi með þjálfun og stjórn Skagfirzku söngsveitarinnar unnið gott og þarft starf. Tónleikarnir hófust með lagi Sigurðar Helgasonar, Skagafjörður, sem kórinn söng vel. Næstu tvö lög voru eftir Skúla Halldórsson, Linda og Kossaleit. Það er svo með lög sem eru hljómræn, þ.e. að mestu byggð upp á liggjandi hljómum, að þau eru mjög erfið í söng og hætt við að allar misfellur verði mun meira áberandi en í lögum þar sem raddferli undirraddanna er lagrænt. Þessi misskilningur, að hljómrænt einföld lög séu létt- ari í söng, hefur átt sinn þátt í lagavali margra kórstjóra, sem aftur á móti verður til þess að raddgallar og vanhæfni söng- manna verður greinilegri en ella. Söngstjórinn hefur auðheyrilega lagt mikla vinnu í mótun söngsins og kórinn skilað sinu mjög vel. Þrátt fyrir það, að fyrrgreind lög og þrjú næstu lög, eftir Sigfús Halldórsson, eru alls ekki eins auðveld í söng og þau eru einföld og skýr að gerð. Eftir Sigfús frumflutti kórinn lag, sem nefnist Söngurinn göfgar og tvö eldri lög, Vögguljóð og Stjána bláa. Hjálm- týr Hjálmtýsson og Jón Kristins- son sungu einsöng í Stjána bláa og var einsöngshlutverk Hjálmtýs heldur hægt í flutningi, svo lag- ferlið var óljóst. Jón Kristinsson hefur hljómfallega bassarödd og söng eins og Hjálmtýr sitt hlut- verk mjög þokkalega. Eins og að framan greinir eru falleg og hljómræn lög erfið í flutningi og svo reyndist með næsta lag, Maríubæn eftir Mascagni. Verkið er mjög fallegt, en það þarf að flytja það með glæsibrag, þvi fegurð verksins er ekki aðeins fólgin i byggingu þess, heldur og framsetningu. Einsöng í laginu söng Sverrir Guðmundsson, en hann hefur fallega tenórrödd og þrátt fyrir reynsluleysi sitt skilaði hann hlutverki sínu á köflum fallega, sem verður að teljast gott af óvön- um, því Mariubænin er ekki auð- velt söngverk. Guðmundur Jóns- son óperusöngvari hljóp í skarðið fyrir einsöngvara sem forfallaðist Lúðrasveit Reykjavíkur í tilefni 55 ára afmælis Lúðra- sveitar Reykjavíkur var boðið til íslands stjórnanda frá Bandaríkj- unum, Jóni Á. Ásgeirssyni, og stjórnaði hann hátíðartónleikum í Þjóðleikhúsinu 13. júni s.l. Með honum á þessum tónleikum komu fram dóttir hans, Karen, sem s.l. vetur stundaði íslenzkunám við Háskóla Íslands og sonur hans Kristján. Verkefnaskráin var byggð upp á „klassiskum" lúðra- sveitaverkefnum, lagasyrpum úr söngleikjum, danslögum og mörs- um. Jón Á. Ásgeirsson er þaulvanur lúðrasveitarmaður og kunni sitt auðsjáanlega vel, sem ekki verður sagt um lúðrasveitina sjálfa. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur sérstöðu meðal samskonar félaga. i henni starfa margir af félögum úr Sinfóniuhljómsveitinni og þó þeir séu góðir hljóðfæraleikarar er hætt við að áhugi á verkefnum 'og störfum Lúðrasveitarinnar sé frekar lítill. Þar við bætist að lúðrasveitin hefur ekki á að skipa raunverulegum stjórnanda, held- ur hafa félagar úr sveitinni og aðrir hlaupið í skarðið. Stjórn- andaleysi og hjáleigustaða er tæp- lega hvetjandi fyrir starfsemi lúðrasveitarinnar. Lúðrasveit Reykjavíkur þarf að byggja upp á áhugamönnum og geta starfað án íhlaupa áhuga- lausra atvinnumanna. Þetta ætti að vera mögulegt, því svo miklu hefur verið eytt af fjármunum og tíma í kennslu á lúðra undanfarin ár. Að öðru leyti en þvi, að Lúðra- sveit Reykjavíkur lék illa, gerði stjórnandinn sitt til að tónleikarn- ir færu vel fram. Karen Ásgeirsson lék ásamt Lárusi Sveinssyni og Jóni Sig- urðssyni trompettlag eftir Harold Walters. Kristján Ásgeirsson lék einleik á silófón, Ungverskan dans nr. 5 eftir Brahms og Býflug- una eftir Korsakof. Kristján og Karen eru góðir hljóófæraleikar- ar og tóku áheyrendur leik þeirra vel. Allt, sem gert var á þessum tónleikum, i ætt við það sem kall- að hefur vej-ið ,,sjó“, þ.e. þegar hlutar sveitarinnar standa upp eða leika saman flokkaeinleik, var rúið allri flutningsgleði og leik. Þá er vert að geta þess, að aðstaða á sviði var ekki hljómauk- andi fyrir sveitina. Allt tjaldbákn- ið dró svo úr hljómgæðum að bassar og slagverk heyrðust varla fram í miðjan sal. Tónleikar þess- ir voru, fyrir undirritaðan dæmi- gerðir fyrir áhugaleysi á verkefn- inu og í þvi sambandi rifjast upp saga, er Olaf Kjelland sagði eitt sinn af sjálfum sér. Hann var landfiótta í Svíþjóð á striðsárun- um og fékk ekki annað starfa en að stjórna léttri skemmtitónlist. Þeir, sem þekktu áhuga B SELTJARNARNES Þjóðhátíðardagskrá 17. júní 1977 1. Skrúðganga kl. 1 3.1 5 Gengið verður frá íþróttahúsi um Skólabraut, Bakkavör, Melabraut, Valhúsabraut, Skóla- braut að Mýrarhúsaskóla. 2. Þjóðhátíðarávarp; Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri. 3. Ávarp Fjallkonu; Vigdís Sigtryggsdóttir. 4. Leikþáttur. 5. Táningadans ungra Seltirninga. 6. Lúðrasveit Tónlistarskólans á Seltjarnar- nesi, undir stjórn Kristjáns stephensen. 7. Hjólböruboðhlaup; Félagar úr Björgunar- sveitinni Albert og Kvenfélaginu Seltjörn. Klukkan 15 hefst kaffisala í Félagsheimilinu, þar sem Björgunarsveitarmenn ganga um beina. 1 7. júní nefndin á Seltjarnarnesi. Verkið „When The Roses Meet“, eftir Nútímamyndlist í Norræna húsinu FIMMTUDAGINN 16. júní var opnuð samsýning á nútímamynd- list í Norræna húsinu. Þau sem sýna þar eru: Helgi Þ. Friðjóns- son, Þór Vigfússon, Ólafur Lárus- son, Rúrí og Niels Hafstein. Á sýningunni eru grafíkmynd- ir, teikningar, kvikmynd, sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.