Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNt 1977 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1977 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Kapp með forsjá Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra flutti íslendingum ávarp á nýliðnum þjóðhátiðar- degi. sem átti erindi við hvern einasta þjóðfélagsegn. Þarvari stuttu en skýru og skorinyrtu máli varpað Ijósi á þau kenni- leiti, sem varða veg þjóðarinnar til farsællar framtíðar og miklu skiptir að þjóðin glöggvi sig á Forsætisráðherra sagði m a : ,,Það er tiska, bæði hérlendis og erlendis, að magnið og hraðinn, öfgarnar og hið af- brigðilega sé fyrst og fremst eftirsóknarvert og skipti máli. Fjölmiðlum hættir til að ala á þessum hugsunarhætti, og þeir gera oft á tíðum sitt til að ýkja skoðanaágremmg og deilur og torvelda þann veg lausn þeira, þegar við og raunar heimurinn i heild þarf framar öðru á gagn- kvæmum skilningi að halda, sáttfýsi og málamiðlun, ef vernda skal friðinn og koma á samkomulagi milli manna." ,,Eftir að við íslendingar kom- umst úr fátækt til bjargálna, hefur stórhugur og bjartsýni aukist og styrkt okkur í sókn- inni til betri lifskjara. Hitt orkar tvimælis, hvort við höfum jafn- framt ræktað með okkur sem skyldi eðlislæga eiginleika for- feðra okkar, sparnað og nýtni, varfærni og forsjálni — í heimi þar sem fólki fjölgar of ört, gæði eru takmörkuð og skortur og hungur ríkja víða, ber okkur ekki sizt að hyggja að þessum fornu dyggðum Ekki er fyrir að synja, að okkur hefur siður skort kapp en forsjá ." Hér vikur forsætisráðherra að því, sem skiptir meginmáli i dag fyrir ört vaxandi þjóð i harðbýlu landi, með takmark- aðar auðlindir láðs og lagar, sem nýta þarf af hyggindum og forsjálni að varðveita fnðinn i þjóðfélaginu, að efla og uka verðmætasköpun i þjóðarbú- skapnum og sækja fram til bættra lifskjara af forsjá ekki siður en kappi — ,,Nú riður á," sagði forsætisráðherra, ,,að framleiðslan verði aukin mnan þeirra marka, sem auðlmdir lands og sjávar leyfa, með þvi að kosta sem minnstu til — og tilemka sér hinar fornu dyggð^ ir, sparsemi og forsjálni." Já, oft var þörf en nú er nauðsyn að mæta nýjum viðhorfum í atvinnu- og efnahagslifi þjóðar- mnar með framsýni og var- kárni, ef takast á að sigla fram hjá skerjum verðbólguvand- ans, sem fyrir stafni eru ,,Nú skiptir máli," sagði for- sætisráðherra ennfremur, ,,að við gerum okkur grein fyrir, að sömu fjárhæð verður ekki varið til margs i senn Þvi sem við ætlum til eigin nota á líðandi stund, verður ekki varið til framkvæmda eða opinberrar þjónustu, ef við viljum komast út úr vitahring verðbólgunnar og draga úr erlendum lántök- um, sem geta stofnað fjárhags- legu sjálfstæði okkar í hættu. Þvi miður hefur hlotizt margvis- legur vandi. Á næstunni hljót- um við að keppa að því á öllum sviðum þjóðlifsins að ná þessu búskaparlagi." En samhliða réttmætum varnaðarorðum minnir for- sætisráðherra á, að þjóðm hef- ur betri vopn i höndum i dag en nokkru sinni áður í baráttu sinni fyrir afkomu og öryggi. Hann segir: ,,Við íslendingar höfum nú bæði óskoruð yfirráð fyrir landi okkar og auðæfum hafsins allt í kring um landið að 200 milum eða miðlinum milli landa, og ráðum yfir atvinnu- tækjum til að nýta auðæfi lands og sjávar — Ætli forverar okk- ar hefðu ekki talið hvern vanda auðleystan með slíkan bak- hjarl? Ætli þeir teldu ekki niðja sína ættlera, ef þeir kynnu ekki fótum sinum forráð með slikan bakhjarl?" ..Auðvitað verðum við ávalt að sýna árverkni og standa vörð um yfirráð okkar fyir landi og landhelgi. í viðsjárverðum heimi er fremsta skylda þjóðar- innar að tryggja öryggi sitt og sjálfstæði — En meðan örygg- ið er tryggt, er það staðreynd, að við íslendingar eigum það emgöngu við sjálfa okkur að búa svo í landinu, að hér verði haldið uppi menningarlífi, er færi landsmönnum efnalega og andlega lifsfyllingu." Undir þessi orð forsætisráð- herra skal dyggilega tekið. Þrátt fyrir margvíslegan að- steðjandi vanda, innfluttan og heimatilbúinn, sem skapað hef- ur okkur sérstöðu meðal Evrópuþjóða á sviði efnahags- mála, erum við betur í stakk búin en nokkru sinni fyrr að ganga á vit komandi daga. En árangur okkar, bæði varðandi efnisleg lifskjör og menningar- lega lifsfyllingu, er undir þvi kominn, að við kunnum fótum okkar forráð, blöndum kapp okkar forsjá. Við þurfum allt í senn að tryggja þjóð okkar öryggi i viðsjálum heimi, innan varnarsamstarfs vestrænna rikja; nýta auðlindir láðs og lagar með ræktunarsjónarmið en ekki rányrkju að leiðarljósi og byggja hin bættu lífskjör, sem að er stefnt, á raunhæfri verðmætaaukningu í þjóðar- búskapnum Þetta eru þau kennileiti, sem varða veg okkar tl farsællar framtiðar, og þjóðm verður að taka mið af, ef þjóðarskútan á ekki að steyta á skerjum HVAD SEQJA ÞEIR UM SAMNINGANA? um í gær, hafði Mbl. tal af nokkrum samningamanna og spurði þá, hvað þeim fyndist um þessa samningagerð og hvaða kjaraáhrif og efnahagsáhrif þeir teldu að samkomulagið myndi hafa: Þegar samningamálin virtust vera á síðasta snúningi á Hótel Loftleið- Magnús L. Sveinsson (iiinnar J. Friðriksson IVIagnús (ieirsson J6n Kjartansson J6n Helgason Þ6runn Valdimarsdóttir Sigfinnur Karlsson (iunnar Björnsson Karl Steinar (iuðnason Björn Þðrhallsson itk Hjörtur II jartarson Alvarlegt ástand ef ekki er hægt að hækka kaupið 0 „ÉG TEL að með gerð þessa samn- ings hafi náðst verulegur árangur. Sér- staklega vil ég benda á, að kaupgjalds- vlsitalan er nú föst inni í samningnum, sem að mínu mati er mjög þýðingar- mikið ákvæði til að tryggja þann kaup- mátt, sem stefnt var að með gerð samningsins,' sagði Magnús L. Sveinsson framkvæmdastjóri Verzlunarmannafélags Reykjaiíkur. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því, að þessir samningar muni hafa áhrif á verðbólguna og auka hana að einhverju leyti, en menn mega ekki gleyma því, að þótt engar kauphækk- anir hafi orðið, þá hefur verið veruleg verðhækkun á flestu eins og margkom í Ijós á s I ári Það hlýtur að vera alvarlegt ástand í þjóðfélaginu, þegar það er erfiðleikum bundið að hækka kaup frá 70—90 þús kr , sem flestir hafa fengið, f það sem krafizt er. ef það stefnir efnahag þjóðarinnar í voða Það er löngu viður- kennt að 70—90 þús kr. á mánuði eru langt fyrir neðan það sem hægt er að lifa af Hættulegir samningar ^ „Ég held að þessir samningar eigi eftir að reynast mjög hættulegir og hljóti að hleypa nýjum krafti í verðbólg- una. — Stökkið nú er alltof mikið í einu,'' sagði Gunnar J Friðriksson iðn- rekandi „Það hefði þurft að dreifa kauphækkununum yfir miklu lengra tímabil Ef til lengri tíma er litið, hljóta þessir samningar að leiða til atvinnuleysis og stöðnunar atvinnulífsins, nema eitt- hvað sérstakt óvænt happ komi til Kauphækkunin nú verður yfir 30% í einu stökki og man ég ekki eftir svona háum samnmgum og hvað þá með þrælbundinni vfsitölu. sem mælir allar hækkanir " Viðunandi eftir atvikum ^ „Það er verið að vinna að lausn deilu okkar við Reykjavíkurborg og ég á frekar von á að það mál komist í höfn á næsta sólarhring. en að þessu máli hefur verið unnið stanzlaust síðustu tvo sólarhringa," sagði Magnús Geirsson. formaður Rafiðnaðarsam- bands íslands. „Um sjálfa niðurstöðu samninganna vil ég segja það, að ég tel þá viðunandi eftir atvikum. Hins vegar er mér það Ijóst. að bað er fvrst oa fremst launa- jöfnunarstefna innan A.S.I. sem verið er að koma á. og ég óttast að aðrir hópar í þjóðfélaginu taki ekki mið af þessum samnmgum Gangur samningaviðræðnanna hef- ur verið alltof hægur, og það er útilok- að fyrir verkalýðshreyfinguna að sætta sig við svipuð vinnubrögð í næstu samningum Þssu hefur verið þrýst áfram án mikilla átaka og því miður hefur sú aðferð ekki gefið nægilega góða raun. Það er athugandi hvort ekki verði að taka upp ákveðnari og harðari stefnu f sambandi við vinnustöðvanir." Höfum reynt að tryggja kaupmáttinn O „MIÐAÐ við þá kjaraskerðingu, sem verið hefur að undanförnu, eru þetta mjög góðir samningar Stærsta atriðið í þeim er hvað við höfum reynt að tryggja vel kaupmáttinn." sagði Jón Kjartansson. formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, og bætti við: „síðan verður reynslan að leiða hitt í Ijós, þ.e. hvernig stjórnvöld fara með málið og á ég þar við kaupmáttinn Reynsla undanfarinna ára er sú, að stjornvöld hafa alltaf fiktað við samn- ingana um leið og þeir hafa verið gerðir, og þar undanskil ég enga ríkis- stjórn. Aftur á móti mótmæli ég þeirri skoð- un, sem talin hefur verið náttúrulögmál við hverja samningsgerð. að þjóðar- skútan fari á hliðina þótt verkafólki séu borgað mannsæmandi laun." Við getum öll átt samleið 0 „ÞAÐ fer nu að verða kækur hjá okkur að kvarta yfir því, að samninga- málin gangi of hægt/ sagði Benedikt Davísson, formaður sambands byggingarmanna „En (>að má alveg segja að ennþá höfum við ekki fundið eða haft lag á að notfæra okkur aðferð- ir, sem koma meiri hraða á gang mála Ég er hins vegar ekki á þvi, að til betrí samningavínnu þurfí að kljúfa |>etta upp og ég get ekki séð neitt í þessari samningagerð, sem rennir stoðum undir það, að við getum ekki öll átt samleið T kjarabaráttunni. Við höfum tvlmælalaust styrk hvert af öðru, bæði I kaupgjaldsmálum og félagslegum atriðum Verði skynsamlega á málum haldið af hálfu stjórnvalda ættu þessir samn- ingar að færa launafólki verulega kjara- bót Það er auðvitað gefið mál að I kjölfar þessara samninga koma ein- hverjar verðhækkanir, en þær hefur verið hægt að sjá fyrir og verði haldið á málum, eins og við höfum gert ráð fyrir, þá ættu efnahagsáhrifin að verða þau að þetta samkomulag verði til raunhæfrar kjarabótar Nokkuð ánægður með samningana ^ „Ég er nokkuð ánægður með samn ingana, ef ekki verður vikið frá þeirri stefnu sem var mörkuð í upphafi. Þá tel ég að láglaunastefnunni hafi verið fylgt að mestu, og tel það til far- sældar," sagði Jón Helgason, for- maður Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri. „En ég er ekki sáttur við það sem verið hefur að gerast síðustu daga, þegar ákveðnir hópar hafa viljað fá meira en aðrir. Þetta er fráhvarf frá þeirri stefnu, sem mörkuð var og flestir höfðu undirgengizt. Ég er heldur ekki sáttur við þá stefnu sem verið hefur, að sérkröfur sé öllum skipt í einu og jafnt Það á að vera mat atvinnurekenda að ganga til móts við sérkröfur f samningunum og bera sam- an við það sem aðrir hafa fengið. Þá vona ég að stjórnvöld geri ekkert til að skerða það sem um hefur verið samið, því ég tel að þjóðfélagið geti fyllilega staðið við þær skuldbindingar, sem þessu fylgja. Vá fyrir dyrum ef samstaðan bregzt ^ „ÞAÐ ER fullyrt af efnahagssér- fræðingum, að samkomulag sem við höfum gert sé innan þess ramma, sem þjóðarbúið á að þola," sagði Karl Steinar Guðnason, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. „í upphafi gáfu ráðamenn þjóðarinnar út, að krafan um 100 þús. kr. lágmarks- kaup væri sjálfsagður hlutur, og nú fer það eftir ríkisvaldinu hvort kerfið fer allt úr böndum Ef tekst að hafa taum- hald á verðbólgunni, er ég sannfærður um, að samningurinn verði verkafólki hagstæður. Við höfum gengið til þessara samn- inga í þeirri trú. að um það verði samstaða í samninganefndunum að láta mest til þeirra sem verst höfðu launin. Ef sú samstæða bregzt, þá viðurkenni ég, að vá er fyrir dyrum " lÁ tímans f6r í nytsama hluti % „ÉG ER nú þeirrar skoðunar að tæknilega hafi verið hægt að semja í byrjun maí og að allt bardúsið eftir þann tíma sé óþarfi," sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson. formaður Verka- mannasambandsins. „Þannig get ég sagt, að einn þriðji tlmans hafi farið í nytsama hluti ogtveir þriðju í óþarfa. Auðvitað má kenna báðum aðilum um þessi ósköp, en f held ég að mestu hafi nú valdið sú króníska nei-afstaða, sem atvinnurekendur eru fastir í. þar til allt er komið í hnút Að þeirri afstöðu breyttri hjá þeim, held ég að við í verkalýðshreyfingunni verðum að taka okkur tak og vera fyrr á ferðinni með kröfugerðina alla. Þegar við yrðum þannig báðir búnir að bæta okkar ráð, þá held ég að efst á blaði yrði virk fastanefnd beggja aðila, sem starfaði að samningamálum allt árið Um samkomulagið segi ég það, að ég er að mörgu leyti glaður yfir þvl, þó alltaf megi nú gera betur við verkafólk- ið í landinu. En kjaraáhrifin ættu að verða góð Um efnahagsleg áhrif hef ég það að segja, að ég held að það sé fyllilega hægt að reka okkar þjóðfélag án þess að verðbólga keyri efnahagslíf- ið úr skorðum, þótt lægstu launin hækki um 18 þúsund krónur." Ekki verðbólgu- samningar ef velverður á málunum haldið 9 "í ÞESSARI lotu höfm við notað allt aðrar aðferðir en áður, þar sem eru yfirvinnubannið og keðjuvirk dagsverk- föll og svo yfirvofandi vinnustöðvun á flug og hafnir," sagði Bjarni Jakobs- son, formaður Iðju „Með þessu hefur öll samningavinna af hendi ASÍ gengið frekar fljótt og vel fyrir sig, en viðbrögð vinnuveitenda hafa oft dregizt á lang- inn og tafið þessa samningagerð meira en góðu hófi gegnir. Um kjaraáhrifin vilég segja það, að ef verðbæturnar virka, eins og við vonumst til, þá hafa engir samningar fært okkur aðra eins kjarabót og þetta samkomulag með þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera. Um efnahagsleg áhrif er víst bezt að segja sem minnst, en þó tel ég. að ef vel verður á haldið, þá þurfi þetta samkomulag ekki að teljast verðbólgu- samningar " Veróbólgu- samningar 9 „Þetta eru miklir verðbólgusamn- ingar og gefa ekki þá kjarabót sem ég hefði viljað að þeir hefðu gefið Kaup- máttaraukningin verður lltil, en verð- bólguáhrifin mikil og læt ég þetta nægja að sinni,' sagði Hjörtur Hjartar- son kaupmaður 8.6 milljarða kostnaðarauki í fiskverkun 9 „SJÁLFSAGT veldur margt því. hvað þessi samningsgerð hefur dregist á langinn", sagði Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóri ísbjarnarins hf „Vinnuveitendur hafa þurft að semja við milli 250 og 260 starfshópa með geysimargar tegundir sérkrafna. Því miður voru þær kröfur sem sett- ar voru fram í upphafi mjög óraunhæf- ar og í engu samræmi við getu at- vinnuveganna auk þess sem kröfur langflestra félaganna gengu þvert á jafnlaunastefnu ASÍ Um útkomuna er það að segja, að ég held að flestir séu sammála um, að kjarabæturnar nú eru þær mestu, sem samið hefur verið um hér á landi. En afleiðingin er sú að verðbólgan fer strax á fulla ferð og gengi krónunnar hlýtur að lækka mikið á samningstím- anum Sé gengið út frá núverandi útflutngsverðlagi á fiskafurðum; freð- fiski, saltfiski og skreið, þá nemur sá kostnaðarauki, sem þessar greinar fisk- vinnslu taka á sig vegna kjarasamning- anna, um 8,6 milljörðum króna á árs- grundvelli, því auk kauphækkunarinn- ar sjálfrar hækka aðrir kostnaðarliðir að sjálfsögðu. Það hlýtur því að liggja í augum uppi að nú þegar verður að gera ýmiss konar ráðstafanir til þess að tryggja útflutningsatvinnuvegunum við- undandi rekstrarskilyrði." Miklum vanda varpað í kjöltu rfk- isstjórnarinnar 0 „Ég tel að þessi samningur valdi gífurlegri hækkun launa í þjóðfélaginu og verðbólgan verði miklu meiri en svo, að það réttlæti þá hækkun kaup- máttar sem með samningsgerðinni næst Æskilegt hefði verið að ná þess- ari kaupmáttaraukningu án þess að verðfella krónuna svo stórlega sem nú hlýtur að gerast," sagði Björn Frið- finnsson fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkurborgar. Með samningsgerðinni varpa samn- inganefndarmenn miklum vanda í kjöltu ríkisstjórnarinnar og því hlýtur að reyna á þolrif þeirra aðila næstu misserin og að sjálfsögðu einnig á stjórnum á fjárhag fyrirtækja " Óðaverðbólga framundan # „Miðað við allt sem maður hefur kynnzt áður, er Ijóst, að það er einfald- lega óðaverðbólga framundan, það getur hver maður sagt sér strax," sagði Gunnar Björnsson, formaður Meistara- sambands byggingamanna Mér líst ekki sízt illa á þessa samn- inga, þegar hæstlaunuðu hóparnir krefjast meira en aðrir eins og t.d byggingarmenn Það sjá svo allir hvernig efnahagsáhrifin verða í 40—50% verðbólgu " Vísitölubinding- in merkilegust ^ „Maður verður víst að teljast sæmi- lega ánægður með samningsgerðina. Ég held að aðalstefnunni, sem A.S.Í. markaði í upphafi, hafi verið haldið," sagði Björn Þórhallsson, formaður Landssambands verzlunarmanna „Það hefur vitaniega verið dálítið erfitt að fylgja fram svona ákveðinni stefnu til launajöfnunar, það hefur ekki áður ver- ið gert. og skapað viss sárindi hjá sjumum, sem fá hlutfallslega minna, en margir í þessum hópi hafa á undan- fömum árum fengið hlutfallslega meira, bæði í krónutölu og prósent- um." „Það sem ég tel langmerkilegast við samningsgerðina er vísitölubindingin. hún hefur ekki verið síðan samið var 1974 og gilti þá aðeins örskamma hríð, vegna þess að hún var tekin úr sambandi af stjórnvöldum og verka- lýðsfélögin áttu ekki von á þessu Ef vísitalan yrði nú tekin úr sambandi. hafa verkalýðsfélögin heimild til að segja upp kjarasamningunum Því sýn- ist mér það blasa við, að samningarnir nú munu mjög bæta kaupmátt hjá þeim er þeirra njóta Aftur á móti er því mjög haldið á lofti. aðaf samningunum leiði stórkost leg verðbólga og hún er að sjálfsögðu óæskileg. en ég vil mótmæla gersam- lega, að hækkun launa með þeim hætti sem nú hefur verið samið um sé aðal- valdur verðbólgunnar Þar eru að verki önnur öfl, sem mörg hver eru mjög mikilvirk og má I því sambandi minna á, að á meðan kaupmáttur launa dróst saman á undanförnum árum dafnaði verðbólgan meira en oftast áður " Óttast bæði verðbólgu og atvinnuleysi • „UM SAMNINGSGERÐINA er ekki annað að segja að því er varðar hlut vinnuveitenda að samningsgerðinni. en að starfið var betur skipulagt af þeirra hendi en ég minnist að hafi áður verið, sem meðal annars kom fram í því, að framkvæmdastjórnarmönnum Vinnuveitendasambandsins var skipt á hina ýmsu hópa, þannig að einn var í hverjum hópi, hvort heldur var rætt við iðnaðarmenn eða aðra, auk þess að taka þát í aðalsamninganefndinni," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna „Um áhrifin er það að segja, þótt leitt sé svo fljótt eftir samningsgerð að samningarnir munu leiða til vaxandi verðbólgu og ég óttast að ekki verði aðeins um verðbólgu að ræða heldur einnig atvinnuleysi. Samningsgerðin gerir ríkar kröfur til stjórnvalda og eini möguleikinn til að draga úr verðbólgu- áhrifum er að ríkið dragi úr sínum umsvifum og skattheimtu og þá sér- staklega með lækkun óbeinna skatta er dragi úr áhrifum vísitölunnar Verði þetta ekki gert, þá kann ég ekki að segja fyrir um afleiðingar samning- ,anna." Til mikilla bóta fyrir launþegana ^ „Mér finnst þessi samsteypuaðferð koma alveg fráleitlega út Hún flytur valdið um of frá fólkmu á hendur fárra manna, þó segja megi að ástandið sé ennþá verra, hvað þetta snertir, hjá vinnuveitendum Ég er persónulega hlynntur því að 'em mest af samninga- málunum veröi reynt að leysa beint heima í héraði," sagði Hallsteinn Frið- þjófsson, formaður verkamannafélags- ins Fram á Seyðisfirði „Ég tel nú alveg Ijóst, að kjaraáhrif þessa samkomulags verði til mikilla bóta fyrir launþega Ég tel þó að at vinnurekendur hafi komið of skammt til móts við okkur, en það sé fullreynt að meira fáist ekki nema eð miklum átökum. sem öllum er bezt að komast hjá Kjarabótum fylgir alltaf einhver verð bólga En visitöluákvæði samkomu- lagsins eiga að bæta okkur hana upp Vísitölubæturnar betur tryggðar en nokkru sinni fyrr ^ „Þetta er orðið óhóflega langdregið og ég tel að það eigi að færa samn- ingamálin meira i landshlutana," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. formaður starfsstúlknafélagsins Sóknar. „Hér gæti vel verið skapleg nefnd, sem ynni að sameiginlegum málum. en eins og þetta er orðið. eru samningamálin allt- of þung ívöfum Með núverandi fyrirkomulag verður ekki hjá því komizt að ósamstæðir hópar tefji hver annan og ég tel stór- lega vafasamt að láglaunafélögin eigi nú nokkra samleið með ýmsum öðrum félögum hér Ég held, að kjaraáhrif þessa sam- komulags verði verkafólki almennt hagstæð og mér sýnist afkoma fyir tækjanna slík, að þau ættu alveg að þola þessa kauphækkun Ég vildi sjá þetta samkomulag draga úr yfirborg- unum Við nálgumst nú mjög það takmark að geta lifað sómasamlega af dagvinnukaupinu og það tel ég mikinn ávinning Þetta samkomulag réttir og verulega hlut ellilífeyrisþega og leið- réttingar á skattakerfinu ætti að koma mörgum til góða En númer eitt vildi ég þó setja, að nú eru vísitölubæturnar betur tryggðar en nokkurn tímann áð- ur." öánægð með seinaganginn ^ „EFTIR ÞVÍ sem þessir samningar hafa verið byggðir upp og við vonum að verði, þá verð ég að segja að ég trúi ekki að efnahagsmálin riðlist við samn- ingsgerðina," sagði Þórunn Valdimars dóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar. „Eins og samningarnir liggja nú á borðinu tel ég þá ekki nógu hagstæða fyrir láglaunafólkið, sem á undanförn um árum hefur borið miklar byrðar vegna gífurlegra verðhækkana og það vantar mikið á. að þessir samningar bæti það Við skulum vona að fólk haldi kaupmáttaraukningunni í þetta sinn Þá vil ég segja það, að ég vona að samningar takist í kvöld eða nótt Mér er ekki fjarri skapi að lýsa yfir óánægju minni vegna seinagangs við samnings- gerðina Ef ekki verður skrifað undir nú. verður mikill óróleiki í mínum félagsskap. og við viljum að samning arnir gildi frá 20 júní, þannig að nýja kaupið komi til útborgunar í næstu viku." Aldrei jafnhá pró- senta né krónutala „Miðað við fyrri samningagerðir. þá held ég nú að þessi verði að teljast nokkuð þolanleg. þótt gangurmn þessa síðustu daga hafi að vfsu verið fyrir neðan allar hellur," sagði Hilmar Jónasson, formaður verkamannadeild ar verkalýðsfélagsins Rangæings og varafo maður Alþýðusambands Suður lands „Það er ekki hægt að segja að hér hafi verið unnið óskipulega. en ef til vill má segja að vinnnan hafi ekki verið taktföst út í gegn Um kjaraáhrifin er það að segja. að við höfum aldrei áður séð jafnháa pró- sentu eða krónutölu koma út úr samn- ingum. en á það er lika að lita, að kjararýrnunin hefur verið einstök und- anfarið Um verðbólguáhrif þori ég ekki að spá Menn hafa sagt að 10% kauphækkun þýði 4% verðbólgu þann- ig að út á þetta samkomulag eitt ætti verðbólgan ekki að vera meiri en 1 2 — 16% Svona samningar taka sinn tíma 0 „Það má ef til vill segja að þessi samningsgerð hafi tekið of langan tima," sagði Július Kr Valdimarsson, framkvæmdastjóri Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna „Það er hins vegar Ijóst, að svo stórbrotin samningsgerð sem þessi er verk. sem hlýtur að taka töluvert langan tima að komast i gegn um Þetta eru viðtækir Framhald á bls. 18 Björn Friófinnsson (iuómundui J. (íuómundsson Hilmar Jónasson Júllus Kr. Valdimarsson Aðalhoiður Bjarnfri ðsdúltir Hallstciiin Frióþjófsson Ragnar S. Halldórsson Bvncdikt Davlósson Jón Ingvarssón Bjarni J akohsson Kristján Kagnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.