Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNl 1977 Fjölmenni í stigakeppni á Seltjarnarnesi HIN ÁRLEGA Pierre Robert- golfkeppni hefur jafnan verið annað stærsta golfmótið hér á landi, næsta á eftir sjálfu íslands- mótinu. Mótið hófst að þessu sinni í gær á Nesvellinum á Sel- tjarnarnesi og var þá keppt í kvenna- og unglingaflokki. I dag verður leikið í 3ja flokki karla, þ.e. flokki þeirra, sem hafa 19—24 í forgjöf. Á morgun verður keppt í 1. og 2. flokki karla. Á sunnudaginn er siðan síðasti keppnisdagurinn og þá munu „snillingarnir“ elta golfboltann, þ.e. meistaraflokkur. Verða þar leiknar 36 holur, en 18 í öðrum flokkum. Öll verðlaun eru gefin af um- boðsmanni Pierre Robert hér á landi, Íslenzk-Ameríska verzl- unarfélaginu. Eru það flest hlut- ir, sem koma kylfingum að góðum notum, en einnig Pierre Robert- styttan, sem er aðalverðlaun keppninnar Marklaust jafntefli, en mid knattspyma Fram - Valur 0:0 VALSMENN voru f sviðsljósinu á þriðjudaginn er þeir gerðu mark- laust jafntefli í 1. deildinni. 1 dag verða Valsmenn á ný á ferðinni, en þeir leika gegn Vfkingi á Laugardalsvellinum og hefst leik- ur þessara tveggja af efstu liðun- um f deildinni klukkan 17. Þó að hvorugu liðinu tækist að skora f leiknum á þriðjudaginn, var knattspyrnan sem eitt þúsund áhorfendur fengu að sjá hin Iff- legasta og með þvf betra, sem sézt hefur f 1. deildinni f sumar. Bæði liðin áttu sfn tækifæri, sérstak- lega f fyrri hálfleiknum, sem var til muna betur leikinn. Jafntefli var eftir atvikum réttlát miður- staða, en t.d. 2:2 hefði gefið rétt- ari mynd af leiknum. Öþarfi er hér að rekja nákvæm- lega tækifærí leiksins, en með ör- lítið meiri heppni og ákveðni hefðu nokkur þeirra átt að gefa mörk. Valsmenn náóu þarna að sýna flesta þá tilburði, sem gerðu þá að meisturum í fyrra og Fram- arar léku þarna sinn bezta leik á keppnistímabilinu. Valsmenn gættu beztu sóknar- manna Fram mjög vel, lágu i þeim, og gaf það yfirleitt góða raun. Miðjumenn Vals voru dauf- astir leikmanna liðsins, en fram- línumennirnir gerðu oft usla í vörn Framliðsins, sem þó tókst ævinlega að bægja hættunni frá. Ef til vill leggja Valsmenn of mik- ið upp úr vængspili tengiliðanna til að ná upp nauðsynlegri vinnslu á miðju vallarins. Ólikt Val þá voru miðjumenn- irnir Ásgeir Elíasson og Gunnar Guðmundsson beztu menn Fram- liðsins að þessu sinni. Ásgeir er greinilega að verða góður af meiðslunum, sem hrjáðu hann framan af mótinu og það var í rauninni fyrst í þessum leik að hann sýndi hve nauðsynlegur hann er Framliðinu. Gunnar Guð- mundsson var slvinnandi, það er reyndar ekkert nýtt, en að þessu sinni skilaði hann knettinum bet- ur en áður. Erfiði hans gaf meiri árangur, auk þess sem Gunnar átti nokkur tækifæri sjálfur. — áij. Elnkunnagjöfln FRAM: Árni Stefánsson 2, Trausti Haraldsson 2, Rafn Rafns- son 3, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Asgeir Elfasson 3, Eggert Steingrfmsson 1, Gunnar Guðmundsson 4, Pétur Ormslev 2, Kristinn Atlason 3, Kristinn Jörundsson 1, Gústaf Björnsson (vm) 2, Sumariiði Guðbjartsson 2, VALUR: Sigurður Dagsson 2, Grfmur Sæmundsen 2, Dýri Guðmundsson 4, Guðmundur Kjartansson 3, Atli Eðvaldsson 2, Albert Guðmundsson 3, Hörður Hilmarsson 2, Ingi Björn Alberts- son 3, Bergsveinn Alfonsson (vm) 1, Magnús Bergs 2, Jón Einarsson 2, Guðmundur Þorbjörnsson 2, DÓMARI: Þorvarður Björnsson 3. Þjóðhátíðarmótin í dag Að venju verða þjóðhátíðarmót í íþróttum víðs vegar um land í dag, 17. júní. Aðalmótin fara fram í Reykjavík, frjálsiþróttamót á Laugardalsvelli og sundmót í Laugardalslaug. Hefjast bæði mótin klukkan 15 í dag. Þá verður frjálsíþróttamót á íþróttavellin- um i Breiðholti III í dag klukkan 14,45 og gangast ÍR og Leiknir fyrir því. Leikmenn verði ekki hrifsaðir í burtu á miðju keppnistímabili Að sjálfsögðu er tandsleikur- inn gegn Irum enn efstur í huga manna. Islendíngar gleðj- ast mjög vfir sigrinum og það að vonum. Uinsvegar heyrast þær raddir, sem telja leikinn hafa verið leiðinlegan á að horfa, ekki vel leikinn af beggja hálfu og sigurinn jafn- vel óverðskuldaðan. Islenzka liðinu hafi verið stillt upp til * varnar en ekki sóknar. Hér hefur hver rétt til að hafa sína skoðun, en vert er þó að vekja athygli á þvf. að þegar 5 af sóknarleikmönnum, Guð- geir. Guðmundi, Asgeir, Inga Birni og Teiti er teflt fram f einu og sama liðinu, þá er hugs- að um fleira en stfft varnarspil. Ég hygg það rétta vera, að varnarleikurinn (ókst betur en • sóknarleikurinn að þessu sinni og við því er ekkert að segja. — nema þá allt gott meðan sigur vinnst engu að síður. Knattspyrnusambandið réð Tony Knapp til starfa f þeim tiigangi að ná árangri. Hvaða aðferðum hann beitir, Iivort sigrarnir eru verðskuldaðir eða ekki, læt ég í léttu rúmi liggja. Hlutverk Knapp er að stýra lið- inu til sigurs. með þeim aðgerð- um sem hann telur árangurs- rfkastar hverju sinni. og hon- um hefur svo sannariega tekist sú stjórn með ágætum. Hitt er annað. að það er góðs viti. að vallargestir geri meiri kröfur til landsliðsins með hverjum leik. Ég veit þó. að þeir eru fáir. sem vildu skipta á sigrinum á laugardaginn og þeim leikjum, þegar Island mátti þakka fvrir að tapa með sem fæstum mörkum. En knötturinn heldur áfram aó rúlla og ekki eru 611 vanda- mái le.vst með sætum sigri f landsleik. Það er vaxandi áhygg juef ni knattspy rnuforyst- unnar. hversu stíft er sótt f fsienzka leikmenn erlendis frá. Samkvæmt reglum Alþjóða- knattspyrnusambandsins er óheimilt að bjóða leikmönnum samninga meðan á keppnis- (fmabiii stendur. Fram tii þessa, hefur KSl og viðkom- andi félog ekki skfrskotað til þessa ákvæðis. Tiltölulega fáir leikmenn hafa fengið atvinnu- tilhoð fram til sfðasta árs, og ekki hefur verið amast viú þótt samningar hafi verið gerðir á miðju sumri. Nú er hinsvegar svo komið. að á annan tug fslenzkra leik- manna leika erlendis, og nær daglega birtast fréttlr um að fleiri séu á förum eða með til- boð upp á vasann. llér verður að grfpa til ráð- stafana. Ekki til að stöðva unga menn til að leita sér fjár og frama erlendis. heldur til að koma í veg fyrir að leikmenn séu tfndir héðan burtu meðan á keppnistimahili stendur. Stjórn KSI hefur ákveðið f þessari viku, að hún muni ekki samþykkja félagsskípti til er- lendra félaga, nema eftirfar- andi atríðum sé fuilnægt: I fyrsta lagi að félag Isl. leik- mannsins hér heima hafi verið með í ráðum um gerð samn- ingsins og mæli eindregið með félagsskiptunum. í öðru lagi að tryggt sé. að viðkomandi leik- maður sé hlutgengur I lands- leiki ( Evrópu- og Heimsmeist- arakeppni. I þriðja lagi telur stjórn KSl það koma til greina. að samuingur verði þvf aðeins samþykktur, að hann hefjist þegar keppuistfmabilinu lýkur hér. Þessi ákvörðun hefur verið tilkynnt deildarfélögunum. IIún er tekin f þeirri trú, að það sé til styrktar fyrir félögin og leikmennína. sem f hlut eiga. Eflert B. Sehram. Bgum möguleika á þríðja Kaupmannahöfn sætinuí FRJÁLSlÞRÓTTAFÓLKIÐ okk- ar sýnir stöðugt framfarir og eig- um við nú orðið mjög sterku liði á að skipa f frjálsum fþróttum ef einn keppandi er frá hverri þjóð. Það er helzt f nokkrum kvenna- greinum, sem við þurfum veru- lega að bæta okkur. Helgina 25. og 26. júnf fer fram f Kaup- mannahöfn undankeppni Evrópu- bikarkeppni landsliða og verða andstæðingar Islands þar lið Dan- merkur, trlands, Luxemborgar og Portúgals. Þrjú beztu liðin þar komast áfram f milliriðil f Aþenu f Grikklandi 16. og 17. júlí. Á fslenzka liðið nokkra möguleika á að ná þriðja sætinu f keppninni Ingunn Einarsdóttir IR keppir f fjórum hlaupagreinum auk tveggja boðhlaupa. og takist það sýnir það bezt hve framfarirnar hafa orðið miklar f frjálsum fþróttum hér á landi undanfarin ár. Isienzka landsliðið, sem keppa á í Kaupmannahöfn, hefur verið valið og er það skipað eftirtöld- um: Karlar: Vilmundur Vilhjálmss. KR Jón Diðriksson UMSB Ágúst Ásgeirsson ÍR Sigurður P. Sigmundss. FH Sigfús Jónsson ÍR Jón S. Þórðars. ÍR Þorvaldur Þórss. ÍR. Friðrik Þ. Óskarss. ÍR. Guðmundur R. Guðmundss. FH Elias Sveinsson KR Hreinn Halldórsson KR Óskar Jakobsson ÍR Erlendur Valdimarss. KR Sigurður Sigurðsson Á Magnús Jónasson Á Björn Blöndal KR Gunnar Páll Jóakimss. ÍR Konur: Ingunn Einarsdóttir ÍR Lilja Guðmundsd. ÍR. Thelma Björnsdóttir UBK Sigrún Sveinsdóttir Á Lára sveinsdóttir Á Þórdfs Gísladóttir ÍR Guðrún Ingólfsd. UStJ Maria Guðnadóttir HSH Sigurborg Guðmundsd. Á Sigriður Kjartansd. KA Góður árangur í Stokkhólmi ÞRtR íslenzkir frjálsfþróttamenn tóku þátt f Junispelen f Stokk- hólmi s.l. þriðjudagskvöld og náðu þeir mjög góðum árangri í þeim hlaupagreinum, sem þeir voru með f. Ágúst Ásgeirsson, IR varð 4. f 1500 m hlaupi á sfnum þriðja bezta tfma, 3,46,4 mfn., sem er aðeins 0,9 sek, frá Islandsmeti hans. Jón Diðriksson, UMSB, sem dvelur við æfingar og keppni f Svfþjóð, varð 7. f sama hlaupi og stórbætti sinn fyrri árangur með þvf að hlaupa á 3,47,7 mfn. Lilja Guðmundsdóttir varð þrfja í 1500 m hlaupi kvenna á 4,22,4 mfn., en það er hennar þriðji bezti tfmi. Lilja hefur átt við meiðsli að strfða og hefur ekki getað beitt sér að fullu. Vilmundur Vilhjálmsson spretthlaupari úr KR, sem dvelur við nám f Englandi, hefur að undanförnu keppt f spretthlaupum f Englandi og náð mjög góðum árangri. Hann hefur m.a. hlaupið 100 m á 10,5 sek., 200 m á 21,5 sek, og 400 m á 47,5 sek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.