Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JUNÍ 1977 27 Tónlistarhátíð Norræns æskufólks í Reykjavík: „Fjölbreytt hátíö menningarlegs skuttogara” 52 nútímaverk og eldri verk 0 „ViS viljum auka skilning og kynna nútímatónlist hér heima með því að halda hér tónlistarhátiðina Ung Nor- disk Musik dagana 20.—26. júní með um það bil 200 tónlistarmönnum frá íslandi og öðrum Norðurlöndum," sagði Guðmundur Hafsteins- son formaður íslandsdeildar Tónlistariðju norræns æsku- fólks í samtali við Mbl. „Það hafa margir sýnt góðan skiln- ing og hjálpsemi við þessa framkvæmd," sagði Guð- mundur, „en það hafa einnig ýmis Ijón verið á veginum, sérstaklega á sviði fjármála. Við fengum m.a. 4 millj. kr. í styrk frá Norræna menning- armálasjóðnum og á þann hátt er um gjaldeyrisöflun að ræða fyrir þjóðina, þvf ella hefðu þessir peningar farið eitthvað annað. Við getum því kallað þessa fjölbreyttu hátíð menningarlegan skut- togara til gjaldeyrisöflunar og tónlistarkynningar. ísland hefur sem sagt möguleika á að stuðla að því að verða sér úti um góð tónskáld til þess að afla gjaldeyris fyrir þjóð- ina." 45 ný tónverk eftir ung norræn tónskáld verða flutt á hátíðinni, þar af 5 íslenzk, en einnig verða flutt þekkt og viðurkennd verk. Auk kunnra gesta, munu ýmsir íslenzkir tónlistarmenn taka þátt í tón- listarvikunni, 100 manna norræn sinfónluhljómsveit ungs fólks mun leika, en alla dagana verða bæði tónleikar og fyrirlestrar fyrir almenning og einnig eru æfingar opnar þeim sem vilja. íslendingar, 1 5 tónlistarmenn, tóku fyrst virkan þátt í þessu samstarfi Norðurlandanna 19 74 í Piteaa f Sví- þjóð og hafa verið virkir þátttakendur síðan Komið hefur J Ijós, að mikil gróska hefur orðið i tónsmiðum hjá yngri tónskáldum á íslandi, og hefur UNM samstarfið átt sinn þátt í þeirri þróun auk kynningar íslenzkra tón- skálda erlendis. Að þessu sinni verða um 200 þátt- takendur frá öllum Norðurlöndunum tónskáld, hljóðfæraleikarar, fyrirlesarar o.fl. Eitt þekktasta tón- skáld Bandarfkjanna Þá kemur tónskáldið George Crumb og fiðluleikarinn Paul Zukofsky á Bandarfkjunum George Crumb er eitt þekktasta tónskáld Bandaríkjanna um þessar mundir Hann er prófessor við háskóla Pennsylvaniu-fylkis Crumb mun halda tvo fyrirlestra meðan á hátíðinni stendur en einnig leiða um- ræður um verk ungu tónskáldanna Þrjú verk verða flutt eftir tónskáldið Black Angels, fyrir strengjakvartett, Four Nocturnes, fyrir fiðlu og píanó og Echoes of Time and the River, fyrir hljómsveit Flytur nútíma- tónlist og kynnir Fiðluleikarinn Paul Zukofsky hefur getið sér heimsfraegð fyrir flutning nú- tlmatón|isar Hann er mjög eftirsóttur jafnt sem fiðluleikari og fyrirlesari um nútlma leiktækni George Crumb Paul Kukofsky Per Lyng Námskeið I nútlmastrengjaleik verð- ur haldið á hátlðinni og mun Zukofsky stýra þvl Þar mun hann stjórna og útskýra með tilliti til forms. túlkunar og strengjatækni, nokkur þekkt strengja- verk úr tónbókmenntum nútlmans Auk þess mun hann taka þátt I flutn- ingi nokkurra verka sem einleikari og stjórnandi Af öðrum liðum hátlðarinnar er það að segja. að seft verður á laggirnar nemendahljómsveit sem I verða hljóð- færaleikarar frá öllum Norðurlöndun- um Hún mun æfa 2 verk eftir ung norræn tónskáld ásamt þremur nú- tlmatónverkum eftir þrjú meiriháttar tónskáld, þá Kryzysztof Penderecki fr Póllandi. George Crumb og ítalann Giacinto Scelsi Auk George Crumb og Paul Zu- kofsky munu fjórir aðrir tónlistarmenn halda fyrirlestra á hátlðinni Hans Abrahamsen, Hans Gefors og Svend Aaquist Johansen munu fjalla um serialisma og frjálsar tónsmlðar Þor- kell Sigurbjörnsson ræðir um islenzka tónlist 52 tónverk flutt Á hátlðinni verða flutt 52 verk: UNG NORCSSK MISIK FESTIVAL mvkjaMk V 1977 / w- 20.4-2i Stjórn tslandsdeildar Tónlistariðju norræns æskufólks: Frá vinstri, Karólfna Eirfksdóttir, Bergljót Jónsdóttir, Þorsteinn Hauksson og Guðmundur Hafsteinsson. Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M. hljómsveitarverk, kammerverk, kór- verk, elektrónísk verk og einleiksverk Hvert land leggur til flytjendur að þeim kammerverkum sem þaðan hafa borist, svo fremi unnt sé, Að viðbættum einum tónleikum samnorrænu sinfóníuhljómsveitarinnar mun Sinfóníuhljómsveit íslands leika á tvennum tónleikum Auk verka yngri tónskáldanna verða þar m a flutt verk eftir íslenzku tónskáldin Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Pál P Pálsson til kynningar á tónlist eldri fslenzkra tónskálda Stjórnendur samnorrænu sinfóníu- hljómsveitarinnar munu verða Norð- maðurinn Per Lyng og Paul Zukofsky Páll P Pálsson stjórnar Sinfóníuhljóm- sveit íslands Þrfr kórar munu koma fram á hátfð- inni. þ.e. Kór Tónlistarskólans í Reykjavfk, stjórnandi Marteinn Hunger Friðriks- son Kór Menntaskólans í Hamrahlíð. stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir, Haslev Gymnasiums Kor, stjórnandi Hans Krarup Þau verk eftir ung íslenzk tónskáld sem á hátíðinni verða flutt eru: Guðmundur Hafsteinsson — Kon- sert Kantata (f. hljómsveit og 3 karla- raddir) Hjálmar Ragnarsson — Movement for String Quartet (f strengjakvartett) Jónas Tómasson — Sónata fyrir fagott og sembal Snorri S Birgisson — Quintet (f 2 flautur, 2 klarinett og píanó) Þorsteinn Hauksson — 17 júní. 1 944, No 3 (f segulband) Alls verða haldnir níu tónleikar á ýmsum stöðum í borginni Háskóla- bíói, Þjóðleikhúsinu, Kjarvalsstöðum, Neskirkju, Hamrahlíðarskóla. Norræna Húsinu og Háteigskirkju Dagskrá tónleikanna verður auglýst jafnóðum Jæja,loksins cpnp er hún komin oour Höfum til sýnis og afgreiðslu, með stuttum fyrirvara, CASE 580 F traktors- gröfur, á mjög hagstæðu kynningarverði. Komið, skoðið, reynið og sannfærist um hina tæknilegu yfirburði CASE 580 F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.