Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 1977 31 Stykkishólmur: Fagurt veður setti svip sinn Stykkishólmi 21. júnf. 17.JÚNÍ var að venju hátíðlegur haldinn f Stykkishólmi. Veður var hið fegursta svo sem var um allt land og setti það sinn svip á hátfðarhöldin. Þau hófust uppi í skrúðgarði kvenfélagsins kl. 14 um daginn með leik Lúðrasveitar Stykkis- hólms. Þá var stutt helgistund en hátíðarræóuna flutti Pálmi Frímannsson læknir. Fjallkonan las lofgerðarljóð til fósturjarðar- innar, danssýning var og einnig söng Karlakór Stykkishólms nokkur lög. Lúðrasveitin skemmti siðan með léttum lögum og ætt- jarðarlögum. Stjórnandi hennar er Vikingur Jóhannsson en hann hefir stjórnað henni frá upphafi en hún var stofnuð 1944. Kven- félagið hafði svo kaffisölu í Félagsheimilinu og var þar margt um manninn. Loks voru svo íþróttir til skemmtunar á leikvejli staðarins, keppt var í hlaupum, Leiðrétting í MYNDATEXTA á baksíðu Mbl. í gær misritaðist föðurnafn unga mannsins, sem drukknaði í Elliða- vatni aðfararnótt 17. júní. Hans rétta nafn var Jón Sævar Gunnarsson, eins og rétt var greint frá í sjálfri fréttinni. Eru aðstandendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. á 17. júní handbolta og fótbolta. Um kvöldið var dans stiginn til kl. 2 að nóttu. Fréttaritari Fjölmenni á aðalfundi veiðibænda DAGANA 14. og 15. júní s.l. var aðalfundur Land- sambands Veiðifélaga hald- inn að Laugalækjarskóla í Miðfirði. Fundinn sóttu um 50 fulltrúar víðs vegar af landinu og var fundurinn einhver sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið. Á fundinum fluttu ávörp: land- búnaðarráðherra, veiðimálastjóri og formaður veiðimálanefndar. Mörg mál voru tekin fyrir og gerðar um þau ályktanir. Ríkti einhugur á fundinum og almenn- ur áhugi fyrir eflingu samtak- anna. Kosinn var formaður i stað Hermóðs sáluga Guðmundssonar og hlaut kosningu Þorsteinn Þorsteinsson Skálpastöðum, en aðrir í stjórn eru Hinrik Þórðar- son Útverkum, Sveinn Jónsson Egilsstöðum, Haildór Jónsson Leysingastöðum og Jóhann Sæmundsson Asi í Laxárdal. Bókun um Lífeyris- sjóð verzlunarmanna t FRAMIIALDI af frétt Morgun- blaðsins f gær um samkomulag milli verzlunarmanna og vinnu- veitenda um lífeyrissjóðsmál fer hér á eftir bókun, sem aðilar gerðu með sér um þetta atriði: „Aðilar eru sammála um að setja á fót sex manna nefnd, þrjá frá hvorum aðila, sem taki til endurskoðunar reglugerð um líf- eyrissjóð verzlunarmanna. Nefnd- in skili áliti fyrir 1. október nk. og gangi út frá því að í stjórn líf- eyrissjóðsins sitji þrir menn frá hvorum aðila frá og með sama tíma. Þetta samkomulag er skilyrt af hálfu fulltrúa vinnuveitenda að einróma samkomulag verði um meginatriði við endurskoðum reglugeróarinnar." Undir þetta rituðu af hálfu verzlunarmanna þeir Guðmundur H. Garðarsson, Magnús L. Sveins- son og Björn Þórhallsson en fyrir hönd vinnuveitenda undirrituðu hana Albert Guðmundsson, Jón Magnússon, Gunnar Snorrason, Jón H. Bergs og Davið Sch. Thor- steinsson. VarSarferSir hafa jafnan verið fjölsóttar en þessi mynd var tekin i VarðarferB sumariB 1970 viB nýrunniB Hekluhraun. Kunnir staðir á Suðurlandi skoðaðir í Varðarferðinni Starf Landgræðslunnar í Gunnarsholti kynnt LANDSMALAFELAGIÐ Vörður efnir næstkomandi sunnudag, 25. júní, til sinnar árlegusumarferðar og verður að þessu sinni sarið um Suðurlandsundirlendið. Meðal áfanga T ferðinni er Gunnarsholt en þar er aðsetur Landgræðslu rfkisins og verður starfsemi henn- ar kynnt. Varðarferðirnar hafa á hverju sumri verið fjölmennustu ferðir, sem farnar hafa verið frá Reykjavfk og jafnan tekizt vel. Aðalleiðsögumaður f ferðinni að þessu sinni verður Einar Þ. Guðjohnsen, sá kunni ferðagarp- ur, og lýsir hann staðháttum á viðkomustöðum og þvf. sem fyrir augu ber á leiðinni. Fararstjóri f ferðinni verður Óskar Friðriksson, formaður Ferðanefndar Varðar. — Frá Reykjavik verður ekið aust- ur yfir Hellisheiði og allt austur fyrir Hellu en þar verður beygt upp að Gunnarsholti. Gunnarsholt er fyrsti áfangi ferðarinnar, sagði Einar, er við báðum hann að lýsa nokkuð þeirri leið, sem að þessu sinni verð- ur farin í Varðarferðinm — Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. segir þar frá starfi Landgræðslunnar og þarna gefst fólki einnig tækifæri til að drekka morgunkaffi Þá verður ekið framhjá Keldum en ekki stað- næmzt þar. Áfram er haldið niður með Eystri-Rangá og niður á brú hjá Djúpadal. Þaðan er haldið í austur. yfir Markarfljótsbrú og að Skógum undir Eyjafjöllum — í Skógum verður snæddur hádegisverður og dvalið f nokkra stund Þarna gefst fólki tækifæri til að skoða Skógafoss og jafnvel fara AÖalleiðsögumaður I ferðinni á sunnudag verður Einar Þ. Guðjohnsen upp fyrir hann og skoða þá fossa. sem þar eru. Ætli menn að fara í þessa gönguferð er vissara að huga vel að skóbúnaði Þeir, sem kjósa að skoða sig um í Skógum, geta m a skoðað byggðasafnið þar, sem er á margan hátt merkilegt Frá Skógum verður haldið aftur í átt til Reykjavík- ur. farið yfir Markarfljót og upp með Stóra-Dímon en staðnæmzt verður við minningarreit Þorsteins Erlings- sonar I Hlíðarendakoti í Fljótshlíð Þaðan verður haldið um Hvolsvöll og síðari viðkomustaðurinn verður undir Ingólfsfjalli en þar verður boð- ið upp á kvöldsnarl — Á þeirri leið. sem farin verður. er geysimargt. sem hægt er að skoða og ef útsýni verður gott. er fjallasýn af Suðurlandi bæði mikil og fögur Undir Eyjafjöllum er lika alltaf eitthvað nýtt að sjá Ekki má heldur gleyma þvi, að við förum um sögusvið Njálu og renna yfir hana og glöggva sig á staðháttum. sagði Einar að lokum Fararstjóri i ferðinni verður Óskar Friðriksson, formaður Ferðanefndar Varðar. og sagði hann að með ferð þessari væri ekki sizt lögð áherzla á að kynna- starf Landgræðslunnar Varðarferðin væri sem fyrr opin öll um og þá mætti benda félögum i sjálfstæðisfélögunum i nágranna sveitaríélögunum á að þessi ferð stæði þeim einmg opin og m a færi bíll frá Sjálfstæðishúsinu i Hafnar- firði kl 7 30 um morguninn Far gjaldi er mjög i hóf stillt að sögn Óskars en farmiði fyrir fullorðna kostar 3 200 krónur og 1 600 krónur kostar fyrir börn en innifalið er hádegisverður. kvöldsnarl og leið- sögn Sala miða Í ferðina fer fram i Valhöll. Bolholti 7. milli kl 9 og 2 1 og eru nú siðustu forvoð að tryggja sér miða — Varðarferðirnar hafa jafnan tekizt i alla staði hið bezta og ég vona að svo verði ernnig nú í þess ari ferð gefst fólki tækifæri til að ferðast laust við allar áhyggjur af eigm akstri j ferðinni fá menn líka leiðsögn kunnugra um landsvæði sem margir aka um án þess að gefa athyglisverðum stoðum nokkurn gaum, sagði Óskar að lokum Tónlistariðja norræns æskufólks í dag: Kammertónleikar og fyr- irlestrar um nútímatónlist Reykjavík Ensemble á förum ta Þýzkalands Á HÁTÍÐARDAGSKRÁ Tónlistariöju norræns æskufólks í dag, miðviku- dag, eru kammertónleikar í Kjarvalsstöðum kl. 20,30. Þar verður flutt verkið Tríó fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Rolf Inge Godöy frá Noregi, Decending Music fyrir fjórar fiðlur eftir Thomas Jennefelt frá Svíþjóð. Þá verður flutt Tonverkið Movement for string quartet eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson, en verk- ið var samið sumarið 1976 og eru ýmis kerfi og tón- fléttur notaðar til grund- vallar smíði kvartettsins. Á efnisskránni er einnig tón- verkiö Quite Recently eftir Frank Tveor Nordensten frá Noregi, en verkiö er fyrir rafmagnspíanó, rafmagnsorgel, fiölu og kontra- bassa. Sónata eftir Jónas Tómas- son er einnig á efnisskránni, en verkiö er fyrir básúnu og harpscord. Soliloquio fyrir flautu, eftir Lars Bisgaard frá Danmörku er einnig á dagskránni og að siö- ustu Kammerludium eftir Nils Henrik Asheim frá Noregi, en verkiö er fyrir horn, fiðlur, selló og bassa. Nils er aðeins 17 ára gamall, en flesl tónskáldin eru fædri um og eftir 1950. I sambandi viö tóniistarhátiö- ina eru einnig fyrirlestrar í dag opnir öllu áhugafólki, en fyrir- lestrarnir eru i Norræna húsinu. I dag kl. 14—16 ræðir George Crumb um verk ungu Tónskáld- anna og stýrir umræðum og kl. 17—19 er erindaflokkur sem heit- ir Á fremstu víglínu tönsmiöanna, flutt af Hans Abrahamsen, Hans Gefors og Svend Aaauist Johansen. REYKJAVÍK Ensemble fer í tón- leikaferð til Þýzkalands laugar- daginn 25. júni n.k. og er það önnur ferð hópsins til Þýzkalands á þessu ári. Þau, sem fara í ferö- ina nú , eru: Guöný Guömunds- dóttir, Ásdis Stross, Mark Reed- man, Nína G. Flyder, Sigurður Snorrason og Halldór Haraldsson. Mun hópurinn halda til Hamborg- ar og nágrennis, en um páskana föru þau til Suður-Þýzkalands. I þessari tónleikaferö mun Reykja- vík Ensemble flytja á fimni til scx tönleikum eftirtalin verk: Klarí- nett-kvintett eftir Anton Reicha og pianó-kvintett eftir Anton Dov- rák, Islenzka Þjóödansa eftir Jón Ásgeirsson (samda fyrir Reykja- vík Ensemble áriö 1975) og aö lokum nýtt verk eftir. Pál P. Páls- son, sérstaklega samiö fyrir þessa ferö og heitir þaö CÍudis Mana Hasi (samsetning á nöfnum hljóö- færaleikaranna). Eftir fyrstu tónleikana í Ham- borg heldur islenzki konsiilhnn þar boö fyrir tönlistarfólkiö og íslendingafélagiö. Reykjavík Ensentble var stofn- aö áriö 1975 og hefur VVölfang Stross annast allan undirbúning og frantkvæmdir. Meðfylgjandi mynd tók Ijósm. Mbl. Emilía á æfingu hjá Reykja- vik Ensemble í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.