Morgunblaðið - 26.06.1977, Síða 32

Morgunblaðið - 26.06.1977, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JUNt 1977 Georges Pan Cosmatos æsir sig upp við leikstjórnina. Kassöndru-brúin The Cassandra Crossing, 1976. Leikstjóri: George Pan Cosmatos. Þegar þetta birtist, verður vafalítið hætt að sýna myndina. en engu að síður þykir mér rétt að geta hennar að nokkru Áður hefur verið sýnd í Háskólabíó Massacre in Rome (Blóðbað í Róm) eftir Cosmatos. en sú mynd (sem var önnur mynd hans, sú fyrsta nefnist The Beloved) sýndi, að hér var á ferðmnr leikstjóri, sem vert var að hafa gaetur á, þó myndin væri ekki gallalaus Með þriðju mynd sinni, The Cassandra Crossing, sýnir Cosmatos, svo að ekki verður um villst, að hann hefur fullkomið vald yfir kvikmyndamálinu og góða tilfinningu fyrir tímasetn- mgu og hrynjandi The Cassandra Crossing ber efnislega nokkurh keim af hinum margnefndu „stórslysamyndum/ enda hljóta ítalir (Carlo Ponti fram- leiðir) líkt og aðrar kvikmyndaþjóðir (sbr Breta og Juggernaut), að reyna að gera sér mat úr þessum myndaflokki. en 6 milljónum dollara var varið til verksins „Það er skoðun mín," segir Cos- matos, „að meyri eyðilegging stafi af farsótt en af jarðskjálfta, eldsvoða eða jafnvel af sprengju — og farma litleg Við erum sjálfum okkur verst Við erum að drepa okkur á svoköll- uðum framförum " Cosmatos leggur þannig til grundvallar í myndinni vandamál, sem svo sannarlega er þess virði að SIGURÐUR SVERRIR PALSSON Martin Sheen (lék í BADLANDS) skellir upp úr á æfingu með Richard Harris. fjallað sé um, en því miður útfærir hann það engan veginn Engin veru- leg ástæða er gefin fyrir því, hvers vegna verið er að rækta þessa bráð- smitandi bakteríu, sem misheppnað- ur hermdarverkamaður smitast af, né heldur vitum við, hver gefur skipunina um að láta lestina, þar sem hann er um borð ásamt 1000 öðrum farþegum. farast. Cosmatos notfærir sér aðeins þetta ástand til að skapa spennu án þess að leggja nokkuð frekar út af þessum efnivið Hins vegar kynnumst við einka- vandamálum nokkurra farþega. sem jafnframt verða aðalpersónur mynd- arinnar og verður þetta efni rúmfrek- ast í myndinni, án þess að það sé í nokkru tengt grunnhugmyndinni. En eins og áður segir, hefur Cosmat- os mikla tilfinningu fyrir kvikmynda- legri frásögn og kemur það bæði fram í sviðssetningum. kvikmynda- töku og klippingum T d er alllangt síðan ég hef séð jafn skemmtilegt upphafsmyndaskeið (og listilega vel útfært, kvikmyndatökumaður er Ennio Guarnieri) eins og I þessari (ef frá er talið upphafsmyndskeiðið f The Rocky Horror Picture Show, sem er þó aðeins skemmtileg hug- mynd og fær enga lausn eins og þetta) Cosmatos tekst einnig að halda uppi nokkuð góðri spennu til enda og skapa tilfinningu fyrir þröngu sviði lestarinnar Með helstu hlutverk fara þekktir leikarar eins og Burt Lancaster, Ing- rid Thulin, Sophia Loren, Richard Harris, Ava Gadner og Martin Sheen og skila þau hlutverkum sín- um eins og efni standa til, en það er Lee Strasberg, sem ber þó af Carlo Ponti segir um Cosmatos að hann sé „gangandi alfræðibók um kvikmyndir" Cosmatos hefur lært list sína með því að vinna með allmörgum leikstjórum og þegar hann var 1 9 ára var hann einn af aðstoðarmönnum Otto Premingers við gerð myndarinnar Exodus (1960) og síðar vann hann með Cacoyannis að Zorba the Greek (1963) Um tíma vann hann sem klippari í London og einnig vann hann að gerð auglýsingakvikmynda í New Yok Hann lýsir sjálfum sér sem „kvikmyndasjúklingi — mest af því sem ég kann í leikstjórn hef ég lært með því að horfa á kvikmynd- ir." Cosmatos hefur lært sína lexíu allvel, því ekki verður annað sagt en að það sé skemmtilegt að horfa á vinnubrögð hans Hins vegar á hann vonandi eftir að horfa dálftið meira og bæta þar með við lærdóm sinn áður en hann gerist næstu mynd SSP. Lee Strasberg F hlutverki sínu, en Strasberg, sem er 75 ára, lék F sinni fyrstu mynd fyrir tveimur árum (GODFATHER, PART II). Strasberg hefur verið aðalkenn- arinn í The Actors Studfo og m.a. kennt Brando, Dean, Clift, Monroe, Hoffman, Steiger, Newman og Pacino. Oft má satt kyrrt liggja Survive!, mexikönsk, 1976. Leikstjóri: Rene Cardona Snr. ÁRIÐ 1972 brotlenti leiguflugvél í Andesfjöllum, vegna skekkju f út- reikningum siglingafræðings Með vélinni var rugby-lið og nokkrir ætt- ingjar og kunningjar og fimm manna áhöfn. Tólf farþegar af fjörtfu fórust í lendingunni og öll áhöfnin. Vegna rangrar staðarákvörðunar finnst vélin ekki og eftir þrjár vikur er leitinni hætt í millitíðinni hafa nokkrir slasaðir farþegar látist. Þeir sem eftir lifa komast yfir ferðaút- varp, þar sem þeir heyra, að leit hefur verið hætt og allir taldir af Matur er á þrotum þegar einn bend- ir á að það, að eina leiðin til að lifa þetta af sé að borða líkin. Þegar sulturinn sverfur að neyðast allir þeir sem eftir lifa til að leggja sér mannakjöt til munns, þó ýmsir eigi erfitt með það. Skömmu síðar deyja fjórir, þegar snjóskriða fellur á flakið, þar sem farþegarnir halda til. Þeir sjá þá. að þessi bið gengur ekki lengur og þrír þeirra leggja af stað vel nestaðir til að reyna að komast til mannabyggða Einn snýr við á þriðja degi, en hinir tveir komast til byggða eftir tíu daga Sextán farþeg- um er að lokum bjargað úr þessari mannraun Þetta gerðist 1972 og þetta er sýnt í myndinni, sem er gerð 4 árum seinna Sýnt f smáatriðum. Fyrsta spurningin, sem vaknarþegar horft er á myndina er Hvers vegna? Hvaða hvatir liggja á bak við gerð svona myndar? Atburðurinn vakti að sjálfsögðu mikla athygli á sfnum tfma og Clay Blair jnr. skrifaði met- sölubók, sem þessi mynd er byggð á. Þeir sem komust af voru bann- færðir fyrir mannaát og hafa átt erfitt með að reyna að gleyma þessu. En alltaf voru einhverjir tilbúnir að borga stærri og stærri peningaupp- hæðir fyrir nákvæmari og ná- kvæmari lýsingar Og að lokum er reynt að endurskapa atburðinn í allri sinni dýrð Til hvers? Svarið getur ekki verið annað en það, að græða peninga Þrátt fyrir ýmsar slagorða- kenndar setningar þularins í mynd- inni, s.s. „Þeir höfðu gert hið ómögulega Mannsandinn hafði sigrað" f lok myndarinnar, tes eginn að breiða yfir það hugsanaleysi, sem að baki býr. Myndin hefur ekkert til málanna að leggja umfram þann atburð, sem örlögin sköpuðu 1972 Myndinni er f auglýsingum fjálg lega lýst sem kvikmynd um „einn hroðalegasta atburð. sem um getur" en það er ekki að sjá, að höfundarnir hafi gert neina tilraun til að nálgast þennan „hroðalega" atburð með ein- hverjum mannúðarlegum tilfinning- um eða hugsunum Þess í stað grípa þeir til þess að sýna af mikilli kost- gæfni ýmis svöðusár og bólgna fæt- ur, sem gröfturinn frussast úr, þegar skorið er á stærstu blöðrurnar. Og þegar að sjálfu mannátinu kemur, þessum „dramatfska hápunkti" verksins, væntanlega, fáum við að sjá í nærmyndum, hvernig kjötið er skorið frá beinunum og sfðan lagt á flugvélaflakið til þurrkunar, áður en þess er neytt Ofan á þennan við- bjóð bætist sfðan afspyrnulélegur leikur (og enskt tal sett yfir frumtext- ann, sem gerir leikinn en ótrúlegri) og við og við er keyrð upp dramatísk Hollywood—stórslysamyndamúsik. svona til að krydda allt sullið. Þar á ofan eru svo öll „snjóatriði" gerð þokukennd og hálfpartinn út úr fók- us til að reyna að minnka áhrifin af gervisnjónum. Máltækið segir að „oft má satt kyrrt liggja". Mér segir svo hugur um, að það eigi vel við hér. Ef við lítum hins vegar á það, sem óum- flýjanlega staðreynd, að maðurinn sé ekki nógu þroskuð vera til að láta svona atburði f friði, er það lág- markskrafa, að þeir sem framleiða efnið séu starfi sínu vaxnir. Til dæm- is hefðu það verið öllu áhugaverðara að fá að fylgjast með þessu fólki, sem bjargaðist, eftir að það kom til byggða og móttökum umheimsins Maturinn sóttur F kælinn. (Oft má satt kyrrt. . .) við því, en sleppa þess í stað hinum nákvæmu lýsingum, sem áður er getið Hins vegar má einnig segja sem svo, að hverjum og einum er frjálst að búa til kvikmynd um hvað sem er. hvernig sem honum þókn- ast. Það eiga að vera réttindi hvers einstaklings og tjáningarfrelsið má ekki skerða. En þegar kvikmynd hef- ur verið búin til þarf að selja hana í kvikmyndahús og þá kemur í Ijós. hvort forstöðumenn þeirra stofnana hafa sama smekk og framleiðand- inn. Og satt best að segja veit ég ekki hvað þeir sjá við myndina Ekki er hún spennandi og tæplega verður hún kölluð skemmtileg En ég hef nú heldur aldrei skilið smekk þess- ara manna niður f kjölinn Hins vegar verð ég að lýsa furðu minni á því, að myndin skuli yfir höfuð vera sýnd, og þá ekki hvað síst yfir því, að hún skuli vera sýnd í Laugarás- bíói, sem rekið er af virðulegri líknarstofnun Annars mætti ætla að þetta kvikmyndahús sé að verða einhverskonar útibú læknadeildar Háskólan undan Survive var sýnt sýnishorn úr næstu mynd (Journey to the Beyond), sem greinilega lýsir eingöngu allskyns yfirnáttúrulegum lækningum, með tilheyrandi nær- myndum af einhverjum líffærum Svo það eru bjartir tfmar framundan fyrir læknanema í Laugarásbiói SSP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.