Morgunblaðið - 21.06.1977, Page 39

Morgunblaðið - 21.06.1977, Page 39
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1977 21 Meistarataktar hjá Val en Víkingsvörnin víðs fjarri VALSMENN sögðu eftir að þeir öfðu burstað Akurnesinga I fyrra að leikurinn hefði verið þeirra framlag til Listahátiðar. Og eftir leikinn við Víking á 1 7. júní geta þeir með sanni sagt, að hann hafi verið þeirra framlag til Þjóðhátíðar í Reykjavík. Valsmenn sýndu nú I fyrsta skipti í sumar þann leik, sem færði þeim marga glæsta sigra og íslandsbikarinn í fyrra. Og Vikingarnir. sem höfðu verið ósigraðir 13 leiki F röð, voru teknir með trompi. Stórsigur Vals, 4:0. Það voru ekki liðnar nema fjórar mínútur þegar Guðmundur Þorbjörns- son gaf Valsmönnum tóninn. Dýri Guð- mundsson gaf boltann inn í vítateig Víkings. Þar var Jóhannes Bárðarson fyrir og hugðist hreinsa frá en hann hitti boltann herfilega, boltinn skopp- aði til Guðmundar, sem þakkaði gott boð og skoraði örugglega með vinstri- fótarskoti rétt utan markteigs. Það tók nokkurn tíma fyrir Víkinga að jafna sig eftir þetta óvænta mark en á 1 0. mínútu fengu þeir stórgott tæki- færi til að jafna. Dýri, sem var óvenju- lega óöruggur í fyrri hálfleiknum, gaf slæma sendingu aftur til Sigurðar í markinu. Theódór Magnússon útherji Víkings hafði betur í kapphlaupi við Sigurð um boltann og sendi hann fyrir markið. Þar kom Gunnar Örn á fullri ferð og skaut þrumuskoti að marki Vals. En viti menn, hann skaut beint á eina manninn, sem í markinu var, Albert Guðmundsson, og hættunni var bægt frá. Sannarlega mikilvægur liði sínu hann Albert. Á 25. mínútu var Albert á ferðinni á hinum vallarhelmingnum. Valur fékk aukaspyrnu úti við hliðarlínu hægra megin og tók Albert spyrnuna. Hann sendi góða sendingu inn í vítateiginn þar sem Magnús Bergs henti sér fram og skaliaði boltann í netið. Þetta var laus skalli en þrátt fyrir það náði Diðrik ekki að verja. Þeir Albert og Magnús voru ekki búnir að segja sitt síðasta orð í þessum leik. Á 33. mínútu brunaði Albert upp hægra megin eftir góðan samleikskafla Valsmanna. Þegar hann var kominn aðeins inn fyrir vítateigslínuna sendi hann boltann aftur fyrir sig með hæln- um til Magnúsar Bergs, sem kom að- vífandi á fullri ferð. Magnús var ekkert að hika heldur skaut viðstöðulausu þrumuskoti að markinu. Boltinn fór í stöngina fjær og af henni í markið. Vafalaust eitt fallegasta mark sumars- ins. Ekki voru liðnar nema þrjár míntúur af seinni hálfleik þegar Valur hafði skorað sitt fjórða mark. Guðmundur lék upp vinstra megin, renndi síðan boltanum inn á Inga Björn. Ingi var hinn rólegasti, lagði boltann fyrir sig og skoraði með lausu skoti í hornið niðri af 1 5 metra færi. Þarna voru vörn Víkings og Diðrik markvörður illa á verði. Með þetta örugga forskot fór Vals- vélin í gang svo um munaði og það var oft unun að sjá knattspyrnuna, sem Valsmenn léku í seinni hálfleik. Boltinn gekk manna á milli en ekki urðu þó mörkin fleiri. Næst því að skora var Albert, en hann skaut yfir í dauðafæri. Það má segja Víkingunum til hróss, að þeir gáfust ekki upp þótt leikurinn væri þeim gjörtapaður strax í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að byggja upp sóknarlotur og voru óheppnir að skora ekki 1 —2 mörk, t.d. var tvívegis bjargað á línu í s.h. skotum frá Theódór og Eiriki. Leikmenn Vals sýndu nú í fyrsta skipti í sumar þá snilldarknattspyrnu, sem þeir sýndu svo oft þegar þeir urðu meistarar í fyrra. Frábærir samleiks- kaflar, þar sem boltinn gekk manna á milli af öryggi og óvæntar sendingar inn í eyður, þar sem Víkingarnir áttu sízt von á knettinum. Þar voru fremstir í flokki Albert, Guðmundur Þorbjörns- son, Ingi Björn, Atli og Hörður í seinni hálfleik. Albert var geysilega drjúgur í þessum leik og Guðmundur Þorbjörns- son skapaði hvað eftir annað hættu við mark Víkings með leikni sinni. Þá má ekki gleyma Magnúsi Bergs, sem var öðrum drýgri við að vinna boltann úti á vellinum og jafnframt einn skæðasti sóknarmaður liðsins. i vörninni vakti Guðmundur Kjartansson sérstaka at- hygli, þar er augljóslega á ferðinni nýr varnarmaður í landslið okkar. Það er mesta furða hvað Víkingslið- ið hefur spjarað sig í sumar þegar höfð eru í huga sífelld meiðsli þriggja lykil- manna frá í fyrra, Róberts Arnarssonar, Óskars Tómassonar og Gunnlaugs Valur - Víkingur 4:0 Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Myndir: FriSþjófur Helgason Kristfinnssonar. Að tapa ekki 1 3 leikj- um í röð er vissulega gott afrek og ber vott um að liðið eigi á að skipa góðri vörn. En í þessum leik var vörnin óvenju slök og sömuleiðis Diðrik mark- vörður, sem verið hefur öruggasti markvörður 1. deildarinnar i sumar. Eiríkur Þorsteinsson og Gunnar Örn Kristjánsson voru beztu menn Vikings i þessum leik, þeir gáfust ekki upp og reyndu að spila. Um leikinn sjálfan er það að segja að hann var ágeetlega leikinn, sérstak- lega af hálfu Valsmanna óg góð skemmtun fyrir þá fjölmörgu áhrofend- ur, sem voru á vellinum. Og ekki spillti veðrið fyrir. það var eins og bezt verður á kosið. í STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur föstudaginn 17. júni, (slandsmótið 1. deild, Val- ur—Vikingur 4:0 (3:0). Mörk Vals: Guðmundur Þorbjörns- son á 4. minútu, Magnús Bergs á 25. og 33. minútu og Ingi Björn Alberts- son á 48. minútu. Áminningar: Diðrik Ólafssyni og Hannesi Lárussyni, Vikingi, sýnt gula spjaldið og þeir þókaðir. Áhorfendur: 1534. Sigurður Haraldsson nær að bjarga naumlega I horn með þvf að slá knöttinn af tám Kristins Björnssonar. Dæmaiaust lánleysi Framara FRAMARAR, sem lengst af höfðu undirtökin f leiknum við KR i sunnudagskvöldið i Laugardalsvellinum, mittu sœtta sig við annað stigið — því liBin skoruSu sitt hvort markiS. Sennilega hafa Framarar ekki leikiS betur þa8 sem af er sumri en a8 þessu sinni, en dasmalaust linleysi þeirra fyrir framan markiS ger8i þa8 a8 verkum, a8 uppskeran var aBeins eitt mark. KR-ingar. sem berjast i botninum Iög8u sig fram f leiknum og börSust eins og Ijón allan tfmann og var þa8 vel af sér vikiS, a8 krœkja f annað stigiS. Leíkurinn var fremur skemmtílegur, baráttuleikur, þar sem leikmenn beggja liða gerðu sér Ijóst mikilvægi leiksins, eða réttara sagt stiganna Fátt gerðist markvert i byrjun, eða fyrstu 20 min., þar sem liðin skiptust á að sækja, án þess að skapa sér tækifærí. En upp úr þvi fóru Framarar að sækja í sig veðrið og á 34 fékk Kristinn Jörundsson knöttinn frá Egg- ert, þar sem hann stóð einn i dauða- færi En af fljótfærni eða klaufaskap tókst honum að skjóta framhjá mark- inu En Kristinn bætti þetta upp á 40 min er hann skoraði fyrsta mark leiks- ins Sumarliði lék upp vinstra megin og gaf vel fyrir markið, yfir slakan markvörð KR, Sverri Hafsteinsson sem gerði klaufalega tilraun til að gripa knöttinn, til Péturs Ormslev, sem skall- aði fyrir markið aftur til Kristins, sem stóð einn og óvaldaður nánast á mark- linu. Var nú litið annað að gera en að pota knettinum I netið, sem og Kristinn gerði Það var skemmtilega að þessu marki unnið, en markvörður KR átti auðveld- lega að gripa inni sendinguna, ef ekki frá Sumarliða, þá frá Pétri. KR átti sin tækifæri og a m.k tvisvar þurfti Árni Stefánsson að taka á sinum stóra til að verja í fyrra skiptið frá Erni Óskarssýni, en siðan frá Hálfdáni Ör- lygssyni, besta manni KR, en hann yfirgaf völlinn í hálfleik vegna meiðsla. Siðari hálfleikur Fram byrjaði siðari hálfleik af krafti og áttu þeir Ásgeir og Gunnar góð skot, en hittu ekki markið Á 54 min náði KR góðri sókn, þar sem Guðmundur Yngvason gaf vel út til Arnar Óskarssonar, sem aftur gaf til Vilhelms, en Árni varði meistaralega skot hans. Á 58 mín tókst Vilhelm betur upp, því þá náði hann að skora og jafna leikinn. Örn Óskarsson skaut af stuttu færi, en Árni varði og hélt ekki knettinum, þannig að Vilhelm náði að senda hann i netið og munaði minnstu að Árna tækist að bjarga, þar sem hann náði að snerta knöttinn. Fleiri urðu mörkin ekki I þessum leik, en hins vegar sóttu Framarar án afláts og ekki vantaði tækifærin. Pétur Ormslev, skaut hörku skoti, en Stefán bjargaði á linu — Sumarliði brenndi af í dauðafæri Þung sókn Fram endaði með þrem hörkuskotum. sem öll lentu i varnarmönnum KR Og á siðustu tveim mínútunum var Sumarliði of seinn að nýta sér góða sendingu frá Ágústi og síðan skallaði Ágúst yfir markið, er þá það helsta talið, sem skeði Liðín Ungu mennirnir, Pétur Ormslev og Rafn Rafnsson voru bestir hjá Fram I þessum leik, auk Árna Stefánssonar, sem sýndi góð tilþrif og Gunnars Guð- mundssonar. í heildina tekið lék liðið góðan leik, nema hvað þeim tókst illa að nýta sér marktækifærin Tveir síðustu leikir liðsins benda á, að þeir séu að yfirvinna þá erfiðleika, sem þeir hafa átt við að striða og spá min er sú, að siðari umferðin verði mun gjöfulli á stig, en sú fyrri sem aðeins gaf 7 stig. Háfdán Örlygsson var bestur KR inga, en hans naut ekki við nema I fyrri hálfleik, en hann varð að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla Ottó Guðmunds- son, Börkur Yngvason og Stefán Sigurðsson voru bestir varnarleik- manna Örn Óskarsson tók spretti, en hvarf á milli Hins vegar átti Vilhelm Fredriksen góðan leik og er þar vaxandi leikmaður á ferðinni Mark- vörðurinn Sverrir Hafsteinsson var mjög óöruggur. sérstaklega i úthlaup- unum Það var mikið lán að Framarar voru ekki á skotskónum að þessu sinni Magnús V. Pétursson dæmdi leikinn og gerði það með ágætum. í STUTTU MÁLI íslandsmót 1 deild — Laugardalsvöll- ur 19 júní KR — FRAM 1 — 1 (0—1) Mörkin: Krístinn Jörundjson, Fram á 40. min. Vilhelm Fredriksen, KR á 58 min Gult spjald Pétur Ormslev, Fram Áhorfendur: 8 1 4 Magnús Bergs skorar sfðara mark sitt f leiknum gegn Vfkingum og Diðrik markvörður Víkinga á ekki möguleika ð að verja. SKAGAMENN VÖKNUÐU í LOKIN NÚ ÞEGAR íslandsmótiB I knattspymu er hílfnaS hafa Akumesingar tveggja stiga forystu. 15 stig a8 loknum 9 umferSum. Þetta er mjög góSur ðrangur og hann rennir enn frekari stoSum undir þá skoSun a8 George Kirby sé afburSs gó8ur þjálfari. Honum hefur tekizt að Ia8a fram hjá liSsmönnum Akurnesinga þa8 bezta rétt eins og árin 1974 og '75 þegar bikarinn hafnaSi á Skaganum tvö ár I rö8. Á sunnudaginn léku Akurnesingar á heimavelli gegn Vestmannaeyjingum og sigruSu 3:0. Sigur Skagamanna var verSskuldaSur en of stór eftir gangi leiksins. Vestmannaeyingar höfSu lengst af I fullu tré ví8 heimamenn og þa8 var ekki fyrr en siSustu 20 minútur leiksins a8 Akurnesinar fóru verulega i gang og á þessum minútum skoruSu þeir tvö mörk |jg gerSu út um leikinn. Knötturinn lá í netinu hjá Vestmann- eyingum eftir aðeins 1 5 mlnútur. Þá fengu Skagamenn hornspyrnu frá hægri, og var knettinum spyrnt vel fyrir markið Enginn náði til knattarins og hann skoppaði út fyrir vítateig vinstra megin. Jón Gunnlaugsson náði loks knettinum og hugðist gefa fyrir markið en var gróflega hindraður og aukaspyrna dæmd Þórður Hallgríms- son og Ólafur Sigurvinsson stilltu sér upp í varnarvegg en Rafn Hjaltalin dómari vildi fá þá lengra frá knettinum Gaf hann Akurnesingum merki um að biða með að taka aukaspyrnuna og bjó sig undir að stiga rétta fjarlægð frá knettinum og að varnarveggnum Árni Sveinsson hafði fyrirmæli Rafns að engu heldur hljóp að boltanum og vippaði honum að nærstönginni þar sem Kristinn Björnsson stóð og skall- aði boltann i netið Vestmanneyingar voru alveg óviðbúnir þessu og undrun þeirra og fleiri vallargesta varð mikil þegar Rafn dómari benti á miðjuna. Mark Fram að markinu höfðu Akurnesing- ar verið sterkari aðilinn en Vestmann- eyingar sóttu smám saman i sig veðrið og fóru að gera harða hrið að marki Skagamanna Börðust þeir af miklum móði og voru mjög harðir í horn að taka, svo harðir að ýmsum þótti nóg um Hefði Rafn vel mátt veifa gula spjaldinu i fyrri hálfleik t.d þegar Þórð- ur Hallgrímsson brá Kristni Björnssyni mjög gróflega úti við hliðarlinu. En Rafn kaus að geyma gulu spjöldin fram í seinni hálfleik Sigurlás Þorleifsson og Karl Sveinsson voru hættulegustu framherjar Eyjamanna i fyrri hálfleik, sérstaklega var Karl skæður og réð Guðjón bakvörður litt við hann Tvö góð tækifæri fengu Eyjamenn t hálf- leiknum, Sigurlás og Tómas, en Jón varði skot Sigurlásar mjög vel en gott skot Tómasar strauk stöngina utan- verða Eitthvert slen var yfir Akurnesingum i byrjun seinni hálfleiks. Tengiliðirnir náðu ekki tökum á miðjunni og lítil barátta var i framlinumönnunum Vest- manneyingarnir léku á þessu tfmabili vel saman úti á vellinum en þegar nálgaðist markið stöðvuðust sóknarlot- urnar á geysisterkum miðvörðum Skagaliðsins, þeim Jóni Gunnlaugs- syni og Jóhannesi Guðjónssyni Fyrstu 25 mlnútur hálfleiksins voru litið augnayndi en þegar 1 7 minútur voru til leiksloka færðist fjör i leikinn Dæmd var aukaspyrna á ÍBV rétt utan vitateigs eftir að brotið hafði verið á Karli Þórðarsyni. Jón Alfreðsson bjó sig undir að vippa boltanum inn i teiginn, en skyndilega tók Árni Sveinsson sig út úr hópnum og vippaði boltanum ! hornið nær Kom hann Sigurði Haraldssyni markverði I opna skjöldu og kom Sigurður engum vörnum við Tvær mínútur liðu og Akurnesingar hófu skyndisókn. Hún endaði með stórfallegu skoti Karls Þórðarsonar af vitateig og i markið þaut boltinn. 3:0 Eyjamenn voru brotnir og Skaga- menn hefðu getað bætt við 2—3 mörkum á lokaminútunum. T d átti Pétur Pétursson skalla yfir af stuttu færi og Kristinn Björnsson skaut yfir þegar hann komst einn inn fyrir vörn Eyjamanna. Tveir menn báru af i liði Akurnes- inga og voru reyndar langbeztu menn vallarins, Jón Gunnlaugsson og Karl Þórðarson Jón var sá klettur í vörn- inni, sem flestar sóknarlotur Eyja- manna strönduðu á og menn urðu jafnvel þeiÍTar óvæntu ánægju aðnjót- andi að sjá Jón bruna upp kantinn i seinni hálfleik og gefa boltann fyrir markið rétt eins og hann hefðí aldrei leikið annað en stöðu útherja í fram- linunni var Karl hreint óstöðvandi og ósja|dan fékk hann klapp frá áhorfend- um þegar hann hafði platað Eyjamenn- ina sundur og saman Og til að kóróna frammistöðuna skoraði hann fallegasta mark leiksins. Mjög góðan leik áttu IA-IBV 3:0 Texti og mynd: Sigtryggur Sigtryggsson, Tíu Þórsarar gerðu 2 mörk en töpuðu samt 1:2 gegn FH í MJÖG SVO furSulegum leik á Akureyri á laugardaginn tókst FH að sigra Þór með 2 mörkum gegn 1 f 1. deildinni i knattspyrnu. Úrslitin voru sanngjörn eftir gangi leiksins en ÞórsliðiS var þó klaufskt aS ná ekki örSu stiging eftir þvf hvernig leikurinn þróaSist. MeS þessum sigri sinum þoka FH-ingar sér af haattusvæSinu í 1. deildinni, en Þór er hins vegar mjög illa á vegi staddur er meS 5 stig eftir 9 leiki og vermir botnsætiS í 1 deildinni aS þessu sinni einn og yfirgefinn. einnig Jóhannes Guðjónsson og Jón markvörður Þorbjörnsson Það vantaði einhver brodd i framlin- una hjá Eyjamönnum i þessum leik. Þeir léku vel saman úti á vellinum og börðust vel lengst af en þá vantaði styrk til að brjóta niður vörn ÍA á miðjunni Maður hefur það á tilfinning- unni að Eyjamenn þurfi engu að kviða, þeir ættu örugglega að tryggja stöðu sina i deildinni í sumar Beztu menn liðsins I þessum leik voru Þórður Hall- grimsson, Óskar Valtýsson og Karl Sveinsson. Dómaranum Rafni Hjaltalin voru mislagðar hendur í þessum leik. Hann leyfði allt of mikla hörku og þegar hann loksins veifaði gulu spjöldunum var það of seint og á vítlausum augna- blikum. Er leitt að svona skyldi til takast þvi Rafn hefur sýnt það að hann er i fremstu röð islenzkra dómara þegar honum tekst vel upp í SUTTU MÁLI: Akranesvöllur sunnudaginn 1 9. júni íslandsmótið 1. deild. Akranes — Vestmannaeyjar 3:0 (1:0) Mörk ÍA: Kristinn Björnsson á 1 5 minútu, Árni Sveinsson á 73. mínútu og Karl Þórðarson á 75 mínútu Áminningar: Einari Friðþjófssyni, ÍBV, og Birni Lárussyni, ÍA sýnt gula spjaldið Áhorfendur: 1034 f upphafi þessa pistils sagði. að laikurinn á Akureyri á iaugardaginn hefði verið furðuiegur. ( fyrsta lagi var fyrsta mark leiksins kiaufalegt sjálfs- mark Akureyinga. i öðru lagi náði Þórs- liðið sér ekki á strik i leiknum fyrr en einum leikmanni liðsins hafði verið visað af velli, náði þá góðum sóknarlot- um og skoraði. í þriðja lagi var það siðan þjálfari FH, Þórir Jónsson, sem tryggði liði sinu sigurinn i leíknum með marki aðeins emni minútu fyrir leikslok. FH-ingum hafði gengið vel i leikj- unum áður en þeir mættu Þór á Akur- eyri og það var eins og ieikmenn liðsins mættu sem einhverjir yfirburða- menn til leiksíns á laugardaginn. Nú skyldu Akureyríngar fá að sjá hverig ætti að leika knattspyrnu. Baráttan var greinilega skilin eftir heima, en það er einmitt það, sem alls ekki má gegn liði eins og Þór. Þó svo að FH-liðið spilaði nettari og skemmtilegri bolta allan tím- ann, þá dugði það skammt gegn vínnsluhrossum Þórs. Nokkur færi átti FH þó i fyrri hálfleiknum. en Samúel varði eins og herformgi í þessum fyrsta leik sinum með Þór í nokkurn tima. FH lék undan allsterkri golu i fyrri hálfleiknum og eina skiptið, sem knött- urinn fór framhjá Samúel, var er Pétur Sigurðsson hugðist gefa á hann á 25. minútu leiksins. Tókst ekki betur til en svo að sending Péturs sveif yfir Samúel. sem hafði komið fremst i teiginn tíl að taka við knettinum. Náði Samúel aðeins að blaka við knettinum, en ekki nóg til að koma i veg fyrir mark. Markið skrifast þó engan veginn á Samúel heldur á Pétur Sigurðsson. sem eftir nokkurra ára fjarveru hóf að æfa með Þór í vor og gekk beint inn i liðið. Á 12. mínútu seinni hálfieiksins hitnaðí heldur betur i kolunum er þeim lenti saman Gunnari Bjarnasyni og Árna Gunnarssyni. Var FH-ingnum sýnd gula spjaldið, en Árna visað af leikvelli, enda hafði hann slegið Gunn- ar ruddalega undir bringspalirnar. Þó undarlegt kunni að virðast tóku Þórs- arar mikinn fjörkípp við þetta og á 1 5. minútunni tókst Sigþóri að skora fyrir Akureyrarliðið. Komst hann upp að endamörkum og virtist ætla að gefa knöttinn fyrir markið. Þá leiðina fór knötturinn þó ekki, heldur smaug hann milli stangarinnar og Þorvalds mark- varðar, sem reiknaði með fynrgjöf út í vitateiginn. Skiptust liðm á um að sækja það sem eftir var og mátti alls ekki á milli sjá i hvoru liðinu voru fleiri leikmenn. Það var ekki fyrr en á 89. minútu leiksins að næst var skorað og var þar að verki Þórir Jónsson, þjálfari FH- ínga. sem komið hafði inn á um miðjan seinni hálfleikinn. Andrés Kristjánsson bakvörður átti gott skot. sem Samúel gerði vel að verja. Ekki hélt hann þó knettinum, sem hörkk út í vitateiginn til Þóris. Sendi hann knöttinn i stöng Þórsmarksins og þaðan inn við mikil fagnaðarlæti FH-inga, en Þórsarar voru að sama skapi niðurbrotnir. Leikmönnum beggja liða voru mis- lagðar hendur i þessum leik. Þórsliðinu liggur svo mikið á að sparka yfirleitt að leikmenn þess mega ekki vera að þvi að spila. FH-ingar hins vegar töldu sig greinilega svo góða I þessum leik að þeir þyrftu ekkert fyrir sigrinum að hafa. Voru t.d. varnarmenn liðsins að eínleika með knöttinn jafnvel þó þeir væru öftustu menn á vellinum. Beztu menn liðanna voru Gunnar Bjarnason og Þórir Jónsson hjá FH. Ætlaði Þóhr sér þó einum of mikið er hann kom inn á, einlék um of, en dró þó vörn Þórs vel i sundur og skoraði markið dýrmæta. Af Þórsurum stóðu þeir sig bezt Sigþór Ómarsson. Samúel markvörður og Sævar Jónatansson. Þá stendur Gunnar Austfjörð alltaf fyrir sinu. í stuttu máli: fslandsmótið 1. deild. Akureyrar- völlur 1 8. júni. Þér—FH 1:2 (0:1) MÖrk FH: Sjálfsmark Péturs Sigurðssonar á 25. minútu og Þórir Jónsson á 89. mlnútu. Mark Þórs: Sigþór Ómarsson á 60. minútu. Gult spjald: Gunnar Bjarnason FH. Rautt spjald: Árni Gunnars- son Þór Áhorfendur: 1056. Olarnirskoruðu erUBK og ÍBK deildu stigunum KÓPVÆGINGAR OG KEFLVÍKINGAR deildu stigunum bróðurlega er liðin mætt- ust í 1. deildinni í Kópavogi á sunnudaginn. Skoruðu bæði lið eitt mark, sitt í hvorum hálfleik. Voru Keflvíkingar fyrri til að skora og allt útlit var fyrir sigur þeirra þar til Ólafi Friðrikssyni tókst að jafna metin á 77. mínútu leiksins. Máttu heimamenn þakka fyrir að ná öðru stiginu í þessum leik, þar sem lið ÍBK var mun frískara og lék lengst af mun betri knattspyrnu. I fyrri hálfleiknum léku Kefl- Hreiðar Breiðfjörð að marki ÍBK. vikingar undan nokkrum vindi og Fór knötturinn í varnarmann og sóttu þá mun meira. Mestan tima fyrir fætur Ólafs Friðrikssonar, sem skoraði örugglega af stuttu færi. Sóttu Blikarnir nokkuð eftir þetta mark, en tókst ekki að skapa sér veruleg marktækifæri. leiksins þvældist þó knötturinn milli manna á miðjunni og var lítil ógnun í leik liðanna. Það var Ólafur Júliusson, sem skoraði mark ÍBK með lausu skoti af stuttu færi á 28. mínútu fyrri hálfleiks eftir að Óskar Færseth hafði gefið fyrir markið. Frusu varnarmenn ÍBK þarna illilega á verðinum. Það sama var einnig uppi á ten- ingnum er Óli þeirra Breiðabliks- manna jafnaði á 77. minútu. Eftir aukaspyrnu Þórs Hreiðarssonar rétt fyrir utan vitateig skaut Sagt var um lið IBK að það væri gott malarlið, en þegar kæmi á grasið myndi barátta strákanna ekki duga langt. Annað hefur þó orðið uppi á tengingnum og liðið lék oft skínandi vel saman í leikn- TEXTI: Ágúst I. Jðnsson MYND: Friðþjófur Helgason. um á laugardaginn. Beztu menn liðsins voru þeir Óska Færseth og Sigurður Björgvinsson, en Gisli Torfason stendur alltaf fyrir sínu þó hann ætti ekki neinn toppleik að þessu sinni. Af Blikunum bar mest á Vald- imar Valdimarssyni og Bjarna Bjarnasyni, em meðalmennskan var þó mestu ráðandi i leik liðsins að þessu sinni. Á varamanna- bekknum hjá ÍBK sátu þeir Gisli Sigurðsson og Heiðrfr Breiðfjörð, tveir af burðarásunum í leik liðs- ins. UBK—ÍBK 1:1 (0:1) Ahorfendur: 658. Olafur Friðriksson jafnar fyrir Blikana f leiknum gegn (BK á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.