Morgunblaðið - 19.06.1977, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.06.1977, Qupperneq 1
28 SÍÐUR 132. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 19. JUNÍ 1977 Prcntsmiðja Morgunblaðsins. Oft hljóta góðar tenn- ur illt að tyggja .... Sextíu og fjögurra ára gömul kona í Maryland í Bandaríkj- unum varð fyrir þvi að fá byssuskot upp i sig i vikunni og reiddi svo vel af, að hún var til frásagnar um atburðinn. Bertha Lowe sat í strætisvagni, þegar skot úr byssu leyni- skyttu kom i gegnum glugg- ann, fór í gegnum neðri vör konunnar og stöðvaðist á tönn. Lögreglan segir, að konan hefði særzt til ólifis ef ekki hefði viljað svo til, að hún var með lokaðan munninn þegar skotið hæfði hana. Hún var flutt í sjúkrahús en þaðan fékk hún svo strax að fara heim. Frú Lowe var á ferð ásamt eftirlaunafólki frá New York til Grensboro i Norður- Karólinu. Átta 22 kalibera kúl- ur hæfðu bílinn en ekki er vitað hver tilgangur leyni- skyttunnar hefur verið. ... Kannski ekki alveg fyrstu sporin hjá þeim smáa en samt allt eins liklegt að þetta sé fyrsta sumarið sem hann getur sýnt sig og séð aðra þar sem áður var aðal „rúnturinn" Reykvíkinga. — Bankastrætið i baksýn. (ói.k.m.> Austantjaldsríki auka umsvifin á Eystrasalti Kaupmannahöfn, frá fréttaritara Morgun- bladsins, Erik A. Larsen. „VITANLEGA munum við taka athafnir Varsjárbandalags- ríkjanna á vesturhluta Eystra- salts til gaumgæfilegrar fhugun- ar,“ sagði L. Domröse, hers- höfðingi, f aðalstöðvum Atlants- hafsbandalagsins í samtali við Morgunblaðið. „Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir þvf, að Sovétrfkin og bandamenn þeirra í Austur-Evrópu eru f full- um rétti þegar þau sigla á alþjóð- legu hafsvæði." Samkvæmt dönskum heimild- um innan Nato, verður að auki innan skamms gerð áætlun um aukna stöðlun innan bandalags- ins. Dæmi um slika stöðlun eru sameiginleg kaup Hollendinga, Belga, Dana og Norðmanna á orrustuþotunni F-16, en stefnt er að þvi að staðla einnig önnur vopn. „En aðrar hagræðingaraðgerðir eru einnig óhjákvæmilegar,“ seg- ir Domröse, sem er háttsettasti Dani i aðalstöðvunum. „Það verð- ur til dæmis ekki þolað lengur að tvíverknaður eigi sér stað á mörg- um sviðum vegna lítillar samræm- ingar i varnarstarfi þjóðanna. Ákveðin hagræðing gerir okkur kleift að leysa verkefni okkar betur og meðal annars á þann hátt mætum við auknum umsvif- um Varsjárbandalagsins Orka og efnahagur I aðalstöðvum Nato viðurkenna menn vandamál Dana, bæði á framhald á bls. 17 Árangursleysi í París: Gæti hækkað olíu- reikninginn um 815 milljónir kr. á dag ÞAÐ, að Norður-Suður viðræð- urnar i Parfs fóru út um þúfur, mun Ifklega kosta vestræn iðnrfki um 815 mitljónir fslenzkra króna f viðbótarkostnað á dag vegna hærra olíuverðs frá Arabalöndun- um, að því er brezka blaðið Observer skýrir frá. Ilóflegar verðhækkanir á olíu frá Saudi- Arabfu voru háðar þvf, að sam- komulag yrði um breytt efnahags- kerfi heimsins og frið í Mið- Austurlöndum. Vegna árangursleysis Parísar- viðræðnanna er búizt við því, að stjórn Saudi-Arabiu hækki olíu- verð um 5% í júli á fundi samtaka olíuframleiðenda og útflytjenda (Opec) i Stokkhólmi, og bindi þannig enda á verðágreininginn, sem olli klofningi innan samtak- anna í desember siðast liðnum. Eftir að meirihluti Opec hafði fallið frá fyrirætlun sinni unt 5% verðhækkun í júli, hafa Saudi- Arabar gefið i skyn aö þeir muni eyða þeim verðmismun, sem nú er, og álitið er aö þeir komist vart hjá því eins og málum er komið. Nú.er að auki heppilegur timi fyri Saudi-Araba að samræma verð sitt verði íraka, ef það verð- ur ljóst að Abqaiq-olíueldarnir verða til þess að draga um langan tima úr vinnslugetu. Saudi- Arabar og bandamenn þeirra i Abu Dhabi flytja nú út meira en 10 milljón tunnur af oliu á dag, en það er ekki nóg til að gera þá leiðandi í verðmyndun. Norðurlönd: Horfir þunglega um efnahagsþróun LITLAR horfur eru á örum hagvexti og aukinni atvinnu i þremur af fjórum Norðurlandanna, að íslandi ekki meðtöldu, og undantekningin er Noregur, samkvæmt nýútkomnu yfirliti félaga iðnrekenda f þessum löndum. Yfirlitið var birt í vikunni f höfuðborgum landanna fjögurra, en í þvf er gerð grein fyrir helztu efnahagsþáttum og horfur skýrðar. Ljósi punkturinn í heildarmyndinni er Noregur, og segir að hagvöxt- ur þar verði 10% árið 1978 og helntingur þess vaxtar stafi af gas- og olíuframleiðslu. Staðnaður efnahagur Svfa mun verða til að þess að draga úr viðskiptum innan Norðurlanda, og aðeins veruleg sveifla upp á við f efnahagi heimsins getur dregið Svfa upp úr öldudalnum sem er sá krappasti, sem þeir hafa komizt f sfðan eftir stríð. „Skýjað,“ segir í yfirlitinu um horfurnar í Danmörku. Segir að stundum virðist sem Danir séu að nálgast það mark að skuldabyrðin gagnvart útlöndum verði pólitískt óþolandi. Þvi hljóti það að vera fremsta markmið danskra stjórn- málamanna að draga úr greiðslu- hallanum. Bættur viðskiptajöfnuður Finna á árinu 1976 stafaði aðal- lega af viðskiptum við Efnahags- bandalagið. Útflutningur þangað jókst um 30% en innflutningur minnkaði um 4%. í byrjun þessa árs hafði þvi tekizt að minnka greiðsluhallann um helming frá 1975. Hins vegar jókst atvinnu- leysi í marz upp í 130.000, sem cr 5% af vinnuaflinu, miðað við 90.000 að meðallali í fyrra. Um verðbólgu segir að minnst verði hún i Noregi eða 'A% en mest í Finnlandi 14'/4%. Einnar mestrar svartsýni gætir í kaflan- um um Sviþjóð, þar sem segir að horfur útflutningsiðnaðarins séu framhald á bls. 17 Rfki Varsjárbandalagsins hafa á undanförnum árum aukið um- svif sfn f Eystrasalti, meðal annars með heræfingum og reglu- bundnum siglingum herskipa og flugi orrustuflugvéla. Hafa um- svifin náð allt til eyjarinnar P’iigen, rétt suður af Falster og minna en 60 kílómetra frá danskri landhelgi. Var þetta vandamál til umræðu á sfðasta fundi stjórnarleiðtoga Nato- rfkjanna f London og á fundi varnarmálaráðherra f Briissel f byrjun júní Eining „Á þessum fundum urðu stjórn- arleiðtogar og varnarmálaráð- herrar sammála um að auka þyrfti fjárveitingar til sameigin- legra varna um 3%,“ sagði Dom- röse. „Einnig var stefnt að því að ná samkomulagi um fljúgandi aðvörunar- og stjórnstöðvar, hið svokallaða Awacs-kerfi." Stalín f jarlægður úr sovézka þ jóðsöngnum SOVÉZK yfirvöld hafa birt endur skoðaðan texta þjóðsöngs Sovét- rfkjanna, en úr honum hefur verið fjarlægt allt lof um Jósef Stalín. í hinum nýja þjóðsöng er heldur ekki minnzt á bardaga seinni heimsstyrjaldar, en þess í stað hvatt almennt til þess að sigrar verði unnirfyrir kommúnismann. Ákvörðunin um að taka upp nýj- an þjóðsöng var tekin á allsherjar- fundi miðstjórnar kommúnista flokksins þann 24. maí. Sovézki þjóðsöngurinn, sem saminn var árið 1944 að undirlagi Stalins, hefur ekki verið sunginn við opin- ber tækifæri allt frá árinu 1953 að Stalin lézt og hafizt var handa við að afneita honum. Laglfnan hefur aðeins verið leikin á hljóðfæri og fólk hefur trallað undir eða þagað. Þjóðsöngnum frá 1 944, sem kom í stað Internasjónalins, var lína þar sem lof var borið á Stalin þar sem segir: ..Stalin ól okkur til trúar á alþýðunni, hann gaf okkur innblást- ur vinnu og framfara ‘ í nýju útgáfunni hafa allar tilvitn- anir til Stalins verið f)arlægðar en þess í stað vísað til Lenms. stofn anda sovézka ríkisms ..Hann (Lenin) ól þjóðir til rétt- lætisbaráttu hann gaf okkur inn: blástur vinnu og afreka I gömlu útgáfunm er talað um baráttu Sovétmanna gegn nazis manum og talað um myndun hers. sem sópar burtu innrásarherjum og ákveður örlög komandi kynslóða með þeim stríðum og leiði föður landið til dýrðar Þessar Ijóðlinur eru þurrkaðar út og þess í stað talað um sigur ódauðlegra hugmynda kommúnismahs og eilifa tryggð við hann Mestur hluti texta nýja söngsins er samsvarandi þeim gamla Hrns vegar er gert meira úr hlutverki kommúnistaflokksins með þvi að bæta við tveimur Ijóðlinum ..Flokkur Lenins er styrkur þjóðarmnar. hann leiðir okkur til sigurs kommúmsmans ' Jósef Stalin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.