Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 140. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. JtJNl 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Andstæðingar Ecevit gengu út af þingfundi Ankara, 28. júnf. Reuter. HÆGRIsinnaðir andstæðingar Bulents Ecevits, hins nýja forsæt- isráðherra Tyrklands, gengu út af þingfundi meðan ráðherrann flutti stefnuræðu minnihluta- stjðrnarinnar f dag. Ecevit var harð- >rður f garð fyrri stjðrnar, og kvað hana meðal annars bera ábyrgð á Lögreglumenn f Soweto, vopnaðir vélbyssum, rifflum og táragassprengjum. 23 ungir blökkumenn handteknir í Pretóríu Jóhannesarborg, 28. júnf. Reuter. 23 UNGIR blökkumenn voru handteknir f Pretórfu f morgun er þar var að hefjast mótmæla- fundur vegna stefnu S- Afríkustjórnar f fræðslumálum. Mósambique vill hemað- araðstoð SÞ Sameinuðu þjóðunum, 28. júní. Reuter. Á FUNDI öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna f dag, fór stjórn Mósam- bique fram á hernaðaraðstoð til að brjóta á bak aftur sffelldar hernaðaraðgerðir af hálfu Rhod- Framhald ábls. 18 Flestir voru mennirnir frá Atteridgeville, sem er f útjaðri Pretórfu, en þar kom til átaka sfðar um daginn. Beitti lögreglan táragasi þegar unglingar hófu grjótkast á skólahús og báru eld að flutningabfl. Sir de Villiers Graaf, formaður Sameiningarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, lagði til á flokksþingi f dag, að Samein- ingarflokkurinn yrði leystur upp um leið og hann sagði af sér sem leiðtogi stórnarandstöðunnar. Hann kvaðst þeirrar skoðunar að nýr stjórnarandstöðuflokkur þarfnaðist nýs leiðtoga, en tjáði sig fúsan að gegna þeirri stöðu til bráðabirgða. Á morgun fer fram formleg stofnun nýs flokks með aðild fylgismanna Sameiningar- flokksins og Lýðræðisflokksins. Sameiningarflokkurinn á nú 30 fulltrúa á þingi, en Lýðræðis- Handtekin fyrir njósn- ir í þágu A-Þýzkalands Karlsruhe, 28. júni. Reuter. HJÓN, sem bæði eru starfsmenn í stöðvum vestur-þýzka flughersins í námunda við Köln, hafa verið handtekin fyrir njósnir í þágu Austur- Þýzkalands. Einnig hefur austur-þýzk kona verið handtekin fyrir að flytja óleyfilegar upplýsingar milli Vestur- og Austur- þýzkalands, og hefur hún starfað fyrir a-þýzka öryggismálaráðuneytið. Njósnararnir voru handteknir s.l. laugardag. í maímánuði var allmikið um handtökur í Vestur-Þýzkalandi fyrir meintar njósnir. Meðal þeirra, sem þá voru handtekin, var starfsstúlka í skrifstofu Sehmidts kanslara og formaður félags v-þýzkra rannsóknarlög- reglumanna. 31 hefur verið handtekinn i Vestur-Þýzkalandi fyrir njósnir i þágu kommúnistaríkjanna það sem af er þessu ári, en allt árið 1976 voru handteknir 48 njósn- arar. flokkurinn engan. Þriðji stjórnar- andstöðuflokkurinn, Framfara- sinnaði umbótaflokkurinn, er með 12 þingmenn, en áhrif þess- ara flokka á stjórn landsins eru nánast engin, þar sem Þjóðar- flokkur Vorsters hefur yfir að ráða 123 þingsætum. Framhald á bls. 18 OECD spá- ir minni verðbólgu Parfs, 28. júnf. Reuter. SAMKVÆMT nýrri efnahags- spá, sem Efnahags- og fram- farastofnunin í París birti f dag, mun draga úr verðbólgu- vexti f sjö helztu iðnrfkjum, sem aðild eiga að stofnuninni, fyrstu sex mánuði næsta árs. Þannig eru horfur á að verð- bólga í Bretlandi verði 8.5%, en á fyrra misseri 1977 hefur hún verið 17%. Á ítalíu er gert ráð fyrir 15% verðbólgu í stað 23% á sama tima i ár, i Japan eykst verðbólga úr 7.6% i 9.6% miðað við sama tima, I Kanada eykst hún úr 6.9 i 8.2%, en í Bandaríkjunum, V-Þýzkalandi og Frakklandi verður hún svipuð og nú. „fullkominni óreiðu f landinu, deilum og pólitfskum morðum“. Hann fjallaði að mestu um innan- rfkismál og efnahagsmál, en lýsti fylgi sfnu við slökun á alþjóða- vettvangi og hét stuðningi við Tyrki á Kýpur um leið og hann áréttaði að lausn Kýpur-málsins væri fógin f þvf að eyjan yrði sjálfstætt og hlutlaust rfki, sem skiptist milli þjóðarbrota Tyrkja og Grikkja. Um varnarmál sagði Ecevit, að Tyrkir þyrftu að annast þau sjálf- ir að verulegu leyti og sagði, að öryggi landsins mætti ekki ráðast af afskiptum eða afskiptaleysi annarra. Hann lýsti yfir samstöðu við þróunarlöndin og sagði að stjórn sin mundi leita samvinnu við þau, svo og nágrannalöndin. Framhald á bls. 18 Ecevit. Spánn: Forseta útlagastjórnar Katalóníu boðið til viðræðna við stjórnina Mardid, 28. júní. Reuter. FORSETI útlagasjórnar Katalón- fu, Josep Tarradellas, sem nú er 78 ára að aldri og verið hefur f útlegð f Frakkiandi frá árinu 1939, er kominn til Spánar. Við heimkomuna átti hann viðræður við Adolfo Suarez forsætisráð- herra, sem hafði forgöngu um að hann kæmi til landsins, og er búizt við því að hann ræði við Juan Carlos konung fljótlega. Með þvi að fá Tarradellas til að koma til Madrid er álitið að Suar- ez hafi sýnt verulega stjórn- kænsku, en eftir sigurinn í Kata- lóniu í þingkosningunum hefur Juan Carlos konungur - hittir Tarradellas að máli. eitt helzta baráttumál Sósialista- flokksins verið að fá Tarradellas til Spánar og að hafnar verði við- ræður um að koma aftur á sjálf- stjórn i Katalóniu. Við komuna til Spánar sagði Josep Tarradellas, að hann væri í heimsókn að þessu sinni, en mundi setjast að á Spáni að þvi tilskildu að Katalónia fengi sjálf- stjórn á ný og hann yrði viður- kenndur sem forseti hennar. Blöð í Katalóniu fagna mjög heimkomu Tarradellas og viðræð- um hans við Suarez. Katalónia fékk sjálfstjórn árið 1932 en var svipt henni i borgara- styrjöldinni. Dularfullt mannshvarf í Belgrad Belgrad, 28. júnf. Reuter. BARÁTTUMAÐUR fyrir mannréttindum f Ukrafnu hvarf með annarlegum hætti af gistihúsi f Belgrad f dag, skömmu áður en fréttamanna- fundur sem hann hafði boðað til, átti að hefjast. Þegar frétta- menn komu til fundarins og spurðu eftir Feydynsky f gesta- móttökunni, var þeim sagt að hann hefði skömmu áður greitt reikning sinn og yfirgefið gisti- húsið. Skömmu sfðar sáu tveir vestrænir fréttamenn hvar manni var troðið inn f bláa Fiat-bifreið fyrir utan gistihús- ið. Veitti hann mótþróa en var yfirbugaður og ók bifreiðin sfð- an á braut f miklum flýti. Feydynsky er aðili að samtök- um, sem nefna sig Upplýsinga- miðstöð Ukraínu, og hafa sam- tökin afhent skjal, undirritað af 5 þúsund bandarfskum borg- urum, þar sem þess er krafizt að mannréttindi verði virt í Úkraínu og því haldið fram að Sovétstjórnin standi þar að trúarofsóknum og þjóðarmorði, auk þess sem tjáningar- og fundafrelsi sé óþekkt þar um slóðir. Frá því að Belgrad- ráðstefnan hófst fyrir hálfum mánuði hefur 18 vestrænum baráttumönnum fyrir mann- réttindum verið visað úr landi i Júgóslaviu fyrir meint afskipti af stjórnmálum og röskun á ráðstefnuhaldinu. Er i flestum tilfellum um að ræða stuðnings- konur við málstað gyðinga austantjalds. Bandariskur fréttamaður taldi sig i kvöld hafa heimildir fyrir þvi að Feydynsky hefði lent í klóm öryggislögreglunnar í Belgrad, og benti ýmislegt til þess að hann hefði verið fluttur um borð i flugvél. Hafa júgóslavnesk yfirvöld hvorki viljaó staðfesta þessa kenningu né visa henni á bug, þannig að hvarf Feydynskys er enn óráð- in gáta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.