Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 133. tbl. 64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNÍ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gífurlegar öryggisráð- stafanir í Frakklandi við komu ,Brezhnevs Rambouillet, 20. júnt. Reuter. GÍFURLEGAR öryggisráðstafan- ir hafa verið gerðar f Frakklandi vegna komu Leonids Brezhnevs, leiðtoga sovézka kommúnista- flokksins og forseta landsins. Um 3 þúsund lögreglumenn voru á Orlyflugvelli er flugvél Brezh- nevs lenti, en auk þess vörðuðu óeinkennisklæddir öryggisverðir leið Brezhnevs til Rambouillet, Tveir flýðu frá Austur- Þýzkalandi Vestur-Berlfn, 20. júnf. Reuter — AP. TVEIR Austur ÞjóBverjnr flúðu til Vestur Berlínar um helgina. Þeir stungu sér til sunds I stöðuvatn, sem liggur a8 Vestur-Berlin, og voru á sundi I néttmyrkrinu I tvnr klukkustundir áður en þeir kom- ust um borð I vestur-þýzkan bát, sem Ið fyrir akkerum i vatninu. Lögreglan I Vestur-Verlfn segir mennina. sem eru 21 og 22 ára að aldri, hafa skýrt frá þvl við yfir- heyrslur, að þeir hafi margsinnis sótt um leyfi austur-þýzkra yfirvalda til að mega flytjast til Vestur- Þýzkalands. Hafi þeir jafnan fengið neitun og fyrir skömmu hafi þeir verið sviptir venjulegum persónu- skilrfkjum, en fengið f staðinn skil- rfki með sérstakri áritun um að þeir séu menn, sem óski að flytjast úr landi. þar sem viðræður hans við franska ráðamenn fara fram. Við komuna til Frakklands sagði Brezhnev, að heimsóknin mundi styrkja mjög vináttubönd Sovétmanna og Frakka og verða til þess að efla heimsfriðinn. Skömmu áður áðurl en flugvél Brezhnevs lenti var hringt til lög- reglunnar og sagt, að sprengjutil- ræði á flugvellinum væri yfirvof- andi. Var öryggisvörður þá mjög hertur og leitað hátt og lágt að sprengjuútbúnaði, en ekkert fannst sem bent gæti til að við- vörunin ætti við rök að styðjast. Undanfarna viku hafa sprengj- ur margsinnis sprungið við bygg- ingar þar sem Sovétmenn hafa aðsetur f París og víða hef ur verið komið fyrir spjöldum með áletr- uninni „Brezhnev, farðu til þíns heima". Talið er að viðræðum sinum við Giscard d'Estaing muni Brezhnev leggja kapp á að styrkja samband ríkjanna, einkum og sér f lagi þar sem sambúð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hefur farið yersn- andi að undanförnu og Brezhnev er talinn þeirrar skoðunar, að bætt samskipti við Frakka geti orðið Sovétrfkjunum til fram- dráttar í samningum við vestræn riki. Talið er að afvopnun verði meðal helztu umræðuefna forset- anna, og muni Brezhnev leitast við að sannfæra hinn franska starfsbróður sinn um einlægni Sovétmanna í þeim efnum. Þetta er fyrsta utanferð Brezh- nevs siðan hann tók við embætti forseta Sovétríkjanna. Adolfo Suarez vill þátttöku þjóðernis- sinna í ríkisstjórn Madrid, 20. júnl. Reuter. HAFT ER eftir áreiðanlegum heimildum f Madrid, að Adolfo Suarez vilji helzt mynda rfkis- stiórn, sem að méstu verði skipuð ráðherrum úr Lýðræðislega mið- sambandinu, en einnig fulltrúum Baska eða Katalónfumanna. Kosningabandalag Suarez, Lýðræðislega miðsambandið, er samband 15 flokka, sem fengu samanlagt 166 þingsæti í neðri deild þingsins f sfðustu viku. Um helgina gerði Suarez samherjum sfnum grein fyrir hugmyndum sínum um stjornarmyndun, og ei Adolfo Suarez. talið að með þvf að veita Böskum eða Katalónfumönnum aðild að stjórninni vilji forsætisráðherr- ann leggja áherzlu á að hann sé Framhald ábls. 39. Mynd þessi var tekin er nýr þingforseti á Spáni, Antonio Hernandez Gil, sór Juan Carlos konungi hollustueið. Við hliðina á konungi er sigurvegari kosninganna, Adolfo Suarez forsætisráðherra. Það hefur verið hefð á Spáni, að aldursforseti þingsins sé jafnframt þingforseti. Hefði þeirri hefð verið fylgt að þessu sinni hefði „La Pasionaria" hlotið það embætti. Antonio Hernandez Gil er virtur lögfræðingur og eindreginn fylgismaður Suarez. Amin saknað - hervörð- ur efldur í Kampala Nairobi, 20. júnl. Reuter—AP. HERVÖRÐUR hefur verið efldur mjóg f Kampala, höfuðborg Uganda, og þar verður nú vart vaxandi övissu, að þvf er heim- ildir þaðan hermdu f dag. Idi Amin forseti hefur ekki látið á sér kræla sfðan fyrir helgi, en spurnir hafa farið af þvf að hon- um hafi verið sýnt banatilræði á laugardagsmorgun. Samkvæmt heimildum f Kampala eru óvenjufáir á ferli f borginni, og ónafngreindur útlendingur, sem þar dvelst, sagði í sfmtali í dag: „Eitthvað hefur gerzt hér um helgina, en við vitum ekki hvað það er." Yfirvöld í Uganda hafa ekk- ert viljað láta uppi um ferðir Amins siðustu daga né núverandi dvalarstað hans. Haft er eftir starfsmanni í bústað Amins, sem er i námunda við Entebbe—flug- völl, að forsetinn hafi verið væntanlegur þangað á föstudags- kvöld. Þegar hann hafi ekki kom- ið þangað á tilsettum tima hafði verið gerðir út leitarflokkar, en eftirgrennslan hafði ekki borið árangur. Þá hefur dagblað i Nairobi það eftir ónafngreindum heimildarmanni, að á laugardags- morgun hafi tveir menn skotið á bifreið Amins. Hafi skotárásin mistekizt og forsetinn komizt undan á flótta. Utvarpið i Kampala skýrði frá því snemma í morgun, að verið gæti að Amin yrði viðstaddur hátíðahöld í vesturhluta Uganda siðar í dag, en í siðari fréttasend- ingum var ekkert á Amin minnzt. Frá þvi að Idi Amin komst til valda hefur honum oft verið sýnt banatiiræði, — siðast fyrir ári, þegar handsprengjum var varpað að bifreið hans. Málamiðlun gerð um grænlenzkar auðlindir Godtháb. 20. júnl, Reuter. MALAMIÐLUN hefur verið gerð um yfirráðarétt yfir auðlindum f ísrael: Begin vill fridar- vidrædur án skilyrða Jeríísalem 20. jiinf. Heuler—M' MENACHEM Begin, formaður Likud—flokksins, gerði þing- heimi f dag grein fyrir myndun* stjórnar sinnar og stefnu hennar. Hann sagði, að það yrði helzta verkefni stjórnarinnar að koma f veg fyrir styrjaldarátök og skor- aði um leið á leiðtoga Arabaríkj- anna að setjast með sér að samn- ingaborði. Hinn nýi forsætisráð- herra gat þess ekki f ræðu sinni hver verða mundi afstaða lsraels- stjórnar við samningaborðið og forðaðist að nefna ákveðnar landamerkjalfnur, sem Likud—flokkurinn hefur fram að þessu gért að úrslitaatriði. 1 stefnuskrá stjórnarinnar kemur meðal annars fram að stjórnin er fús til að hefja samn- ingaviðræður án skilyrða. Stefnu- skráín fjallar að mestu um innan- rikismál, en sérstaka athygli vekur, að þar er ekki minnzt á Menachem Begin óskoraðan yfirráðarétt Israels- manna yfir vesturbakka Jórdan, sem var eitt helzta kosningamál Likud-flokksins. Stjórnmálaskýrendur túlka stefnuskrána á þann veg, að Likud-flokkurinn sé nú sveigjan- legri I afstöðunni til samninga um hin umdeildu landsvæði. Begin hefur enn ekki skipað I öll ráðherraembætti, og er talið að hann vilji fá fleiri flokka til samstarfs. Auk Likud-flokksins eiga tveir flokkar aðild að stjórn- inni, en innan þeirra eru strang- trúarmenn áhrifamestir. Þessi strangtrúaröfl hafa sett mark sitt á stefnuskrá hinnar nýju stjórn- ar, og er talið að þau ákvæði er taka til trúarkenninga eigi eftir Framhald á bls. 39. Grænlandi og innan 200 mflna lögsögunnar kringum landið. Samkomulag náðist á fundum stjórnskipaðrar nefndar, sem hef- ur það verkefni að semja uppkast að heimastjórnarlögum fyrir Grænland, en í henni eiga sæti fulltrúar frá Danmörku og Græn- landi. Samkomulagið er þess efn- is, að þeir, sem eiga fasta búsetu ið Grænlandi, hafi forgangsrétt á grænlenzkum auðlindum, en lög- gjöf um þær, rannsðknir og hag- nýtingu þeirra verði háð. sam- komulagi dönsku rfkisstjörnar- innar og grænlenzku landsstjórn- arinnar. Búizt er við að Grænlendingar fái heimastjórn eftir um það bil tvö ár, að undangenginni þjóðar- atkvæðagreiðslu. Verði úrslit hennar á þá leið, að Grænlending- ar vilji heimastjórn sem allt bend- ir til að verði, verður landsstjórn- in æðsta vald I Grænlandi. Samkomulagió sem nú hefur verið gert er f jarri þvi, sem lands- stjórnin hafði áður krafizt I sam- bandi við grænlenzkar auðlindir, þ.e. að allar auðlindir land.-uis, að meðtöldum olíulindum, sem talið er að séu út af vesturströndinni, Framhald á bls. 39.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.