Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNÍ 1977 13 cic, sem stjórnaði blönduðum kór og hljómsveit, sem flutti Messias þá og mig minnir að þetta hafi verið á árun- um kringum 1942 eða þar um bil. Það var safnað saman fólki úr ýmsum kór- um og þessi blandaði kór siðan mynd- aður — Þá voru brezkir hermenn hérna og það var einmitt einn úr þeirra hópi sem söng einsöngshlutverkið I Messiasi, en hann var lærður söngvari. Er einhver munur á þvi að syngja með Pólýfónkórnum og öðrum kórum? — Já, það er nokkuð mikill munur á þvl, vegna þess að Ingólfur gerir allt aðrar kröfur og öðruvisi en flestir aðrir stjórnendur Sérstaklega gerir hann kröfur varðandi raddbeitingu og raunar mun meiri kröfur en ég bjóst við að þýddi að gera hjá nokkrum kór, en þetta hefur honum tekizt. En þetta verður til þess að kórfélagar fá mun meiri og betri þjálfun. Þess vegna held ég að þessi kór hafi náð meiri árangri en almennt gerist, þvi það verður að gæta þess að hér er aðeins venjulegt fólk, sem tekur þátt i söngnum, en með mikilli vinnu og mikilli áherzlu á raddbeitingu og raddþjálfun má ná þessum góða árangri Þetta hefur orðið til þess að fólk, sem hefur verið i Pólýfónkórnum er eftirsótt i aðra kóra. — Ég held lika að aðrir kórar séu að taka upp þessi vinnubrögð, að leggjá mikla áherzlu á raddþjálfunina og þvi má segja að Ingólfur hafi að vissu leyti Jón R. Kjartansson haft áhrif hér Annars er þetta mikið að breytast, hér áður fyrr gátu allir sungið með I kórum, fólk þurfti ekkert frekar að kunna að lesa nótur, t d raddirnar voru kenndar og síðan var sungið og ég held sem sagt að það sé að þróast mjög I þá átt að meiri kröfur eru gerðar til fólks sem syngur I kórum, sagði Jón Kjartansson að lokum. Slðasti viðmælandi Mbl. úr Pólýfón- kórnum er Margrét Þóra Gunnarsdóttir og syngur hún sópran: — Ég hef verið mjög stutt I kórnum og byrjaði I vor eftir að prófum lauk Er þetta fyrsti kórinn sem þú syngur I? — Nei, ég hef verið i ýmsum kórum áður, lengst af í Tónlistarskólakórnum og Háskólakórnum. Ég hef mjög gam- an af að vera með núna, þetta er mikil vinna, en mér finnst ég hafa lært mikið, sérstaklega í raddbeitingu. Það kom I Ijós að Margrét hefur nýlokið planókennaraprófi og var hún spurð hvort hún hygðist halda áfram tónlistarnámi: Já, mér finnst eiginlega óhugsandi að hætta eftir öll þessi ár, það er eins og maður verði háður þessu Hlustarðu mikiðá tónlist? Já, ég reyni að sækja flesta tónleika sem haldnir eru hér I Reykjavik, og þess á milli hlusta ég á hljómplötur. Klassiska eða popptónlist frekar? — Ég hallast nú heldur að klassiskri tónlist, hún er miklu vandaðri. Popp- tónlistin er byggð á allt öðrum vinnu- brögðum, og þessi dægurlagatónlist sem mest er spiluð finnst mér yfirleitt lítið spennandi, og ákaflega tilbreyting- arlaus. Þá má náttúrlega ekki einblina á þessa gömlu klassisku tónlist, það er alltaf verið að semja ný tónverk sem eru auðvitað mjög misjöfn að gæðum. Tfminn á aðeins eftir að skera úr um hvað heldur velli Fyrri kynslóðir eru búnar að velja og hafna úr verkum gömlu meistaranna og það sem gott er stendur eftir Að lokum er Margrét Þóra Gunnars- dóttir spurð hvernig ítalluferðin leggist í hana: — Ég hlakka mikið til, hún verður áreiðanlega dálltið strembin i byrjun, en eftir tónleikaferðina, ætla margir að taka sér fri Ég hef hugsað mér að nota tækifærið og fara á tónlistarnámskeið i Siena sem hefst rétt eftir að tónleika- ferðinni lýkur, svo að ferðin verður sjálfsagt lærdómsrik á margan hátt Það er ákaflega gaman að vera með i Margrðt Þóra Gunnarsdóttir þessu starfi, andinn i kórnum er sér- staklega góður og allir eru fullir af áhuga á að gera sitt bezta slíku starfi mér, en eins og sakir standa leiSi ég bara hugann að þvf sem fram- undan er og held aS allir séu staSráSnir í aS gera þessa för aS sigurför kórsins. HljóSfæraleikarar eru einnig staSráSnir f þvf og þeir hafa veriS mjög samvinnufúsir og ekkert erfiSi taliS eftir sér þrátt fyrir mikiS álag við önnur störf. — Til liðs viS okkur höfum við fengið nokkra af fremstu óratórfu- söngvurum Bretlands svo ég held aS við teflum fram mjög sterku liSi f þessari söngför. Nú hefur kórinn flutt mik^S af kirkjulegum verkum. er einhver sérstök ástæSa fyrir þvf? — Öll stærstu verk fyrir kóra eru kirkjuleg verk og það má segja aS sé meginástæSan og tónleika- hald okkar hefur oftast veriS bundiS við stórhátfSir og þvf hefur veriS reynt að flytja verk, sem hæfa þeim hátfðum. Annars hefur kórinn alltaf flutt veraldleg verk innan um. en flest stærstu kór- verkin eru kirkjuleg verk og hafa þvf orðið fyrir valinu. — Það myndi gleSja mig að sjá enn einu sinni fullt hús í Háskóla- bfói á miSvikudagskvöldiS þegar ég kveð fslenzka áheyrendur Pólý- fónkórsins. Þú ert þá staðráSinn f að hætta? -— Ég læt þvf ósvarað hvort ég legg tónlistina algerlega á hilluna, en ég mun ekki stjórna Pólýfón- kórnum að þessari söngerð lok- inni. Af hverju ekki? — ÞaS er ofviða einum manni að standa undir slfku starfi. Sá stuSningur sem ég hefi notiS til þess var of Iftill og barst of seint, sagSi Ingólfur Guðbrandsson aS lokum. j j U j H ■ ÆKm 1 M mm W , 'Kiíý ' 1 Burtfararprðfsnemendur vorið 1977 fráTðnlistarskólan- um í Reykjavík. Tónlistarskólanum í Rvík slitið: Afhjúpuð brjostmynd af dr. Róbert A. Ottóssyni TÓNLISTARSKÓLANUM f Reykjavfk var slitið í 47. sinn hinn 26. maf sl. Skófastjórinn, Jón Nordal, minntist í upphafi eins af kennurum skólans, Einars B. Waage kontrabassaleikara, sem lézt á skólaárinu. Starfsemi skólans var grósku- mikil og fjölþætt, en á þessu vori útskrifuðust 20 nemendur úr skölanum — 5 einleikarar, 4 píanókennarar og 11 tónmenntar- kennarar. Skólanum bárust rausnarlegar gjafir, bæði frá nemendum sem nú útskrifuðust og frá nemendum sem útskrifuðust fyrir 10 árum, en athöfninni lauk með því að afhjúpuð var brjóstmynd af dr. Róbert A. Ottóssyni. Gerði það frú Guðríður Magnúsdóttir, ekkja sr. Róberts, en gefendur eru nem- endur kennaradeildar, sem út- skrifuðust 1965 og Kór Skálholts- kirkju, en myndina gerði Sigur- jón Ólafsson. Færði skólastjóri gefendum þakkir fyrir þessa mikilsmetnu og höfðinglegu gjöf og skipar myndin nú veglegan sess í húsakynnum skólans. Lauk MA- r r pron í Menntunar- leikhús- fræðum ÁSA Jónsdóttir lauk fyrir nokkru MA prófi i mennt- unarleikhúsfræðum (Educational Theatre) frá New York University. Hún er fædd i Reykjavík 22. ágúst 1936, dóttir hjónanna Önnu Guðmundsdóttur og Jöns Sigurðs- sonar frá Kaldaðarnesi. Asa varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956, og lauk prófi úr Þjóðleikhússkólanum 1958. Hún tók kennarapróf árið 1963 og kenndi síðan i Reykjavík til vors 1974, en það sama ár höf hún nám við New School for Researeh i New York. Haustið 1975 tó hún BA próf við New York Uni- versity, og hlaut siðan MA gráðu i Educational Theatre frá santa skóla 2. júní. Asa Jónsdóttir mun vera eini Islendingurinn, sem hefur MA gráðu í Þessari grein. Eiginmaður hennar er Tömas Karlsson varafastafulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum i New York. Frú Guðríður Magnúsdðttir afhjúpar brjóstmyndina af dr. Rðbert A. Ottðssyni. |>oliö er ólrúleot Veðrunarþol er einn ve.igamesti eiginleiki, sem ber að athuga þegar málað er við íslenzkar aðstæður. Þol — þakmálnlngin frá Málningu h.f. hefur ótvírætt sannað gæði sín, ef dæma má reynslu undanfarinna ára. Stöðugt eftirlit rannsóknastofu okkar með framleiðslu og góð ending auk meðmæla málarameistara hafa stuölað að vinsældum ÞOLS. ÞOL er alkýðmálning. Einn lítri fer á um það bil 10 fermetra. ÞOL er framleitt í 10 staðallitum, sem gefa fjölmarga möguleika í blöndun. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málninglf £U f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.