Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNI 1977 31 Jens Runólfsson — Minningarorð F. 27. okt 1895. D. 9. mal 1977 Miðvikudaginn 18. mai s.l. var til moldar borinn í Hafnarfirði Jens Runólfsson, fyrrum umsjón- armaður Barnaskóla Hafnarfjarð- ar (nú Lækjarskóla), en andlát hans hafði borið brátt 'að rúmri viku áður, 9. mai. Jens fæddist á Teigagerðis- klöpp i Reyðarfirði, Suður- Múlasýslu, 27. okt. 1895. Foreldr- ar hans voru Runólfur Jónsson af Maríubakkaætt í Fljótshverfi og Jónina Einarsdóttir frá Fjallseli í Fellum á Fljótsdalshéraði. Bernskuárin (frá 4 ára aldri) ólst Jens upp hjá séra Magnúsi Bjarnasyni, prófasti á Prestbakka á Siðu, allt til fermingaraldurs. Vandist hann fljótt, eins og al- gengt um var um drengi i sveit á þeim timum, allri sveitavinnu. Nokkru eftir fermingu fluttist Jens með móður sinni til Seyðis- fjarðar. Átti hann þar heima um árabil og stundaði þá sjómennsku og verkamannavinnu jöfnum höndum. Þótti hann þá og ávallt síðan góður liðsmaður að hverju sem hann gekk. Jens átti þvi láni að fagna að eiga sér góðan lifsförunaut. Árið 1924, 2. nóvember, gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Björgu Einarsdóttur Borgfjörðs bókbindara á Merki í Fáskrúðs- firði, Sigurðssonar. Var Sigurður Vestfirðingur að ætt, m.a. kominn af Rauðamýrarætt í Isafjarðar- djúpi. Kona Einars Borgfjörðs og móðir Bjargar var Vilhelmína Árnadóttir á Merki, Árnasonar, austfirzk að ætt. Vilhelmína dó i Hafnarfirði hjá Arnfriði döttur sinni (konu Valdimars Long kaupmanns). Arnfriður var, eins og Björg systir hennar, mikil vildiskona. Árið 1931 fluttust þau Björg og Jens til Hafnarfjarðar ásamt 4 börnum sinum, en eitt höfðu þau misst, er það var í bráðri bernsku. Fimm árum eftir komuna til Hafnarfjarðar, árið 1936, lét Jens af sjómennsku og réðst sem um- sjónarmaður við Barnaskóla Hafnarfjarðar. Þegar hann tók við umsjónarstarfi þessu, hafði hann svo til óslitið frá 1915 stund- að sjómennsku á ýmsum fiski- skipum, m.a. á Hafnarfjarðartog- aranum „Mai“, sem hinn kunni skipstjóri og aflamaður, Benedikt Ögmundson, stýrði þá. Var Jens samtals 5 vertiðir á „Maí“ og var þær vertíðir veitt i salt, en fiskað- gerð á togara, sem veiddi í salt, var af sjómönnum, sem til þekktu, talin erfiðari og vanda- samari en önnur sjóvinna. Eftir að Jens var kominn í land gafst honum betra tóm til að sinna hugðarefnum sinum. Hag verkafólks bar hann mjög fyrir brjósti og lét málefni þess til sín taka. Hann var jafnaðarmaður, demókrat, á norræna vísu og hafði ímugust á öfgum hvort sem þær lágu til hægri eða vinstri, en áður fyrr höfðu þessi „hægri" og „vinstri" orð hreinni og skarpari merkingu i vitund tslendinga en nú i dag. Alþýðuflokkurinn átti góðan hauk í horni þar sem Jens var. Þjóðmál af hvaða tagi sem var voru honum alvörumál. Gæf- lyndi hans og meðfædd trú- mennska voru svo sterkir þættir í eðlisfari hans að sárasjaldan lenti hann í pólitisku karpi. Hann var fráhverfur allri þrætu, en þó hafði hann það ríkt geð að hann gat brugðist hart við og orðið skjótur til andsvara, ef honum fannst ómaklega á flokk sinn hall- að og á þá menn, sem þar voru i forsvari. Jens átti sæti i stjórn verka- mannafélagsins í 12 ár samtals, fyrst sem varaformaður 1935 og síðan árið 1943 til 1953 að bááum árum meðtöldum, varaformaður 2 siðustu árin en hin gjaldkeri eða fjármálaritari. Um skeið var hann fulltrúi Hlífar á Álþýðusameands- þingi og átti þá sæti i fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði og var formaður þess 1950—52. — I minningargrein í Alþýðublað- inu nýlega segir greinarhöfund- ur, Ólafur Þ. Kristjánsson, þetta ma. um þessi félagsmálastörf Jens Runólfssonar: „Þótti.hann þar traustur maður og tillögugóð- ur i hvivetna." Þeir, sem þekktu Jens, hvar i flokki sem þeir standa, vita að þetta eru sann- mæli, því að væri honum falið að leysa verk af hendi, lagði hann við það rækt og vann það af alúð og samvizkusfemi. Jens Runólfsson var umsjónar- maður Barnaskóla Hafnarfjarðar um 30 ára skeið. Umsjónarstarf við stóran skóla og fjölmennan er erilsamt og veitir fáar næðis- stundir. Lengi framan af umsjón- armannstíð Jens, var skólinn kyntur með kolum. Þurfti hann þá að vera uppi fyrir allar aldir og ganga seint til náða til þess að halda húsinu hlýju og notalegu. Átti enginn við skólann á þessum árum lengri vinnudag en umsjón- armaðurinn. — Þótt ný tækni kæmi til sögunnar og þægindi yk- ust við það að olíukynt miðstöð leysti kol'akyndingu af hólmi, hélt Jens samt þeim hætti sinum að vera fyrstur manna í skólann að morgni og ganga seinastur frá honum að kvöldi. Hann var með afbrigðum samvizkusamur starfs- maður. Eftirlit hans með skólan- um og umsjón var með þeim hætti að ekki varð að fundið og þótt hann gerði sömu köfu til annara um samvizkusemi í störfum og sjálfs sfn, fannst hreingerning- arkonum skólans, en þær voru að jafnaði 8—10 talsins, gott að vinna undir hans stjórn Eiginkona Jens Runólfssonar, Björg Einarsdóttir, var manni sin- um mikill styrkur, stóð dyggilega við hlið hans og sló hvergi slöku við. Og þegar syrti i álinn, einkum hin siðari ár, þegar maður hennar varð fyrir þungum veikindaáföll- um, hopaði hún hvergi fyrir erfið- leikunum og reyndist honum mik- il stoð og stytta, þótt sjálf gengi hún sjaldnast heil til skógar. Þar er ómegð þeirra hjóna var mikil og fyrir mörgum munnum að sjá þurftu bæði að leggja hart að sér til þess að sjá heimilinu farborða. Björg starfaði með manni sinum í skólanum og vann þar að hrein- gerningum um langt árabil. Var hún oft hin síðari ár sárlasin í vinnunni, en dró ekki af sér og kvartaði ekki. Þrátt fyrir þetta tókst henni að búa manni sínum og börnum fagurt og notalegt heimili, sem vinum og vanda- mönnum þótti gott heim að sækja. Þegar Jens féll frá höfðu þau hjón búið saman og deilt sköpum 1 meira en hálfa öld, oft.við erfið og kröpp kjör. En sæl og glöð máttu þau samt líta yfir farinn veg, þegar þau höfðu komið upp stórum og myndarlegum barna- hópi. Börn þeirra hjóna sjö, sem upp komust eru þessi: Guðný, gift Tomas Brennan, býr í Pennsylvaniu, á 2 börn og kjörbarn, Helga, gift Öskari Hall- dórssyni (forstjóra Dúnu), búa i Garðabæ, eiga 6 börn, Rafn Ing- ólfur, verkfræðingur í Reykjavik, kvæntur Lúísu Bjarnadóttur, eiga 2 börn, Einar Vilhelm, vélvirki á Höfn í Hornafiröi, kvæntur Eddu Einarsdóttur Hjaltested, eiga 8 börn, Sigurður, vélstjóri í Reykja- vík, ókvæntur og barnlaus, Guð- björn Níels, bifreiðarstjóri í Reykjavik, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur, eiga 4 börn, Valfríður, húsfrú í Virginíu i Bandarikjun- um, á 3 börn af fyrra hjónabandi, missti mann sinn, Róbert Gremisey, sem dó mánuði á und- an J ens tengdaföður sinum. J^ns Runólfsson var hlýr maður í viðmóti en samt þéttur í lund. Gat verið snöggur upp á lagið, ef því var að skipta, en skjótur til sátta. Hann var ekki allra, en trölltryggur, þar sem hann tók því. Þeir, sem einu sinni i eignuð- ust hann að vini, áttu vináttu hans heila og óskipta æ siðan. Hann var þvi óvenju vinfastur maður og heillyndur. Þetta fundu vinir hans glöggt og báru til hans verðskuldað traust. Og þannig var hann í öllum störfum sínum trúr og traustur. — Með slikum manni sem Jens var gott að hafa átt samleió um stund á stuttri veg- ferð þessa jarðlífs. Þorgeir Ibsen. t Eiginmaður minn, JÓHANN BRAGI EYJÓLFSSON Rauðalæk 51, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda. Guðlaug Marteinsdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, HARALDURJÓHANNSSON Stangarholti 28, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. júnf kl. 1 0.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. Böm og tengdaböm. S. Melgason hf. STEINIÖJA ílnholtl 4 Slmar H47J og 14254 t SÉRA JAKOB EINARSSON fyrrverandi prófastur, Hofi Vopnafirði, andaðist hinn 1 6 júnf að elliheiniilinu Grund Vigfús Jakobsson, Inga og Allan Black, Kristin Black, Thomas Black. t Faðir okkar tengdafaðir, afi og langafi HJÖRTUR BJARNASON fri Akranesi lézt fimmtudaginn 1 6. júni að Hrafnistu. Jarðarförin fer fram fimmtu- daginn 23. júní kl. 1 3.30 frá Fossvogskirkju. Böm, barnaböm og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR PÁLSSON Álftamýri 58 lést af slysförum 1 8 þ m Matthildur Haraldsdóttir Einar Örn Einarsson Margrét Heidi Einarsdóttir Grube Stefán Einarsson Sigrún Einarsdóttir t Faðir okkar. tengdafaðir, afi og langafi DANÍEL ELLERT PÉTURSSON frá HlfS I ÁlftafirBi. sem andaðist að Hrafnistu 14. júnf. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 22. júnl kl. 1 30 Börn, tengdaböm. barnabörn og barnabarnaböm. t Eiginkona mln, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIOUR GUÐRÚN HJALTALÍN GUNNARSDÓTTIR, Hagamel 32 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudag 22 júnl kl 10.30 Tryggvi GuBmannsson, Hilmar Jónsson, Ásdis Þorsteinsdóttir, Gunnar Jónsson, FrfBa Ólafsdóttir, Ragnar Þór Jónsson, og barnaböm. t Eiginmaður minn KJARTANJÓHANNSSON. Túngötu 5. Sandgerði, lést að heimili slnu 1 9. júnl. Fyrir hönd móður og barna okkar Nfna Sveinsdóttir. t Eiginmaður minn ODDUR ÓLAFSSON. Hraunteig 3. andaðist fimmtudaginn 16 þ.m. Guðný Oddsdóttir. t Móðir mln, ÞÓRLAUG GUNNLAUGSDÓTTIR Gaukshólum 2. áður Aðalstræti 14. Akureyri. andaðist á heimili slnu fimmtudaginn 1 6 júnl. Fyrir hönd, barna, tengdabarna og barnabarna, Erla Hjálmarsdóttir. t Maðurinn minn, SVEINN SV. BJÖRNSSON. tannlæknir, andaðist á sjúkrahúsi 1 9. júnl. Útförin verður gerð föstudaginn 24 júnl. Maj Lis Bjömsson. Pinjehöj 21 2960. Rungsted Kyst. Denmörku. t Eiginmaður minn og faðir okkar STEINGRÍMUR MAGNÚSSON, Bólstaðarhlfð 26, andaðist 1 7. júnl. Ingunn Sveinsdóttir og dætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.