Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 1977 LEIKFELAG HÚSAVÍKUR: í DEIGLUNNI Höfundur: Arthur Miller Þýðandi: Jakob Benedikts- son Leikstjóri: Haukur J. Gunn- arsson Leikmynd: Sveinbjörn Magnússon og Haukur J. Gunnarsson Búningateikningar: Haukur J. Gunnarsson Svo oft er búið að fjalla um leikrit Arthurs Millers í deigl- unm hér í blaðinu að ekki er ástæða til að fjölyrða um Leiklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON það. Miller styðst í verkinu við sannsögulega atburði í Salem í Bandaríkjunum árið 1962, emkennilegt galdra- mál og ofsóknir vegna þess. Sagt er að Miller hafi haft McCarthyismann í huga þeg- ar hann samdi í deiglunni, enda fékk hann sjálfur að kenna á honum. En í deigl- unni er sígilt dæmi um of- stæki og fláttskap og þrátt fyrir allt mannlega reisn. Miller er enginn einfeldning- ur sem aðeins sér heiminn í tveimur litum. í verkum hans er dýpt og fjölbreytni. I deiglunni er vandasamt verk sem i rauninni er aðeins á færi þjálfaðra leikara að fást við Það er því sérstök ástæða til að fagna góðum árangri Leikfélags Húsavikur. Gestaleikur félagsins í Iðnó heppnaðist vel þrátt fyrir ýmsa vankanta. Það er alltaf lærdómsríkt að sjá áhuga- menn leika. Að þessu sinni var þess freistað að ná lengra en í venjulegri áhugamanna- sýningu, meiri kröfur gerðar. Af þeim leikurum sem undirrituðum þótti mest til koma má nefna Sigurð Hall- marsson í hlutverki Danforths varalandsstjóra. Sigurður er gæddur góðum leikhæfileik- um, átti sviðið í þriðja þætti sem gerist í skrúðhúsi sam- kunduhússins í Salem. í þeim þætti verður Ijóst hve litils íbúar Salem mega sin gegn embættismannavaldi sem tekur illan orðróm og getgátur fram yfir heilbrigða skynsemi. Samleikur þeirra Kristjáns Elísar Jónassonar og Krist- jönu Helgadóttur í hlutverk- um Jóns Proctors bónda og Elisabetar konu hans var at- hyglisverður Lýsingin á hjónabandi þeirra er einkar vel gerð frá hendi höfundar og þótt þau Kristján og Elísa- bet hafi ekki haft fullkomið vald á hlutverkum sínum var leikur þeirra eftirminnilegur. Kristján var nokkuð hikandi í túlkun sinni á köflum, en festulegri eftir því sem á sýn- inguna leið. Leikur Kristjönu var jafnari, en á hana reyndi ekki eins mikið og Kristján. Óöryggi háði Ingimundi Jónssyni í hlutverki séra Samúels Parris, en þegar á heildina er litið var frammi- staða hans ekki sem verst. Einar Njálsson skilaði vel hlutverki séra Jóns Hale, einkum í byrjun og eins þeg- ar að þvi kemur að guðsmað- urmn fer að óttast djöfulleg klókindi varalandsstjórans, blinda þjónustu við bókstaf- inn. Leikstjórinn Haukur J. Gunnarsson getur glaðst yfir þeim árangri sem hér náðist og honum ber ekki síst að þakka. Þessi sýning er enn eitt dæmi um gildi áhuga- mannaleikhúss, hefur mest gildi fyrir leikarana sjálfa um leið og hún er áhorfandanum reynsla sem hann hefði ekki viljað vera án. Virkir h.f. skipuleggur 30 MW jarðgufuvirkjim i Kenya Oskað eftir islenzkum bormömuim að þjálfa Kenyamenn Verkfræðifyrirtækið Virkir h.f. hefur gert samning um hönnun- aráætlun fyrir 2x15 IVIW jarð- gufuvirkjun á háhitasvæðinu Olk- aria f Rift Valley I Kenya, en samningurinn var gerður I lok aprfl s.l. samkvæmt upplýsingum I fréttabréfi Verkfræðingafélags tslands. Sex ráðgjafafyrirtæki í ýmsum Iöndum voru beðin um að gera tilboð i verkfræðiþjónustu á virkjuninni og var Virki h.f. falið verkið í samvinnu við brezkt ráð- gjafafyrirtæki, Merz og McLellan, en það fyrirtæki vann á sinum tima (1961) að áætlunargerð um gufuvirkjun í Hveragerði. Útboð- ið á verkfræðiþjónustuunni í þessa virkjun i Kenya byggðist á þremur þáttum, I. Mynzturáætlun um orkuvinnslu í Kenya til alda- móta, 2. áætlun um samtenginu orkuveitusvæða með háspennu- linum, 3. áætlun um 2x15 MW jarðgufuvirkjun á Olkariaháhita- svæðinu í Rift Valiey. Samningur- inn um verkið er gerður við East African Power and Lighting Company í Nairobi í Kenya. Verkefni þetta verður unnið á tímavinnugrunni og á íslandi að mestu af aðilum innan Virkis, en að hluta til í samvinnu við jarðvis- indamenn hjá Orkustofnun og Raunvísindastofnun Háskólans. Hönnunaráætlun að virkjuninni mun verða lokið í október n.k., en umsjón með jarðborunum og tær- ingartilraunum tekur lengri tima. Gert er ráð fyrir u.þ.b. 4000 manntimum af hálfu Virkis I þvi verki, sem þegar hefur verið sam- ið um, þar af um 800 tímum í Kenya. Rætt hefur verið um hugs- anlega aðild Virkis að eftirliti með borun vinnsluhola, þegar það verk hefst i byrjun næsta árs, en það mundi krefjast eins til tveggja verkfræðinga til lang- dvalar í Kenya á meðan verió er að ljúka vinnsluborunum. Enn- fremur hefur verið óskað eftir milligöngu Virkis um að fengnir verói reyndir bormenn frá íslandi til þess að þjálfa Kenyamenn I jarðborunum. EAP&L á stóran gufubor, sem keyptur var af frönsku jarðborunarfyrirtæki, sem starfaði i þjónustu Kenya- manna á meðan verið var að rann- saka Olkaria-svæðið, en mikill skortur er á kunnáttumönnum til þess að starfrækja borinn. Þessi mál eru nú í athugun. Þetta verkefni í Kenya er ár- angur af áralangri viðleitni Virk- is h.f í þá átt að afla íslenskum ráðgjafarverkfræðingum verk- efna á erlendri grund. Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1969 hefur það verið stefna þess að selja íslenska tækniþjónustu er- lendis og leggja þannig grundvöll að nýjum útflutningsatvinnuvegi, jafnframt þvi að draga úr áhrif- um erlendra ráðgjafa I verkefn- um hérlendis. Stjórn SIS athugar breytingar á stjórnarfyrirkomulagi Búvöru- deildar og Osta- og smjörsölunnar AOALFUNDUR Solufélags Austur Húnvetninga, sem haldinn var á Blönduósi i maimánuði sl , sam- þykkti ályktun þar sem meðal annars lagt til að stjórn Sambands islenzkra samvinnufélaga kanni móguleika á að breyta stjórnarfyrirkomulagi Bú- vórudeildar S.Í.S. og Osta- og smjör- sólunnar og varpað var fram hug- mynd frá fuiltrúafundi kjörinna full- trúa þeirra samvinnufélaga, sem við þessi fyrirtæki skipta. Á aSalfundi Sambandsins fyrir skemmstu var spurt fyrir um það af hálfu fulltrúa Sólufélags Austur Húnvetninga, hvaða uodirtektir ályktunin hefSi fengið hjá stjórn SÍS og svaraði Ey- steinn Jónsson, formaður stjórnar- innar. þvl til að þessi tillaga yrði tekin til athugunar en skipulag Sam- bandsins væri stöðugt til endurskoð- unar og þetta mál kæmi þar til álita Ályktun aðalfundar Sölufélags Austur-Hnvetninga hl|óðar svo ..Aðalfundur S.A.H haldinn á Bönduósí 6 mal 1977 lýsir ánægju sinni yfir þvl að Búvörudeild S í S skuli taka upp þann hátt að veita bændum I héraðinu upplýsingar um rekstur deildarinnar með dreifibréfi Eigi að síður telur fundurinn nauð- synlegt að ársreikningar Búvörudeildar S ÍS séu sendr félögum, sem eru beinir viðskiptaaðilar hennar og óskar eindregið eftir þvi að fá senda reikn- inga ársins 1 976 sem og eftirleiðis Þá þakkar fundurinn Búvörudeild S.Í.S. fyrir að taka þann hátt upp að greiða aukinn hluta seldra afurða hverju sinni mánaðarlega til félagsins Ennfremur leggur aðalfundur S.A.H. til að stjórn S.Í.S kanni möguleika á að breyta stjórnarfyrirkomulagi Bú- vörudeildar S Í.S og Osta- og smjör- sölunnar og leggi tillögur um það efni fyrir aðalfund S í S 1978 Við þá tillögugerð verði haft I huga hvort ekki sé eðlilegt að taka upp fulltrúafundi kjörinna fulltrúa þeirra samvmnufélaga, sem skipta við þessi fyrirtæki þannig að 2 fulltrúar frá hverju félagi mætí á fund sem yrði árlegur aðalfundur Búvörudeildarinnar og sama skipulag verði með Osta- og smjörsöluna Aðalfundur Búvörudeildar S.I.S kjósi 5 manna stjórn fyrir deildina, sem i eigi sæti eigi færri en 2 bændur. Sama regla gildi um stjórnarfyrirkomu- lag Osta og smjörsölunnar i samtali við Morgunblaðið sagði Eysteinn Jónsson að stjórn SÍS hefði jafnan til athugunar leiðir til að tryggja að deildir SÍS væru i sem bestum tengslum við þau kaupfélög. sem víð þær skiptu Varðandi Búvörudeildina sagði Eysteinn að haldnir væru sérstak- ir fundir með fulltrúum þeirra kaupfél- aga, sem við deildina skiptu og þar væru gefnar upplýsingar um starfsemi hennar — Þetta fyrirkomulag var ekki gagnrýnt á aðalfundinum heldur að- eins spurst fyrir um þessa ályktun en hvort við leggjum fram einhverjar end- anlegar tillögur fyrir aðalfundinn 1 978 get ég ekki sagt um. enda þarf ekki endilega að leggja það fyrir aðalfund- inn þótt breytingar verði á þessu, sagði Eysteinn að lokum Skógræktarmenn úr liði Eyjabeyja I Herjólfsdal undir stjórn Hlöðvers Johnsen. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir I Eyjum. Og allt I einu sást lundahreiður á milli steina I hlið Herjólfsdals en mjög sjaldgæft er að lundinn verpi annarsstaðar en I djúpum holum sem hann gerir I brekkur. Llklega eru það ekki margar skógræktar- girðingar á landinu sem hýsa lundabúskap. Lundabyggð í skógrækt- argirðingu i Eyjum 500 trjáplöntur frá skógrækt- mni að Tumastöðum hafa verið gróðursettar í Herjólfs- dal i Vestmannaeyjum, en hér er um að ræða gjöf frá Skógrækt ríkisins að tilhlutan Hákonar Bjarnasonar skóg- ræktarstjóra. Fyrir um þaðbil 20 árum var plantað greni- plöntum ( austurhlíðar Herjólfsdals og náðu tréin allt að liðlega metra hæð, en i eldgosinu kaffærði aska allan gróður á þessu svæði og drap hann. Nú hefur svæðið verið hreinsað og gróðursett- ir hafa verið 3 ára græðlingar grenis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.