Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JUNl 1977 18 íW ' < »1 IBUKfif vi 'JmJmgr \ \ W4*;m t-.Jn 5 Jf míjk í ■ *■ Wf M Jmam. * éw ■ |§ ^ j W w' llllPl 4 J§ 0 Nemendur í Kársnesskóla efndu í lok skólaárs- ins til sýningar í skólanum á ýmsu er snerti starf þeirra á liðnu skólaári. Var tilefni einkum það að skóiinn átti 20 ára afmæli hinn 22. febrúar s.I. og sagði Gunnar Guðmundsson skólastjóri, að ákvæðið hefði verið að minnast þess m.a. með þessum hætti. Á sýningunni gat að lfta ýmis verkefni er nem- endur höfðu unnið að um veturinn og sagði Gunnar að nokkuð hefði verið um svokallaða vettvangs- fræðslu, að nemendur hefðu heimsótt fyrirtæki og stofnanir ásamt kennurum ogsíðan sett upp sýn- ingu og greint frá hvernig starfsemi viðkomandi fvrirtækja og stofnana fór fram. Var m.a. farið f heimsókn í tvö dagblöð, Morgunblaðið og Þjóðvilj- ann, Mjólkursamsöluna, Þjóðleikhúsið, Þjóðminja- safnið og fór einn hópur nemenda í hverja stofnun, en það voru einkum 11 ára börn, sem fóru í þessar heimsóknir. Allir nemendahóparnir fóru sfðan í náttúrugripasafnið. Þá var einnig nú við skólaslitin efnt til skemmt- ■ N emendur Kársnesskólalíta í fyrirtæki og stof nanir unar fyrir foreldra og börnin og sagði skólastjór- inn að allir árgangar barnaskólans, 6—12 ára börn, hefðu undirbúið þá skemmtun og að yngstu ár- gangarnir, 6 og 7 ára börnin, hefðu verið ótvíræðar stjörnur þeirrar skemmtunar. Gunnar Guðmundsson, skólastjóri Kársnesskóla, sagði að þessi vettvangskennsla að fara út f fyrir- tæki og stofnanir og setja síðan árangurinn upp í sýningu eftir að búið er að vinna úr öllum gögnum, væri mjög fróðleg fyrir nemendur, þá gæfist þeim tækifæri til að sjá hlutina, sem í kringum þá væru, eins og t.d. dagblöðin, innan frá, hvernig unnið væri að gerð þeirra og þetta væri reyndar ekki síður fróðlegt fyrir kennarana. Myndirnar sem hér fylgja tók Ólafur K. Magnússin á sýningunni í Kársnesskóla á dögunum. v.f Forum IM , * fc*. V%atrv f. oo. ~ ------y*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.