Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JUNl 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglvsingai hf. Árvakur, ReykjavFk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstrnti 6, slmi 10100. Aðalstrnti 6. slmi 22480( Áskriftargjald 1300.00 kr. é ménuði innanlands. t lausasölu 70.00 kr. eintakið. Þjóðarheill og hagsmunir Flestar starfsstéttir þjóðfélagsins helga sér einn dag á ári hverju sem hátíðardag; fylkja þá liði til fagnaðar og kynningar á sérmálum sínum og hags- munum. Svipuðu máli gegnir með sveitarfélög, t.d. kaupstaði, sem eru lítil samfélög innan ramma þjóðfélagsins. Þessi sam- félög halda hátíðlega þá daga, sem kaupstaðar- réttindi eru við tengd, til að styrkja innbyrðis tengsl íbúa sinna og virkja fólk til samátaks um staðbundin áhuga- og hagsmunamál. Ofar þessum hátíðisdögum einstakra byggðarlaga eða starfsstétta er þjóðhátíðar- dagurinn, 17. júní, þegar þjóðin öll fagnar fullveldi sínu, lýðveldisstofnun og þegnréttindum. Þá er sú áþreifanlega staðreynd sett í öndvegið, að við erum ein þjóð í einu landi, með sameiginlega tungu, menningararfleifð og framtíðarhagsmuni. Skoðanir eru að vísu skipt- ar og hagsmunir allra þjóð- félagsþegna falla ekki í öll- um smáatriðum í sama far- veg. Engu að siður er það svo miklu, miklu meira, stærra og hærra í hugum okkar, sem við eigum sam- eiginlegt en hitt, er á milli ber. Þess vegna sameinast íslendingar í eina órofa heild, einn vilja, eina þjóð; ekki einvörðungu þennan dag, heldur hvert sinn sem býður þjóðarsómi og þjóðarheill. Ef þjóðin lítur um öxl yfir þann veg, sem lagður er árhundruðum og kyn- slóðir íslendinga hafa gengið, veit hún og finnur, að í sameiginlegri fortíð liggja rætur sameiginlegra örlaga, sögu, menningar og samansafnaðrar þjóðar- reynslu. Samtíð okkar virð- ist full af ágreinings- efnum, en þegar skyggnzt er undir yfirborð átaka, ofan í kjöl líðandi stundar, liggja leiðirnar saman i sameiginlegan farveg framtíðarhagsmuna þjóðarinnar. Það eru sameiginlegir hagsmunir þjóðarheildar, hvern veg auðlindir láðs og lagar eru og verða nýttar. Það eru sameiginlegir hagsmunir þjóðfélagsþegn- anna, að fiskstofnarnir í ís- landsálum verði hyggilega nýttir; byggðir upp til eðli- legrar stofnstærðar og há- marksafraksturs í þjóðar- búið, en ekki eyddir með ráðnyrkju. Það eru sam- eiginlegir hagsmunir landsmanna, að gróður- mold búsældarlegra land- búnaðarhéraða verði nýtt þann veg, er nýtingarmörk hennar leyfa; að landið verði grætt upp og nátt- úruvernd í heiðri höfð. Það eru einnig sameiginlegir hagsmunir íslendinga, að innlendir orkugjafar, raf- orka fallvatna og jarð- varmi verði nýttir til verð- mætasköpunar í landinu, iðju og iðnaðar, til að mæta atvinnuþörf vaxandi þjóð- ar; til að tryggja efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar og sambærileg lífskjör hér og í nágrannaríkjum. Það eru og sameiginlegir hags- munir okkar að standa trú- an vörð um menningar- arfleifð okkar, tungu okkar, margþætta list- sköpun og kristin lífsvið- horf. Og síðast en ekki sízt eru það sameiginlegir hagsmunir íslendinga að varðveita borgaralegt lýð- ræði, þingræði og þegnrétt- indi; að setja einstakling- inn, rétt hans og hamingju í öndvegið og tryggja jafn- framt félagslegt réttlæti og afkomuöryggi allra. Þau lög munu elzt í land- inu, eldri en hið forna þjóð- veldi, sem fjölluðu um fyrstu skyldur hreppanna, hinna fornu sveitarfélaga. í þeim lögum liggja rætur trygginga meðal norrænna manna. Efnisatriði þeirra voru þau, að þegar bær brann eöa búsmali féll, skyldu allir bæta. Samhliða helgum rétti einstaklings- ins til skoðana, tjáningar og athafna, sem er aðall íslendingseðlisins, hefur félagslegt réttlæti og öryggi fest rætur. Við ís- lendingar lítum á það sem tákn þjóðarmenningar, hvern veg búið er að þeim, sem lokið hafa ævistarfi í þágu þjóðfélagsins; sem og hinum, sem ekki ganga heilir til skógar vegna sjúkleika, slysa eða ör- kumla. Á þessum vettvangi sameinast íslendingar einnig í eina þjóð, sem axlar sameiginlegar, þjóð- félagslegar kvaðir. Sautjándi júní sameinar hugi okkar enn einu sinni. Fáninn, sameiningartákn okkar, blaktir við hún. Það á að ríkja hátíð i hugum okkar, þrátt fyrir ýmsa þjóðfélagslega skýja- bólstra. Að baki þeirra er sú sumarsól, sem gyllir land okkar, þegar þaö skartar sínu fegursta. Þessi sól á að ríkja í sinni okkar í dag. í þeirri von að svo sé óskar Morgunblaðið landsmönnum öllum gleði- legrar þjóðhátíðar og fram- tíðargiftu. Jónas Kristjánsson. Bjarni Vilhjálmsson og GuSni Kolbeinsson me8 bókina Minjar og manntir á blaSamanna- fundi I gœr. Ljósm. FriSþjófur. Bók helguð frœðimannin- um dr. Kristjáni Eldjárn ÚT er komin á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóós bókin Minjar og menntir. Afmælisrit helgað dr. Kristjáni Eldjárn, 6. desember 1976, en þá átti forsetinn sextugsafmæli. Á þeim tímamót- um bundust nokkrir vinir hans og velunnarar samtökum um að gefa út afmœlisrit helgað honum og þá sem fræðimanni frekar en vegna forsetaembættisins, þó svo að það hafi haft sín áhrif, að því er útgef- endur ritsins sögðu á blaðamanna- fundi í gær. Frumkvæði að ritinu áttu þeir Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjalavörður, Jónas Kristjáns- son, forstöðumaður Árnastofnun- ar, og Þór Magnússon þjóðminja- vörður. Menningarsjóður er útgefandi ritsins, en mest af undirbúnings- vinnunni hefur farið fram í Árna- stofnun Hafa þeir Guðni Kolbeins- son og Jónas Kristjánsson borið hitann og þungann af því verki. einkum Guðni, sem verið hefur aðal- ritstjóri. Meðal annars hefur hann séð um hönnun bókarinnar og útlit, að sjálfsögðu f samráði við Jónas og aðra ritnefndarmenn, að því er kom fram á fundinum f gær. í afmælisrit þetta sem er hið veg- legasta, skrifa 42 fræðimenn, þar af 16 erlendir, sem flestir eru vel kunnugir dr. Kristjáni Eldjárn. Eru hinir erlendu fræðimenn flestir frá Norðurlöndum, tveir frá Englandi, einn frá Þýzkalandi og einn frá Sviss. Upphaflega var gert ráð fyrir að bókin kæmi fyrr út en seinkun út- gáfu stafar aðallega af því að bókin er stærri og viðameiri en gert var ráð fyrir. Um þrettán hundruð eintök eru gefin út og verða ekki endur- prentuð, m.a. í þeim tilgangi að gera bókina verðmætari, t.d fyrir bókasafnara. Átta hundruð eintök af heildarupplaginu eru send áskrif- endum ritsins, en fremst f bókinni er skrá með nöfnum þeirra, svokölluð „tabula gratulatoria", sem merkir heillaóskaskrá og þar eru efstir á blaði þjóðhöfðingjar allra Norður- landanna. Þau eintök bókarinnar, sem ekki verða send áskrifendum verða seld í afgreiðslu Menningar- sjóðs, Skálholtsstíg 7 f Reykjavík og f nokkrum helztu bókaverzlunum. Bókin er tæpar sex hundruð blaðsíður að stærð í stóru broti. prentuð í prentsmiðjunni Steinholti h.f., en bókband annaðist bók- bandsstofan Örkin. Að þvi er útgefendur bókarinnar tjáðu blaðamönnum endurspeglar fjölbreytni greinanna í bókinni hina víðtæku þekkingu og áhugamál Kristjáns Eldjárns. Eru það greinar um íslenzka sögu og bókmenntir að fornu og nýju Greinar um þjóðhætti og menningarsögu, hannyrðir og byggingarlist en þó mest megnis greinar um ýmiss konar fornar minjar. Engin ritgerðanna hefur komið á prent áður Þá koma fram í tveimur greinum nýjar niðurstöður varðandi kirkjubyggingar og krossa á Grænlandi Myndir fylgja greinum þeim sem ritaðar eru um fornleifafræði og þykja þær hin mesta bókarprýði Alls eru í bókinni nær hundrað og sextíu myndir. Kjölur bókarinnar er upphleyptur og meira handunninn en gerist almennt með bækur í dag Mun bókin koma til með að kosta á fimmtánda þúsund krónur. Kurt Juuranto, aðal- ræðismaður íslands í Finnlandi, 50 ára AÐALRÆÐISMAÐUR íslands I Finnlamdi, Kurt Juuranto, verð- ur fimmtugur þriðjudaginn 21. júnl nk. Juuranto hefur gegnt aðalræðismannsstörfum allt frá 1961 og tók þá við af föður sínum. Hann hefur lagt mikið af mörk- um til að efla viðskiptaleg og menningarleg tengsl Islands og Finnlands, og hefur verið I röð forustumanna Föreningen Islandia allt frá 1954. Móttaka i tilefni dagsins í dag, 17. júní, verður f nýjasta lista- safni Helsinki, Gallerie Finn- forum, sem Juuranto hefur sett á laggirnar, en verður þar sýnt merkilegt safn af íslenzkum landauppdráttum allt frá 16. öld og fram á þessa öld, auk þess sem sýning verður haldin á teikn- ingum Agueste Mayer úr leið- angri Paul Gaimard. Yfirlýsing frá Póst- og sima- málastjóra MorgunblaSinu hefur borist svo- hljóðandi yfirlýsing frá póst- og slmamálastjóra vegna athuga- semda frá yfirskoðunarmönnum rlkisreiknings 1975 varðandi deilu um sjónvarpsviðtæki. Sjónvarpsviðtækið sem yfir- skoðunarmenn rlkisreiknings 1975 geta um. að hafi verið afhent 1 966 er mér algjörlega óviðkomandi Hins vegar stendur orðrétt á bls. 3 76 í ríkisreiknmgi 1975 I skrá yfir aðila sem hafa sjónvarpsviðtæki I eigu Ríkisútvarpsins en í vörslu einstakl- inga: „10 Jón Skúlason, póst- og slmamálastjóri. keypt I des. 1971" (undirstrikun min). Það er þessi fullyrðing sem er ekki sannleikanum samkvæm að þvl leyti að ég hef ekki fengið afhent slíkt tæki frá Rikisútvarpinu Ég er sammála yfirskoðunar- mönnum rikisreiknings 1975 um „að það er alvarlegt mál þegar fram- burður opinberra trúnaðarmanna stangast á og er það vissulega athugunarefni' Af þessum sökum skrifaði ég rikisendurskoðun bréf 24 maí sl og bað um ótvíræða skýringu á þessu máli og ætti þá að koma svar við þeirri spurningu yfir- skoðunarmanna ríkisreiknings 1975 „Hvernig stendur á þessu?" Jón Skúlason, póst- og simamálastjóri. Utanríkis- ráðherra í sjúkrahúsi Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra dvelur nú í sjúkrahúsi, þar sem hann verður í nokkra daga til rannsóknar, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra gegnir störfum utanríkisráðherra á meðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.