Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 15
15 Erum á sökkvandi skipi en enginn tekur eftir því — segir R. Buckminster Fuller Einn þeirra vísindamanna er setið hafa alþjóðlegu ráðstefnuna um umhverfismál, sem haldin var á Hótel Loftleiðum í síðustu viku, var bandaríkjamaðurinn R. Buckminster Fuller, en hann er vel þekktur arkitekt og raunar heimspekingur einnig. Hann er þekktastur fyrir kúluhús sín eða hvolfþökin, sem hann hefur fundið upp og eru einföld að gerð og hafa verið reistar í f jölmörgum löndum byggingar með þessu sniði. Svo sem skýrt hefur verið frá hér í Mbl. hyggst Buckminster Fuller safna hér efni í bók um íslenzka húsa- gerðarlist og arkitektúr, einkum um notkun báru- járns á húsbyggingum hér. Hann sagði á fundi með fréttamönnum að hann hefði farið um heiminn til að leita efnis í þessa fyrirhuguðu bók, en hvergi fundið eins mikinn efnivið og hér og í þessu skyni mun hann láta ljósmynda fyrir sig mörg bárujárnshús. Full- er sagði að sér virtist sem hér hefðu menn lært að notfæra sér bárujárnið mjög smekklega og hér væri það notað mun meira en í öðrum lönd- um, sem hann hefði farið um. R. Buckminster Fuller er einnig þekktur fyrir kenningar sínar um orkunotkun mannkyns- ins og ýmsar heimspeki- kenningar og hann hefur skrifað 900 blaðsíðna bók sem á ensku nefnist Snyergetics og kom hún út árið 1975. Þar er að finna auk stærðfræði, heimspekikenningar Fullgers og ljóð, en hann sagðist nú vera með 3 bækur í smíðum, m.a. 2. bindi af þessari bók og væri hún væntanleg eftir nokkra mánuði. — Ann- ars hef ég ekki mikinn tíma til að skrifa, sagði .Fuller, ég er enn að fást . við að teikna, ferðast piikið og held fyrirlestra og þess á milli sinni ég arkitektaskrifstofu minni í New York. R. Buckminster Fuller ræddi einnig um skoðan- ir sínar á orkunotkun mannsins og fleira i sam- bandi viö hana: — Ég er viss um að við getum vel komist af án þess að nota svo mikið olíu eða kjarnorku, en við þurfum fyrst og fremst að vita hvernig á að nota orkuna og læra að nota orkuna rétt. Það fer mikil orka í alla vopnaframleiðslu og henni þarf að breyta á einhvern hátt. Ég líki jörðinni við sökkvandi skip. Á skipi vita allir hvað á að gera ef það er að sökkva, en við mann- kynið, sem erum á sökkv- andi skipi, vitum fæst af því. Skipið sekkur svo hægt. Það er talað um að tæknin eigi alla sök á mengun og óþverra og hefur og er burðarásinn i út- flutnings- og gjaldeyristekjum þjóðarinnar, þarfnast sýnilega frekari aðhalds i veiðisókn ef hann á að rétta við. Arið 1973 samþvkkti þáverandi sjávarútvegsráðherra Alþýðu- bandalagsins og þinglið allt veiði- heimildir til 139 brezkra togara, innan 50 milna, til tveggja ára, án nokkurra samningsákvæða um einliða íslenzka veiðistjórnun að samningstíma loknum. — Nú hef- ur fiskveiðilögsagan ekki einung- is verið færð út í 200 mílur, heldur jafnframt nær hreinsuð af erlendri veiðisókn að því er þorskinn varðar, sem út af fyrir sig er veigamikil — máske veiga- mesta — fiskverndin. Það er þvi aumkunarvert hlutverk, sem Þjóðviljinn hefur komið sér í, í gagnrýni á núverandi stjórnvöld varðandi landhelgismál og fiskverndarmál. En þeir Þjóð- viljamenn skáka máske i þvi skjóli, að itetra sé að veifa röngu tré en öngvu. Vaxandi þjóð, framtíð og lífekjör Ólafur Thors, fyrrv. formaður /j* Sjálfstæðisflokksins, forsætisráð- herra nýsköpunarstjórnar. # Sveinri BjÖrnsson, fyrsti forseti fslenzka lýðveldisins. ,i ‘'■Jk '* ■ i? fcf ' * Matthías Bjarnason, sjávarútvegs- f ráðherra. 1100 ára afmæli tslandsbyggðar minnzt á Þingvöllum við Öxará f júlí 1974 Hversu miklu betur erum við ekki i stakk búin nú til að mæta „ögun“ umhverfisins, ís og eldi, en áður var? Einnig að þessu leyti verðum við að lifa i sátt viö um- hverfi okkar, mæta „ögun" þess með hyggindum, ekki siður en gjöfum þess til láðs og lagar, sem hafa sér nýtingarmörk, er ekki má yfir fara og við þurfum að virða. Hyggileg nýting fiskistofna Allar götur frá árinu 1948, er landgrunnslögin voru sett, höfum við íslendingar fetað okkur áfram í fiskverndaraðgerðum, m.a. með áfangaútfærslum fiskveiðilög- sögunnar. Meira hefur þó verið að gert i þessum efnum í sjávarút- vegsráðherratið Matthiasar - Bjarnasonar en nokkurs annars sjávarútvegsráöherra. Fyrst skal nefna útfærslu fisk- veiðilandhelginnar í 200 sjómílur 1975, sem tvöfaldaði islenzkt um- ráðasvæði; og Óslóarsamkomulag- ið 1976, sem fól í sér viðurkenn- ingu á einhlíða íslenzkum rétti og veiðistjórnun innan hinnar nýju landhelgi, sem og lyktir alda- lartgri veiðisókn Breta á íslands- miðum. Þessi viðurkenning var i raun forsenda þess, að hægt væri að hafa fulla stjórnun á fiskveiö- um við landið. Fram til ársins 1969 tóku erlendir fiskimenn meir en helming af öllum botnfiskafla við ísland Árið 1973 var hlutdeild okkar í botnfiskaflanum hins vegar komin i tæplega 60%. Árið 1975 í tæplega 70%. Árið 1976 var hlutdeild okkar í heildarbotnfisk- aflanum komin i 74% þar af 80.3% i þorskaflanum. Þaö sem af er yfirstandandi ári eru tilsvar- andi tölur 93% og 99.4 4 hvað þorskinn einan áhrærir. i ráðherratíö Matthiasar Bjarnasonar hafa verið sett fleiri lög og gefnar út fleiri reglugerðir til fiskverndar en nokkru sinni áður, varöandi veiðisókn, veiðar- færi (möskvastærð), friöunar- svæði (alfriðuð svæði og skyndi- lokanir) og fleiri þætti. Veiöisókn hefur verið beint i fiskstofna, sem vannýttir eru (loðna, kolmunni og úthafsrækja), fiskleit verulega efld, sem og tilraunavinnsla i fisk- iðnaði og markaösleit í þágu nýrr- ar framleiðslu. Enn boðar ráöherra hugsan- legar nýjar fiskverndaraðgerðir, þar eö þorskstofninn, sem veriö Frá upphafi siðari heims- styrjaldar, sem litillega hefur verið minnzt á í bréfi þessu — eöa frá árinu 1940 — hefur íslend- ingum fjölgaö um 100 þúsund ein- staklinga og eru nú 220.000. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir því að þeim fjölgi enn um 86.000 manns fram til komandi aldamóta og Veröi þá 306.000 manns. Það er því eðlilegl aö hugleitt sé, hvern veg hægt verði að tryggja þessari þjóðarviðbót atvinnu- og afkornu- öryggi og þjóðinni i heild sam- bærileg lifskjör á komandi árum og áratugum og almenningur býr við í velmegunarríkjum V-Evrópu og N-Ameríku. Til þess að sam- bærilegu lífskjaramarki verði náð þarf að auka verulega verðmæta- sköpun i þjóðfélaginu sent og þjóðartekjur á mann sem hér eru verulega lægri en á öðrunt R. Buckminster Fuller stjórnmálamenn ýta und- ir þá skoðun sem verður til þess að almenningur fordæmir alla tækni og vill hverfa aftur til nátt- úrunnar og taka upp ein- faldari lífshætti. En þess þarf ekki, fólk veit bara ekki að það er einmitt tæknin sem getur bjarg- að hinu sökkvandi skipi. Það er eytt of miklu púðri í vopnaframleiðsl- una í stað þess að snúa sér að því að leysa þessi mengunarvandamál. Ég hef reiknað það út að á 10 árum væri hægt að bjóða öllum upp á þau lífsskilyrði sem Banda- ríkjamenn njóta og jafn- vel betri, ef allir verða sammála um þaö, en þar liggur hundurinn graf- inn, menn eru ekki sam- mála um að vinna að þessu. Norðurlöndum, þ.e. í Noregi, Dan- ntörku og Svfþjóð. Jafnframt er ljóst að landbún- aður og sjávarútvegur búa við nýtingarmörk gróðurmoldar og fiskstofna, sem ekki ntá yfir fara. Tæknivæðing í þessum atvinnu- greinum veldur og því, að þær taka ekki við nerna takmörkuðum hiuta þess viðbótarframboös á vinnuafli, sem þjóðinni bætist sýnilega á kontandi árum og ára- tugum, þó áfram verði meginstoö- it atvinnulffs í landinu. TU þess að ná þvi lífskjaramarki, sem þjóðin gerir kröfur lil, og tryggja afkomuöryggi vaxandi þjóðar og efnahagslegt sjálfstæði, þarf ótví- rætt að nýta betur þriðju auðlind hennar, hina innlendu orkugjafa fallvatna og jarðvarma. Nýting innlendra orkugjafa beinir þjóð- inni inn á brautir iðju og iðnaðar — i rfkari mæli en gert hefur verið til þessa. Varðandi iðju og iönaö ber fyrst og fremst að hyggja að úrvinnslu- iönaöi úr innlendum og erlendum. hráefnunt, ekki sizt þeim. sem landbúnaöur og sjávarútvegur leggja lil. Jafnframt þarf að rann- saka nýtingarmöguleika og arð- senti nýtingar ýmiss konar jarð- efna, sem til eru i landinu Orku- frekur iðnaðurkeniur einuig inn i myndina, samhliða nýtingu fall- vatnanna, en þar hafa þegar verið stigin umtalsverð skref: áburðar- framleiösla, sementsframleiðsla. kísilgúrframleiðsla, álfram- leiðsla, (16.8% af verðmæti út- flutnings þjöðarinnar 1976) og undirbúningur að járnblendi- verksmiðju i Hvalfirði, sem hafinn var i tíð fvrri rikisstjórn- ar. I þessum efnum verður þó að fara með gát — og taka fullt tillit til náttúruverndar, mengimar- varna og heilsufarslegs öryggis viðkomandi starfsfólks. En við þurfum að sameina þetta tveniit, að lifa i sátt við umliverfi okkar. náltúru landsins. og nýta auðlind- ir þess, að því marki sem hyggindi segja til nm, til að tryggja þjóðinni samlnerilég lífskjiir við nágranna sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.