Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JUNI 1977 25 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI 1 M'i/ÆiiZYUM'W 0 Menntaðir læknar eða sjálfmenntaðir? Borizt hefur bréf frá konu í Hornafirði þar sem hún ræðir um óvenjulegt mál, lækningar með jurtalyfjum, og fer frásögn henn- ar hér á eftir: „Heiðraði Velvakandi. Það var athyglis.verð frétt á for- siðu Morgunblaðsins fyrir skemmstu um að nú væri búið að uppgötva efni i blóminu Kvöld- vorrós sem e.t.v. gæti komið í veg fyrir blóðtappa. Það er ánægjulegt að svo virðist sem athygli visindamanna sé far- in að beinast að jurtarikinu i rík- ara mæli en að undanförnu i leit sinni að lyfjum. Að vísu hafa allt- af verið unnin lyf úr jurtum, en kemisku efnin hafa algjörlega haft yfirhöndina og lyf sem unnin eru úr jurtum litin hornauga af læknastéttinni. Ég kynntist því fyrir nokkru, þegar barnið mitt brenndist, að læknar virðast standa ráðþrota gagnvart brunasárum. Flestir vita að kæling hefur mikið að segja, sé hún rétt fram-' kvæmd, en það er takmarkað hvað hægt er að hafa litið barn lengi i köldu vatni. Ég fór því auðvitað til læknis, og þar hefur barnið ábyggilega fengið þá með- ferð sem það hefði fengið annars staðar úti á landi, Læknar setja ekki smyrsl á brunasár. Síðan var barnið undir eftirliti læknakandi- dats i mánuð, en hvernig sem á því stóð, var sárið miklu verra eftir mánuðinn en það var í upp- hafi. Eg var búin að hringja í nokkra lækna og leita upplýsinga og alls staðar var sama svarið. Við höfum ekkert græðandi smyrsl. Tvær aðferðir virtust vera þær einu sem komu til greina: Að leggja barnið inn á sjúkrahús og láta skipta um húð á þvi eða láta það liggja bert í sótthreinsuðu herbergi, bundið niður á höndum og fótum og þóttu mér báðar aðferðirnar svo harðneskjulegar að ég gat ekki til þess hugsað að láta barnið mitt ganga í gegnum slíkt. En nú var komið að þátta- skilum hjá okkur. Eg kynntist konu, sem notar mikið islensk grös, og komst ég þá að ýmsu sem ég vissi ekki áður. Skömmu seinna frétti ég af Astu Erlings- dóttur, sem hefur útbúið lyf úr jurtum árum saman, eins og ætt- ingjar hennar hafa áður gert. Hún átti svo sannarlega græðandi smyrsl. Eg fór með barnið mitt til Reykjavikur til þess að fá með- höndlun hjá henni og þótti nú mörgum óðs manns æði að leggja út í slikt. Ég mun alla tið vera þakklát fyrir að hafa kynnst þessu starfi og fórnfýsi og sam- viskusemi Astu. Þar var timinn ekki mældur i peningum. Við vorum i hálfan mánuð i Reykjavík hjá kunningjum okkar og skipt var á sárinu 3—4 sinnum á sólarhring. Við sáum það næst- um þvi gróa. Eftir þrjá mánuði var það batnað og örið sem er eftir er alveg slétt, nema þar sem byrjað var að gróa áður en smyrsl- in komu til sögunnar. Asta taldi að sárið hefði gróið á þrem vikum, ef við hefðum strax fengið smyrsl. Þetta er aðeins eitt litið dæmi um lækningar Astu, en mér er kunnugt um að hún hefur læknað ýmislegt, sem sagt hefur verið ólæknandi. Ásta hefur ekki lækningaleyfi, og auglýsir þar af leiðandi ekki starfsemi sina, en fólk hefur oft- ast leitað til hennar i gegnum kunningsskap. Eg vil nú bera fram þá ósk, að grasasmyrslið eigi eftir að koma sem flestum að notum, sem standa frammi fyrir sama vanda og ég. Það er mál til komið að heil- brigðisyfirvöld á tslandi fari að lita i kringum sig og viðurkenni að þekkingin er ekki eingöngu hjá þeim, sem hafa lengsta skóla- göngu að baki. Það er þeim og okkur öllum til vansæmdar, að eins gott starf og Ásta og sonur hennar vinna núna, skuli ekki vera viðurkennt og stutt af opintir þvi eigi kost á að njoa þekkingar þeirra. Kristin Gfsladóttir.“ Þessir hringdu . . . £ Harðir í horn að taka? Hjalti Einarsson: — Ég var að lesa Lesbók Mbl. frá þvi um siðustu helgi og var þar m.a. klausa undir mynd þar sem rætt var um að gatan væri eins og á ruslahaug og jafn- framt rætt um stráka sem bjuggu við umrædda götu og væru harðir í horn að taka. Mér fannst þetta nú ekki alveg nógu gott, ég held aó þetta ýti undir prakkarastrik SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti i Lublin í Póllandi í fyrra kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Suetins, Sovétrikjunum og Hul- aks, Júgóslavíu: 20.. .fxe6 verður svartur mát eft- ir: 21. Dxg6+ — Kf8, 22. dxe6+ — Re5, 23. e7+! — Kxe7, 24. Dg7 + — Rf7, 25. Hel+ — Kd7, 26. Dxf7+ — Kc8, 27. He3! — Dxb2, 28. Hc3+ — Dxc3 og nú 29. Db7 mát) 21. De7+ — Kg7, 22. Be4! og svartur gafst upp. Hvítur hótar 23. Hxg6+ og ef t.d. 23.. ,Rf8 þá 24. Hf6. Sigurvegari á mótinu varð Suetin. Hann hlaut 9'A v. af 13 mögulegum. hjá drengjum hér að fá svona undirtektir eða hvatningu til að gera e.t.v. ýmislegt misjafnt. Það mátti a.m.k. lesa á milli línanna undir myndinni. Svo var einnig talað um að ekki þyrfti harð- skeytta stráka til að ráða við þær gömlu konur sem þar voru á ferð og það er aðallega það sem mér fannst ekki vel viðeigandi eða gefa þeim undir fótinn með, eða að hálfpartinn hrósa þeim fyrir það, að því er mér fannst. Svona lagaðar frásagnir í blöðum eru vel til þess fallnar að ýta undir ýmis- legt misjafnt hjá strákunum og mér finnst að það ætti ekki að gera. Velvakandi getur fullvissað les- endur um það að ekki var haft i huga að hvetja stráka til eins eða neins með þessum frásögnum Lesbókarinnar, en hitt er svo ann- að mál hvaða skoðun fólk hefur á því sem þarna er greint frá — það er ekki allt slétt og fellt í kringum okkur, hvorki hérlendis eða erlendis. 53^ SlGeA V/óGÁ £ ÍILVI*AW Erbleyta i garðinum? Vatnsþrýstingsmyndun getur ótrúlega auðveld i notkun. valdið því að jarðvatn komist Vegna gormlögunar er auðvelt i múr. að beygja þau. VATNSVIRKINN vekur athygli á sænskri gæðavöru, sem bægir frá slíkri hættu: Lubonyl ræsilögnum. Lubonyl rörin til ræsilagna eru enn ein gæðavaran, sem VATNSVIRKINN býður viðskiptamönnum 'sínum. Lubonyl rörin til ræsilagna eru Vöruvöndun, þekking og úr PLASTI. Þau eru létt og þjónusta byggð á 25 ára reynslu. Vatnsvirkinn hf Ármúla 21 - Sérverzlun meö efnivörur til pípulagna Umboö fyrir amcrfskar, enskar og japanskar bifreiðir. Allt á sama stað er hjá Agli WAGONEER. Lúxusjeppinn sem er byggóur á reyns/unni af upp- runalega jeppanum. Quadra- trackið gerir hann sérstædan meða/ lúxusjeppa. CJ5. Uppruna/egi jeppinn. Hann stendur enn fyrir sínu, og vel þaó. CHEROKEE. Nýjasta geróin i þróuninni. Allt á sama Stað taugayegí 11S-S>mar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.