Morgunblaðið - 21.06.1977, Page 34

Morgunblaðið - 21.06.1977, Page 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNI 1977 AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR í MIKLUM SÉRFLOKKI AUSTUR-Þjódverjar höfðu mikla yfirburði i fjögurra ianda keppni I frjálsum íþróttum f Halle um sfðustu helgi. Sigruðu A-Þjóðverjar f 18 greinum af 20 og segir það eitt sína sögu um « yfirburði Þjóðverjanna og styrkleika þeirra. Þá voru einnig mikil frjálsfþróttamót f Austur-Berlín og Varsjá f Póllandi um helgina og urðu helztu úrslit á þessum mótum, sem hér segir: HALLE: 800 metrar karla — J. Straub, A-Þýzkal. 1:47.1 Sleggjukast — Reissmueller, A-Þýzkalandi 200 m karla — Kuebeck, A-Þýzkal. 21.00 110 m grindahlaup — Munkelt, A-Þýzkal. 13.81 4 x 400 m boðhlaup — A-Þýzkaland 3:06.6 5000 m hlaup — Kuschmann, A-Þýzkalandi 14:01.3 Kúluvarp — Beyer, A-Þýzkalandi 20.71 Langstökk — Wartenberg, A-Þýzkalandi 7.55 Stangarstökk — Weber, A-Þýzkalandi 5.20 Spjótkast — Hanisch, A-Þýzkalandi 83.52 AUSTUR-BERLlN: 10.000 m — Paer Wallin, Svfþjóð 29.03.6 Hástökk — Beilschmidt, A-Þýzkalandi 2.27 Þrfstökk —Haberland, A-Þýzkalandi 16.20 Stangarstökk — Tully, Bandaríkjunum 5.45 400 m karla — Juantorena, Kúbu 44.9 400 m grindahlaup — Beck, A-Þýzkalandi 49.07 100 m hlaup — Ray, A-Þýzkalandi 10.35 1500 m —Justus, A-Þýzkalandi 3:41.6 3000 m hindrun — Glans. Svf.jóð 8:16.3 4x 100 m boóhlaup — A-Þýzkaland 39.46 Kringlukast — Schmidt, A-Þýzkalandi 65.80 VARSJA: 400 m grindahlaup — Andrews, Bandaríkjunum 50.22 1500 m hlaup karla — Mike Boit, Kenya 3:37.6 Kúluvarp — A1 Feuerbach, Bandaríkjunum 20.49 SOOmkarla — Juantorena, Kúbu 1:43.7 200 m hlaup kvenna — Irena Szevinska, Póllandi 22.85 5000 m hlaup karla — Kowol, Póllandi 13.35.5 100 m hlaup kvenna — Chivas, Kúbu 11.40 100 m hlaup karla — Leonard, Kúbu 10.20 110 m grindahlaup — Janpusty, Póllandi 13.71 400 m hlaup karla — Juanrorena, Kúbu 45.73 Sleggjukast — Pleghaus, V-Þýzkalandi 70.68 m Brassarnir að sækja sig BRASILlUMENN unnu Pólverja 3:1 f vináttulandsleik f knatt- spyrnu f Sao Paulo á sunnudaginn. Isidoro, Reinaldo og Rivelino skoruðu fyrir Brasilfumenn, en Boniek fyrir Pólverja. 90 þúsund áhorfendur fylgdust með þessum „upphitunarieik“ fyrir Hm I Argentfnu 1978. Skotar gerðu jafntefii 1:1, gegn Argentfnumönnum um helg- ina. Don Masson skoraði mark Skota úr vftaspyrnu eftir að Dalgiish var felldur innan teigs. Pasarelia jafnaði sfðan úr annarri vftaspyrnu. Willie Johnstone og Pernia var vikið af vellf f leiknum. Óvæntursigur Laffiteí Grand Prix Svíþjóðar JACQUES Laffite frá Frakklandi sigraði f Anderstrop Grand Prix kappaksturskeppninni f Svfþjóð á sunnudaginn. t öðru sæti varð V-Þjóðverjinn Jochen Mass, Carlos Reutemann þriðji, Patrick Depailler fjórði, John Watson fimmti og sjötti varð Mario Andretti, sem hafði pólstöðu f keppninni. Staðan f heimsmeistarakeppninni er nú þannig að flest stig hefur Jody Schecter frá S-Afrfku, 32, en Niki Lauda er annar með 31 stig. Þriðji er Carlos Reutemann með 27 stig, Mario Andretti hefur 23 stig og f fimmta sæti er Jochen Mass frá V-Þýzkalandi, 14 stig. Greensigraðií Bandaríkjunum HUBERT GREEN varð sigurvegari f opna bandarfska meist- aramótinu f golfi, sem lauk f fyrrinótt. Lék Green á 278 böggum, eða 2 undir pari, á hinum 7 þúsund metra langa velli f Tulsa f Oklahoma. Hafði Green forystu lengst af keppninni og allan tfmann virtist sigurinn biasa við honum eða þar tii hann ienti f erfiðrf sandgryfju á 72. og sfðustu holunni f keppninni. Honum urðu þó ekki á nein mistök með uppáskotið og kom inn á einu höggi betra skoti en Lou Graham, sem lék sérlega vel tvo seinni daga keppninnar. Var þetta fyrsti sigur Greens f meiri háttar golfmóti og nokkuð óvæntur sigur. Green og Graham voru f nokkrum sérfiokki á 278 og 279 höggum, en f þriðja sæti varð Tom Weiskopf á 281 höggi, Tom Purtzer lék á 282, Garry Jakobsen og Jay Haas á 283, Tom Watson, Lyn Lott og Terry Diehl léku á 284, Garry Player, Jack Nicklaus, Rod Funseth, Mike McCuilogH og Al Geiberger léku á 285 höggum. Örn Öskarsson mátti sfn Iftils gegn sfnum fyrri félögum f liði ÍBV og þó örn sé ákveðinn á svip á þessari mynd, þá eru þeir Þórður Hallgrfmsson og Friðfinnur Finnbogason ekki á þvf að gefa sinn hlut. I ■■ KR ATTI LITLA MOGULEIKA GEGN FRÍSKUM EYJAMÖNNUM VESTMANNAEYINGAR léku sinn annan leik ð aðeinsfjórum dögum er þeir mættu KR f Eyjum i fimmtudagskvöld- i8 og eftir þessa leiki hefur ÍBV heldur betur lagaö stöSu sfna f I. deildinni. Fjögur stig á fjórum dögum er bara harla gott. fyrst 2—1 sigur yfir Þór á mánudagskvöldiS og sfSan fylgdi á eftir 2—0 sigur yfir KR á fimmtudagskvöldiB. KR-ingar hafa hins vegar fariö öfugt a8 og hafa ekkert stig fengið I leikjum sfnum tveimur á fjórum dögum og er staBa liBsins heldur dapurleg þessa stundina. Grasvöllurinn i Eyjum var mjög blautur og þungur undir fótum knatt- spyrnumanna ÍBV og KR á fimmtu- dagskvöldið og slikar aðstæður kalla oft á tiðum fram mikil og óvænt tæki- færi og svo var i þessum leik Eyja- menn voru mun sterkari i leiknum og sigur þeirra of litill ef nokkuð var eftir gangi leiksins og tækifærum KR átti aldrei möguleika gegn friskum og leiknum Eyjamönnum Þó hefði KR átt skilið að skora i leiknum mark. sann- gjörn úrslit hefðu verið 4—1 fyrir ÍBV ÍBV fékk sannkallað óskastarf í leikn- um þvi liðið skoraði mark strax á 2. min leiksins. Karl Sveinsson lék skemmtilega I gegnum vörn KR hægra megin og gaf siðan boltann vel fyrir markið til Tómasar Pálssonar sem var einn og óvaldaður og Tómas skoraði rólegur og yfirvegaður, 1 —0 fyrir ÍBV Það leið svo ekki á löngu uns ÍBV skorar aftur. Það var á 15. mln. sem harðjaxlinn Óskar Valtýsson braust I gegn með tvo varnarmenn KR á hæl- unum og Óskar skaut föstu skoti að markinu sem Halldór Pálsson gerði vel að verja en án þess að halda boltanum sem hrökk út í teiginn þar sem Sigur- lás Þorieifsson var staðsettur og skor- aði með viðstöðulausu skoti, 2—0 Fleiri mörk voru ekki skoruð í leikn- um en nóg var um hættuleg tækifæri Eyjamenn voru mun meira i sókn allan leikinn og þeir áttu að minnsta kosti þrjú tækifæri á móti hverju einu hjá KR. Yrði hér of langt mál að telja upp öll marktækifærin í leiknum en geta má þess að Halldór varði frábærlega vel hörkuskoti frá Óskari Valtýssyni, Texti: Hermann K. Jónsson Mynd: Sigurgeir Jónasson Haukur Ottesen bjargaði á linu, Sveinn Sveinsson skaut I stöng, Sigurður Har- aldsson varði frábærlega vel góðan skallabolta frá Magnúsi Jónssyni og Ólafur bjargaði á siðustu stundu eftir að Sigurður Indriðason hafði komist einn inn fyrir og framhjá Sigurði mark- verði ÍBV. ÍBV liðið er nú greinilega að ná sér á strik aftur og mun án vafa eiga eftir að hafa inn nokkur stig I viðbót. Liðið lék vel á blautum vellinum á fimmtudfajs- kvöldið, hélt boltanum niðri og notaði mjög skiptingar út á kantana Framlína liðsins er nú mun Ifflegri og um leið hættulegri eftir að Sigurlás Þorleifsson sneri aftur eftir meiðslín Þá er vörnin nú mun ákveðnari með þá Ólaf Sigur- vinsson og Þórð Hallgrlmsson sem bestu menn. Það var ekki gott að átta sig á þvf. hvaða leikskipulag var eða átti að vera hjá KR I þessum leik. Mest var kýlt fiam völlinn og siðan hlaupið Hálfdán Örlygsson átti greinilega að spila aðal hlutverkið þarna frammi en hann var ávallt sömu megin á vellinum og þar I gæslu Ólafs Sigurvinssonar Hraði og leikni Hálfdáns nýttist þvl ekki sem skyldi Sigurður Indriðason bakvörður var besti maður liðsins I þessum leik og það er táknrænt að hann var hættu- legasti sóknarmaður KR I leiknum Þjálfara KR virðist vera lagið að koma mönnum á óvart með innáskiptingum. Eftir aðeins 19 mln. tók hann fyrirliða liðsins, Ottó Guðmundsson, útaf og slðar I leiknum tók hann slðan vara- mann Ottós llka útaf (Knapp-aðferðin) f STUTTU MÁLI. Vestmannaeyjavöllur I. deild fimmtu- daginn 1 6. júnl (BV— KR 2—0 (2—0) MÖRK ÍBV: Tómas Pálsson á 2. mín Sigurlás Þorleifsson á 1 5. mln Áminningar: Engin. Áhorfendur: 646. Einkunnagjöfin: ÍBV: Sigurður Haraldsson 3 Jinar FriSþjófsson 2. Ólafur Sigurvinsson 3. Þórður Hallgrlmsson 3. FnSfinnur Finnbogason 2, Sveinn Sveinsson 3. Valþór Sigþórsson 2. Óskar Valtýsson 2. Sigurlás Þorleifsson 3. Tómas Pálsson 3, Karl Sveinsson 3. KR: Halldór Pálsson 2, SigurSur Indriðason 3. Stefán Sigurðsson 2, Ottó Guðmundsson 1, Börkur Ingvason 2. Haukur Ottesen 3, Magnús Jónsson 2, Örn Óskarsson 2, Vilhelm Fredriksen 1, Guðmundur Ingvason 2, Hálfdán Örlygsson 3, Sverrir Herbertsson (vm) 1, Örn Guðmundsson (vm) 1. Dómari: Grétar Norðfjörð 3. Yfirburðir hjá Ægi á meistaramótinu SVEIT ÆGIS sigraði með yfirburðum 1 meistaramóti Reykjavíkur I sundi, en mótið fór fram nú um helgina. Illaut sveit Ægis 123 stig, en Ármenningar fengu 41 stig og KR rak lestina með aðeins 5 stig. Varðveitir Ægir þvl áfram bikar þann sem gefinn var til minningar um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, eiginkonu hans og dótturson. Hefur Ægir alltaf unniö til þessa glæsilega grips frá þvi að fyrst var um hann keppt árið 1971. Eitt íslandsmet var sett á meistaramótinu að þessu sinni, það gerði sveit Ægis í 4x100 metra skriðsundi karla. Tími sveitarinnar var 3:55.0, en eldra metið var 3:58.9, þannig að um verulega framför er að ræða hjá Ægispiltunum. í sveit- inni voru þeir Hafliði Halldórs- son, Axel Alfreðsson, Bjarni Björnsson og Sigurður Ólafs- son. Þóranna Héðinsdóttir er mjög efnileg sundkona og setti telpnamet í 1500 metra skriðsundi, en þar sigraði Þór- unn Alfreðsdóttir á 19:07.4, sem er góður árangur miðað við aðstæður á sunnudaginn Þóranna var einnig í sviðsljós- inu á 17. júní-mótinu, en þá synti hún 50 m baksund á 39.6 sek, sem er jafnt telpnamet- V______________ - inu. Sonja Hreiðarsdóttir náði mjög góðum tíma í 200 m bringusundi, 2:56.3, og er það ekki langt frá íslandsmeti hennar í greininni. Sigurvegarar í einstökum greinum á Reykjavíkurmót- inu urðu eftirtalin: 200 m bringusund karla: Hermann Alfreðsson, Æ 2:46.1 800 m skriðsund karla: Bjarni Björnsson, Æ 9:10.4 100 m bringusund kvenna: Sonja Hreiðarsdóttir, Æ 1:23.6 1500 m skriðsund kvenna: Þórunn Alfreðsdóttir, Æ 19:07.4 400 m fjórsund kvenna: Þór- unn Alfreðsdóttir, Æ 5:42.1 400 m fjórsund karla: Axel Alfreðsson, Æ 5:08.4 100 m baksund kvenna: Þórunn Alfreðsdóttir, Æ 1:15.6 100 m baksund k:rla: Bjarni Björnsson, Æ 1:08.5 200 m bringusund kvenna: Sonja Hreiðarsdóttir, Æ 2:56.3 100 m bringusund karla: Her- mann Alfreðsson, Æ 1:15.7 100 m skriðsund kvenna: Guðný Guðjónsdóttir, Á 1:05.8 200 m skriðsund karla: Sig- urður Ólafsson, Æ 2:06.0 100 m flugsund kvenna: Þór- unn Alfreðsdóttir, 1:11.6 100 m flugsund karla: Axel Alfreðsson, Æ 1:04.8 4x100 m skriðsund kvenna: Sveit Ægis 4:43.3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.