Morgunblaðið - 21.06.1977, Síða 5

Morgunblaðið - 21.06.1977, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1977 Hjálpræðishers- foringi til Noregs Iðnkynning á Húsavík og í Mývatnssveit: RÁÐSTEFNA um iðn þróun á Norðurlandi Á þessu sumri verða yfir- mannaskipti í Hjálpræðishern- um hér í Reykjavík. Hinn dug- mikli flokksforingi Daníel Óskarsson kafteinn hefur verið skipaður til starfa í Noregi og hélt hann þangað á sunnu- dagskvöldið ásamt fjölskyldu sinni. Við flokksstjórastarfinu hér tekur norskur maður og er hann væntanlegur í ágústmán- uði næstkomandi. Dregid í happ- drætti SVFÍ DREGIÐ hefur verið I happdrætti Slysavarnafélags tslands og hlutu eftirtalin númer vinning: 27612 Mazda 818 Station árgerð 1977. 41953 Nordmende litstjón- varp m/22 skjá. 31564 Nord- mende litsjónvarp m/22 skjá. 23706 Nordmende litsjónvarp m/22 skjá. Vinninga sé vitjað á skrifstofu SVFl á Grandagarði. Upplýsingar i sima 27123 (simsvari) utan venjulegs skrifstofutima. (Birt án ábyrgðar). Daniel Óskarsson, sem er Reykvlk- ingur, tók hermannavigslu I Hjálp- ræðishernum 14 ára gamall. en faðir hans, Óskar Jónsson, hefur um ára- tuga skeið verið meðal æðstu manna I Hernum og er nú orðinn brigadier. Danlel er nú 29 ára og hefur verið flokksstjóri I Reykjavík um þriggja ára skeið Hann varð stúdent frá MR árið 1968 en fór næsta ár til Lundúna á foringjaskóla Hjálpræðishersins. Að loknu námi þar fór hann til starfa I Noregi. Þar giftist hann Önnu konu sinni sem fædd er Cide og eiga þau tvö börn Er hann kom heim frá Noregi var hann sendur til ísafjarðar og varð flokksforingi og gistihússtjóri Hjálp- ræðishersins I nokkur ár, unz hann var gerður að flokksstjóra hér i Reykjavik. Þess má geta að bróðir Danlels. sem Óskar heitir oger flokksforingi á ísa- firði. fer einnig til starfa í Noregi i sumar í Noregi verður Daniel flokks- stjóri Hjálpræðishersins i bæjunum Notodden og Rjúkan á Þelamörk. Þeir sem vel þekkja til starfa Daniels sem flokksstjóra Hjálpræðishersins hér bera lof á hann fyrir störf hans I þágu Hersins og markmiða hans. Unz hinn nýi flokksforingi í Reykja- vik kemur til starfa frá Noregi. mun faðir Daniels brigadier Óskar Jónsson. gegna foringjastörfunum. Dantal Óskarsson 1 Austurstrœti í stuttu spjalli við Mbl. sagði Daniel skömmu áður en hann fór, að ( sam- bandi við starf Hjálpræðishersins hér í borginni væri það ánægjulegt að ung- um hermönnum hefði farið fjölgandi hin slðari ár. — Og ég bind miklar vonír við starf okkar I Breiðholtshverf- inu. og á ég þar við Laugardagsskól- ann fyrir börn I Hólabrekkuskóla. FJÓRÐUNGSSAMBAND Norðlend inga efnir til ráðstefnu um iðnþróun á Norðurlandi. I samráði við íslenzka iðnakynningu, á Húsavik dagana 24. og 25. júni nk. Ráðstefnan verður í þremur meginþáttur: 1) Um iðn- þróun á Norðurlandi; erindi Sigurður Guðmundsson áætlanaf ræðingur, Þórir Hilmarsson, bæjarstjóri og Jón lllugason oddviti. — 2) Um stöðu iðnþróunar; erindi Hjörtur Eirfksson, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS. Davið Sch. Thorsteinss.on, for- maður Félags fsl. iðnrekenda, og Sigurður Kristinsson. formaður Landssambands iðnaðarmanna. — 3) Um nýiðnað og orkubúskapinn; ræðir dr. Vilhjálmur Lúðvfksson efnafræðingur, Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri Byggðadeildar Framkvæmdastofnunar og Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri. Ráðstefnugestir starfa siðan i þrem- ur starfshópum, sem hver fjallar um einn af framangreindum meginþáttum í efnisvali ráðstefnunnar. Álit starfs- hópa verða síðan rædd á sameigin- legum fundum og afgreidd til iðn- þróunarnefndar Fjórðungssambands Norðlendinga, sem undirbýr tillögu- gerð fyrir næsta fjórðungsþing FSM sem haldið verður i Vamahlíð i Skaga firði siðar i sumar. Dr Vilhjálmur Lúðviksson, Gunnar Ragnars, Jón isberg. Sigurður Kristinsson og Davið Sch Torsteinson mæta i pallborðsumræðum, sem fara fram undir stjórn Péturs Sveinbjarnar- sonar i tengslum við ráðstefnuna fer fram matvælakynning (iðnkynning) á Húsa- vlk Framleiðslufyrirtæki á staðnum bjóða ráðstefnugestum upp á „hús- vlska matvælaframleiðslu'; Iðnaðar- ráðuneytið býður til kaffiboðs þar sem Þorvarður Alfonsson. aðstoðarmaður ráðherra, flyrur ávarp Þá skoða ráðstefnugestir einnig Iðn- kynningu i Mývatnssveit og fara i náttúruskoðunarferð þar Skoðuð verða ummerki náttúruhamfara undir leiðsögn jarðfræðings, skoðuð Kröflu- virkjun, kynnt starfsemi Kisiliðjunnar og lokum setzt að „mývetnskum kvöld- verði'' i Hótel Reynihlið á vegum Skútustaðahrepps. Kröfkuvirkjunar og Klsiliðju. Þá sitja ráðstefnugestir boð bæjarstjórnar Húsavíkur, þar sem Húsavikurkaupstaður verður kynntur sérstaklega. Þátttaka tilkynnist timanlega i Hótel Húsavik. Nauðsynlegt mun að panta gistingu með rúmum fyrirvara vegna fyrirsjáanlegra þrengsla. Giænland Ferö til Grænlands - þó stutt sé - er engu lík. í Grænlandi er stórkostleg náttúrufegurö og sér- kennilegt mannlíf, þar er aö finna hvor tveggja í senn nútíma þjóðfélag eins og viö þekkjum þaö - og samfélagshætti löngu liðins tíma. Færeyjar Þaö sem gerir Færeyjaferö aö ævintýri er hin mikla náttúrufegurö, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og síöast en ekki síst hiö vingjamlega viðmót fólksins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis - þá er þaö í Færeyjum. Stórskemmtilegar ferðir sérstaklega fyrir fjölskyldur - starfshópa og félagasamtök. Spyrjið sölufólk okkar, umboösmenn eöa feröaskrifstofurnar um nánari upplýsingar. FLUGFÉLAG ÍSLAJVDS LOFTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.