Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 10
„Það fer eftir því hver skráir söguna" sagði Nixon í síðasta sjónvarpsviðtalinu við Frost Nixon: Hverjir heldur þú að hafi steypt honum? Þú gleymir einu atriði og það er, að Allende tókst að eyðileggja landbúnaðinn i landinu þann stutta tima, sem hann var við völd, með því að gera land upp- tækt og loka að miklu leyti fyrir erlendar fjárfestingar. Það lá í augum uppi, að ég myndi ekki samþykkja bandarisk lán til fyrirtækja í Chile, sem hætta væri á að gerð yrðu upptæk. Þetta var ein tegund af þrýstingi, sem við beittum. Allende beið ósigur á endanum, ekki vegna einhverra utanað- komandi afla heldur vegna þess að kerfi hans hentaði ekki í Chile og Chilebúar ákváðu að varpa þvi á dyr. Frost: Ef þú ættir að nota orð til að lýsa stjórn Pinochets, not- aðir þú þá orðið „grimmdar- leg“? Nixon: Ef þeir væru grimmir notaði ég það orð, ef þeir væru einræðisherrar myndi ég nota það orð, en ég yrði hins vegar að láta það koma fram, að þeir væru ekki kommúni'star og að þeir væru ekki óvinir Banda- ríkjanna og að þeir ógnuðu ekki nágrönnum sínum. AGNEWMÁLIÐ Frost: Hver voru viðbrögð þin þegar Richardson dóms- málaráðherra skýrði þér frá því i ágúst 1973, að hann hefði sterkt mál gegn Agnew varafor- seta? Nixon: Ég sagði við hann, að hann yrði að vera mjög öruggur um að sannanir væru miklar og ekki aðeins það, að hann sjálfur yrði að vera viss í sinni sök til að tryggja að ekki yrði litið á að málssóknin af hans hálfu væri af pólitiskum toga spunnin. Hér á ég við, að það var ekkert leyndarmál, að Agnew og Richardson voru litlir vinir. Það var ekkert leyndarmál, að Richardson ágirntist varafor- seta- eða forsetaembættið 1976 eða fyrr ef einhver hefði valið hann. Ég vildi ekki að hans niðurstaða yrði sú, sem ég legði til grundvallar ákvörðunartöku í sambandi við mál Agnews. Þess vegna lagði ég til að Harry Peterson, sem þá var aðstoðar- dómsmálaráðherra, fram- kvæmdi sjálfstæða rannsókn. Það gerði hann og sú rannsókn tók 6 vikur. Hann gaf mér skýrslu 25. september og sagði að málið væri alvarlegt og að ekki yrði komizt hjá því að leggja til að Agnew yrði dæmd- ur til fangelsisvistar. Ég ætla ekki að fara nánar út í það hér, málið er enn í fersku minni fólks. Frost: Hélt Agnew enn fram sakleysi sinu, er þið hittust til að kveðjast 9. október? Nixon: Agnew hélt þvi fram allan tímann, að hann væri sak- laus. Hér á ég við, að hann væri saklaus af því að hafa þegið mútur. Hann sagði að verktak- ar í Maryland, sem unnu fyrir fylkið, hefðu árum saman lagt fram fé til að standa straum af útgjöldum i sambandi við fylkisstjóraembættið, það hefði verið viðtekin venja. Frost: Hefur Agnew haft eitt- hvert samband við þig eftir að hann lét af embætti? Nixon: Nei, aldrei. Frost: Hvernig hefur frú Nixon það? Nixon: Frú Nixon hefur náð sér furðulega vel. Hún hefur átt erfiða tíma, en hún er sterk kona og það verður þú að vera ef þú færð heilablóðfall. Ég veit að það mun gleðja áheyr- endur er ég segi að hún hefur nú sigrazt á allri lömun í andliti og vinstra fæti, en hennar gætir enn í vinstri handlegg, en lækn- ar segja að það muni lagast og að hún verði fullkomlega búin að ná sér eftir nokkra mánuði. Ég hef áður minnzt á sögur, sem skrifaðar hafa verið, þar sem minnzt hefur verið á meinta veikleika hennar. Þær hafa ekki orðið til að hjálpa til og hvað viðhorf mitt til fjöl- miðla snertir, ber ég virðingu fyrir sumum, en fyrirlít og mun aldrei fyrirgefa þeim, sem skrifa söguna eins og skáldsögu byggða á þriðja flokks heimild- um. NÁÐANIR Frost: Hversu mikill þrýstingur var á þér að náða menn eins og Haldeman og Ehrlichman áður en þú lézt af embætti? Nixon: Einu umræðurnar um það urðu tveimur dögum áður en ég sagði af mér. Haldeman hringdi í mig og skrifaði mér síðan bréf og Ehrlichman hringdi í fjölskyldu mína, ég held að það hafi verið Julie, sem skilaði til mín áskorun frá honum um að náða alla, sem tengdir voru Watergate, áður en ég færi frá og tengja það MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNl 1977 1 upphafi fjórða og sfðasta sjónvarpsviðtals þeirra David Frosts og Richard Nixons hóf Frost umræðurnar með því að fjalla um Chile. Frost: 16. september 1970, eftir að Allende hafði fengið flest atkvæði i forsetakosning- unum í Chile, lét Henry Kissinger þau orð falla, að ef þingið í Chile staðfesti Allende sem forseta gæti það þýtt lok lýðræðis í Chile. Kissinger lét hjá liggja að skýra frá, að dag- inn áður hefði Nixon sjálfur teið skref til að grafa undan lýðræði í Chile með því að skipa bandarísku leyniþjónustunni, GIA, að koma í veg fyrir valda- töku Allendes og útilokaði í því sambandi ekki byltingu. Deila má um hvort aðgerir CIA hafi á endanum orðið til að fella Allende þremur árum siðar, en það er vitað og staðfest að CIA vann gegn honum og notaði til þess mikið fjármagn. Minnist þú einhvers annars dæmis á sl. árum, þar sem Bandaríkin hafi reynt að hafa áhnf á atburði og þróun í lýðræðisrfki sem voru i fullu samræmi við stjónarskrá þess? Nixon: Ef þú átt við sl. 4—5 ár, er svarið neitandi. Frost: Hvað áttir þú við, er þú sagóir að þú vildir láta Bandarikin koma málum þann- ig fyrir, að efnahagskerfi Chile öskraði? Nixon: Chile hefur auðvitað áhuga á að fá erlend lán hjá stofnunum, sem við höfum áhrif í. Ég gaf það til kynna, að við myndum almennt greiða at- kvæði gegn lánsumsóknum Chile. Þetta fannst mér eðli- legt, er á það er litið, að stjórn Allendes vann að þvi öllum ár- um að gera eigur bandariskra fyrirtækja í landinu upptækar og það tók stjórnina aðeins 3 ár að gera eigur 275 fyrirtækja upptækar. ÉG VISSI HVERJU VON VAR Á í CHILE Frost: Hann var ekki byrjað- ur á þessu 15. september 1970. Nixon: Ég veit það, ég veit það, en ég vissi á hverju von var. Það þurfti ekki annað en lesa framboðsræður hans og það lék enginn vafi á því að samstarf var milli hans og Castros og þaö lék enginn vafi á því, að útsendarar Castros not- uðu Chile sem bækistöð til að flytja hryðjuverkastarfsemi út til Argentínu, Bóliviu og Brazilíu. Ég er ekki hér til að verja kúgun hjá nokkurri rfkis- stjórn hvort sem hún er vin- veitt Bandaríkjunum eða óvin- veitt, en það skiptir máli fyrir öryggi og hagsmuni Bandaríkj- anna hvort um er að ræða hægri einræðisstjórn eða vinstri einræðisstjórn. Reynsl- an hefur sýnt að hægri ein- ræðisstjórnir reyna ekki að nota byltingu sína sem útflutn- ingsvöru og angra því ekki nágranna sína og ef hún angrar ekki Bandaríkin skiptir hún ekki máli fyrir öryggismál okk- ar, en hún er áhyggjuefni hvað snertir mannréttindamál. Vinstri einræðisstjórnir reyna hins vegar að flytja byltingu sína úr landi og það snertir öryggismál okkar. Frost: CIA skýrði frá því skömmu fyrir dauða Allendes, að hann væri engin ógnun við lýðræði og að hann myndi tapa í næstu kosningum? Nixon: Er litið er á feril CIA hvað snertír áreiðanleika í skýrslum þeirra, verður að taka þá með nokkrum fyrirvara. Þeir gátu ekki einu sinni spáð fyrir sigri Allendes í fyrstu kosningunum, þeir sögðu ekki fyrir um hvað gerðist í Kambódíu, þeir sögðu ekji fyrir um að það yrði Yom Kippurstríð. Mér skilst að staða þeirra sé nokkuð skárri nú og vonandi á það eftir að batna. Frost: Er þú lítur til baka heldur þú ekki að Chilebúar hafi verið í betri aðstöðu en þú tíl að ákveða hvað helzt gæti varöveitt lýðræði þeirra? einnig almennri náðun fyrir Vietnam-liðhlaupa. Þetta var útilokað. Frost: Þegar maður les lýs- ingar af siðustu dögum þínum í Hvfta húsinu virðist sem fund- urinn með Kissinger á miðviku- dagskvöldinu hafi verið ein- hver viðkvæmasta stundin? BÆNASTUND Nixon: Já, það kann að vera tilfinningaríkasta stund, sem ég hef lifað. Henry kom í skrif- stofuna mina og við fórum að rifja upp ýmsar minningar um allar þær miklu ákvarðanir, sem við höfðum tekið. Hann sagði: „Herra förseti, ég vil bara aó þú vitir, að mér.fiiuist það glæpur að þú sért að láta af embætti. Það er mikill bjarnar- greiði við friðinn í heiminum, sem þú hefur hjálpað til að koma á og sagan mun sýna þig sem mikinn og merkan for- seta.“ Ég sagði þá: „Henry, það fer eftir þvi hver skráir sög- una.“ Þá sagði hann: „Ég vil að þú vitir, að ef þeir fara að of- sækja þig, er þú verður farinn frá, mun ég segja af mér og skýra frá ástæðunum." Þegar hér var komið sögu klöknaði Henry og ég sagði: „Henry, þú segir ekki af þér og þú mátt aldrei tala svona aftur. Þjóðin þarf á þér að halda og Gerald Ford þarf á þér að halda. Þú verður að halda áfram því starfi, sem við byrjuðum á vegna þess að annars tapast allt, sem við höfum gert.“ Ég þoli ekki að sjá fólk grátandi með tárin í augunum og ég fór sjálfur að gráta. Og þarna sát- um við, tveir menn, sem höfð- um glímt við mikil og erfið vandamál og grétum. Þegar við höfðum náð okkur sagði ég: „Henry, við skulum hafa það á hreinu, að þú heldur áfram og talar ekki aftur um að segja af þér.“ Á þessu augnabliki fékk ég hugdettu og sagði: „Nú ætla ég að segja þér nokkuð, sem ég hef engum sagt áður. Þegar ég he átt fyrir höndum að taka mikilvægar ákvarðanir hef ég komið hingað inn i Lincolnher- bergið og beðizt fyrir. Ég veit það, að við erum líkir að þvf leyti, að við berum ekki trúar- brögð okkar utan á okkur, en kannski er trú okkar dýpri en þeirra, sem alltaf eru að lýsa yfir trú sinni. Hefðir þú á móti því að biðja með mér stutta stund?“ Við krupum þarna saman í eins og eina mínútu. Frost: Sögðuð þið eithvað? Nixon: Nei. Frost: Er það rétt að þú hafir hringt i Kissinger og beðið hann um að segja ekki frá þvi að þú hefðir grátið og ekki ver- ið sterkur? Nixon: Já, ég gerði það. Ég hélt að Kissinger hefði blygðazt sín fyrir að krjúpa með mér og biðja og ég skammaðist mín svolítið sjálfur fyrir að hafa beðið hann um það. Lfklega hefur mat mitt á atvikinu verið rangt. Frost: Manstu hvernig þér var innanbrjósts, er þyrlan flutti þig á brott frá Hvíta hús- inu? Nixon: Hugsanir minar voru nokkuð blandnar. Fyrsta til- finningin var, að ég fann fyrir óskaplegri þreytu, andlega, til- finningalega og líkamlega. Ég hafði aðeins sofið 4 klukku- stundir nóttina áður og síðustu fjóra sólarhringana aðeins um 18 klukkustundir samtals. Við höfðum öll verið undir gífur- legu andlegu álagi, sem ég held ekki að þurfi að skýra nánar fyrir fólki. Frost: Ræddir þú náðun eitt- hvað við Ford varaforseta eða fulltrúa hans áður en þú fórst? Urvinda TILFINNINGALEGA Nixon: Alls ekki, nei, nei. Ford forseti hefur svarað þess- ari spurningu undir eiði og ég tel að ég svari henni hér einnig undir eiði. Hvíta húsið til- framhald á bls. 17 Nixon með konu sinni og Julie, dóttur þeirra, er hann kvaddi Hvfta húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.