Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNÍ 1977 17 DR WERNHER von Braun, sem lézt í Banda- ríkjunum sl. fimmtudag 65 ára að aldri, var einna fremstur f flokki þeirra sem fást við eldflaugar og geimvísindi. Carter Bandarfkjaforseti lýsti von Braun sem manni djarfra drauma og sagði, að allt mannkyn nyti um ókomna tfma góðs af störfum hans. von Braun fæddist i Wirsitz f A-Prússlandi, sem nú er hluti af Póllandi, 23. marz 1912, son- ur prússnesks hefðarmanns, sem síðar varð landbúnaðarráð- herra í Weimarstjórninni. Von Braun sagði sjálfur að foreldr- ar hans hefðu komið fyrstu geimferðahugmyndinni inn i sig, er þau gáfu honum stjörnu- kíki í fermingargjöf í stað hins „Maður djarfra drauma" Wernher von Braun látinn hefðbundna armbandsúrs. Hann ákvað þá að gera geim- ferðir að sínu lífsmarkmiði og gerði sér grein fyrir, að hann yrði að verða mikill stærðfræð- ingur þótt honum hefði leiðzt það fag. Hann lauk prófi frá Tækniháskóla Berlínar 1932 og varði doktorsritgerð sina í eðlis- fræði frá Berlinarháskóla tveimur árum síðar. Hann hafði þá þegar helgað sig eldflaugasmiðum, sem var föður hans ekki mjög að skapi, hann hafði vonazt til að sonur- inn tæki við hefðbundnum skyldum prússnesks landeig- anda. Hann var aðeins 18 ára er hann byrjaði fyrstu eldflauga- tilraunir sínar ásamt nokkrum áhugasömun vinum sinum skammt fyrir utan Berlin. 1932 komu dag nokkurn í heimsókn til þessara ungu áhugamanna þrir áhrifamenn innan v-þýzka hersins og þegar þeir fóru höfðu þeir fengið samþykki Von Brauns og samstarfsmanna hans fyrir að þeir héldu til- raunum sinum áfram á vegum hersins og á kostnað hersins. Von Braun sagði siðar að hann gefði ekki hugsað neitt um hugsanlega misbeitingu eld- flauganna í striði, hann hefði aðeins haft áhuga á geimferð- um. 1942 var svo fyrstu V-2 eldflauginni skotið á loft, en hún átti eftir á valda miklu tjóni og skelfingu í Bretlandi. Von Braun var 1844 hneppt- ur í fangelsi i tvær vikur eftir að hann hafði neitað að verða við óskum Himmlers um að Gestapo fengi yfirráð yfir eld- flaugatilraununum og tilrauna- stöðinni í Peenemiide. Var von Braun ekki sleppt fyrr en Dorn- berger hershöfðingi hafði sann- fært Hitler um að V-2 áætlunin myndi hrynja án von Brauns. Snemma árs 1945 gerði von Braun sér grein fyrir á hjá hruni Þýzkalands yrði ekki komizt og hann ákvaö að gefa sig fram við bandaríska herinn ásamt 118 sérfræðingum sín- um. Fóru þeir allir með tölu til Bandaríkjanna eftir að banda- risku hershöfðingjarnir höfðu gert sér grein fyrir að þessi unglingahópur var í raun og veru heilinn bak við V-2 áætlunina. Næstu árum varði von Braun til tilrauna með nýjar gerðii' árásareldflauga, en hann missti aldrei sjónir á geimferðamark- miði sinu. 1952 spáði hann þvi að geimstöðvar yrðu komnar á braut umhverfis jörðu 1962—1965. 1954 lagði hann fyrir ráðamenn í Washington áætlun um að skjóta litlum gervihnetti á braut umhverfis jörðu, en þeir sögðu honum að hann skyldi ekki hugsa meira um geimferðir. Olli þetta hon- um miklum vonbrigðum, sem mögnuðust enn, er hann hafði fullkomnað Jupitereldflaugina í september 1956, en hún gat auðveldlega flutt gervihnött út í geiminn. Ef von Braun hefði fengiö að ráða hefði hann getað skotið gervihnetti upp einu ári á undan Sovétmönnum, sem skutu fyrsta Sputnikinum 4. október 1957. Þegar fregnir um Sputnik bárust skýrði von Braun bandarískum ráðamönn- um frá því að hann gæti skotið upp gervihnetti innan 60 daga og það gerði hann er hann loks fékk leyfi og Explorer var skot- ið á loft 13. janúar 1958. Það var sá gervihnöttur, sem gerði fyrstu vísindalegu stóruppgötv- unina, sem var Van Allen geislabeltið umhverfis jörðu. Von Braun var skipaður einn af yfirmönnum bandarísku geimferðastofnunarinnar er hún var sett á laggirnar 1958 og 1962 var honum og samstarfs- mönnum hans falið að smíða Saturnuseldflaugina fyrir Apollogeimferðaáætlunina. Sú eldflaug var 200 sinnum stærri en V-2 flaugin fræga. Allt i sambandi við Saturnusflaugina var stórkostlegt í sniðum. Elds- neytisdælurnar dældu 700 lest- um á mínútu til að knýja áfram flaugina, sem var rúmlega 120 metrar á hæð. Appolloáætlunin var fullkominn sigur fyrir von Braun og menn hans og 13 slik- ar flaugar fóru út í geiminn án minnsta óhapps og fluttu m.a. 9 áhafnir geimfara, og 6 þeirra lentu á tunglinu. 1972 sagði von Braun starfi sínu hjá NASA lausu er hann sá að stuðningur almennings og Bandarikjaþings við geimferða- áætlunina fór þverrandi. Hann starfaði siðustu árin hjá Fair- chikl Industries sem yfirmaður verkfræði- og þröunarmála. Hann var kvæniur og þriggja barna faðir. Jorge Montes skipt fyrir 11 þýzkafanga Bonn 20. júnf AP — Reuter. KOMMÚNISTALEIÐTOG- INN Jorge Montes frá Chile dvelst nú í A- Þýzkalandi, en þangað kom hann í gær í skiptum fyrir 11 þýzka pólitíska fanga. Montes, sem var einn helzti leiðtogi kommúnista í Chile hefur verið í fangelsi í 3 ár. Hann kom til Frank- furt í gær, þar sem honum var fengið Chilevegabréf og honum síðan flogið með þyrlu til a-þýzku landa- mæranna þar sem fanga- skiptin fóru fram. Tveir af þýzku föngunum, sem sleppt var, afplánuðu lífstíðar- fangelsi og höfðu setið inni i 20 ár. Hinir 9 afplánuðu 7—15 ára fangelsisdóma fyrir ýmis pólitisk afbrot að þvi er sendiráð Chile i Bonn skýrði frá. Egon Franke, ráðherra Bonn- stjórnarinnar i málum A- og V- Þýzkalands, staðfesti að þessi skipti hefðu farið fram, en sagði að nánari upplýsingar yrðu ekki gefnar af mannúðarástæðum og til að koma í veg fyrir að frekari samningum um slik skipti yrði stofnað i hættu. Heimildir i Bonn hermdu að v-þýzka stjórnin hefði verið reið Chilestjórn fyrir að gera mikið úr skiptunum, V- Þjóðverjar hefðu um árabil staðið fyrir fangaskiptum, en gert eins litið úr þeim opinberlega og unnt var. Sendiherra Chile i Bonn neit- aði að Chilestjórn hefði gert mik- ið úr málinu, hún hefði aðeins viljað að fólk vissi að Montes væri laus úr haldi og að hann væri síðasti fanginn, sem í haldi hefði verið skv. neyðarástandslögunum i Chile. Geimskutlan reyndist vel Edwards-flugherstoðinni, Kalifornfu 20. júní. GEIMSKUTLAN Enter- prise fór í fyrsta reynslu- flug sitt á sunnudag með tvo geimfara um borð og eru vísindamenn mjög ánægðir með árangurinn. _ Skutlan var föst ofan á Boeing 747 þotu, en geimfararnir tveir, Fred Haise og Gordon Fullerton, fóru í gegnum 54 mínútna reynsluæfingu með hemla og vængbörð skutlunnar. í næsta mánuði verður svo skutlunni sleppt i fyrsta sinn og geimfararn- ir látnir lenda henni. NVT 25araafmæli V^. niálninsarframleiðslii okkar * *¦¦- ' í VERKSMIÐJU OKKAR í DUGGUVOGI framleiðum við allar helstu tegundir málningar og fúavarnarefna, bæði fyrir skipastól landsmanna og byggingariðnaðinn. Gæði vörunnar byggjast á áratuga reynslu, rannsóknum óg gæðaeftirliti. Hempel's Vkretex Cuprinol málning og lökk plastmálning fuavarnarefni á tré og jám utan húss og innan ! M!|p m nmagk. "¦^aswBf* Málninga javíkhf iðjan Dugguvog 3 og 33414

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.