Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JUNl 1977 25 Sextugur í dag: Kjartan Halldórs- son frá Bæjum Milli Kaldalóns að sunnan og Bjarnarnúps að norðan liggur Snæfjallaströnd. Nafnið er kulda- legt en fagurt, og oft er þar snjó- þungt. En þar er gott undir bú. Fyrr á árum var þar stutt á gjöful fiskimið Gullkistunnar í Djúpinu. Við sem ólumst úpp vestan Djúpsins trúðum margir þeirri gömlu sögn, að þegar snjóa leysti svo gersamlega á Snæfjalla- strönd að jafnvel skaflinn undir Möngufossi hyrfi síðari hluta sumars, þá mætti vænta harðs vetrar. Þótt byggðum býlum hafi fækk- að mjög i Snæfjallahreppi er þar enn blómleg sveit. Þegar sem dap- urlegast horfði um framtið þessa litla hreppsfélags hófust nokkrir ungir bændur og miðaldra handa um stórfellda ræktun, raforku- framkvæmdir og byggingar handa mönnum og skepnum. Fyrsta ferjubryggjan við Djúp reis líka í minnsta hreppnum. Því minnist ég á þetta nú, að hinn 17. júní n.k. er hátíð haldin i nýju og fallegu félagsheimili i Snæfjallahreppi. Einn af sonum sveitarinnar, Kjartan Halldórsson frá Bæjum, heldur þar upp á sex- tugsafmæli sitt og býður þar til sin vinum og frændum viða að. Glaður hefði ég þegið boð hans og Kristínar konu hans til þess fagn- aðar. En viðar ber að minnast þjóðhátíðar íslendinga en heima á Fróni. Við Kjartan höfum þekkst síðan við vorum unglingar. Fyrstu veru- legu kynni okkar voru í mógröf- um í Unaðsdal, en þangað var þá sóttur eldiviður. Man ég varla eft- ir öðrum eins hita á Snæfjalla- strönd og þessa daga, sem við dvöldum þarna. Þurfti um margt að spjalla þegar setzt var á þúfu til að strjúka af sér svitann, m.a. um nýjar og vísindalegri aðferðir við móskurð. Svo liðu árin. Oft lá leið mín ýmsra erinda norður á Snæfjalla- strönd. Eitt hið minnisstæðasta er brúðkaup Kjartans vinar míns.og Kristínar Þorsteinsdóttur frá Ár- eyjum í Reyðarfirði. Vigði séra Þorsteinn Jóhannesson prófastur í Vatnsfirði þau i Unaðsdals- kirkju 11. júli 1947. Eru síðan liðin slétt 30 ár. Að kirkjuathöfn lokinni var mikil brauðkaups- veizla í litla félagsheimilinu, sem byggt hafði þá verið fyrir nokkr- um árum. Veður var hið fegursta, hásumarbliða og nóttin björt. Öll sveitin og fólk viðar að var þarna saman komið. Það var glatt yfir þessu góða fólki, og einlægar heillaóskir fylgdu brúðhjónun- um, sem framtíðin og gæfan blasti við. Kjartan Halldórsson er fæddur í Bæjum 17. júní árið 1917. For- eldrar hans voru Halldór Hall- dórsson bóndi þar og kona hans Þorbjörg Brynjólfsdóttir frá Broddanesi í Strandasýslu, mikið ágætisfólk, sem komu börnum sínum til manndóms ogþroska. Kjartan nam fyrst búfræði á Hvanneyri, síðan stundaði hann íþróttanám að Geysi í Haukadal og loks lauk hann sveinsprófi i húsasmíði í Iðnskólanum á ísa- firði. Meðan hann átti heima i Bæjum stundaði hann jarðabætur í Djúpinu og norður á Ströndum. Einnig byggði hann fyrstu ferju- bryggjurnar, sem gerðar voru i Djúpinu, fyrst í Bæjum en siðan á Arngerðareyri. Hafði hann einnig stundað skipasmíðar hjá Bárði Tómassyni á Isafirði um skeið. Örlögin skáka manni til á ýmsa vegu. Kjartan hefði orðið fyrir- myndarbóndi ef hann hefði gert landbúnað að lifsstarfi sinu. En hann flutti frá Bæjum árið 1947 til ísafjarðar. Þar var hann ráð- inn verkstjóri kaupstaðarins og gegndi þeim störfum með prýði til ársins 1952. Annaðist hann sið- an húsabyggingar á ísafirði og i Hnífsdal, rak Sjálfstæðishúsið á ísafirði ásamt Kristínu konu sinni. Allt farnaðist þeim hjónum vel. Þau komu vel og drengilega fram, voru með afbrigðum dugleg, en kunnu þó alltaf að gleðja sig og vini sína með gest- risni og mannfagnaði. Þau hjón fluttust til Reykjavík- ur árið 1958. Þar stofnuðu þau matsöluna Brauðborg og keyptu siðar veitingahúsið ísborg i Aust- urstræti. Nú reka þau veitinga- húsið Ingólfsbrunn í Aðalstræti með miklum myndarskap. Meðan Kjartan var heima í Snæfjallahreppi gegndi hann þar ýmsum félagsstörfum, átti m.a. sæti i hreppsnefnd. Kjartan Halldórsson er mikill að vexti, gleðimaður og fjölhæfur athafnamaður. Hann gengur að hverju starfi af h'eilum hug, ann fjallgöngum, ferðalögum og lax- veiðum, ferðast út um heim þegar honum sýnist svo, en er alltaf jafn tryggur heimahögum sínum. Þeim hefur hann unnið mikið og farsælt starf í góðri samvinnu við heimamenn og ýmsa félaga, sem fluttir eru að heiman. Heimili þeirra hjóna í Reykja- vík er í senn glæsilegt og hlýlegt. Á frú Kristín að sjálfsögðu rikast- an þátt I þvi. Þau hafa eignazt fjölda málverka eftir beztu lista- menn okkar, m.a. mörg eftir Jó- hannes Kjarval. Það er alltaf fagnaðarfundur með vinum og félögum heima hjá Kristínu og Kjartani. Tryggð þeirra og gestrisni er hlý og ein- læg. Við Ólöf óskum þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Mínum gömlu vinum í Djúpinu bið ég þau að flytja kærar kveðjur okk- ar. Svo voná ég að mér auðnist að skoða nýja félagsheimilið í Snæ- fjallahreppi seinna i sumar. Lifðu alltaf heill og sæll, Kart- an minn. Þakka þér og þínum liðinn tíma. Lundúnum, 10. júní 1977. Sigurður B jarnason frá Vigur. i dag er mikil afmælishátíð að Bæjum á Snæfjallaströnd. Kjart- an Halldórsson, forstjóri frá Bæj- um fagnar Djúpmönnum, frænd- um og vinum i tilefni sextugsaf- mælis sins. Kjartan Halldoærsson er að at- gerfi öllu óvenjulegur maður. Lifskraftur hans, afl og atorka er beint framhald af harðfylgi þeirra víkinga, er námu land á islandi fyrir um 1100 árum. Hann hefði án efa verið stafnbúi i liði Halldórs Snorrasonar i Mikla- garðsför hans, ef þeir hefðu verið samtimamenn. Nú er öldin önnur. En til Mikla- garðs fór Kjartan samt fyrir nokkrum árum i liði Þórbergs Þórðarsonar, rithöfundar o.fl. með skemmtiferðaskipinu ,,Baltica“. Farið var m.a. á slóðir ,,Tyrkja“ þeirra, er harðast léku okkur á 17. öld en ekki fór lið Þórbergs þar með eldi og brandi, heldur með gleðskap og dansi. Kjartan var þar fremstur í flokki í dansinum og sveiflaði Tyrkja- dætrum af þvílíku afli og snilld, að þarlendir stóðu agnfofa. Einn þeirra spurði með mikilli lotn- ingu „Hvað á svona stór og mikill maður margar konur?“. Er hon- um var svarað, að hann ætti eina konu, varð honum að orði. ,,Að- eins eina konu! Ég þessi litli rind- ill á fjórar konur. Svona maður ætti að eiga a.m.k. 12 konur,“ Mat „Tyrkjans" á manngildi Kjartans var nokkuð nærri lagi almennt séð. Að hverju átaka- verki, sem hann hefur gengið, hefur hann verið þriggja manna maki, og þrek hans slikt, að til skamms tíma þekkti hann ekki til þreytu nema af afspurn. Kjartan Halldórsson er vaxinn upp úr íslenzkum jarðvegi, þar sem lífsbarátta manna hefur ver- ið hvað hörðust. Hann hefði orðið mikill bóndi og héraðshöfðingi, ef hann hefði ilengst i sveit. En leið hans lá burt úr sveit- inni. Hann starfaði um skeið við skipasmiði hjá M. Bernharðsyni h.f. á isafirði. Árið 1947 kvæntist Kjartan Kristínu Þorsteinsdóttur frá Reyðarfirði, glæsilegri mynd- ar- og dugnaðarkonu, sem í engu er eftirbátur manns sins. Gerðist hann nú bæjarverkstjóri á ísa- firði í nokkur ár. Nokkru síðar hófu þau hjónin veitingarekstur að Uppsölum á ísafirði með myndarbrag. Fyrir tæpum tuttugu árum fluttu þau hjón til Reykjavikur og stofnsettu þar smurbrauðsstof- una „Brauðborg“ og ráku jafn- framt veitingastaðinn isborg i Austurstræti um árabil. Nú reka þau Ingólfsbrunn í Aðalstræti af sömu fyrirmynd og einkennt hef- ur alla starfsemi þeirra. Kjartan er mjög félagslyndur maður, sem hefur starfað í fjöl- mörgum félögum af áhuga og dugnaði. Sérstaklega hafa átt- hagasamtök Vestfirðinga átt hug hans, svo og Oddfellow-reglan. Kjartan er gleðimaður mikill og „kavaler“ og stigur dans af meiri leikni og þreki en nokkur sam- aldri hans. Gleði hans* á mann- fundum er smitandi og örvandi fyrir alla þá, sem með honum eru. Útilíf, laxveiðar, fjallgöngur og ferðalög eru snar þáttur'i lífsstíl hans og úrræðabetri og skemmti- legri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér. Að komast á græn grös og út í íslenzka náttúru um hverja helgi er honum lífsnauðsyn. Þó Kjartan sé gleðinnar maður og ljúfmenni rtíikið, er hann eng- inn veifiskati. Hann er mjög ákveðinn og fastur fyrir í skoðun- um sinum á mönnum og málefn- um. Hjá honum má finna hygg- indi, verklagni og lífsspeki is- lenzka bóndans i 1000 ár. Meðan slíkir menn byggja þetta land, þarf ekki að örvænta um auðnu islands. Ég og kona mín þökkum Kjart- ani og Kristinu einlæga vináttu g höfðingsskap á langri samleið, og — Unnið að loka- þáttum kjara- samninganna Framhald af bls. .16 bæturnar yrðu veittar með fjölgun á krónum Við hefðum heldur kosið að fara aðrar leiðir Viðsemjendur okkar hafa hins vegar ekki viljað fallast á lægri kónútöluhækkanir eins og berlegast kemurfram í verkfallsaðgerð- um nú á hverjum degi undanfarið Annars verða launþegar og atvinnurek- endur, þegar samningunum er lokið. að skoða hug sinn og gera upp við sig, hvort þeir eru ánægðir eða óánægðir Enn er mörgu ólikið og má þar nefna sérkröfur ýmissa hópa. Við vonum að þessi áfangi sem náðist í gær verði til þess að tryggja vinnufrið í landinu næstu 18 mánuði Allir vita, hve mikið tjón af því hlýzt, bæði fyrir launþega og atvinnurekendur, ef koma þarf til vinnustöðvunar Framhald sáttafundarins í gær var boðað klukkan 21. Þá áttu einnig að hefjast sérkröfur málmiðnaðarmanna og byggingarmanna. Sáttasemjari gerði svo ráð fyrir að hefja sáttastörf snemma á þjóðhátlðardaginn, og hafði hann boðað til fjölda sérkröfufunda. Klukkan lOvarfundur með iðnnemum og nefnd, sem fjallar um unglinga- kaup, klukkan 14 áttu mólkur- fræðingar að koma til fundar og bakarar, klukkan 15 ASB og klukkan 1 7 rafiðnaðarmenn. Gert var ráð fyrir að sáttafundurinn í gær stæði fram eftir kvöldi. sem síðan var í ráði að boða nýjan fund með aðalsamninganefndum klukkan 16 í dag, en það hafði ekki verið fullákveðið er Morgunblaðið hafði síðast spurnir af gangi mála. — Valt á hliðina Framhald af bls. 2. honum á flot á flóðinu seinnipartinn í gær. sendum þeim hjartanlegar ham- ingjuóskir á merkum timamótum í lifi þeirra, á 60 ára afmæli hús- bóndans, þegar þau halda jafn- framt upp á 30 ára hjúskaparaf- mæli sitt. Ásberg Sigurðsson Að sögn Emils Andersen, útgerðarmenns Danska Péturs, er ljóst að ekki verður hægt að draga báta upp í slippinn í Eyjum fyrst um sinn þar sem sleð- inn er illa brotinn. Kvaðst Emil hafa fengið pláss í slippnum á Akranesi og færi hann þangað með bát- inn á mánudagsmorgun. Danski Pétur er 101 tonn að stærð. — Suarez Framhald af bls. 1 tölur styðja þá fullyrðingu. Það ber einnig að hafa I huga að Miðflokkur- inn, sem fengið hefur flest atkvæði. er \ raun bandalag ýmiss konar kristilegra demókrata. frjálslyndra og jafnaðar- manna, sem sett var saman í hasti fyrir kosningarnar. Sósíalistar og kommúnistar sigruðu miðflokkinn í Barcelona, sem er mesta iðnaðarhöfn Spánar og þykir það benda til óánægju verkamanna með stefnu stjómarinnar. sem meðal annars hefur ekki náð að draga úr verðbólg- unni. í landi Baska á Norður-Spáni. þar sem mikill hljómgrunnur er fyrir sjálf- stjórn, varð baráttan jöfn á milli sósial- ista og Þjóðernisflokks Baska, sem er íhaldsflokkur og berst ekki fyrir að- skilnaði frá Spáni eins og skæruliða- samtökin Eta. í Madrid virtist Carlos Arias Navarro. fyrrum forsætisráðherra, ætla að tapa sæti sínu í efri deild. Hann var skip- aður af Franco 1973 en Juan Carlos lét hann segja af sér í fyrra, þar sem lýðræðisþróun var of hæg undir hans stjórn. Meðal þeirra, sem kjörnir voru á þing er senjóra Dolores Ibarruri, hin 81 árs gamli leiðtogi Kommúnista- flokksins sem þekkt er undir heitinu ,,la pasionaria' borgarastríðsins. Hún er nú komin til Spánar úr 38 ára útlegð í Sovétríkjunum — Rætt við Magnús Framhald af bls. 16 sem hann segir að sé uppáhaldslag konu sinnar. En sönglistina segist hann hafa erft frá móður sinni. En hvað syngur hann helzt? — Það er allt mögulegt, íslenzk og erlend lög úr ýmsum áttum, Bjarni heitinn Bjarnason, læknir var mikill vinur minn og við sungum oft saman þegar við hittumst og með Skúla bróður minum, sem nú er látinn söng ég glúntana. Annars hef ég ekki verið i kórum eða slíku, nema að ég var með Fóstbræðrum á skólaárum mínum og fór þá reyndar með þeim í eina söngför til Noregs. Magnús Ágústsson er ekki hættur störfum sinum þó hann sé ekki lengur héraðslæknir, en hann lét af því embætti 1972 og þau segja sögu af því að fyrir 2—3 árum hafi þau tekið á móti barni úti i sjúkrabíl utan við dyrnar hjá sér. Hann hafði verið á Ieið frá Selfossi til Reykjavikur með konu á leið á fæðingardeildina, þegar bilstjórinn sá að fæðingin var fyrr á ferðinni en ráðgert var og brá á það ráð að aka rakleiðis til Magnúsar. Hann hljóp út í bílinn og sagði konu sinni að koma með lök og handklæði og þarna utan við húsið um vetur i snjó, lágu þau á hnjánum i sjúkrabilnum og tóku á móti stúlkubarni. Sjúkrabillinn hélt siðan för sinni áfram í bæinn og heilsaðist móður og barni vel þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður við fæðinguna. En Magnús er sem sagt ennþá við störf þrátt fyrir háan aldur, en hann er vel ern og konan segir að fólk sem hafi verið mikið hjá honum til lækninga vilji halda áfram að sækja til hans meðan hann getur sinnt þeim og með þeim orðum er þessari heimsókn til Magnúsar Ágústssonar og Magneu Jóhannesdóttur látið lokið. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar nauöungaruppboö Nauðungaruppboð sem auglýst var i 80., 82. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1976 á Skjólbraut 3 - A — hluta —, þinglýstri eign Vilborgar Pétursdóttur (er fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. júni 1977 kl. 14. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og siðara á fasteigninni Strandgata 62 í Neskaupstað þinglesin eign Gylfa Gunnarssonar. fer fram að kröfu Útvegsbanka (slands o.fl. á eigninni sjálfri föstudaginn 24. júni kl. 16. Bæjarfógetinn i Neskaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var ! 79., 80. og 82. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1976 á Furugrund 22 —hluta—, talinm eign Valgeirs Daðasonar, o.fl. fer fram á eigmnm sjálfri miðvikudaginn 22. júni 1 977 kl. 10.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.