Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 1977 Járnidnadar- menn hafa samið MÁLM- OG skipasmiða- samband íslands staðfesti sfðastliðinn sunnudag kjarasamninga þá, sem sambandið hafði gert við Samband málm- og skipa- smiðja. Engar breytingar voru gerðar á samkomu- laginu frá því er fyrirvara- undirritun fór fram hinn 20. júnf sfðastliðinn. Málm- og skipasmiðir fá sam- kvæmt samkomulaginu þær 18 þúsund krónur sem aðrir hafa samið um, en að auki fá þeir sveinar, sem hafa meistarabréf, 5% fyrir það og inn í samkomu- lagið kemur og 4% hækkun, sem er starfsaldurshækkun eftir 5 ára starf. I samningum eru nú þrjú launaþrep. Járniðnaðarsveinn með viðgerðar- og þungaálag fær nú i vikukaup á fyrsta ári 23.452 krónur og hækkaði kaup hans um 21,58%, á 2. og 3. ári fær hann 24.022 krónur og er hækkun laun- anna þá 20,96% á 4. og 5. ári fær hann 25.029 og er hækkunin þar 19,90% og eftir 5 ára starf fær hann 25.864 krónur og er hækk- unin þar 23,04%. Vikukaup 5 ára sveins með 20% yfirborgun og 10% námsskeiðs- álag er nú 30.792 krónur, sem gerir á mánaðarlegum grunni 133.422 krónur. Vikukaup 5 ára sveins með 20% yfirborgun, 10% námsskeiðsálag, 7% meðalóþrifa- álag og 5% vegna meistarabréfs er hins vegar 33.539 krónur, sem er á mánaðarkaupsgrundvelli 145.324 krónur. Sibbi lét ekki ævintýrið ganga sér úr greipum og klifraði léttilega upp i eitt tréð við Bræðraborgarstiginn, en Sibbi er þó ekki aldeilis óvanur trjám, því í nokkur ár hefur hann búið i Addis Ababa i Eþfópfu. Kappinn heitir fullu nafni Sigurbjörn Bernharðsson. Prestastefnan á Eiðum: Ljösmynd Mbl. RAX. Tillaga um gerbreytt skipulag kirkjunnar Prestastefna hófst i gær á Egils- stöðum og er það f fyrsta sinn í sögu landsins sem prestastefna er haldin f Austfirðingaf jórðungi. II ún hófst með þvi að messað var f Egilsstaðakirkju kl. hálf ell- efu f gærmorgun. Vestur- fslenskur prestur, Erik H. Sigmar, predikaði og þrfr prestar þjónuðu fyrir altari. í þessari messu var f fyrsta sinn hér á landi kynntur nýr messusöngur, sem er upprunninn f Frakklandi. Að lokinni messu var snæddur hádegisverður í Valaskjálf f boði sýslunefndar, en eftir hádegið var prestastefnan svo formlega sett af biskup í Egilsstaðakirkju. Þeirri athöfn var útvarpað beint, en messunni verður útvarpað n.k. sunnudag. Að lokinni athöfninni í Egils- staðakirkju var farið til Eiða og þar hófust fundarstörf kl. hálf fimm. Fyrir prestastefnunni liggur álit starfsháttanefndar þjóðkirkj- unnar, en hún hefur starfað í þrjú ár. Álitið er mikið að vöxtum og fylgir því tillaga að gerbreyttri skipulagingu þjóðkirkjunnar. 1 tiliögunni er gert ráð fyrir auknu fjárhagslegu sjálfstæði kirkjunn- ar og auknu starfi leikmanna inn- an hennar. Einnig er gert ráð fyrir að biskupsdæmi verði 3 hér á landi, eitt fyrir allt landið og sérlega suðvesturhlutann, einn biskup sitji i Skálholti og annar á Akureyri eða Hólum í Hjaltadal. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir því að prófastdæmin verði gerð að starfsheildum og skipti prestar innan þeirra með sér verkum. Ekki er búist við miklum deil- um um þetta álit starfshátta- nefndar á prestastefnunni, en fundur í Prestafélagi íslands verður haldinn á fimmtudag og þar verður sennilega deilt um ým- is atriði sem felast í álitinu, t.d. það að leggja eigi niður prests- kosningar, enda er Prestafélagið st arf sgrei n af él ag. Prestastefnunni lýkur á fimmtudag. Baráttan við sovétkerfið Frásögn af erfiðleikum íslendinga á Moskvuflugvelli Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær, urðu tveir tslendingar fyrir óþægindum á Moskuflugvelli, er þeir höfðu þar viðdvöl ásamt 22 öðrum löndum sínum á leið frá Kína. Einn ís- lenzku ferðalanganna skýrði Morgunblaðinu nánar frá erfiðieikum þeim, sem félagarnir lentu í á Moskvuflug- velli. Annar þeirra, mun hafa týnt vegabréfi sínu i Peking, en strax og það varð ljóst, voru gerðar ráðstafanir til þess, með aðstoð danska sendiráðsins, að fá vegabréfið endurnýjað. Þá hafði maðurinn einnig glatað vegabréfsáritun sinni til Sovét- ríkjanna, en ráðgert var að hafa eins dags viðdvöl I Moskvu. Hinn maðurinn varð fyrir þvi óhappi, að vegabréfsáritun hans rifnaði frá vegabréfinu og hluti hennar týndist. Þegar svo kom til Moskvu voru vegabréfa- skoðarar ekki ánægðir með að annar íslendinganna var án vegabréfsáritunar en hinn að- eins með hluta hennar. Voru því þessir tveir farþegar settir til hliðar og treystu embættis- menn í Moskvu sér ekki til að afgreiða málið á svo stuttum tíma sem þurfti. Þetta var síð- degis og strax daginn eftir var fyrirhugað að hópurinn flygi til Kaupmannahafnar. „Gengur allt þarna hægar í þessu skrif- stofuveldi en gengur og .gerist yfirleitt," sagði þessi ferðalang- ur, heimildarmaður Mbl., og voru því þessir tveir íslending- ar settir á transit-hótel. Sendiráðsritarinn f íslenzka sendiráðinu, Jón Ögmundur Þormóðsson, gekk i málið, sér- stakleg þar sem annar mann- anna er roskinn, 77 ára, og þótti ekki gott að leggja slíkar mála- lengingar á hann og náðist hann út af transit-svæðinu um kvöldið. Fór hann síðan með Framhald á bls. 18 Klæddur trollpoki Nýlega fundu skipverjar á Hólmanesi ómerkt ís- lenzkt troll, sem klætt var þéttriðnum poka. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk frá Landhelgisgæzlunni í gær- kveldi, hafði hún engin af- skipti haft af þessum fundi, þar sem engin merki munu hafa verið á trollinu. Hins vegar munu sérfræðingar hafa séð á handbragðinu einu að um íslenzkt troll var að ræða. Talið er líklegt að troll þetta hafi legið alllengi í sjó og mun ógerningur að rekja hvaðan það er upprunnið. Samkvæmt núgild- andi reglugerð á trollpoki að vera með 155 millimetra möskva, en reglugerðarbreyting um möskva- stærð var gerð fyrir síðastliðin áramót, en áður var heimilt að vera með 135 millimetra möskva. Framhald á bls. 18 Norðlending- ar þinga um félagsheimili Skagaströnd, 28. júní —. RÁÐSTEFNA um félagsheimilis- mál á Norðurlandi verður haldin á Skagaströnd 2. júlf 1977. Fjórð- ungsþing Norðlendinga 1976, sem haldið var I Siglufirði, ákvað að gangast fyrir þessari ráðstefnu um félagsheimili á Norðurlandi og um þátt þeirra I félags- og menningarlffi fjórðungsins. Nú hefur verið ákveðið I samráði við menntamálaráðuneytið, að halda ráðstefnuna I félagsheimilinu Fellsborg, Skagaströnd, og hefst hún laugardaginn 2. júlf klukkan 09.30 fyrir hádegi. Áætluð ráð- stefnuslit eru sama dag klukkan 18.30. Á ráðstefnunni verða haldin fjögur framsöguerindi, en þau eru: Starfsemi og uppbygging félagsheimila, Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi ríkisins, Félagsheimili í þéttbýli, Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri i Ólafs- firði, Félagsheimili i sveitum, Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Mæli- felli, Skagafirði, Byggðarlag án félagsheimila, Skúli Jónasson, framkvæmdastjóri, Siglufirði. Sérstakir umræðuhópar undir stjórn framsögumanna fjalla um hin ýmsu málefni félagsheimil- anna. Niðurstöður þeirra og ráðstefn- unnar verður vfsað til menningar- málanefndar fjórðungssambands- ins, sem undirbýr tillögugerð fyrir næsta fjórðungsþing Norð- lendinga, sem haldið verður sfðar í sumar f Varmahlfð. Ráðstefnan er öllum opin með málfrelsi og tillögurétt. — Fréttaritari. Skáksamband Bandaríkjanna: Bíðum og sjáum hvað marg- ir og hver jir bjóða sig fram Nýr forseti bæjarstjómar á Akranesi Valdimar Indriðason var kjör- inn forseti bæjarstjórnar Akra- ness á fundi bæjarstjórnar 23ja júnf sl. Sem kunnugt er urðu meirihlutaskipti f bæjarstjórn Akraness í vetur og er núverandi meirihluti skipaður fjórum Sjálf- stæðismönnum, 2 Alþýðuflokks- mönnum og einum Alþýðubanda- lagsmanni, en Framsóknarflokk- urinn hefur tvo bæjarfulltrúa. Þegar fyrri meirihlutinn sprakk var Danfel Ágústínusson forseti bæjarstjórnar og sat hann áfram út forsetakjörtfmabilið, enda þótt hann væri kominn f minnihluta eftir breytinguna. Nýr forseti bæjarstjórnar var svo kosinn sem fyrr segir og hlaut Valdimar 7 atkvæði, en Framsóknarmennirn- ir tveir sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Á þessum fundi bæjarstjórnar Akraness var samþykkt að fjölga bæjarstjórnarfundum og verða þeir framvegis á hálfs mánaðar fresti til að bæjarfulltrúar geti haft betri og nánari áhrif á gang mála. „Ég held að það sé af- staða skáksambands Bandarfkjanna að bíða og sjá til, hvað margir og hverjir bjóða sig fram til forsetastarfs fyrir AI- þjóðaskáksambandið,“ sagði Morrison, fram- kvæmdastjori banda- rfska skáksambandsins, f samtali við Mbl. „Enn sem komið er vitum við aðeins um tvo frambjóðendur," sagði Morrison, „stórmeistar- ana Gligoric og Friðrik Ólafs- son, en við höfum heyrt um tvö önnur framboð; Rafael Mendes frá Puerto Rico og Campoman- ez frá Filippseyjum. Og ef til vill verða frambjóðendurnir fleiri.“ Þegar Mbl. spurði Morrison, hvort hann ætti von á því að stjórnmál blönduðust inn i forsetakjörið eða spurningin um það, hvort menn vildu höfuðstöðvar FIDE áfram í Evrópu eða ekki, svaraði hann því til, að ef til vill myndu einhverjir vilja blanda stjórn- málum saman við forsetakjörið, en forsétastarf FIDE ætti að vera framkvæmdastjórnarlegs eðlis og alls ekki pólitiskt. Þá yrði einnig að hafa í huga, að á engan hátt mætti gera skrif- stofu FIDE erfiðara um vik að inna af hendi þá þjónustu, sem hún nauðsynlega þarf að veita hinum ýmsu skáksamböndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.