Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1977 19 Kappreiðar Sindra við Pétursey Laugardaginn 25. júní heidur hestamannafélagið Sindri sínar árlegu kappreiðar við Pétursey. Þær hefjast kl. 2 með hópreið hestamanna. Siðan fer fram gæð- ingakeppni með spjaldadómum, og einnig er valinn fegursti gæð- ingur Sindra af áhorfendum með atkvæðagreiðslu þeirra. Þá fara fram kappreiðar. Keppt verður- i 250 m skeiði, fyrstu verð- laun eru 7.500 kr., 800 m stökki, fyrstu verðlaun 7.500 kr., 300 m stökki, fyrstu verðlaun 4.500 kr., 250 m folahlaupi, fyrstu verðlaun 3.000 kr og 800 m brokki, en að auki fá þrir fljótustu hestar hverrar keppnisgreinar verð- launapeninga. Þá koma fram börn sem verið hafa i reiðskóla Sindra, hrossa- ræktunarmönnum býðst að koma fram með hóp afkvæma stóðhesta af félagssvæðinu og siðast eru valdir gæðingar Sindra til að taka þátt í Stórmóti sunnlenzkra hesta- manna, sem fer fram á Rangár- bökkum helgina 6. til 7. ágúst í sumar. Þeir sem hyggjast taka þátt í kappreiðum Sindra með keppnis- hross þurfa að tilkynna þátttöku sina til Sigurjóns Árnasonar í Vi'k Framhald á bls. 21 Snyrtivöru- verzlun fly tur Snyrtivöruverslunin Mirra hefur nýverið flutt starfsemi sína úr Silla og Valdahúsinu, Austurstræti 17, í rúmgott húsnæði að Hafnarstræti 17. Mirra, sem er eign Þorsteins Davíðssonar, hafði þá verið til húsa i Austurstræti 17 um 12 ára skeið. Meðfylj- andi mynd var tekin í hin- um nýju húsakynnum Mirru, Hafnarstræti 17, og við afgreiðsluborðið standa María Baldursdóttir og Kristín Hinriksdóttir, sem báðar eru fegrunarsér- fræðingar. Verslunin Mirra hefur á boðstólunum fjölmargar tegundir snyrtivara jafnt fyrir herra og dömur. Bridgeþátturinn hvílir sig fram á haustið... Þar sem bridgefélögin hafa lokið vetrardagskrá sinni mun bridgeþátturinn einnig taka sér frí fram á haustið. Þátturinn hefir verið með líku sniði i vet- ur sem undanfarna vetur og hefur samvinna milli blaðafull- trú: og umsjónarmanns þáttar- Briúge umsjón ARNÓR RAGNARSSON ins verið mjög góð. Þó er ekki hægt annað en minnast á sam- skipti við Bridgesambandið sem aldrei hafa verið minni — en þó væntanlega aldrei eins mikið að gerast hjá BSÍ eins og í vetur. Að visu hefir umsjónar- maðurinn ekki verið nógu dug- mikill við að afla frétta frá sam- bandinu — en vinna við þáttinn er nokkur og hefir verið tekin sú stefna æ meir að blaðafull- trúarnir hafa hringt inn fréttir eða sent inn vélritaðar eða handskrifaðar, a.m.k. einhverja punkta sem hægt væri að vinna úr. Þetta hefir gengið mjög vel og er þetta væntanlega það form sem þarf að vera í vinnu- brögðum þáttarins. En nóg um það. Sem kunnugt er hafa nokkur félög farið út í það að hafa sumarspilamennsku. Við mun- um reyna að birta fréttir frá þeim 'er þess óska einhvers staðar í blaðinu, svo og frá bikarkeppni sveita sem standa mun i allt sumar. Þátturinn mun svo væntan- lega byrja aftur með lík« sniði með haustinu. 46 pör í sumar- spilamennskunni í Domus Medica Sl. fimmtudag mættu 46 pör til keppni í sumarspilamennsk- unni f Domus Medica. Úrslit urðu þessi: A-riðilI: Jön Gíslason — Þórir Sigursteinsson 247 Páll Valdimarsson — Þórður Elíasson 244 Jóhann Guðlaugsson — Sigríður Ingibergsd. 237 B-riðill: Gisli Guðmundsson — Hafsteinn Ólafsson 287 Hilmar Ölafsson — Ólafur K: rlsson 240 Guðrún Bergsdóttir — Steinunn Snorradóttir 237 C-riðill: Björn Eysteinsson — Magnús Jóhannsson 200 Dóra Friðleifsdóttir jguðjón öttósson 172 Jón Hilmarsson — Þorfinnur Karlsson 171 Meðalskor i A- og B-riðli var 210 — 16 pör. Meðalskor í C- riöli 156 — 14 pör. Keppnisstjóri í Domus Medica er Guðmundur Kr. Sig- urðsson og hafði hann skrifað eftirfarandi neðanmáls og ósk- að birtingar: Arnór Ragnarsson — Þakka afbragðs fyrirgreiðslu fyrr og síðar. Það má með sanni segja, að þú hafir haldið merki bridgeíþróttarinnar á loft, ver- ið hennar aðalútbreiðslustjóri um margra ára skeið. í sem fæstum orðum sagt verið henn- ar skjöldur og skjól, og fyrir hönd bridgeíþróttarinnar á ég þá ósk besta, að svo megi enn verða. Kær kveðja Guðmundur Kr. Sigurðsson. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l (iIA SINIÍA- SÍMINN KK: 22480 Frá Samtökum aldraðra Byggingasamvinnufélag Samtaka aldraðra auglýsir hér með eftir umsókn- um um íbúðir í 1. byggingaflokki félagsins að Flyðrugranda 8—8C. í húsinu eru 72 íbúðir 30 — 80 fm, auk venjulegrar sameignar er í húsinu húsnæði fyrir heilsugæslu, föndur, verzlun, setustofu, matstofu og skrifstofu samtakanna, auk húsvarðar íbúðar. Áætlað er að byggingaframkvæmdir hefjist í haust. Þeir félagsmenn, sem óska að koma til, greina við úthlutun íbúða skulu sækja um ákveðna íbúð fyrir 30. júní n.k. Nauðsynlegt er að staðfesta eldri umsóknir. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu Björns og Halldórs s.f., Ármúla 8 og verða upplýsinqar veittar þar virka daqa frá kl. 17 —19 og laugardag kl. 9 —12 og 14—16, sími 82600. Stjórnin. ENSK B0RÐST0FUHÚSGÖGN Wellington stíll QUEEN ANNEdömu skatthol Vínbarir og fleira HÚSGAGNAVERZLUNIN LAUFÁS Laufásvegi 17, sími 22584.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.