Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JUNÍ 1977 — Samkomulagið syðra er gert okkur til höfuðs Framhald af bls. .‘{6 okkur datt hreint ekki í hug að við myndum lifga svona geysilega upp á mannskapinn í Loftleiðahótelinu Að sögn Péturs bárust fréttir af sam- komulaginu syðra inn á fundinn á ísafirði, að vísu eitthvað brenglaðar i fyrstu, en þær hefðu þó ekki dugað til að fella Vestfjarðasamkomulagið þar. „Menn verða að hafa í huga, að þetta samkomulag okkar er bara fyrsta skrefið til þess að færa samningamálin heim í hérað og það eitt út af fyrir sig er að mínu mati umtalsverður sigur Ætli ég verði svo ekki bara að vera með það karlagrobb að halda því fram, að við höfum eitthvað liðkað fyrir þeim á Loftleiðahótelinu. því það veit ég. að eftir okkar samkomulag voru okkar tölur notaðar sem grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum um launa- hækkunina Ég vil hins vegar benda á að ennþá hefur aðeins eitt félag fellt Vestfjarða- samkomulagið og ef útkoman verður jákvæð í kvöld. höfum vi mikinn meiri- hluta innan sambandsins fyrir því Enda þótt þeir á Patreksfirði hafi kosið að fresta afgreiðslu sinni, þá tel ég víst að þeir samþykki okkar samkomulag. því þeir sendu okkur skeyti á sínum tíma, þar sem þeir hvöttu okkur til áframhalds á því að semja sérstaklega við Vinnuveitendafélag Vestfjarða ' Þegar Mbl spurði Pétur hvort nokk- uð væri hæft í því, að þeir Vestfirðing- ar hefðu verið notaðir til að koma hreyfingu á málin og sá skilningur fylgdi Vestfjarðasamkomulaginu, að þeir. sem það samþykktu, myndu engu að síður njóta þess sem sunnansam- komulagið byði betra, svaraði hann ákveðið neitandi „Sannleikurinn í þessu er sá, að þegar við Karvel förum suður í upphafi samningaviðræðna, þá höfðum við gert uppkast að vissum lagfæringum, sem við vildum fá. til að halda opinni þeirri leið að semja sérstaklega á Vest- fjröðum Við áttum fund með fulltrúum vinnuveitenda á Vestfjröðum í byrjun maí og annan á annan dag hvftasunnu og þegar á fyrsta fundinum voru nokkr ir atvinnurekendur jákvæðir gagnvart því að semja sérstaklega Þegar við Karvel komum suður í síðustu lotuna okkar þar, var allt í kyrrstöðu. og eitt kvöldið gerði ég uppkast að tillögu um samkomulag til lausnar vinnudeilunni á Vestfjröðum Þetta var síðan vélritað og við Karvel ákváðum að kynna málið þar sem við þurftum heim á annað borð til að kynna félögunum óskir aðalsamninganefndar ASÍ um verk- falhaðgerðir Við áttum svo fund með atvmnurekendunum og þeir brugðust jákvætt við, þannig að um annað var ekki að ræða en halda þessu áfram Þannig er Vestfjarðasamkomulagið til- komið algjörlega að okkar frumkvæði Og við verðum bara að kyngja því, ef það er eitthvað óhagstæðara en'aðrir semja um því það fylgja Vestfjarðasam- komulaginu engir samningar undir borðinu um það, að það sem betra næst annars staðar. komi sjálfkrafa inn í okkar samkomulag ' Þegar Mbl spurði Pétur, hvort hann teldi að ákvæði í Vestfjarðasamkomu- laginu um aðra starfshópa og verulega hærri laun þeirra dygði til uppsagnar með mánaðar fyrirvara, gæti átt við vegna hærri krónutölu i samkomulag inu syðra, sagðist hann „ekki þora að opna sig um það mál að svo stöddu. Við vorum nú ekki með neitt slikt í huga, þegar við settum þetta inn, held- ur opinbera starfsmennn og aðra líka En ef á þessa grein reynir. þarf náttúrlega að koma til viðurkenning hins aðilans á því, að hún eigi við Og náist ekki samkomulag um það, verður að láta skera úr um málið Þetta er auðvitað matsatriði og við hljótum alltaf að hafa þessa grein sam- komulagsms í sjónmáli sem aðrar '. — O — „Ég skrifaði ekki undir Vestfjarða- samkomulagið af því að mér þótti það ekki bjóða upp á nógu mikið til að samþykkja það og líka þótti mér sumt, sem þar var í boði, koma of seint". sagði Friðgeir Magnússon, formaður verkalýðsfélagsins á Þingeyri, í samtali við Mbl. í gær, en á fundi í félaginu í fyrrakvöld var Vestfjarðasamkomulagið fellt einróma Aðspurður sagði Friðgeir, að hann teldi fréttir af samkomulagi um kaup- hækkun syðra ekki hafa gert útslagið um úrslit atkvæðagreiðslunnar, sem var skrifleg, því hann hefði heyrt það á mönnum fyrir að nauðsynlegt væri að fella samkomulagið Hins vegar kvaðst Friðgeir álíta það að fréttir að sunnan fyrir fundinn á Þingeyri hefðu átt sinn þátt í að úrslitin urðu einróma Friðgeir sagði að auk þess sem hann hefði talið Vestfjarðasamkomulagið gefa of lítið af sér, hefði honum ekki líkað viðskilnaður Vestfirðinganna, það er Péturs Sigurðssonar og Karvels Pálmasonar, við aðalsamninganefnd ASÍ í Reykjavik og hefði hann talið það mjög óréttlátt að hlaupa svona fyrir- varalaust þar frá „Annars sýnist mér samkomulagið syðra benda ótvírætt til, að ég hafi haft rétt fyrir mér um það. að mál voru ekki þrautreynd hér vestra Það er að vísu lengi hægt að leika sér með tölur. en ég held að það sé ómótmælanlegt, að samkomulagið syðra gefur verkafólki 46 00 krónum meira fyrir dagvinnuna á samningstím- anum, en Vestfjarðasamkomulagið gerir Og svo má ekki gleyma yfirvinn- unni, sem að mínu mati gefur annað eins Þetta reikna ég þannig út að tvö þúsund krónur í 18 mánuði geri 36 þúsund krónur Siðan koma 5000 krónur i desember, en þær koma ekki fyrr en 1. janúar 1978 samkvæmt Vestfjarðasamkomulaginu og svo aðrar 5000 krónur í júnímánuði, en sú hækkun kemur einnig mánuði síðar í Vestfjarðasamkomulaginu." Þegar Mbl - spurði Friðgeir, hvort þeir Þingeyringar hygðust ganga til sérsamninga þar, svaraði hann, að líkl- egast mundu þeir halda sig við sam- komulagið í Reykjavík Sagði hann, að þeir myndu að óbreyttu fara í boðað verkfall í fiskvinnslunni á mánudag og allsherjarverkfallið á þriðjudag og síð- an í frekari aðgerðir, sem til kæmu af hálfu ASÍ. Þegar Mbl spurði Friðgeir, hvort hann væri þá á móti þeirra stefnu að færa samningamál heim í héruð, sagði hann svo ekki vera „Það eru atriði, sem eru svo staðbundin, að ég tel rétt að gera út um þau heima í héraði og þanning eru örfá atriði í Vestfjarðasam- komulaginu, sem ég reikna með að við reynum að ná fyrir okkur En hinu má heldur ekki gleyma, að margt f Vestfjarðasamkomulaginu er tilkomið fyrir vinnu, sem búið var að inna af hendi í samningamálunum syðra, þannig að einhvers konar blönd- un er ef til vill heppilegasta lausnin, því ég er sammála mörgum um það, að samningamálin syðra hafa tekið fulllangan tíma, þótt ekki réttlæti það þann viðskilnað, sem fultrúar Vest- fjarða í aðalsamninganefnd ASÍ gripu til" Að sögn Friðgeirs voru 27 manns á fundinum í fyrrakvöld. þegar mest var, en fundurinn hófst klukkan 21 Taldi Friðgeir þetta fremur góða fundarsókn og sagði, að enda þótt skráðir félagar væru um 1 50, þá væru virkir félagar 100—110 og þar af væru 30—40 sjómenn — 0 — „Okkur í stjórninni þótti rétt að fá frekari umhugsunartíma um samkomu- lagið og því bárum við fram tillögu um að afgreiðslu þess yrði frestað og hún var samþykkt samhljóða," sagði Jóhann Bjarnason, formaður verka- lýðsfélagsins á Suðureyri „Við vildum hafa allt opið og Vestfjarðasamkomu- lagið er ekki úr sögunni hér ennþá." Þegar Mbl. spurði Jóhann, hvort fréttir að sunnan hefðu einhverju ráðið þarna um. svaraði Ellert endilega Það þarf ekkert að vera Alla vega var það ekki af minni hálfu " Þegar Mbl spurði Jóhann þá. hvað hefði ráðið afstöðu hans, sagðist hann ekkert vilja vera að gefa það upp „En samkomulagið fyrir sunnan er ekkert svo miklu hagstæðara, að það sé búið með Vestfjarðasamningana þar með Hins vegar hefur það áreiðanlega haft sín áhrif, að Björn Jónsson forseti ASÍ. lýsti því yfir strax eftir undirritun á ísafirði, að það samkomulag væri ekki nógu hagstætt." Jóhann Bjarnason kvaðst telja lík- legt, að verkalýðsfélagið á Suðureyri héldi fund um helgina til að afgreiða Vestfjarðasamkomulagið „Þessi ákvörðun var nú tekin fyrst og fremst fremst vegna óvissunnar, sem kvöldfréttir um samkomulagið syðra ollu," sagði Hjörleifur Guðmundsson, formaður verkalýðsfélagsins á Patreks- firði „Sú frétt kom alveg flatt upp á okkur eftir það sem við höfðum heyrt á sunnudag, svo við ætlum að hinkra við og sjá hvað setur. Ég reikna með því að við afgreiðum málið svo um helg- ina." Þegar Mbl spurði Hjörleif, hvort hann teldi að samkomulagið í Reykja- vík yrði þess valdandi að Vestfjarða- samkomulagið næði ekki fram að ganga á Patreksfirði, kvaðst hann ekki telja það „Menn voru almennt ánægð- ir með samkomulagið og þá fyrst og fremst að það skyldi nást hér heima Ég held að fólk skilji alveg samheng- ið og sjái að þetta samkomulag í Reykjavik er gert til höfuðs okkur og okkar stefnu að færa samningana heim í hérað. því það er með ólíkindum, hvað kaupgreiðslugeta atvinnurekenda syðra jókst á einum degi!" — Þannig að þið gætuð sætt ykkur við eitthvað lægri laun? „Ég held að það sé enginn áhugi á því að elta samkomulagið syðra upp á það að missa sérsamninga hér heima alveg út úr myndmni Auðvitað má búast við einhverri óánægju þeirra, sem verða að sæta lakari kjörum, en hitt veit fólk líka, að það getur kostað sitt að vera sjálfstæð- ur og að svona sérsamningar fela nátt- úrulega alltaf í sér einhverja áhættu — O —- „Ég gerði mér strax í upphafi Ijóst, að því fylgdi nokkur áhætta að semja sérstaklega á Vestfjörðum, en mér blandast ekki hugur um að það hafi verið sjálfsagt að gera það á þessum stað og þessari stundu," sagði Karvel Pálmason formaður verkalýðsfélagsins í Bolungarvík, í samali við Mbl. í gær. „Bæði er ég viss um það, að ef við nefðum ekki látið til skara skríða, þá stæðu málin allt öðru vísi og verr á Loftleiðahótelinu nú og svo er það tvímælalaus sigur okkar að hafa brotið skarð í atvinnurekendamúrinn " Sagðist Karvel vera sannfærður um það, að enda þótt á Vestfjarðasam- komulagið hallaði eitthvað í krónutali, þá vægi hitt þyngra og því kvaðst hann ekki telja að neinn afturkippur kæmi í þá stefnu að færa samningamálin heim í héraðið Karvel kvaðst persónulega alveg eins hafa átt von á því að Þingeyringar felldu samkomulagið Formaður félagsins hefði ekki skrifað undir það og svo væri aðalatvinnurekandi staðar- ins ekki í Vinnuveitendafélagi Vest- fjarða, þannig að út af fyrir sig væri ekkert óeðlilegt, þótt verkalýðsfélagið vildi kynna sér. hvað hægt væri að komast með hann Sagði Karvel og að sér þætti alls ekkert skrýtið, þótt ein- hver afturkippur hefði komið í þau félög. sem afgreiddu Vestfjarðasam- komulagið eftir að fréttir hefðu borizt að sunnan. Við því væri í sjálfu sér ekkert að segja Hins vegar taldi hann ólíklegt þótt sú staða kæmi upp, að sum félög ynnu eftir Vestfjarðasamkomulaginu og ein- hver önnur eftir öðrum kjara- samningum, að þá myndu deilur og samanburður þar í milli hindra frekari sérsamningagerð „Ég vil benda á", sagði Karvel, „að í okkar samkomulagi er ákvæði um uppsögn, ef aðrir fjöl- mennir hópar ná hagstæðum kjörum, en slíkt ákvæði er ekki inni í sunnan- samningunum sem stendur að minnsta kosti." Þegar Mbl spurði Karvel, hvort hann teldi að hærri krónutala sam- komulagsins á Loftleiðahótelinu, væri ástæða til að beita ákvæði Vestfjarða- samkomulagsins um uppsögn með mánaðar fyrirvara, svaraði hann „Um það vil ég ekkert segja á þessu stigi." „Ég sé alls ekki eftir mínum hlut að Vestfjarðasamkomulaginu." sagði Karvel. „Ég er ánægður með hann Og einnig þann skerf, sem ég tel að það hafi lagt til samningamálanna syðra." — O — „Ég held að það sé nú alltof snemmt að vera að meta þetta til einhvers samanburðar, enda engir samningar komnir á syðra." sagði Jón Páll Halldórsson, formaður Vinnuveitenda- félags Vestfjarða, er Mbl. leitaði álits hans á samningum þeirra Vestfirðinga og svo aftur samkomuiagi því sem náðst hefur um kauphækkun á Hótel Loftleiðum. Sagði Jón að meðan samningar hefðu ekki verið undirritaðir syðra væri útilokað að meta eitt eða neitt í þessum efnum. Þegar Mbl spurði Jón, hvort hann teldi að reynslan af samkomulag- inu vestra myndi vera til hvatningar slíkum sérsamningum í framtíðinni eða ekki, sagðist hann ekkert geta um það sagt „Þetta hlýtur alltaf að mótast af aðstæðum hverju sinni," bætti hann svo við Þegar Mbl spurði Jón Pál, hvort hann teldi, að hærri krónutala í samningum syðra gæti átt við það ákvæði Vestfjarðasamninganna, að þeir væru uppsegjanlegir með mánaðarfyrirvara. ef annars staðar væri samið við stóra hópa um verulega hærri laun, svaraði hann: „Þetta ákvæði var sett inn í með opinbera starfsmenn í huga fyrst og fremst Þessir samningar eru komnir til fram- kvæmda hér og þessi vika, sem er að líða gefur verkafólkinu 4—5000 króna hærri laun fyrir dagvinnuna, með kauphækkuninni og taxtatilfærsl- u, þannig að það þarf nokkuð marga 500 kalla til að ná henni upp, þegar 1 8 þúsundin samkvæmt samkomulag- inu syðra koma til framkvæmda Þannig að ég tel nú að þetta jafni sig nokkuð upp í byrjun, hvað við erum fljótari til hér vestra í heild kæmi mér það ekki á óvary, þótt þessi vika hér gæfi verkafólkinu 6—7000 króna hærri laun." Varðandi Þingeyri sagði Jón Páll að frystihúsið þar væri í Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna og því ekki í félagi vinnuveitenda á Vestfjörðum Jón Páll sagði, að á fundi Vinnuveit- endafélags Vestfjarða hefði Vestfjarða- samkomulagið verið samþykkt sam- hljóða — Stéttarfélag eða tæki Framhald af bls. 19 sleppti Sigurði, vegna einingarhags- muna nýstofnaðra rithöfundasamtaka, með áminningu samþykktri samhljóða — að honum viðstöddum — og í kjölfar þess baðst hann afsökunar á fyrirgreiðslu sinni við Þjóðviljann Auk þess var samþykkt samhljóða. að Sig- urði meðhljóða. að Rithöfundasam- band íslands hefði ekki afskipti af svo- kölluðum VL-málum framar. Sú sam- þykkt var birt. undirskrifuð af stjórn og formanni. í öllum fjölmiðlum íslenzk- um Þjóðviljinn hélt þó áfram að hafa samband við rithöfundasamtök í Nor- egi um málið — eða þau við hann — unz það varð sjálfdautt I meðförum blaðsins. Nú hefur Sigurður vakið upp þennan draug innan rithöfundasamtakanna og þar með rofið lögrétt og einróma sam- þykkt stjórnar Rithöfundasambands ís- lands um að málinu skuli endanlega lokið Sú samþykkt hlýtur að gilda enn samkvæmt féllagslögum og siðferði- lega vegna þess að formannstfð Sig- urðar lýkur ekki fyrr en næsta vor Sigurði verður gjarnan tfðrætt um sið- gæðisvitund annarra en pólitfskra skoðanabræðra sinna En hvað um hans eigin siðgæðisvitund? Að vfsu lætur Sigurður í veðri vaka að málið sé tekið upp að frumkvæði útlendinga á þessu þingi. En hvar hefst frumkvæði — og hvar endar það? Það er hægur vandi fyrir menn með tvöfalda siðgæðisvitund að fá einhvern skoðanabróður á þvílíku þingi til að hefja máls á hverju því, sem þeir þora ekki að standa fyrir sjálfir Svo mikið er víst, samkvæmt upplýsingum fslenzkra fulltrúa á þinginu, að Sigurður ræddi mest um málið sjálfur, bar sig aumlega með betlistaf f röddinni og pfslarvættis- kórónu á höfðinu, sem lengi hefur verið hans menningarlega höfuðfat, eins og alþjóð veit af dæmalaust sjálf- hverfum skrifum hans um menningar- mál, sbr. skrif hans fyrir ekki ýkjalöngu þar sem hann hélt því fram, að beztu og gáfuðustu synir þessarar þjóðar væru dæmdir til útlegðar í öðrum lönd- um, þá nýkominn heim úr fjögurra mánaða uppihaldi og fríreisu í Banda- ríkjunum á kostnað vondra kapftalískra rfkja — íslands og USA — og nú eiga Noregur og Svíþjóð, að minnsta kosti, að kosta málaferli hans og skoðana- bræðra hans. Hver sem er má mín vegna selja sjálfan sig hverjum sem er. Slfkt heyrir undir einstaklingsfrelsi En á félagslegum grundvelli get ég hins vegar ekki sætt mig við að Sigurð- ur í skjóli formennskunnar selji mig og aðra íslenzka rithöfunda hæstbjóð- anda Sigurði bar lagaleg og siðferðileg skylda til þess sem forseta þessa nor- ræna rithöfundaþings á íslandi að mælast til þess eða skipa svo fyrir sem fundarstjóri, að þetta mál — VL-málið — yrði ekki tekið fyrir, ef það er rétt að hann hafi ekki sjálfur átt frumkvæði að endurupptöku þess. Auk þess kann ég ekki við að íslenzkar dómsektir séu greiddar af útlendingum Þá sýnist næsta stig að flytja þangað sjálft dóms- valdið Það skiptir engu máli f þessu sam- bandi hvort menn vilja hafa erlendan her í landi eða ekki Heldur vildi ég hafa erlendan her en selja fslenzkt dómsvald í hendur erlendra manna, jafnvel þótt bræður mínir f rithöfunda- stétt á Norðurlöndum ættu í hlut. ís- lenzkir rithöfundar verða grátlaust að lúta íslenzkum lögum eins og aðrir fslenzkir þegnar. Það er rökfölsun að halda þvf fram að hér sé um að ræða skerðingu á tjáningarfrelsi. Hér er einfafdlega um það að ræða hvort íslenzkir rithöfundar eigi að lúta íslenzkri meiðyrðalöggjöf eða ekki. Sóðayrði bæta ekki málstað eins eða neins og eru ekki rök í sjálfum sér. Að líkja andstæðingum sínum í skoðunum sem glæpamönnum eða rottum líkist engu meir en lýsingum sovézkra valdhafa á andstæðingum sínum gegn því kúgunarkerfi sem þeir hafa komið upp. Þar hafa rithöfundar ekki tjáningarfrelsi, hvorki í skáldverk- um eða skoðunum, en valdhafar megna að stimpla þá sem glæpamenn •og rottur — rétt eins og skoðanabræð- ur Sigurðar stimpla þá, sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun V: rins lands? Ef Sigurði hefði verið I mun að styðja við brjóstið á tjáningarfrelsi á íslndi hefði hann fremur átt að láta þinga um Þjóf í Paradís, sem er skáld- verk en ekki pólitfsk sóðaskrif, sem ekkert koma rithöfundasamtökunum við fremur en því hvernig fslenzkir rithöfundar ganga örna sinna í einkalffi — eða á prenti ef þeim þykir það smekklegra. Jafnandstætt sem mér er að gera íslenzkt réttarfar að betlikerlingu á Norðurlöndum er mér ekki síður and- stætt að ályktanir þessa dæmalausa þings séu gerðar og afhentar íslenzk- um fjölmiðlum á sænsku Er þá ekki næsta skref að fslenzkum rithöfundum beri að skrifa verk sín á sænsku til að vera gjaldgengir? Veit formaður Rithöf- undasambands íslands ekki lengur f hvaða landi hann er staddur? Það er hlálegt í Ijósi þessa að þingið skuli fordæma tæknilega samvinnu Norðurlanda f sjónvarpsmálum og varjaa svo fyrir sjónir manna ályktunum sínum á sænsku. Eru þessir menn samtíða sjálfum sér eða er hér einfald- lega um menningarfasisma að ræða, og þá meina ég þessi þingmál f heild. Svarið er augljóst hverjum læsum manni — á íslenzku. Það er ógæfa hins unga Rithöfunda- sambands íslands að til forsvars f mál- efnum þess skuli hafa valizt maður með þráhyggju Sigurðar og tilhneig- ingu til menningarfasisma Maður, sem alla sfna formannstfð hefur æ ofan í æ orðið ber að því að líta á sjálfan sig sem formann um það bil helftar Rithöf- undasambands íslands í stað heildar þess Þá rithöfunda, sem nýverið veittu Sigurði A Magnússyni meirihlutavald innan stjórnar Rithöfundasambands ís- lands í þeirri von að hann gæti þrosk- azt í starfi, hefur formaðurinn nú löðr- ungað með virðingarleysi fyrir lögum og reglum samtakanna og skoðunum þeirra, sem ekki eru sama sinnis og hann sjálfur Nú skákar hann f því meirihlutaskjóli — og mátar sjálf rit- höfundasamtökin. — Schmidt Framhald af bls. 1 fasteignaskatta. Kölluðu þeir frumvarpið „gjöf til hinna riku“. Stjórnin vann atkvæða- greiðsluna með 248 atkvæðum gegn 246. Þrir flokksmenn Schmidts greiddu atkvæði með stjórnarandstöðunni, Kristi- legum demókrötum, en aðrir úr vinstri væng jafnaðar- manna létu sér nægja að sitja hjá til að fella ekki stjórnina. — ísafold 100 ára Framhald af bls. 12 að prentsmiðjan varð sjálf að . vaxa með vaxandi hlutverki. Hún varð stöðugt að afla sér nýrra og fjölbreyttari leturteg- unda og hún varð að fá sér nýjar og nýjar vélar, sem hæfðu breytilegum verkefnum. Þegar prentsmiðjan var tæp- iega fertug að aldri, hafði hún bolmagn til þess að taka að sér prentun Morgunblaðsins. Það var hið mesta og erfiðasta verk- efní, sem hún hafði nokkru sinni færzt í fang. Niu mánuð- um seinna skall svo á heims- styrjöldin fyrri, þetta mikla kaltímabil, sem kæfði allt hið gróandi viðskiptalif í landinu. Þá var ekki um beinar framfar- ir að ræða, menn þóttust góðir ef þeir gátu klórað í bakkann. Og þannig klykkti styrjöldin út, að seinasta ár hennar (1918) varð versta árið í sögu Reykja- víkur á þessari öld. Hér verður nú að geta þess, að árið 1909 varð Björn Jónsson ráðherra. Þá hætti hann rit- stjórn ísafoldar og yfirstjórn prentsmiðjunnar en Ólafur son- ur hans tók við hvoru tveggja. Kom það þvi i hans hlut að stjórna þeim öll styrjaldarárin, og var hann ekki öfundsverður af. Á öndveru árinu 1919 voru bæði blöðin, ísafold og Morgun- blaðið, seld nýstofnuðu hluta- félagi um blaðaútgáfu. Skyldi Ólafur Björnsson vera ritstjóri beggja blaðanna og þau prent- uð í ísafoldarprentsmiðju eins og áður. Hér fór allt öðru vísi en ætlað var. Áður en þessi breyting komst á, andaðist Ólafur (10. júní 1919) og varð öllum harm- dauði, er hann höfðu þekkt. Og með honum féllu í valinn marg- ar glæstar vonir. Nú var prentsmiðjan forsjár- laus, en það varð úr að hún var gerð að hlutafélagi og hefir ver- ið rekin af því síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.