Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MANUDEGI Benedikt Eyþórsson — Afmæliskveðja skoðaður i upphafi þá hefði hann aldrei náð fótfestu nokkurs staðar í heiminum, svo mikil er af hon- um ólyktin. Það stendur aftur á móti ein- hvers staðar að alþýðan sé svo nýjungagjörn og marxisminn er það óguðlegasta sem af nýjunga- girninni hefur leitt. Menningar- vitarnir eru að „traktera" mann á þessu en þeir eru með marxisk gleraugu á nefinu, og sjá þar af leiðandi engan hlut i réttu Ijósi. Þess vegna geta þeir ekki skýrt hlutina betur en sagan sjálf, þvi hún er ólygnust. Hér fara á eftir nokkur dæmi um marxískar sögu- skýringar. Ég var i boði I Færeyjum og var verið að tala um Sverri konung. Þá sagði gestgjafinn að hann hefði verið að striða Norðmönn- um með þvi að Færeyingur hefði látið þá trúa því að hann væri réttborinn til konungs i Noregi. Það hefur alltaf leikið vafi á fað- erni Sverris, en það eru allir sam- Þessir hringdu . . . % Blóðrautt sólarlag Eins og titt er um íslenzkar sjónvarpsmyndir er þær eru frumsýndar hér verða oft all- nokkrar umræður og skoðana- skipti um ágæti þeirra og sú hefur einnig orðið raunin með kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar. Einn lesandi Mbl. hringdi og kvaðst hafa fengið sent blað frá Akureyri og vildi gjarnan koma að smá kiausu um umrædda kvikmynd: — Það ætlaði allt að rifna fyrir norðan út af umræddri kvik- mynd. Enginn mælti þessari kvik- mynd bót, en flestum fannst hún hneyksli og sjónvarpsnotendum til skammar að vera boðið upp á annað eins. Rétt er að láta for- ráðamenn sjónvarpsins vita um þessi vonbrigði og reiði norðan- manna yfir kvikmyndinni Blóð- rautt sólarlag. — SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á Skákþingi A-Þýzkalands í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Uhlmanns, sem hafði hvítt og átti leik, og Páhtz. a b c d • I 0 h 20. g4! h5 21. hxg4 Bxg4 22. Re7 + Kh8 (Eftir 22. . . . Dxe7 23. Dxg4 verður sókn hvíts óstöðvandi því hann hótar 24. Dh3 Rf6 25. Rd5) 23. Dg3 IIbe8 (Staða svarts er einnig töpuð eftir 23. ... Bh5 24. Rcd5 Hbe8 25. Bh3 Dd8 26. Rc6 Da8 27. Bg4!) 24. Rf5! gxf5 (Eöa 24. . . Bxf5 25. exf5 Dxf5 26. Bxb7) 25. Dh4 Bh6 (Jafn von- laust var 25. . .. Rf6 26. Bh6 Rh5 27. Bxg7 Kxg7 28. Dg5+ ) 26. Bxh6 og svartur gafst upp. mála um að það sé rétt sem fræg- ur Þjóðverji sagði, að Sverrir konungur hefði verið sonur gjörða sinna. Þjóðverjinn hafði meiri áhugaá fornum fræðum okkar heldur en menntamála- ráðuneytið, þvf annars léti það börnin lesa þau meira. Síðan sagði Færeyingurinn, að Sverrir konungur hefði verið eins og Castro, en þá kallaði ég og sagði að þá hefðu allir verið frjálsir hjá Sverri. Þetta er ekta marxísk söguskýring. Castro var núna að gefa yfirlýsingu um pólitfsku fangana hjá sér og bætti svo við að hann hefði sent morðsveitir sinar til Angóla, þvf annars hefði Suður-Afríkustjórnin hirt Angóla. Sannleikurinn er sá aftur á móti að ef M.P.L.A. hefði ekki fengið stuðning frá honum þá ríkti ekki kommúnismi í Angóla, þvi að aldrei hefði þjóðin viljað hann yfir sig. Frelsisþráin fer ekki eftir litarhætti, því hana hafa allir. Það var lýðveldisárið að lög- lærður kommúnisti sagði mér það að það hefði verið alþýðan á Is- landi, sem unnið hefði sigurinn i frelsisbaráttu okkar, því allir valdsmenn hefðu verið á bandi danska rfkisvaldsins. Ég varð ókvæða við og sagði að auðvitað var allur almenningur á tslandi á móti dönsku einokuninni, en al- menningur hafði þá engan rétt svo hann gat ekkert gert. Stalfnisti, sem ég þekkti vei, sagði mér að hann legði að jöfnu lff almennings í Moskvu og Lond- on. Ég sagði bara hvar er K.G.B. í Englandi og hvar eru geðveikra- hælin fyrir listamennina í Lond- on og hvar er Gulag þar í sveit? Eg hef þetta ekki lengra, en vona að menntakerfið okkar þurfi ekki að borga mörgum sögu- kennurum, sem kenna söguna með marxiskum söguskýringum. Við höfum margt annað þarfara að gera með almannafé. Ilúsmóðir." 0 Fyrirspurn tilGylfa Þ. Gíslasonar. Varðandi grein í Mbl. hinn 12. júní s.l.: „1 grein yðar stendur eftirfar- andi: „Ef laun f landi að viðbætt- um útgerðarkostnaði væru t.d. 140.000,- kr. þyrfti að tryggja fiskimönnum á báðum miðum þær tekjur.“ Spurningin er: Laun hverra i landi skal taka til viðmiðunar við ákvörðun tekna fiskimanna? Með von um skýr svör. Sigurður Sigurðsson, Gnoðarvogi 66, R.“ HÖGNI HREKKVÍSI H-Ö-G-N-I-! í dag á 75 ára afmæli smiðurinn Benedikt Eyþórsson, Skíða-Bensi eins og hann er oft kallaður. Ekki verður beint sagt að hann sé heimspekingur, og þá enn síður að hann hafi rennt sér gegnum lífið á húsgangsklæðum; ekki heldur að hann hafi með gleraugu gengið á skfðum, þvi að gæfuleys- ið féll honum ekki að sfðum. En... niður við Vatnsstfg í Rvik smíðaði Bensi skíði í gamla daga, þótt aldrei hafi sjálfur á skíði komið eftir því sem hann hefur sagt mér — og þótt kominn sé nú út í allt annað (húsgagnaviðgerð- ir), sækir enn að honum, vegna gamla orðsporsins, skiðafólk með biluð Skfði til viðgerðar, þannig að hann getur ekki með nokkru móti losað sig við nafnviðbótina. Og nei, Bensi er ekki listamað- ur eins og Sölvi vinurinn Helga- son, sem Bólu-Hjálmar orti um og ég sný út úr með i upphafi þessar- ar greinar; samt lenti hann í þvi að vera gerður heiðursmeðlimur i listamannafélagi: um það var gerð aöalfundarsamþykkt i félagsskapnum SUM. En vegna draslarabrags í fyrirtækinu því, gleymdist náttúrulega að útbúa heiðursmeðlimsskjalið, sem skrif- ast á reikning rithöfundanna; það gleymdist lika portrettið (málar- arnir!) og brjóstmyndir (högg- myndararnir!); auðvitað veit Bensi vel, að það er ekkert að marka listamenn. En. . . Siðan gallerí SÚM tók til starfa á loftinu fyrir ofan verkstæði Bensa, árið 1969. má e.t.v. segja að þessi tvö annars öliku fyrir- tæki hafi verið samofin. Galleriið hlúði að „vitleysunni" og Bensi hlúði að galleriinu, kannski með því ekki hvað sizt að horfa fram- hjá ýmsu þessu, sem alltaf stend- ur til hliðar vió menninguna; ja hver veit? Kynni mín af Bensa hófust ekki að ráði fyrr en 1972. Þá var hann nýbúinn að halda upp á sjötugsaf- mæliö — gott ef ekki var niðri á verkstæði. Eiginiega hef ég siðan beðið eftir þvi, að hann yrði 75 til þess að hripa þessar fumkenndu línur, vegna þess, að hjá honum hef ég í gegnum árn fengið aö slá á þráðinn og átt ýmis mikilva-g- ustu simtöl ævi minnar. En hvaö er ég, unglingurihn, að gjamnia þetta, eins og væri ég einhver alvörurithöfundur. Það sem ég vildi þó sagt hafa, gæti kannski litið út eftirfarandi: A þessunt timum þegar æ oftar hregður fyrir ntanneskjulegheit- urn af gisnasta taginu að minnir á fjarlægöir rnilli stjarnanna, þá veit ég af Skiða-Bensa vini minur þéttum fyrir, og mér dettur í hug vin í eyðimörk. Já, og svo verður hann að heim- an i dag. K.G. Lán Byggðasjóðs: Fimm sinnum meira til sjávarútvegs en iðnaðar RÚMLEGA helmingur lána og styrkja úr byggðasjóði a síðst liðnu ári runnu til sjávarútvegs eða 577,7 milljónir króna. Er það meir en fimmfalt meira en þjón- usta og iðnaður fengu. Samtals nam upphæð heildarlána og styrkja úr byggðasjóði 1.137,3 milljónum krónaárið 1976. Af því fjármagni, sem kom í hlut sjávarútvegs fóru 241,2 mill- jónir króna til fiskvinnslu og 2 milljónir til fiskmjölsverksmiðja. 334.5 milljónir voru lánaðar til uppbyggingar fiskiskipaflotans, en það nemur 29.4% af heildar- lánsupphæðinni. Landbúnaður var sá atvinnu- vegur, sem kom næst sjávarútveg- inum hvað lán- og styrkveitingar snerti og fékk hann 171 milljón, en heldur meira var lánað til sveitarfélaga eða 194 milljónir til ýmiss konar framkvæmda og áætlunargerðar. Til iðnaöar voru aöeins 53.7 milljónir lánaöar eða 4.7% af heildarlánum en þjónustugreinar fengu ívið meira eða 57 milljónir Engin lán voru veitt til verzlunar, en 15.5 milljónir í vélgröfur og vinnuvélar og 68,4 milljónir fóru til flokks, sem i skýrslu Fram- kvæmdastofnunar ríkisins nefn- ist annað. I rammanum sést hlut- fallsleg skipting heildarlána og styrkja til ofannefndra flokka. Sjávarútvegur 50.8% Sveitarfðlög 17% Landhúnadur 15% Þjónusta 5% lðnadur 4.7% Annað 6% SkurÓRröfur 1.4% EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 0^ SIGGA V/GGA í AiLVtRAk/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.