Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1977 H jálpræðishers- f oringi til Noregs Á þessu sumri verða yfir- mannaskipti í Hjálpræðishern- um hér í Reykjavík. Hinn dug- mikli flokksforingi Daníel Óskarsson kafteinn hefur verið skipaður til starfa i Noregi og hélt hann þangað á sunnu- dagskvöldið ásamt fjölskyldu sinni. Við flokksstjórastarfinu hér tekur norskur maður og er hann væntanlegur í ágústmán- uði næstkomandi. Dregið í happ- drætti SVFÍ DREGIÐ hefur verið I happdrætti Slysavarnafélags fslands og hlutu eftirtalin númer vinning: 27612 Mazda 818 Station árgerð 1977. 41953 Nordmende litstjón- varp m/22 skjá. 31564 Nord- mende litsjónvarp m/22 skjá. 23706 Nordmende litsjónvarp m/22 skjá. Vinninga sé vitjað á skrifstofu SVFl á Grandagarði. Upplýsingar i sfma 27123 (símsvari) utan venjulegs skrifstofutima. (Birt án ábyrgðar). Danlel Óskarsson, sem er Reykvlk- ingur. tók hermannavigslu I Hjálp- ræðishernum 14 ára gamall, en faðir hans. Óskar Jónsson, hefur um ára- tuga skeið verið meðal æðstu manna I Hernum og er nú orðinn brigadier. Danlel er nú 29 ára og hefur verið flokksstjóri I Reykjavík um þriggja ára skeið. Hann varð stúdent frá MR árið 1968 en fór næsta ár til Lundúna á foringjaskóla Hjálpræðishersins. Að loknu námi þar fór hann til starfa I Noregi. Þar giftist hann Önnu konu sinni sem fædd er Eide og eiga þau tvö börn. Er hann kom heim frá Noregi var hann sendur til ísafjarðar og varð flokksforingi og gistihússtjóri Hjálp- ræðishersins I nokkur ár, unz hann var gerður að flokksstjóra hér í Reykjavlk. Þess má geta að bróðir Danlels. sem Óskar heitir oger flokksforingi á ísa- firði. fer einnig til starfa I Noregi í sumar. í Noregi verður Danlel flokks- stjóri Hjálpræðishersins ! bæjunum Notodden og Rjúkan á ÞeJamörk. Þeir sem vel þekkja til starfa Daniels sem flokksstjóra Hjálpræðishersins hér bera lof á hann fyrir störf hans t þágu Hersins og markmiða hans. Unz hinn nýi flokksforingi i Reykja- vík kemur til starfa frá Noregi. mun faðir Daniels brigadier Óskar Jónsson, gegna foringjastörfunum. Iðnkynning á Húsavík og í Mývatnssveit: RÁÐSTEFNA um iðn- þróun á Norðurlandi Danie! Óskarsson i Austurstrœti i stuttu spjalli við Mbl. sagði Daniel skömmu áður en hann fór, að I sam- bandi við starf Hjálpræðishersins hér i borginni væri það ánægjulegt að ung- um hermönnum hefði farið fjölgandi hin slðari ár. — Og ég bind miklar vonir við starf okkar i Breiðholtshverf- inu, og á ég þar við Laugardagsskól- ann fyrir börn i Hólabrekkuskóla. FJÓRÐUNGSSAIMBAND NorSlend inga efnir til ráSstefnu um iSnþróun i NorSurlandi, I samráSi viS íslenzka iSnakynningu. á Húsavtk dagana 24. og 25. júnl nk. RáSstefnan verSur I þremur megínþáttur: 1) Um iðn- þróun á NorSurlandi; erindi SigurSur GuSmundsson áœtlanafrœSingur, Þðrir Hilmarsson. bœjarstjóri og Jón lllugason oddviti. — 2) Um stöSu iSnþróunar, erindi Hjörtur Eirlksson. framkvæmdastjóri iSnaSardeildar SÍS. DavíS Sch. Thorsteinsson, for- maSur Félags Isl. iSnrekenda, og SigurSur Kristinsson, formaSur Landssambands iSnaSarmanna. — 3) Um nýiSnaS og orkubúskapinn; ræðir dr Vílhjálmur LúSviksson efnafræSingur, Bjarni Einarsson. framkvæmdastjóri ByggSadeildar Framkvæmdastofnunar og Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri. Ráðstefnugestir starfa slðan i þrem- ur starfshópum. sem hver fjallar um einn af framangreindum meginþáttum i efnisvalí ráðstefnunnar. Álit starfs- hópa verða slðan rædd á sameigin- legum fundum og afgreidd til iðn- þróunarnefndar Fjórðungssambands Norðlendinga, sem undirbýr tillögu- gerð fyrir næsta fjórðungsþing FSM sem haldið verður I Vamahlið I Skaga firði siðar i sumar. Dr. Vilhjálmur Lúðviksson, Gunnar Ragnars, Jón Isberg, Sigurður Kristinsson og Davið Sch Torsteinson mæta I pallborðsumræðum, sem fara fram undir stjórn Péturs Sveinbjarnar- sonar í tengslum við ráðstefnuna fer fram matvælakynning (iðnkynning) á Húsa- vlk. Framleiðslufyrirtæki á staðnum bjóða ráðstefnugestum upp á „hús- vlska matvælaframleiðslu"; Iðnaðar- ráðuneytið býður til kaffiboðs þar sem Þorvarður Alfonsson. aðstoðarmaður ráðherra, flyrur ávarp. Þá skoða ráðstefnugestir einnig Iðn- kynningu i Mývatnssveit og fara i náttúruskoðunarferð þar Skoðuð verða ummerki náttúruhamfara undir leiðsögn jarðfræðings. skoðuð Kröflu- virkjun, kynnt starfsemi Kísiliðjunnar og lokum setzt að „mývetnskum kvöld- verði" I Hótel Reynihlið á vegum Skútustaðahrepps, Krofkuvirkjunar og Kisiliðju. Þá sitja ráðstefnugestir boð bæjarstjórnar Húsavikur, þar sem Húsavlkurkaupstaður verður kynntur sérstaklega. Þátttaka tilkynnist timanlega i Hótel Húsavlk. Nauðsynlegt mun að panta gistingu með rúmum fyrirvara vegna fyrirsjáanlegra þrengsla Æ\iiinjiatci<>ii til næstu nágranna Giænland Ferö til Grænlands - þó stutt sé - er engu Jík. í Grænlandi er stórkostleg náttúrufegurö og sér- kennilegt mannlíf, þar er aö finna hvor tveggja í senn nútíma þjóöfélag eins og við þekkjum þaö - og samfélagshætti löngu liðins tíma. Stórskemmtilegar ferðir sérstaklega fyrir fjölskyldur - starfshópa og félagasamtök. Spyrjið sölufólk okkar, umboðsmenn eða ferðaskrifstofurnar um nánari upplýsingar. Færeijjar Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og síoast en ekki síst hið vingjarnlega viðmót fólksins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis - þá er það í Færeyjum. fffSS^0 LOFTLEIÐIR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.