Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNÍ 1977 Viðræður hafnar um sjálfstjórn Katalóníu Madrid. 21. júnf. K<‘ui(‘r. , JUAN Carlos kunungur hét f dag skjólum viðræðum um sjálfstjórn Katalónfu, norðausturhéraðs Spánar umhverfis Barcelona. Katalónski sósfalistaforinginn Joan Raventos sagði, að konungur hefði fullvissað sig um að hann vildi flýta fyrir slíkum viðræðum og forðast tafir. Flokkur Kaventos fékk flest atkvæði f Katalóníu f þingkosningunum í sfðustu viku og hann hefur einnig ra-tt við Adolfo Suarez forsætis- ráðherra. Raventos kvaðst hafa krafizt þess að felld yrði úr gildi tilskip- un er Franco hershöfðingi gaf út 1998 um afnám takmarkaðrar sjálfstjórnar sem Katalónia hlaut 1932 á dögum lýðveldisins sem Katalóniumenn studdu í borgara- stiíðinu Hann kvaðst einnig hafa krafi/.t þess að allir katatónskir fangar yrðu látnir lausir að Josep Taradellas, fyrrverandi forseti katalónsku stjórnarinnar, fengi aftur vegabréf sitt. Taradellas er 78 ára gamall og býr í Perpignan í Frakklandi, skammt frá landa- mærunum. Raventos skýrði konungi og Suarez forsætisráðherra frá ráða- gerðum lti nýkjörinna öldunga- deildarmanna Katalóníu og 42 þingmanna um að koma saman til l'undar fljótlega, liklega á laugar- dag til að kjósa ráð sem skuli semja við sljórnina. Kröfur Katalóníumanna og Baska í norðurhéruöunum um aukið sjálfsforræði eru einhver erfiðustu vandamál Suarezar for- sætisráöherra á nýkjörnu þingi sein á að semja nýja stjórnarskrá. Sprengja f ólk með dýnamíti Stokkhólmi 21. júní — Reuter. S/l.NSKl'R emba-ltismaður, sem er nýkominn heim frá Kþíópíu, segir að svo mjög hafi verið geng- ið á skotfa-rabirbðir stjórnvalda þar í landi fyrrihluta þessa árs, að þau bafi verið farin að nota dýna- mil við aftökur. Sagði embættis- maðurinn, Stefan de Vylder, að af sömu ásta‘ðum hefði verið orðið algengt að menn væru skornir á háls. I)e Vylder, sent nú starfar í Stokkhólmi eftir að hafa verið hagfræðingur hjá þróunaraðstoð- arstofnumnni Sida í Addis Ababa, sagði. að um miðjan marz hefði um 120 stúdentum veriö safnað saman á akri og sprengdir upp með dýnamiti. Kvað hann flesta þeirra 055 unglinga, sem viöui kennt er að hafi veriö teknir af líli. hafa fundizt skornir á háls. Sagði hann það vera samkvæmt aðferð. sem nú va'ri orðin algeng við altökur. — Útlit fyrir undirskrift Framhald af bls. 32 ráðnir í að láta slíkt ekki koma fyrir aftur. Björn Jónsson, forseti ASÍ, kvað forystu sambandsins hafa tekið harða afstöðu til þess að undirskrift færi fram þá þegar á þeim sáttafundi. sem boðaður var í gær og sagði hann að samninga- nefndarmenn ASI myndu ekki fara af fundarstað fyrr en undir- skrift hefði átt sér stað. Morgun- blaðið benti þá Birni á að þetta væri algjörlega andstæð afstaða og samninganefnd ASÍ tók hinn 2. júni siðastliðinn, er hún gekk af sáttafundi í mótmælaskyni við seinagang viðræðnanna i Hamra- hliðarskólanum. Björn svaraði því þá til, að forysta ASÍ tæki sínar ákvarðanir eftir ástæðum en ekki eftir einhverju kerfi. Hann kvað aðalsamninganefnd ASÍ hafa lokið sinu verkefni og biði nú aðeins eftir þvi að geta undirritað rammasamninginn. Um samninginn í heild sagði Björn Jónsson: „Þessi samningur er áreiðanlcga stærstur í tölum, sem verkalýðshreyfingin hefur gert i sögu sinni. Hann táknar, að Alþýðusambandið hefur náð því takmarki, sem það setti sér á ASÍ- þingi, að snúa vörn i sókn, en við erum hins vegar ekki ánægðir með á hvaða svið launin eru kom- in. Engu að síður eru samningarn- ir merkur áfangi og þeir hafa náðst án stórfelldra fórna. I fyrrinótt náðist samkomulag vi Grafíska sveinafélagið og var það eitt þriggja bókagerðarfélaga, sem eftir var, en daginn áður hafði samizt við prentara og bók- bindara. Þá voru i gærkveldi í gangi samningar við netagerðar- mennn, en upp úr viðræðujm þeirra og vinnuveitenda hafði slitnað í fyrrinótt. Þá ber að geta þess, að eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu i gær tókst samkomulag um 3 menn frá VR og 3 frá vinnuveit- endum í stjórn lífeyrissjóðs VR. Samkomulagið kvað á um skipun nefndar sem skila átti áliti fyrir 1. <október um endurskoðun reglu- gerar sjóðsins. Samkomulagið um 3 menn frá hvorum aðila var skil- yrt af hálfu vinnuveitenda um að samkomulag náðist um endur- skoðun reglugerðarinnar. Þótt staða samningamálanna hafi verið þannig á miðnætti að allar líkur voru til að undirritun yrði í nótt eða með morgninum, kenniur sagan þeim. sem fylgzt hafa með samningamálum undir lokin. að ótal smáatriði geta skot- ið upp kollinum og tafið samninganefndarmenn á enda- sprettinum. Um miðnætti benti þó ekkert til þess, en i þessum efnum má ef til vill segja að eng- inn veit söguna fyrr en öll er. — Verkfallið í Straumsvík Framhald af bls. 32 engin ákvörðun mun enn hafa veriö tekin um þær. Kínverskt skip er nú i Straumsvík, sem kom- ið er hingaö til þess að sa'kja ál, sem Kínverjar kaupa af Islenzka álfélaginu h.f. Vegna hafnarverk- fallsins stöðvast lestun skipsins. Komi til lengri verkfalls hjá álverksmiöjunni eru þau ákvæði í samningum aö skylt sé að halda kerjum verksmiðjunnar i þannig ásigkomulagi í amk. 30 daga að ekki storkni i þeim. — Byrjað að vinna á nýja kaupinu Framhald af bls. 32 skrifslofan í Garðastræti 41. Samningamenn úr hópi vinnu- veitenda lýstu við blaðamann Morgunblaðsins furðu sinni á því, að forysta ASÍ sýndj ^vo lítinn vilja á að Ijúka samningunum, sem sæist af þvi, að hún legði engan þrýsting á þá hópa sem eftir væru að ljúka samningum sinum. Þeir kváðu þau fyrirtæki, sem samþykkt hefðu nýja kaupiö mjög óverulegan hluta vinnuveit- enda. öll fyrirtæki á Akranesi munu í gær hafa samþykkt að hefja kaup- greiðslur frá og með gærdeginum samkvæmt nýja kaupinu, svo og öll fyrirtæki á Ólafsfirði. Enn- fremur munu verkalýðsfélögin á Suðurnesjum hafa komizt að sam- komulagi við vinnuveitendafélög- in þar um að greiðslur samkvæmt nýja kaupinu hæfust frá ag með síðastliönum mánudegi. Þess í stað hafa þessi félög leyft aö fé- lagar sínir ynnu yfirvinnu. Hafn- arverkamenn hjá Eimskipafélagi íslands við Reykjavikurhöfn hættu vinnu í gær um fimmleytið, þar sem Einskip néitaði að greiða nýja kaupið fyrr en undirskrift samningsins lægi fyrir. Á samn- ingssvæði Einingar á Akureyri samþykktu allmörg félög að greiða samkvæmt nýja kaupinu og var þvt yfirvinna leyfð þar. Þessi félög voru: Slippstöðin h.f., Norðurverk h.f., Möl og sandur h.f., Strengjasteypan h.f., Utgerð- arfélag Akureyringa h.f., Hrað- frystihús KEA í Dalvik, Hrað- frystihús KEA í Hrísey, og Malar- og steypustöðin h.f. Þá mun fund- ur hafa verið í bæjarstjórn Akur- eyrar um sama mál, en bærinn neitaði að Ieyfa kaupgreiðslur samkvæmt nýja kaupinu áður en undirskrift lægi fyrir. KEA á Ak- ureyri hafnaði því að greiða kaup- ið fyrr en undirskrift lægi fyrir. Aðalsamninganefnd ASÍ fór fram á það í gær, að vegna þeirra tafa, sem orðið hefðu og aðal- samninganefndin hefði ekki get- að gert neitt að, gilti nýi kjara- samningurinn frá síðastliðnum mánudegi. Vinnuveitendur höfn- uðu þessari kröfu. Sagt var að talsverður óróleiki væri meðal vinnandi fólks út af þessu máli, enda munar 104 krónum I tíma- kaupi á gamla og nýja samningn- um. Vegna þess að KEA-fyrirtæki voru nefnd í upptalningu fyrir- tækja við Eyjafjörð, sem sam- þykkt hefðu að greiða strax sam- kvæmt nýja samningnum, spurði Morgunblaðið Skúla J. Pálmason um þetta mál. Hann kvað þessar fréttir koma sér algjörlega á óvart og þessar aðgerðir kvað hann rjúfa þá samstöðu, sem reynt hefði veriö að skapa hér syöra. Hann kvað þessar aögerðir vera tilraun til þess að eyða þeirri pressu, sem menn hefðu reynt að leggja á þá hópa, sem ættu eftir að afgreiða sín mál og hefðu ekki viijaö fallast á samræmda lausn kjaramálanna. — Aftur kosið Framhald af bls. 1 Verkamannaflokkurinn tapi fylgi til hinnar nýstofnuðu Lýðræðis- breytingahreyfinga eins og í þing- kosningunum 17. maí. Jafnframt kvöddu gamlir ráð- herrar í dag og nýir tóku viö, þar á meðal þrír hershöfðingjar: Moshe Dayan, sem verður utan- ríkisráðherra, Ezer Weizman, sem verður landvarnarráðherra, og Ariel Sharon, sem verður land- búnaðarráðherra. — Flugstanz? Framhald af bls’. 1 að horfur á samkomulagi væru mjög góðar. En i Washington sagði Brock Adams flutninga- málaráðherra: „Þrátt fyrir viðræður í rúm- lega níu mánuði virðist líklegra með hverjum klukkutímanum sem liður að flugsamgöngum milli Bandaríkjanna og Bret- lands verði hætt á miðnætti i kvöld." Adams hafði eftir Boyd að hann teldi líkur á lausn vafa- samar. Ráöherrann kenndi brezku stjórninni um flug- stöðvunina sem hann spáði fyrirfram. — Brezhnev Framhald af bls. 1 setningu herliðs nærri landamær- um kommúnistarikja og spurði gegn hverjum slíku herliði ætti að tefla. Hann gagnrýndí einnig atr- iði í stefnu Vesturveldanna er væru í mótsögn við Helsinki- samninginn og virtist eiga við af- stöðu Vesturveldanna i mannrétt- indamálum á Belgrad- ráðstefnunni en útskýrði það ekki nánar. Talsmaður Frakka Jean- Philippe Lecat, sagði að Giscard d’Estaing hefði tjáð Brezhnev að Frakkar réðu hernaðarstefnu sinni sjálfir og að þeir tækju ekki þátt i hernaöarsamvinnu NATO þrátt fyrir aðild sína að bandalag- inu. Giscard sagði að ekki væri hægt að efast um vilja Frakka til að taka þátt í afvopnunarþróuninni, en franska stjórnin gæti ekki fall- izt á að „fara niður fyrir lág- marksöryggi“. Hann hvatti til hófsemdar í hugsjónafræðilegri samkeppni, virðingar fyrir mann- réttindum, afskiptaleysis um inn- anlandsmál og viðurkenningar á því að detente yrði að þjóna jafnt hagsmunum allra hluta heims. — Engar tillögur Framhald af bls. 1 þrjá mánuði i viðbót frá 1. júlf, að sögn AP. Þegar undanþáguheimildin var fyrst veitt eftir útfærsluna um áramót fengu Rússar að veiða um 36.000 iestir f þrjá mánuði, Aust- ur-Þjóðverjar 6.000 lestir og Pól- verjar um 3.000 lestir. Rússar vilja 600.000 tonna árs- kvóta en EBE telur að svo mikið aflamagn ógni fiskstofnum. Rússar vilja einnig sérstaka samninga við einstök aðildarríki svo þeir þurfi ekki að viðurkenna EBE. Það hefur enn orðið til aö auka þá erfiðleika sem Efnahagsbanda- lagið á við að striða í fiskveiðimál- um að ljóst varð f dag að ekki getur orðið af viðræðum við íra vegna stjórnarskiptanna eftir kosningarnar á írlandi fyrr en 5. júlí. Erfitt verður að halda áfram tilraununum til að samræma fisk- veiðistefnuna meðan stjórnar- skipti fara fram í því-aðildarlandi bandalagsins sem mestum erfið- leikum hefur valdið í viðræðum um málið. Sjávarútvegsráðherrar bandalagsins munu þó gera enn eina tilraun á mánudaginn. Þó er fullyrt að samningavið- ræður Efnahagsbandalags- landanna innbyrðis um sameigin- lega innri fiskveiðistefnu hafi al- gerlega siglt í strand og sam- komulag um sameiginlega fisk- veiðistefnu er forsenda fyrir því að bandalagið geti boðið íslandi og öðrum löndum utan bandalags- ins réttindi á miðum EBE. Það eina sem heldur voninni í fiskimáiasérfræðingum EBE er að Finn Olov Gundelach sjávarút- vegsmálafulltrúi hefur fengið lof- orð fyrir því að raunhæfar við- ræður geti hafizt við íslendinga í september. — Uganda Framhald af bls. 1 sama dag og fréttir frá Kenya herma að reynt hafi verið að ráða hann af dögum. Utvarpið hefur þar með í fyrsta skipti rofið þögnina um Amin, en ráðgátan er enn ekki leyst þar sem ekki er vitað hvar hann hefur haldið sig síðan á laugardag. Út- varpið segir að Amin hafi tekið á móti sendinefndinni skömmu eft- ir að hann hefði komið heim frá fundi Einingarsamtaka Afríku í Angola. Samkvæmt heimildum frétta- stofu Kenya í Kampala hafa verið framin fjöldamorð í Uganda. Fréttastofan segir að hundruð Ugandamanna hafi flúið yfir landamærin til Kenya til að forð- ast hreinsanir sem standi yfir. Fréttastofan segir að Amin hafi særzt þegar hundruð óþekktra manna hafi skotið að bifreið hans í úthverfum Kampala á iaugar- dag. Diplómatar i Kafró segja hins vegar samkvæmt uppiýsing- um beint frá Uganda að Amin forseti sé á lífi og við góða heilsu og hafi rætt við fjármálaráðherra Uganda, Moses Ali hershöfðingja, áður en ráðherrann fór til Kafró f gær. Hvorki Áli hershöfðingi né embættismenn sem samband var haft við í Kampala gátu eytt þeirri óvissu sem ríkir um Amin. Aðstoðarmaður Amins í stjórn- stöð hans í Entebbe sagði, að hann hefði ekki sézt síðan á föstu- dag: „Við erum að leita að honum um allt landið, en við finnum hann ekki.“ Fréttastofan í Kenya hefur eft- ir diplómötum i Kampala að mikl- ir liðsflutningar virðist eiga sér stað i Uganda, einkum í höfuð- borginni og borginni Jinja í aust- urhluta landsins. Kampalabúar, sem talað var við í síma í dag, sögðu að allt væri kyrrt i borginni og „engin vandræði“. Margir virð- ast helzt ekki vilja tala um ástand- ið í síma. Samkvæmt frétt fréttastofu Kenya hafa öryggisverðir gengið berserksgang og myrt saklausa borgara og hermenn sem grunað- ir hafa verið um þátttöku í tilræð- inu. Fréttastofan segir að hátt- settir yfirmenn i hernum séu í hópi þeirra sem hafi flúið til Kenya og beðið um hæli. Embætt- ismenn sem óttuðust hreinsanirn- ar voru einnig í hópi flóttamann- anna samkvæmt heimildunum. Áreiðanlegar heimildir hermdu að varaforseti Uganda, Mustafa Adrisi hershöfðingi, hefði ekki sézt opinberlega síðan um helgina og ekki komið heim til sín síðan á laugardagskvöld. an þvi er bætt við aó það sé ekkert óvenjulegt að hann sé ekki heima hjá sér um helgar. — Hvað segja þeir um samningana? Framhald af bls. 17 samningar, málefnin flókin og sérkröf- urnar skipta hundruðum Þegar svo bilið milli aðila er eins mikið I upphafi og nú var, hlýtur það að taka tímann sinn að finna lausnina. Afleiðingar þessa samkomulags fara alveg eftir þróun viðskiptakjara okkar og að stjórnvöld hagi aðgerðum slnum svo, að atvinnuvegunum verði gert kleift að bera þær þungu byrðar, sem samkomulagið leggur á þá. En þetta gerir llka kröfur um að forsvarsmenn fyrirtækja stuðli að hagkvæmni I rekstri fyrirtækja sinna og einnig að rlkisvald- ið sýni hagsýni og sparnað I rlkisrekstr- inum.” Veruleg verðbólga hlýtur að fylgja 0 „Samningagerðin er auðvitað ákaf- lega erfið I framkvæmd. þegar forysta ASÍ er jafn veik og raun ber vitni," sagði Ragnar S. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri islenzka álfélagsins. sem sæti á I framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambandsins. „Forysta ASÍ getur ekki tekið ákvarðanir nema I almenn- um málum og þess vegna verður þetta ákaflega þungt I vöfum, þegar verið er að semja viðallt ofan I 50—60 manna hópa, og svo þurftum við að semja við einstök félög innan Verkamannasam- bandsins eftir að samningum við það sjálft var lokið Aðaltímaþjófurinn var þó hið hrópandi misræmi. sem var á sameiginlegri stefnu ASÍ og kröfu- stefna einstakra aðildarsambanda. Það er enginn vafi á þvl að þetta samkomulag bætir kjör fólks verulega. ef tekst að halda uppi fullri atvinnu I landinu. Hætt er þó við ýmsum erfið- leikum vegna verulegrar verðbólgu, sem hlýtur að koma I kjölfar þessa samkomulags.' Samningarnir hafa dregizt alltof lengi ^ „Samningsgerðin hefur dregizt allt- of lengi og við, sem erum utan af landi og höfum verið hér I Reykjavlk slðan 12. aprll höfum verið alltof marga daga á samningafundum án þess að nokkuð hafi gerzt. Þessu er nauðsyn- legt að breyta. þvl hin einstöku verka- lýðsfélög úti á landsbyggðinni ráða ekki við þetta vegna hins mikla kostn- aðar, sem fylgir samningsgerðinni," sagði Sigfinnur Karlsson, formaður Al- þýðusambands Austurlands. Ég trúi ekki öðru en að rlkisstjórninni sé það hlýtt til verkalýðshreyfingarinn- ar, að hún sjái svo um, að hið opinbera taki þátt I þeim glfurlega kostnaði sem samningsgerðinni fylgir." „Eftir allt það, sem hér hefur fram farið slðustu tvo mánuði, eru samn- ingarnir óhagstæðir fyrir láglaunafólk- ið. Því er samt ekki að leyna, að sumir atvinnurekenda hafa látið hafa eftir sér, að samningarnir valdi óðaverðbólgu og að þeir séu I himinblámanum og segja að vinnuveitendur fari á hausinn. Þetta eru venjuleg viðbrögð þeirra rlku Þó vil ég viðurkenna að allir samningar hafa að einhverju leyti verðbólguhvetj- andi áhríf. en svo tel ég þó ekki vera um þennan samning/'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.