Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1977 Útgefandi Framkvæmdastjórí Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. sfmi 10100. ASalstræti 6, sfmi 22480 ÁskrHtargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Iðnþróun og atvinnuöryggi Morgunblaðið hefur undanfarið fjallað ítarlega um viðbótarframboð á íslenzkum vinnumarkaði, sem fyrirsjáanlegt er á næstu árum og áratugum; nauðsyn þess að mæta atvinnuþörf þess og tryggja þjóðinni sambærileg lífskjör og nágrannar hennar búa við. íslend- ingum hefur fjölgað um 100.000 einstaklinga frá því í byrjun siðari heimsstyrjaldarinnar og mannfjöldaspár gera ráð fyrir þjóðaraukningu um 86.000 manns fram til aldamóta, þannig að íbúar landsins verða þá rúmlega 300.000. Ástand fiskstofnanna, sem verið hafa burðarásinn í atvinnulífi og verðmætasköpun í landinu, er með þeim hætti, að halda verður veiðisókn innan hæfilegra marka til að þeir nái aftur eðlilegri stofnstærð og hámarksaf- rakstri í þjóðarbúið. Nýtingarmörk og tæknivæðing í landbúnaði og sjávarútvegi benda til, að þessar atvinnu- greinar taki aðeins við litlum hluta þess viðbótarvinnu- afls, sem þjóðinni bætist í fyrirsjáanlegri framtíð, þó þær verði áfram tvær af þremur meginstoðum íslenzks at- vinnu- og efnahagslífs. Það verður iðja og iðnaður, sem byggja á innlendum orkugjöfum, og innlendum og er- lendum hráefnum að viðbættum ýmsum þjónustuat- vinnugreinum, er axla verða bróðurpart atvinnusköpun- ar, er komandi þjóðaraukning gerir kröfur til, sem og þeirrar verðmætasköpunar í framleiðslu þjóðarinnar, sem bera verður uppi batnandi lífskjör hennar. Undanfarna mánuði hefur iðnkynning farið fram í ýmsum þéttbýliskjörnum landsins. Þessi iðnkynning þjónar tvíþættum tilgangi. í fyrsta lagi er hún gerð til að kynna landsmönnum þróun og vörugæði Islenzks iðnað- ar, sem verið hefur og er í mikilli framfarasókn, ekki sízt eftir aðild íslands að EFTA og harðnandi samkeppni heima og heiman. Þessi kynning styrkir markaðsstöðu íslenzkrar framleiðslu hérlendis og er sem slík bæði atvinnuskapandi og gjaldeyrissparandi. En hún býr ekki síður í haginn fyrir pað hlutverk, sem iðja og iðnaður verða að axla I íslenzkum þjóðarbúskap I náinni framtíð með nýjum atvinnutækifærum fyrir ört vaxandi þjóð. Sú iðnkynning, sem nú stendur yfir, gegnir því stærra og veigameira hlutverki en menn gera sér almennt grein fyrir. Hún er undanfari samátaks, sem þjóðin verður heilshugar að standa að, ef tryggja á atvinnuöryggi og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og sambærileg lífs- kjör hennar við nágrannaþjóðir á komandi áratugum. Hvert mannsbarn I landinu þarf því að leggja sitt lóð á vogarskál þeirrar iðnkynningar, sem nú er á dagskrá með þjóðinni. Fjórðungssamband Norðlendinga gengst fyrir ráð- stefnu um iðnþróun á Norðurlandi, sem háð verður á Húsavík dagana 24. og 25. júní nk. Ráðstef nan er haldið í samstarfi við íslenzka iðnkynningu og í samráði við iðnaðarráðuneytið og samtök iðnaðarins. Ráðstefnan er í þremur meginþáttum: um iðnþróun á Norðurlandi, um stöðu iðnþróunar og um nýiðnað og orkubúskap. Sam- hliða ráðstefnunni fer fram iðnkynning (matvælakynn- ing) á Húsavík og í Mývatnssveit. Ráðstefnan fer fram með þeim hætti að flutt verða yfirlitserindi um starfs- þætti hennar, pallborðsumræður fara fram og starfshóp- ar starf a, er skila niðurstöðum og ábendingum til iðnþró- unarnefndar fjórðungssambandsins. Nefndin mun síðan í samráði við framsögumenn undirbúa tillögugerð um málefni ráðstefnunnar til næsta þings fjórðungssam- bandsins. Umræður og framsöguerindi verða gefin út í fjölriti og send ráðstefnugestum. Þetta framtak Fjórð- ungssambands Norðlendinga er mjög til fyrirmyndar og nauðsynlegur hlekkur í iðnþróun f jórðungsins. Rétt þykir að vekja þjóðarathygli á þýðingu almennrar iðnkynningar í landinu; ekki sízt á hlutverki iðju og iðnaðar í atvinnuöryggi og lífskjaratryggingu vaxandi þjóðar í náinni framtið. Ráðstefna norðlenzkra sveitar- félaga um iðnþróun í fjórðungnum er góð vísbending um, hvern veg fylgja ber þessari iðnkynningu eftir. Það er fyllilega tímabært að leggja línur um iðnþróun i einstökum landshlutum eftir sjónarmiðum arðsemi og framtiðarhagsmuna þjóðarinnar. Atvinnuöryggi og sam- bærileg lífskjör við nágrannaþjóðir verða naumast tryggð á komandi áratugum nema með verulegu átaki í orkuöflun og iðnvæðingu þjóðarinnar. Góðir áheyrendur. I upphafi ræöu minnar vil ég, fyrir hönd alþjóðar, flytja forseta íslands, sem nú dvelst í nokkra daga á sjúkrahúsi, hátíðarkveðju og óskir um góðan bata. Um allt land, og víða þar sem Islendingar eru erlendis, koma menn saman 17. júni og minnast fósturjarðarinnar. Sá siður má ekki falla niður, á hverju sem gengur, meðan Islensk þjóð dreg- ur lífsandann. - Við minnumst Jóns Sigurðsson- ar, forseta, sem fæddist þennan dag fyrir 166 árum, fordæmis hans og frelsisbaráttu. Við minnumst stofnunar lýð- veldis á tslandi þennan dag fyrir 33 árum, og ítrekum þau heit, sem þá voru unnin, að vernda, allir íslendingar sameiginlega, lýð- veldið, sjálfstæði og frelsi þjóðar- innar. Sú skylda hvilir á sérhverj- um íslendingi, sem í heiminn er borinn, og er um leið helgur rétt- ur hans. Vegna afreka Jóns Sigurðsson- ar og annarra forvera okkar, hlýt- ur hver íslendingur frelsið í ' vöggugjöf. Dýrmætari gjöf er ekki til. En vandi fylgir vegsemd hverri, og þá ekki síst þeirri að búa við frelsi til orð og æðis. Sé litið yfir heimsbyggðina kemur I ljós, að fæstar þjóðir búa við frelsi. Þvi fögnum við þeim ríkjum, sem fylkt hafa sér undir merki lýð- ræðis undanfarin ár og itrekum um leið stuðning okkar við mann- réttindi öllum til handa og heitum að halda mannhelgi og manngildi í heiðri. Skylda Þjóðarinnar að tryggja öryggi sitt og sjálfstæði Vandamálin vaxa okkur oft í augum. Á þessum degi er okkur ekki síst hollt að hugleiða, hvaða vanda Jón Sigurósson og aðrir frelsisfrömuðir okkar áttu við að glíma. Sennilega f er þá svo, að við sjáum vanda okkar í nýju ljósi. Við islendingar höfum nú bæði óskoruð yfirráð fyrir landi okkar og auðævum hafsins allt I kring- um landið um 200 mílum eða mið- línum milli landa, og ráðum yfir atvinnutækjum til að nýta auðævi lands og sjávar. Ætli forverar okkar hefðu ekki talið hvern vanda auðleystan með slfkan bakhjarl? Ætli þeir teldu ekki niðja sína ættlera, ef þeir kynnu ekki fótum sínum forráð með slíkan bakhjarl? Auðvitað verðum við ávallt að sýna árvekni og standa vörð um yfirráð okkar yfir landi og land- helgi. í viðsjárverðum heimi er það fremsta skylda þjóðarinnar að tryggja öryggi sitt og sjálf- stæði. En meðan öryggið er tryggt, er það staðreynd, að við íslendingar eigum það eingöngu við sjálfa okkur að búa svo I Iandinu, að hér verði haldið uppi menningarlifi, er færi landsmönnum efnalega og andlega lífsfyllingu. Vissulega geta náttúruöfl, veðurfar og fiskgöngur haft áhrif á lífskjör, en ólíkt betur stöndum við að vígi að mæta slikum áhrif- um á dögum tæknialdar, en for- f eður okkar á sínum tíma. Við vitum að við eigum óleyst það vandamál að hlúa svo að og nýta gróður jarðar og fiskimiðin umhverfis landið, að ekki sé geng- ið á höfuðstólinn. Okkur ber að hyggja að fornum dyggðum Við eigum einnig margt ólært, hvernig nýta megi orkuna í iðrum jarðar og vatnsföllum landsins á hagkvæmasta hátt. Við hrósum okkur af stórhug i þessum ef num, og alls ekki að ástæðulausu, en við hljótum þó að spyrja hvort ekki hefði mátt ná sama eða betri árangri með minni tilkostnaði. Eftir að við Islendingar kom- umst úr f átækt til bjargálna, hef- ur stórhugur og bjartsýni aukist og styrkt okkur I sókninni til betri lífskjara. Hitt orkar tvímælis, hvort við höfum jafnframt ræktað með okkur sem skyldi eðlislæga Fánlnn mc ávallt blakta yflr fr jálsum í ingum f framfarahusi Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra flytur ræðu sína á Austurv< eiginleika forfeðra okkar, sparn- að og nýtni, varfærni og forsjálni. i heimi þar sem fólki f jölgar of ört, gæði eru takmörkuð og skort- ur og hungur ríkir vfða, ber okkur ekki slst að hyggja að þessum fornu dyggðum. Ekki er fyrir það að synja, að okkur hef ur siður skort kapp en forsjá. Við megum minnast þess, að betri er krókur en kelda. Það er tíska bæði hérlendis og erlendis, að magnið og hraðinn, öfgarnar og hið afbrigðilega sé fyrst og fremst eftirsóknarvert og skiptir máli. Fjölmiðlum hættir til að ala á þessum hugsunar- hætti, og þeir bera oft á tíðum sitt til að ýkja skoðanaágreining og deilur og torvelda þannig lausn þeirra, þegar við og raunar heim- urinn í heild þarf f ramar öðru á gagnkvæmum skilningi að halda, sáttfýsi og málamiðlun, ef vernda skal frióinn og koma á samkomu- lagi á milli mann. ... það er undir sjálfum okkur komið... Mörgum þótti islendingar fær- ast mikið i fang, þegar þeir fengu heimastjórn 1904, þá 80 þúsund talsins, fullveldi 1918, 92 þúsund að tölu, og stofnuðu lýðveldi 1944, 128 þúsund manns. Þá sögðu jafn- vel okkar bestu og bjartsýnustu menn að um tilraun væri að ræða. Þeirri tilraun er ekki lokið og það er ekki síst undir núlifandi kynslóð komið, hvort tilraunin heppnast. Auk utanaðkomandi hættu er það undir sjálfum okkur komið, hvort við getum lif að á því, sem við öflum, án þess að gerast öðr- um háðir, haldið uppi lögbundnu menningarsamfélagi og virt lýð- ræðislegar leikreglur í samskipt- um okkar á milli. Ágreiningur og hagsmuna- árekstrar eru eðlilegir þættir i lífi manna en aðalsmerki frjáls lýð- ræðisþjóðfélags er að leysa slikar deilur i friði en ekki með valdi. Að undanförnu hefur verið tek- ist á um skiptingu þjóðartekn- anna. Deilan um kaup og kjör hefur óneitanlega verið Iangdreg- in og sett svip á þjóðlifið. Nú virðist sem betur fer ástæða til að ætla, að samningar séu að nást. A hátíðisdegi verður enginn dómur felldur um væntanlega kjara- samninga en látin í ljós sú von, að vinnufriður haldist og hann verði nýttur allri þjóðinni til heilla. Nú ríður á, að framleiðslan verði aukin innan þeirra marka, sem auðlindir lands og sjávar leyfa, með þvi að kosta sem minnstu til og tileinka sér hinar fornu dyggðir, sparsemi og for- sjálni. Sömu f járhæð verður ekki varið til margs f senn Nú skiptir máli, að við gerum okkur grein fyrir, að sömu f jár- upphæð verður ekki varið til margs í senn. Því sem við ætlum til eigin nota á liðandi stund, verður ekki varið til framkvæmda eða opinberrar þjónustu, ef við viljum komast út úr vítahring verðbólgunnar og draga úr er- lendum lántökum, sem geta stofn- að f járhagslegu sjálfstæði okkar í hættu. 8j a< is U) á Þ< j;i I)! lí yt ai fl a< Þ; ui V( a< vi Vj F á ti Þ: ai bi l;i <i. rí fr sl t'i a( ft h Ræða Geirs Hallgrímsso forsætisráðherra 17. jún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.