Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1977 29 fclk í fréttum Prinsessurnar bíða í biðröðum en Karl elskar Davinu + Þegar undirbúningur að hátíðahöldunum f tilefni 25 ára rfkisstjórnarafmælis Elísabetar Englandsdrottningar stóð sem hæst kom Karl prins einn morguninn inn til móður sinnar og spurði hvort þau mættu ekki að fara yfir dagskrá afmælis- dagsins. Drottningin svaraði þvf til, að fyrsti liður á dagskrá væri að finna konuefni handa honum. Spurningin um hver verður eiginkona Karls og þar með drottning Englands veldur móður hans og ömmu miklum áhyggjum. Þeim finnst báðum mál til komið að hann fari að gifta sig en hann er orðinn 28 ára. Það sem Elisabetarnar tvær óttast mest er að hann feti í fótspor frænda sfns, hertogans af Windsor, og falli fyrir konu sem að þeirra dómi verði hon- um ekki samboðin. Drottningin gerir hverja tilraunina af ann- arri til að kynna son sinn fyrir ungum stúlkum sem henni finnst vera honum samboðnar og hæfar til að verða drottn- ingar f Englandi og býður ung- um stúlkum af aðalsættum heim í Windsor—Kastala og Sandrinham. Meðal þessara gesta er Marie—Astrid, dóttir stórhertogans af Luxemburg. Prinsinn og Marie—Astrid hafa oft hist og eru góðir vinir en ekkert meira. Annar gestur Elfsabetar drottningar er Caroline Longman, en móðir hennar, Lady Elizabet Long- man, var brúðarmær þegar Elísabet drottning gifti sig 1947. Ef hún yrði eiginkona prinsins er það í fyrsta sinn sfðan 1470 að prinsinn af Wales kvænist enskri stúlku. Þá hefur hin 19 ára prinsessa Donata af Mecklenburg—Schwerin einn- ig þegið heimboð drottningar en hún er afkomandi síðasta rússneska zarsins. Þá eru þrjár þýskar prinsessur sagðar bíða þess með mikilli eftirvæntingu að þiggja heimboð Elísabetar Marie—Astrid prinsessa af Luxemburg þykir samboðin prinsinum og margir vona að hún verði Englandsdrottning Hér er Davina að koma úr inn- kaupaferð. Ljósmyndararnir eita hana hvert sem hún fer. Lady Jane Wellesley er góð vinkona prinsins. Karl prins tekur kurteislega á móti prinsessunum en það ger- ist ekkert meira. f 1. k ^ |ÉEr ■i jtifi ** "j > 1 ‘ ’ mk v t k > 'V'*' * Davina Sheffield er ijóshærð og lagleg. drottningar en þær eru Marie, Friederike—Elizabet og Olga, allar af konungsættinni Bruns- wick—Hanover. En sjálfur lætur Karl prins sér fátt um finnast. Eftir þvf sem vinir hans segja hefur hann þegar valið og sú útvalda heitir Davina Sheffield. Þau hittust á heimill Lady Jane Welleslys sem er góð vinkona prinsins og þær Lady Jane og Davina voru góðar vinkonur en sagt er að sú vinátta hafi kólnað og ástæðan sé Karl prins. Hann hefur reynt að gera báðum til hæfis með að hitta þær til skiptis en árangur- inn aðeins orðið sá að hann móðgaði báðar. Drottningin og Philip hafa hitt Davinu og geðj- ast að því að sagt er mjög vel að henni, en ýmsum finnst hún ekki hæf sem drottningarefni þar sem hún hefur verið opin- berlega trúlofuð, ekki bara einu sinni heldur þrisvar. Karl hefur oft heimsótt hertoga- ynjuna af Windsor og spurt hana um það líf sem frændi hans lifði eftir að hann afsalaði sér konungdómi til að kvænast konunni sem hann elskaði. Karl hefur gefið til kynna að hann ætli ekki að „gera sömu skyss- una“ En hver verður það sem að lokum fær að ráða, prinsinn eða móðir hans? Það er eitt vinsælasta umræðuefni i London á því herrans ári 1977. 17 JÚNf HÁTfÐ í GARDABÆ HÁTÍÐAHÖLDIN 17. JÚNf 1977 Kl. 10.45 Fánahylling viS GarSakirkju. Skátar draga fána að húni. Lúðrasveit Tónlistaskóla GarSabæjar leikur undir stjórn Björns R. Einarssonar. Kl. 11.00 Guðsþjónusta í Garðakirkju. Kl. 14.00 Skrúðganga. Gengið verður frá Karlabraut að hátíðarsvæðinu við Ásgarð. Kl. 14.30 Útihátíð við íþróttasvæði. 1. Hátðin sett. 2. Minni íslands. Jón Sveinsson. 3. Ávarp fjallkonu. 4. Iþróttir og leikir yngri og eldri bæjarbúa. Lúðrasveit Tónlistaskóla Garðabæjar leikur milli atriða. Kl. 20.30 Dansleikur við barnaskólann. Hljómsveitin „The lncredibles“ leikur fyrir dansi. Hátíðahöldunum likur á miðnætti. V. Nefndin. J EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.