Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 1977 3 Löndunartækni í Reykjavík gamaldags: Langt á eftir því sem ger- ist á ísafirði og Akureyri Bónusborgun hærri í Reykjavík „Þær tölur sem Morgunblaðið birti I gær um löndunarkostnað við fiskuppskipun úr togurum I Reykjavík annars vegar og á Akureyri og tsafirði hins vegar, eru þvf miður að mestu réttar og sá munur sem er á löndunarkostnaði á þessum stöðum á sér margar orsakir," sagði Sigurjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Togaraafgreiðslunnar, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Í samtalinu við Morgunblaðið sagðist Sigurjón vilja nefna nokkur dæmi sem lyfti kostnaði við löndun I Reykjavfk upp. Kvað hann löndunartækni vera orðna langt á undan á Akureyri og Ísafirði og togarar frá þessum stöðum notuðu eingöngu kassa, sem sfðan væru þvegnir f frystihúsunum áður en þeir færu um borð. Í Reykjavfk þyrfti hins vegar fjóra menn á bryggju við löndun úr hverjum togara til að þvo lestarborð, en þau væru ekki notuð að neinu marki um borð f skipum þar sem kassar væru notaðir. Þá þyrfti að hafa 10 menn um borð f togurunum f Reykjavfk þegar verið væri að taka fs. Ísafjarðar- togararnir væru hins vegar allir búnir fsvélum og tækju þvf yfirleitt ekki fs. „Spánartogararnir sem gerð- ir eru út frá Akureyri hafa að visu ekki ísvélar, en þeir eru með kassa og er þeim raðað út í síðurnar og ísinn siðan látinn renna i gegnum lestarlúgu I miðstiu, þannig að engan mann %þarf í lest þegar hann er tek- inn, en hér þarf að moka hon- um út i siðurnar." Þá sagði Sigurjón að við lönd- un I Reykjavik þyrfti 1—2 krana til að hífa fiskinn upp úr lestunum á vörubilspalla. Á Ak- ureyri þyrfti aðeins að nota einn krana þar sem lyftari i lest æki kössunum undir þá lúgu sem kraninn færi yfir. Á ísa- fjarðartogurunum væri vökva- krani um borð, og þyrfti því enga leigu að greiða fyrir notk- un á honum. Þá væru yfirleitt 2 menn sem skiptust á að vinna á hverjum krana i Reykjavik, en á Akureyri einn, hverju sem það sætti. „Hér i Reykjavík. er unnið eftir sérstöku bónuskerfi, sem miðast við afköst og svo er einn- ig á Akureyri, nema hvað það er eins konar „prernia", sem skiptist á allan mannskapinn, kr. 300 á tonn. Sem dæmi vil ég nefna að fyrir skömmu lönduðum við 82 lestum úr togaranum Hjörleifi og greiddum þá 68.600 kr. i bónus, en ef þessum afla hefði verið landað á Akureyri, hefð- um við þurft að greiða kr. 24.600 í bónus, þannig að mun- urinn á þessari einu löndun er kr. 44.000. Á annan í páskum og þriðju- dag eftir páska lönduðum við 224 tonnum úr Ingólfi Arnar- syni og greiddum 302 þús. kr. í bónus, en e.f aflanum hefði ver- ið landað á Akureyri, hefðum við þurft að greiða 67.200 kr. i bónus og á þessari löndun mun- ar hvorki meira né minna en 234.800 kr.,“ sagði Sigurjón. Ennfremur sagði Sigurjón, að ekki þyrfti að kvarta undan þeim mönnum sem ynnu við togaralandanir i Reykjavík, þeir væru hver öðrum duglegri. Morgunblaðið spurði Sigur- jón hvort aðstaða til löndunar úr togurum í Reykjavík myndi ekki breytast mikið þegar tog- araafgreiðslan flyttist yfir I Bakkaskemmu. Sagði hann, að á þvi léki ekki nokkur vafi og menn gerðu jafnvel ráð fyrir að hægt yrði að flytja afgreiðsluna Sigurjón Stefánsson. þangað fyrir áramót. Þá yrði aðstaðan svipuð og á Akuréyri, þar sem flest útgerðarfélögin hér hygðu nú almennt á notkun fiskkassa um borð I togurunum. Lyftarar myndu þá taka við kössunum á bryggjunni og færa þá I kælda móttöku í skemm- unni, siðan gætu frystihúsin náð þangað i fiskinn eftir þörf- um og um leið spara hundruð þúsund í bilakostnað, sem væri örugglega geigvænlegur, þar sem oft þyrfti að vera með f jölda bíla til taks við löndun úr einum togara eins og nú hátt- aði, t.d. mættu aldrei vera færri en 2—3 bílar til taks á bryggj- unni, þar sem oft kæmu fleiri en ein fisktegund upp úr lest- inni á stuttum tima og ekki mætti blanda fiskinum saman á vörubílspöllunum. 19. júní ad sel j- ast upp TlMARIT Kvenréttindafélagsins, 19. júní, befur selzt upp hjá félag- inu. Tfmaritið, sem kemur út einu sinni á ári, hefur einu sinni áður selzt upp, þó ekki á eins skömmum tima og nú. Bókaverzl- anir hafa óskað eftir fleiri eintök- um til sölu, en félagið hefur ekki getað látið þau f té. Þó mun hluti upplagsins hafa farið út á land og er enn óuppgert við söluaðila þar og gæti þvf eitthvað af þeim ein- tökum komið til baka. Erna Ragnarsdóttir hjá Kven- réttindafélaginu sagði að þessi mikla sala hefði komið félögunum á óvart, þar sem blaðið var frekar dýrt, 600 krónur eintakið. Erna sagði að sérstaklega hefði blaðið selzt vel, þar sem Auður Eir Vil- hjálmsdóttir hefði verið í fram- boði við prestskosningar, en í blaðinu er sérstaklega fjallað um þau mál. Ennfremur kvað Erna aukinn áhuga á jafnréttismálun- um að 'öllum likindum hafa átt sinn þátt í velgengni blaðsins að þessu sinni. Nafn piltsins sem fórst Pilturinn sem fórst i bifreiða- slysi undir Eyjafjöllum hét Svein- björn Einarsson og var hann 14 ára að aldri, eins og fram kom i frétt Morgunblaðsins i gær, til heimilis á bænum Yzta Skála. Pílagrímaflug Flugleiða: Möguleikar á flutningi 12—13 þúsund pflagríma í ár Flugleiðir hafa gengið frá samningum um flutning 5000 pflagrfma milli Kana og Nfgerfu, en möguleikar eru á að fluttir verði allt að 12—13 þús. pflagrfm- ar. Sem kunnugt er var samið við Loftleiðir i fyrra um flutning 10 þús. pilagríma, en flutningarnir urðu talsvert minni en um var samið. Afrikönsku aðilarnir sem semja um pilagrimaflugið hafa aðeins samið við tvö flugfélög ut- an Nígeríu, Loftleiðir og Tranz International. Samkvæmt upplýs- ingum Þórarins Jónssonar, for- stöðumanns flugdeildar Flug- leiða, er ákveðið að ein vél fari i þessa flutninga, en þeir verða á timabilinu 23. okt.— 15. des., en ef félagið tekur að sér meiri flutn- inga verða tvær vélar sendar. Möguleikarnir á aukningu i far- þegafjölda byggist á þvi að þau flugfélög frá Nígeríu sem samið hefur verið við um til að flytja ákveðinn fjölda pilagrima, hafa ekki vélakost til flugsins og hafa beið Loftleiðir að taka að sér flutningana gegn umboðslaunum. Verið er að kanna hjá Loftleiðum hvort félagið getur leigt vél til þeirra flutninga og mun það skýr- ast á næstu dögum. 7-------- Eru þeir að fá 'ann -? m >-------- Róleg byrjun í Korpu. Veiði hófst i Korpu hinn tutt- ugasta þessa mánaðar og fyrstu tvo dagana veiddist ekki branda i ánni. Síðan fór lax að gera vart við sig og á sunnu- dagskvöldið voru tiu komnir á land, frá 2,5 og uppí 9 pund. Allur þessi afli var tekinn I fossunum niður við sjó og var á sunnudaginn urmull af laxi í Sjávarfossi. Reytingur af laxi er kominn upp fyrir fossana og hann hefur sézt í lóninu fyrir ofan stífluna. Þrjú vinsæl silungsvötn Eftirfarandi upplýsingar um veiðina í eftirtöldum vötnum eru byggðar á því hvernig hún kom undirrituðum fyrir sjónir, en hann hefur farið margar ferðir i þau að undanförnu. Elliðavatn Veiðin i Elliðavatni hefur verið mjög góð í sumar, bæði fyrir flugumenn og maðka- menn, þó að flugan hafi þar vinninginn. Bleikjan er mjög væn og falleg og af og til setja menn I urriða, sem stundum eru mjög vænir. Höfum við bæði frétt af og séð nokkra slika allt upp i 3 pund. Veiði- leyfi fást á bæjunum og einnig í Vesturröst og kosta 500 krónur fyrir hálfan dag. Kleifarvatn Þegar myndir fóru að birtast I fjölmiðlum, af stórbleikjum i Kleifarvatni fórum við á stúf- ana og litum á vatnið. Víst er, að meira hefur veiðst af mjög vænni bleikju heldur en í ann- an tima, en mikill hluti aflans er þó fiskur sem myndi sóma sér betur I sardínudós en í stöðuvatni. Veiðileyfi fást á bensínstöð OLÍS, Vesturgötu 1, Hafnarfirði, og kosta þau 400 krónur fyrir daginn. Framhald á bls. 18 A/Klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir og þarf því aldrei að mála. A/Klæðning er úr áli sem má beygja án þess það brotni og ef það verður fyrir miklu höggi tognar á því en það rifnar ekki. Annars er álið í A/Klæðningu svo þykkt að það þolirtöluvert högg án þess að á því sjáist. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/Klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar. A/Klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. ______________________________ A/Klæðning er auðveld í uppsetningu og hefur reynst vel í íslenskri veðráttu. Afgreiðslufrestureralvegótrúlegastuttur. Leitið upplýsinga og kynnist möguleikum Sendið teikningar og við munum reikna verðtilboð yður að kostnaðarlausu. » ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SfMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. KLÆDNIN G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.