Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JUNl 1977 17 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar SÍMAR. 11798 oc 19533. Sunnudagur 19. júní. Kl. 09.00. 1. Ferð um sögustaði Borgarfjarðar undir leið- sögn Jóns Böðvarssonar skólameistara. Komið að Reykholti, Borg o.fl. sögu- frægum stöðum. Verð kr. 2500 gr. v/ bílinn. 2 Gönquferð á Botn- SÚIur. (1093 m). Gengið frá Brynjudal og til Þingvalla. Fararstjóri: Sigurður Kristjánsson. Verð kr. 1500 gr. v/ bílinn. Kl. 13.00 Þingvallaferð. Gengið um Þjóðgarðinn. Verð kr. 1500 gr. v/bilinn. Farið verður í allar ferðirnar frá Umferðarmiðstöðinni að austan verðu. Þriðjudagur 21. júní. Kl. 20.00 (sólstöður) 1 Esjuganga nr. 12. 2 Sigling um sundin. (Nánar auglýst á Þriðjudag) 25. júni kl. 21.00 Miðnæturflug til Grimseyjar. Eyjan skoðuð undir leiðsögn heimamanna. Nánari uppl. á skrifstofunni. Ferðafélag íslands. UTI\AISTARFERÐIR Sunnud. 19/6. 1 Kl. 10 Esja, gengið norður yfir hábunguna 914 m og niður í Kjós. Fararstj. Einar Þ. Guðjohnsen. Verð 1200 kr. 2. Kl. 13 Kræklinga- fjara, fjöruganga við Hval- fjörð. Steikt á staðnum. Far- arstj. Jón I. Bjarnason. Verð 1400 kr. Frítt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.Í., vestanverðu. Útivist. ELÍM Grettisgötu 62. Almennar samkomur verða á hverjum sunnudegi kl. 20.30. Allir hjartanlega vel- komnir. Hjálpræðisherinn Sunnudag kl. 1 1 helgunar- samkoma kl. 16 útisam- koma. Kl. 20.30. kveðjusam- koma fyrir flokkstjórahjónm, Önnu og Daníel Óskarsson og einnig fyrir kapt. Oline Kleivstölen, forstöðukonu á Bjargi. Allir velkomnir. Fíladelfía Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. (athugið aðeins fyrir söfnuöinn) Almenn guðs- þjónusta kl. 20. ræðumenn Einar J. Gislason o.fl. Hörgshlíð 12 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindis í kvöld sunnudag kl. 8. Skrifstofa Félags einstæðra foreldra Traðarkotssundi 4, er opin mánudag og fimmtudag kl. 2—6 þriðjudag, miðvikudag og föstudag kl. 1 —5. Ókeypis lögfræðiaðstoð fimmtudag kl. 3—5. Sími 1 1822. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Skrifstofustarf Óska að ráða starfskraft til algengra skrifstofustarfa hálf- an daginn, fyrir hádegi. Heildverzlun Péturs Péturs- sonar, Suðurgötu 14. Sími 11219,25101. AU PAIR óskast til ungra fjölskyldna. Góðir skólar í nágrenninu. Mrs. Newman, 4 Cricklewood Lane, London NW2. Eng- land. [Sy] Munið sérverzlunina með ódýraij fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82. s. 31330. Brotamálmur er fluttur i Ármúla 28. sími 3 7033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði Stað- greiðsla. — Hreyfing Framhald af bls. 28 Höfðabrekkujökli. Sagði Sigurður að Kötlugjá yrði að teljast sérstök eldstöð, en hins vegar væri hún i beinni stefnu fram af Eldgjá eins og algengt er hér á landi að sprungukerfi gangi inn í öskjur og nefndi Sigurður Kröflu sem dæmi, en Krafla er gömul askja. Sigurður sagði, að askjan undir Mýrdalsjökli hefði upp- runalega verið stærri en i Dyngjufjöllum. Hún er full af is og allt að 300 metra djúp. Ekki sagðist Sigurður vera á þeirri skoðun að vatn safnaðist i þessa öskju jafnt og þétt milli gera eins og i Grimsvötnum, heldur myndaðist vatnið í öskj- unni á Mýrdalsjökli í sambandi við gosið. Taldi Sigurður, að vatnssöfnunin hæfist rétt fyrir gos og benti á að skvettan, sem hljóp fram undan Höfða- brekkujökli 1955, hefði verið allt það vatn, sém til var þá, og benti magnið ekki til þess að stórfelld og stöóug vatnssöfnun færi fram í öskjunni milli gosa. Sagði Sigurður að líklegast væri það vatn, sem hleypur fram i Kötlugosum, aðallega úr ís, sem gosið bræðir beint og óbeint, en hversu löngu fyrir sýnilegt gos sú bráðnun hefst er ekki vitað. ,,Það væri ef til vill ráð að senda einhvern á priki þarna yfir,“ sagði Sigurður, þegar Mbl. spurði hann, hvort hann gæti spáð einhverju um það, hvenær næsta Kötlugos hefst. „Fyrst sú aðferð þykir góð fyrir norðan, þá ætti hún ekki siður að duga sunnanlands." „Sú staðreynd, að í Kötlu- hlaupum fer vatnsmagnið á nokkrum klukkustundum upp i 100 — 200.000 teningsmetra. bendir að minu áliti til þess, að þarna opnist fyrir mikinn vatnsgeymi, þvi ég tel mjög vafasamt að eldgos geti brætt ísinn með þessum hraða,“ sagði Helgi Gbjörnsson, jaröeðlis- fræðingur, þegar Mbl. spurði hann um álit hans á Kötlu. „Hins vegar er ekki ljóst," sagði Helgi, „hvernig þetta vatn er tilkomið. Það er þá, í fyrra lagi hvort bráðnun hefst nokkru áður en til gossins kemur og þá hve löngu fyrir gos vatn byrjar að safnast saman. Þetta er háhita- svæði og þess eru dæmi, til dæmis fyrir Öskjugosið 1961, að jarðhitinn á svæðinu aukist nokkru fyrir gos. Önnur skýring er svo sú, aö þarna sé stöðugt vatn undir, og að í öskjunni, sem menn telja sig hafa séð á gervitunglamynd frá haustinu 1973, sé þá heljar- stór vatnsgeymir undir jöklin- urn, en askjan virðist slaga hátt í 80 ferkílómetra. Ég tel mjög líklegt að með rafbylgjutæki þvi, sem við á raunvfsindastofn- uninni höfum smíðað í vetur, megi finna, hvort vatnsgeymir er núna undir jöklinum eða ekki, þvi að endurkast það sem tækið gefur frá botni, er mun sterkara frá vatni en bergi.“ Helgi sagði, að árið 1955 hefði fransk-íslenzkur leiðangur far- ið á Mýrdalsjökul og mælt þykkt hans með hljóðbylgjum. Mælingar voru gerðar á níu stöðum nálægt gosstaðnum 1918 óg sýndu 200—370 metra þykkt, sem þýðir að jökulbotn- inn er um 1000 metra yfir sjó. „Mér finnst nú heldur ótrú- legt, að allt vatnið myndist í gosinu sjálfu, því hlaupið kem- ur svo skömmu eftir að gosið hefst, eða jafnvel fyrir það. Þetta bendir að minnsta kosti til þess að eitthvert vatn nái að safnast saman undir jöklinum áður en gosið brýst út,“ sagði Guðmundur Sigvaldason, for- stöðumaður norrænu eldfjalla- stöðvarinnar. „Það virðist ljóst, að undir jöklinum er askja og alltaf finna menn hveralykt af Jökulsá á Sólheimasandi. Þetta er þvi spurning um það, hvort þarna á sér stað langtíma-*' ) söfnun á vatni, eins og í Grims- vötnum, eða hvort aukin hvera- virkni fyrir gos bræðir öll þau ósköp, sem koma í hlaupinu." Ekki kvaðst Guðmundur trú- aður á að þarna væri um stöðu- vatn að ræða undir jöklinum." Alla vega tæmist þetta í gosun- um, þegar jökulþröskuldurinn bráðnar frá. En það er svo spurningin, hvenær vatnssöfn- unin hefst aftur að gosinu ioknu.“ — Horfir þunglega Framhald af bls. 1 slæmar og samkeppnisaðstaðan haldi áfram að veikjast vegna hækkandi kostnaðar. Þá séu litlar líkur á aukinni atvinnu, horfur á niðurskurði samneyzlu og mikilli birgðasöfnun. Þá segir í yfirlitinu, að háir vextir og óraunhæfur vinnuafls- kostnaður hái Norðurlöndunum og hafi valdið þverrandi sam- keppnisgetu á útflutningsmörk- uðum. — Austantjalds- ríki og umsvif E'ramhald af bls. 1 norður-heimskautssvæðunum og i Eystrasalti. Þannig sagði einn embættismanna Nato aö menn gerðu sér grein fyrir efnahags- vandamálum Dana. Þau gefa til- efni til þess fyrir önnur lönd að þau hugleiði hvort þeim beri ekki að auka framlag sitt. Burtséð frá því hvort aðildar- riki Atlantshafsbandalagsins búi yfir olíubirgðum, sem endast þeim i stuttri styrjöld, þá munu orkuvandamálin verða erfiðara vandamál fyrir bandalagið ef litið er til langs tima. Það er fyrst og fremst styrkur Sovétríkjanna á heimshöfunum, sem veldur hættu á þvi að skorið verði á flutnings- leiðir oliu. En þá gæti olían orðið svo dýr að sum aðildarríkjanna yrðu að kaupa hana fyrir lánsfé. „Það er óhjákvæmilegt að sum aöildarríki verði siðar meir gjald- þrota vegna oliuverðsins, ef ekki veröur þegar i stað gripið til að- gerða til að gera Evrópulönd óháðari olíu frá Mið- Austurlöndum," segir talsmaður Nato. „Og við verðum að hafa það hugfast, að Sovétrikin eiga nægar olíubirgðir. Olíulindir þeirra geta þornaö en þá eiga þeir nóg af gulli til að kaupa oliu fyrir i Mið- Austurlöndum. Við skulum ekki gleyma því að i Kreml eru menn fljótir að taka ákvarðanir.“ — 167 íbúðir Framhald af bls. 28 1 jhúsum. Þær íbúðir verða tilbúnar /Haustið 1978. Að sögn Sveins verður sam- ■eiginleg þjónusta misjafnlega mikil í húsunum. I húsinu við Furugerði er gert ráð fyrir ýms- um þjónustumöguleikum, svo sem fótaaðgerðum, hársnyrtingu og fleiru og þar verður sameigin- legur salur til fundahalda og skemmtanahalds. í Lönguhlíð og Dalbraut er ráðgert svipuð þjón- usta og þar verður að auki fram- reidd a.m.k. ein heit máltið á dag. í Dalbraut verður sérstök áherzla lögð á læknis- og sjúkraþjónustu. íbúðirnar hafa enn ekki verið auglýstar lausar til umsóknar en Sveinn kvaðst hafa orðið var við mikinn áhuga aldraðs fólks að að komast í þessar íbúðir, enda væri enginn vafi á því að þörfin á slikum íbúðum væri mjög brýn. — Nixon Frost Framhald af bls. 10 kynnti Jack Miller, lögfræðingi mínum, ákvörðun Fords og Miller flaug til Kaliforníu til að ræða við mig um það og fá mig til að skrifa undir nauðsynleg plögg. Það var óskaplega erfið ákvörðun fyrir mig, en ég tók hana, ég var tilfinningalega úr- vinda, andlega niðurbrotin og illa á mig korninn líkamlega. Viðbrögðin voru lík þeim, sem ég hafði búizt við, og voru Ford forseta mjög erfiö og dýrkeypt. Ég hringdi i hann tveimur dög- um síðar og sagði honum, aö mér fyndist leitt hve harðri gagnrýni hann sætti en hann svaraði: „Ég læt gagnrýnina sem vind urn eyru þjóta, því að ég veit að ákvörðun mín var rétt.“ Þannig maður er P’ord. Frost: Fannst þér afsögnin að einhverju leyti verri en dauði? Nixon: Á vissan hátt. Ég hugsaði aldrei um sjálfsmorö, dauðaósk eða þess háttar, en fyrir mig þýddi afsögnin lif án tilgangs. Ég gat ekki lengur lagt mitt af mörkunum til þeirra mála, sem ég trúði á og það er hrikaleg reynsla. — Ferðasaga Framhald af bls. 13 snjólitið, að hætta varð við ferð- ina rétt innan við Kjós. Á sunnudaginn var ekið úl i Grunnavik, og tók það ekki nema um klukkustund, þótt stansað væri bæði á Dynjanda og Höfðaströnd, svo og á Stað. Rækjubátur frá Bolungarvík sótti okkur að Sætúnsbryggju. Ferð þessi gékk í alla staði sér- staklega vel, og tel ég, að björg- unarsveitarmenn hafi haft af henni mikið gagn, þar sem þeir kynntust aðstæðum og staðhátt- um á þessum slóðum. Kemur slík þekking sér vel, ef svo bæri til, að senda þyrfti björgunar- leiðangur upp á jökulinn eða á aðra staði þarna i kring. Ferðafélögum minum öllum votta ég sérstakar þakkir fyrir einstaka nærgætni og hjálp- semi við mig, öldunginn i ferð- inni. Guðfinnur frá Reykjarfirði. — Borgar- spítalinn Framhald af bls. 28 fyrr en i fyrsta lagi á miðju næsta ári og þá aðeins að einhverju leyti. Við læknar spítalans teljum að fjárveitingar til heilbrigðis- stofnana í borginni hafi verið of dreifðar. Það að þetta húsnæði er ekki til staðar fyrir þjónustu spit- alans skapar slika óhagkvæmni og slik vandamál að algjört lifsspurs- mál er að úr rætist." i samtali við Hauk Kristjánsson yfirlækni á Slysadeild sagði hann, að óvenju rólegt hefði verið á deildinni síðustu viku. „Það er auðséð að það er rólegra yfír mannlifinu vegna ástandsins á vinnumarkaðinum,“ sagði Hauk- ur, „þaö er eins og allt dragist saman þegar fjárráðin minnka og slysahlutfallið er í samræmi við það. Starfið hér er nokkurs konar barómet á mannlífið á borgar- svæðinu.“ — Alfa Romeo Framhald af bls. 12. styrkjum og í dag eru verk- smiðjurnar í ríkiseign. Fyrirhugað er að hafa hérlendis á boðstólum tvær megin gerðir Alfa Romeo, Alfa Sund og Alfetta, sem báðar verða fáanlegar í nokkrum mismunandi gerðum vió verði frá kr. 1.800.000.-. Ráðstafanir hafa þegar verið gerðar til að tryggja bæði fullkomna varahluta- og viðgerðar- þjónustu hérlendis og hafa þegar nokkrir starfsmenn fyrirtækisins hlotið þjálf- un hjá Alfa Romeo í því skyni. Lokað á morgun Mánudaginn 20 júní vegna jarðarfarar Agnar Gústafsson, hrl., Hafnarstræti 1 1, Reykjavík t Faðir minn. tengdafaðir og afi, ÞORBJÖRN FRIÐRIKSSON, frá Gröf, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20 júní kl 3 e h Gunnar Þorbjarnarson Heiðrún Guðmundsdóttir Guðbjörn Gunnarsson Sigrún Gunnarsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Særún Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.