Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. JUNI 1977 Meistarataktar hjá Val — en Víkingsvörnin víðfræga víðs fjarri VALSMENN sögðu eftir a8 þeir öfðu burstað Akurnesinga í fyrra að leikurinn hefði verið þeirra framlag til Listahátíðar. Og eftir leikinn vi8 Víking á 17. júní geta þeir með sanni sagt, að hann hafi verið þeirra framlag til Þjóðhátíðar I Reykjavík. Valsmenn sýndu nú í fyrsta skipti í sumar þann leik, sem færði þeim marga glæsta sigra og íslandsbikarinn í fyrra. Og Víkingarnir, sem höfðu verið ósigraðir 13 leiki f röð, voru teknir með trompi. Stórsigur Vals, 4:0. Það voru ekki liðnar nema f/órar mlnútur þegar Guðmundur Þorbjörns- son gaf Valsmönnum tóninn. Dýri Guð- mundsson gaf boltann inn t vitateig Vikings. Þar var Jóhannes Bárðarson fyrir og hugðist hreinsa frá en hann hitti boltann herfilega, boltinn skopp- aði til Guðmundar, sem þakkaði gott boð og skoraði örugglega með vinstri- fótarskoti rétt utan markteigs. Það tók nokkurn tíma fyrir Víkinga að jafna sig eftir þetta óvænta mark en á 10. minútu fengu þeir stórgott tæki- færi til að jafna. Dýri, sem var óvenju- lega óöruggur i fyrri hálfleiknum, gaf slæma sendingu aftur til Sigurðar i markinu. Theódór Magnússon útherji Vikings hafði betur í kapphlaupi við Sigurð um boltann og sendi hann fyrir markið. Þar kom Gunnar Örn á fullri ferð og skaut þrumuskoti að marki Vals. En viti menn, hann skaut beint á eina manninn, sem i markinu var, Albert Guðmundsson, og hættunni var bægt frá. Sannarlega mikilvægur liði sinu hann Albert. Á 25 minútu var Albert á ferðinni á hinum vallarhelmingnum. Valur fékk aukaspyrnu úti við hliðarlínu hægra megin og tók Albert spyrnuna. Hann sendi góða sendingu inn i vitateiginn þar sem Magnús Bergs henti sér fram og skallaði boltann i netið. Þetta var laus skalli en þrátt fyrir það náði Diðrik ekki að verja. Þeir Albert og Magnús voru ekki búnir að segja sitt siðasta orð i þessum leik. Á 33. minútu brunaði Albert upp hægra megin eftir góðan samleikskafla Valsmanna. Þegar hann var kominn aðeins inn fyrir vitateigslinuna sendi hann boltann aftur fyrir sig með hæln- um til Magnúsar Bergs, sem kom að- vifandi á fullri ferð. Magnús var ekkert að hika heldur skaut viðstöðulausu þrumuskoti að markinu. Boltinn fór i stöngina fjær og af henni i markið. Vafalaust eitt fallegasta mark sumars- ins. Ekki voru liðnar nema þrjár mintúur af seinni hálfleik þegar Valur hafði skorað sitt fjórða mark. Guðmundur lék upp vinstra megin, renndi siðan boltanum inn á Inga Björn. Ingi var hinn rólegasti. lagði boltann fyrir sig og skoraði með lausu skoti i hornið niðri af 1 5 metra færi. Þarna voru vörn Vikings og Diðrik markvörður illa á verði. Með þetta örugga forskot fór Vals- vélin i gang svo um munaði og það var oft unun að sjá knattspyrnuna, sem Valsmenn léku i seinni hálfleik. Boltinn gekk manna á milli en ekki urðu þó mörkin fleiri. Næst þvi að skora var Albert. en hann skaut yfir i dauðafæri. Það má segja Vikingunum til hróss, að þeir gáfust ekki upp þótt leikurinn væri þeim gjörtapaður strax i fyrri hálfleik. Þeir reyndu að byggja upp sóknarlotur og voru óheppnir að skora ekki 1 —2 mörk, t.d. var tvivegis bjargað á linu i s.h. skotum frá Theódór og Eiriki. Leikmenn Vals sýndu nú i fyrsta skipti i sumar þá snilldarknattspyrnu, sem þeir sýndu svo oft þegar þeir urðu meistarar i fyrra. Frábærir samleiks- kaflar, þar sem boltinn gekk manna á milli af öryggi og óvæntar sendingar inn i eyður, þar sem Vikingarnir áttu sizt von á knettinum. Þar voru fremstir i flokki Albert, Guðmundur Þorbjörns- son, Ingi Björn, Atli og Hörður i seinni hálfleik. Albert var geysilega drjúgur i þessum leik og Guðmundur Þorbjörns- son skapaði hvað eftir annað hættu við mark Vikings með leikni sinni. Þá má ekki gleyma Magnúsi Bergs, sem var öðrum drýgri við að vinna boltann úti á vellinum og jafnframt einn skæðasti sóknarmaður liðsins. i vörninni vakti Guðmundur Kjartansson sérstaka at- hygli, þar er augljóslega á ferðinni nýr varnarmaður i landslið okkar. Það er mesta furða hvað Vikingslið- ið hefur spjarað sig i sumar þegar höfð eru í huga sifelld meiðsli þriggja lykil- manna frá i fyrra, Róberts Arnarssonar, Óskars Tómassonar og Gunnlaugs Valur — Víkingur 4:0 Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Myndir: Friðþjóf ur Helgason Kristfinnssonar. Að tapa ekki 1 3 leikj- um i röð er vissulega gott afrek og ber vott um að liðið eigi á að skipa góðri vörn. En i þessum leik var vörnin óvenju slök og sömuleiðis Diðrik mark- vörður, sem verið hefur öruggasti markvörður 1. deildarinnar i sumar. Eirikur Þorsteinsson og Gunnar Örn Kristjánsson voru beztu menn Vikings i þessum leik. þeir gáfust ekki upp og reyndu að spila. Um leikinn sjálfan er það að segja að hann var ágætlega leikinn, sérstak- lega af hálfu Valsmanna óg góð skemmtun fyrir þá fjölmörgu áhrofend- ur, sem voru á vellinum. Og ekki spillti veðrið fyrir, það var eins og bezt verður á kosið. (STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur föstudaginn 17. júni, l'slandsmótið 1. deild, Val- ur—Vikingur4:0 (3:0). Mörk Vals: Guðmundur Þorbjörns- son á 4. minútu, Magnús Bergs á 25. og 33. minútu og Ingi Björn Alberts- son á 48. minútu. Áminningar: Diðrik Ólafssyni og Hannesi Lárussyni, Vikingi, sýnt gula spjaldið og þeir bókaðir. Áhorfendur: 1 534. Sigurður Haraldsson nær að bjarga naumlega í horn með þvf að slá knöttinn af tám Kristins Björnssonar. Dæmalaust lánleysi Framara FRAMARAR, sem lengst af hófðu undirtökin í laiknum vi8 KR á sunnudagskvöldið á Laugardalsvellinum, mittu sætta sig vio annaS stigiB — þvl MSin skoruSu sitt hvort markiS. Sennilega hafa Framarar ekki leikiB betur þa8 sem af er sumri en a8 þessu sinni, en dæmalaust lánleysi þeirra fyrir framan markiS gerði þa8 að verkum. a8 uppskeran var aðeins eitt mark. KR — ingar. sem berjast á botninum lögðu sig fram f leiknum og börSust eins og Ijðn allan tfmann og var það vel af sér vikið, a8 krækja t annað stigiS. Leikurinn var fremur skemmtilegur. baráttuleikur. þar sem leikmenn beggja liða gerðu sér Ijóst mikilvægi leiksins. eða réttara sagt stiganna. Fátt gerðist markvert í byrjun, eða fyrstu 20 min , þar sem liðin skiptust á að sækja. án þess að skapa sér tækifæri. En upp úr þvi fóru Framarar að sækja I sig veðrið og á 34 fékk Knstinn Jörundsson knöttinn frá Egg- ert, þar sem hann stóð einn I dauða- færi En af fljótfærni eða klaufaskap tókst honum að skjóta framhjá mark- inu En Kristinn bætti þetta upp á 40. min er hann skoraði fyrsta mark leiks- ins. Sumarliði lék upp vinstra megin og gaf vel fyrir markið. yfir slakan markvörð KR. Sverri Hafsteinsson sem gerði klaufalega tilraun til að grípa knöttinn, til Péturs Ormslev, sem skall- aði fyrir markið aftur til Kristins, sem stóð einn og óvaldaður nánast á mark- linu. Var nú lítið annað að gera en að pota knettinum I netið, sem og Kristinn gerði. Það var skemmtilega að þessu marki unnið. en markvörður KR átti auðveld- lega að gripa inni sendinguna. ef ekki frá Sumarliða, þá frá Pétri. KR átti sin tækifæri og a.m.k tvisvar þurfti Árni Stefánsson að taka á sinum stóra til að verja. í fyrra skiptið frá Erni Óskarssyni, en siðan frá Hálfdáni Ör- lygssyni, besta manni KR, en hann yfirgaf völlinn I hálfleik vegna meiðsla. SiSari hálfleikur Fram byrjaði siðari háifleik af krafti og áttu þeir Ásgeir og Gunnar góð skot. en hittu ekki markið. Á 54. min náði KR góðri sókn, þar sem Guðmundur Yngvason gaf vel út til Arnar Óskarssonar, sem aftur gaf til Vilhelms, en Árni varði meistaralega skot hans. Á 58 mín tókst Vilhelm betur upp, því þá náði hann að skora og jafna leikinn. Örn Óskarsson skaut af stuttu færi, en Árni varði og hélt ekki knettinum, þannig að Vilhelm náði að senda hann I netið og munaði minnstu að Árna tækist að bjarga. þar sem hann náði að snerta knöttinn Fleiri urðu mörkin ekki I þessum leik. en hins vegar sóttu Framarar án afláts og ekki vantaði tækifærin. Pétur Ormslev, skaut hörku skoti, en Stefán bjargaði á linu. — Sumarliði brenndi af í dauðafæri Þung sókn Fram endaði með þrem hörkuskotum, sem öll lentu t varnarmönnum KR Og á síðustu tveim mínútunum var Sumarliði of seinn að nýta sér góða sendingu frá Ágústi og siðan skallaði Ágúst yfir markið. er þá það helsta talið. sem skeði Liðin Ungu mennirnir, Pétur Ormslev og Rafn Rafnsson voru bestir hjá Fram í þessum leik, auk Árna Stefánssonar, sem sýndi góð tilþrif og Gunnars Guð- mundssonar. i heildina tekið lék liðið góðan leik, nema hvað þeim tókst illa að nýta sér marktækifærin. Tveir síðustu leikir liðsins benda á, að þeir séu að yfirvinna þá erfiðleika, sem þeir hafa átt við að striða og spá min er sú. að siðari umferðin verði mun gjöfulli á stig. en sú fyrri sem aðeins gaf 7 stig. Háfdán Örlygsson var bestur KR inga. en hans naut ekki við nema I fyrri hálfleik, en hann varð að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla. Ottó Guðmunds- son. Börkur Yngvason og Stefán Sigurðsson voru bestir varnarleik- manna. Örn Óskarsson tók spretti, en hvarf á milli. Hins vegar átti Vilhelm Fredriksen góðan leik og er þar vaxandi leikmaður á ferðinni. Mark- vörðurinn Sverrir Hafstemsson var mjög óöruggur, sérstaklega i úthlaup- unum Það var mikið lán að Framarar voru ekki á skotskónum að þessu sinni Magnús V. Pétursson dæmdi leikinn og gerði það með ágætum. í STUTTU MÁLI íslandsmót 1 deild — Laugardalsvöll- ur 19. júnt KR — FRAM 1 — 1 (0—1) Mörkin: Kristinn Jörundjson. Fram á 40. mln Vilhelm Fredriksen, KR á 58. mln Gult spjald: Pétur Ormslev. Fram Áhorfendur: 814 Magnús Bergs skorar sfðara mark sitt I SKAGAME NÚ ÞEGAR ÍslandsmðtiS I knattspymu er hi stiga forystu. 15 stig a8 loknum 9 umferSi og hann rennir enn frekari stoBum undir afburoa gðSur þjilfari. Honum hefur tekii Akumesinga þa8 bezta rétt eins og irin 197 Skaganum tvö ir I rö8. Á sunnudaginn lékij Vestmannaeyjingum og sigruou 3:0. Sigur en of stðr eftir gangi leiksins. Vestmannae vi8 heimamenn og þaS var ekki fyrr en Akumesinar fðru verulega i gang og i þe mörk pg gerSu út um leikinn. Knötturinn lá í netinu hjá Vestmann- eyingum eftir aðeins 15 mlnútur. Þá fengu Skagamenn hornspyrnu frá hægri, og var knettinum spyrnt vel fyrir markið Enginn náði til knattarins og hann skoppaði út fyrir vitateig vinstra megin Jón Gunnlaugsson náði loks knettinum og hugðist gefa fyrir markið en var gróflega hindraður og aukaspyrna dæmd Þórður Hallgrims- son og Ólafur Sigurvinsson stilltu sér upp I varnarvegg en Rafn Hjaltalin dómari vildi fá þálengra frá knettinum. Gaf hann Akurnesingum merki um að biða með að taka aukaspyrnuna og bjó sig undir að stiga rétta fjarlægð frá knettinum og að varnarveggnum. Árni Sveinsson hafði fyrirmæli Rafns að engu heldur hljóp að boltanum og vippaði honum að nærstönginni þar sem Kristinn Björnsson stóð og skall- aði boltann i netið. Vestmanneyingar voru alveg óviðbúnir þessu og undrun þeirra og fleiri vallargesta varð mikil þegar Rafn dómari benti á miðjuna Mark. Fram að markinu höfðu Akurnesing- ar verið sterkari aðilinn en Vestmann- eyingar sóttu smám saman i sig veðrið og Sk£ mó takí um spji ur mjc Raf i si °g frar sén Gui gót leik vari sko veri E i b' náð ban mai vel n.-'ilt urn, Ska syn Olarnirsl ogÍBKd. KÓPVÆGINGAR OG KEFLVÍK ust í 1. deildinni f Kópavogi á hvorum hálfleik. Voru Keflvíki: þeirra þar til Ólafi Friðrikssyni heimamenn þakka fyrir að ná ö( frískara og lék lengst af mun bet í fyrri hálfleiknum léku Kefl- Hre vikingar undan nokkrum vindi og sóttu þá mun meira. Mestan tima leiksins þvældist þó knötturinn milli manna á miðjunni og var lítil ógnun í leik liðanna. Það var Ólafur Júlíusson, sem skoraði mark ÍBK með lausu skoti af stuttu færi á 28. minútu fyrri hálfleiks eftir að Óskar Færseth hafði gefið fyrir markið. Frusu varnarmenn ÍBK þarna illilega á verðinum. Fór fyri seir fær þett sér S; gott grai ekk orði lék Það sama var einnig uppi á ten- ingnum er Óli þeirra Breiðabliks- manna jafnaði á 77. minútu. Eftir aukaspyrnu Þórs Hreiðarssonar rétt fyrir utan vítateig skaut T 1V1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.