Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNl 1977 Frá hádegisverðarboði Reykjavfkurborgar fyrir norrænu sveitarst jórnarmennina að Kjarvalsstöðum. Norrænir sveitarstjóm armenn á rádstefnu um menningarmál Um þessar mundir er haidin á Laugarvatni ráðstefna norrænna sveitarstjórnarmanna um stefnu sveitarstjórna f menningarmál- um. Ráðstefnan hófst 26. þ.m. og lýkur um helgina. Norrænar sveitarstjórnarráðstefnur eru haldnar á hverju sumri og hefur svo verið í þrjátfu sumur sam- fleytt. Þetta er f annað sinn sem ráðstefna þessi er haldin á ís- landi. Árið 1972 var ráðstefnan haldin hér f fyrsta sinn, einnig á Laugarvatni. Eins og áður sagði, er helzta umræðuefni fundarins stefna sveitarfélaga í menningarmálum, m.a. hver þáttur sveitarfélaga geti verið á þessu sviði og hver verkaskipting skuii vera milli rík- is og sveitarfélaga að þessu leyti. Rætt er um hin norrænu vina- bæjartengsl og hefur m.a. komið fram á fundinum ósk norrænna fulltrúa þess efnis að íslenzk sveitarfélög taki ríkari þátt í nor- ræna vinabæjarsamstarfinu. Fjöldi erinda hefur verið flutt- ur á ráðstefnunni um ráðstefnu- efnið og meðal þeirra sem flutt hafa erindi á ráðstefnunni eru dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrrv. mennta- málaráðherra, Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri í Kópa- vogi, og Hjálmar Ólafsson, for- maður Norræna félagsins. Þá flutti Davíð .Oddsson borgarfull- trúi ræðu í hádegisverðarboði sem Reykjavíkurborg hélt fyrir ráðstefnugesti að Kjarvalsstöðum á þriðjudag og á miðvikudag flutti Steinþór Gestsson alþingis- maður erindi um verkefni hinna minni sveitarfélaga í menningar- málum. Meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi aðstandenda ráðstefnunnar á þriðjudag var að á fundum hennar hefur borið á góma norrænt samstarf um rekst- ur sjónvarpsgervihnattar og þyk- ir ljóst að flestir fulltrúa eru fylgjandi slíku samstarfi gagn- stætt því sem er um norræna rit- höfunda er þinguðu í Reykjavík fvrir nokkru. MODEL MT TWIN i g u irrs fyrirliggjandi margar geróir af stjórntækjum og börkum MORSE control sljórnlæki í skip og vinnuvélar MODEL TWIN S MODEL MK Sölu-, viðgerða- og varahlutaþjónusta í sérflokki HEKLA hf Laugavegi 170-172, — Sími 21240 Caterpillor, Cat.og CH eru skrósett vörumerki íslenzk kristni í Vesturheimi Fyrirlestrar dr. Valdimar J. Eylands Á þjóðhátfðarárinu, haustið 1974, bauð guðfræðideild Háskóla tslands dr. Valdimar J. Eylands að flytja röð fyrirlestra um kirkjusögu tslendinga I Vestur- heimi, en sú saga er merkur þátt- ur I íslenzkri kirkjusögu og svo samofin sögu íslenzku kirkjunnar I heimalandinu um og fyrir sein- ustu aldamót, að hún verður ekki skýrð, nema gaumur sé gefinn að kirkjulegu starfi landa vorra vestra á sama tlma. Það er engin tilviljun, að dr. Valdimar J. Eylands var valinn til þessa, þvi að hann hefur verið einn helzti forystumaður íslend- inga vestanhafs um áratuga skeið. Hann er fæddur 1901 I Viðidal i Húnavatnssýslu. Um tvitugs ald- ur fluttist hann vestur til Ameriku, þar sem hann lauk prófi í guðfræði og tók prests- vígslu. Eftir að hafa gegnt prests- þjónustu á ýmsum stöðum vestra varð hann prestur við Fyrstu iúthersku kirkjuna i Winnipeg i Kanada, sem er höfuðkirkja ís- lendinga vestanhafs. Dr. Valdi- mar þjónaði þar í 30 ár og gegndi um langt árabil störfum forseta íslenzka lútherska kirkjufélags- ins i Vesturheimi. Dr. Valdimar J. Eylands Fyrrnefndir fyrirlestrar dr. Valdimars eru nú komnir út í bók, sem nefnist: íslenzk kristni I Vesturheimi. íslendzka kirkjan gefur bókina út og vildi þann veg votta dr. Valdimar sem og Vestur- íslendingum virðingu sina og þökk. Sumargleðin á faraldsfæti Og byrjar í Stapa á föstudag Sumargleðin, eins og aðstand- endur hennar nefna hana, verður á ferð um iandið í sumar, og að sögn helzta forsprakkans, Ragn- ars Bjarnasonar, hljómsveitar- stjóra og söngvara, verður byrjað f Stapa nk. föstudag, en sfðan á laugardag f Stykkishólmi. IVIeð í ferðinni, auk Qagnars og hljóm- sveitar hans ásamt söngvurunum Grími Sigurðssyni og Þurfði Sig- urðardóttur, verða Bessi Bjarna- son og Ómar Ragnarsson. Skemmtanirnar hefjast kl. 9, en — Hættuför í ís og þoku Framhald af bls. 5 Ólafur Vilhjálmsson frá Smiðshús- um. Miðnesi. Morgunblaðið spurði Tryggva Ófeigsson nánar um þessar lúðu- veiðar Imperialist við Vestur- Grænland s.l. laugardag og sagði Tryggvi þá m.a : „Það merkilegasta við þessa ferð Imperialist var að allt gekk slysa- laust, týndum engum bát og engum manni." Aðspurður um hvort þetta hafi verið mikil hættuför, svaraði Tryggvi: „Allt eru hættufarir á sjó, ekki sist I Is og þoku við Grænland. Þessar veiðar voru þannig að doríurnar reru langan veg frá skip- inu I blindþoku eins og var vikum saman þessi sumur við Grænland Þetta var stórhættulegur hlutur, en úrvals skipshöfn á Imperialist. ágæt- ur vélamaður, Guðmundur Þor- valdsson frá ísafirði, leitt að hann skuli ekki vera hér með okkur nú, og sérstaklega góð útgerð Hellyers- bræðra, sem öllu sáu borgið, svo aldrei vantaði neitt fyrir þennan stóra Heldersflota. Kaupið var ágætl, allf greitt út í hönd en vökur voru miklar, síðast en ekki slst var Imperialist nýtt skip, aðeins tveggja ára gamalt. traust og vandað I alla staði og stærsti togari, sem Eng- lendingar áttu á þeim tíma Þessir Islenzku menn voru braut- ryðjendur, því íslendingar fóru ekki að sækja á Grænlandsmið fyrr en rúmum tveimur áratugum síðar síðan verður dansað fram eftir nóttu. Á dansleikjunum verður spilað bingó, þar sem aðalvinningarnir eru tvær sólarlandaferðir að verð- mæti 130 þúsund krónur en auk þess verður sú nýjung að með hverju bingóspjaldi verða gefnir þrír happdrættismiðar og eru vinningar i þessu happdrætti samtals að upphæð um 860 þús- und en það er veggsamstæða úr palesander, sólarferð og skemmt- ari, nýtt hljóðfæri sem auðvelt er að leika á fyrir hvaða viðvaning sem er. Dregið verður i þessu happdrætti á siðustu Sumargleð- inni, sem verður haldin á Kirkju- bæjarklaustri. Sumargleðin verður á eftirtöld- um stöðum i sumar. Stapa föstud. 1. júli, Stykkishólmi laugard. 2. júli, Þingeyri fimmtud. 7. júlí, Bíldudal föstud. 8. júli, Hnífsdal laugard. 9. júlf, Suðureyri sunnud. 10. júlí, Raufarhöfn miðvikud. 13. júlí, Vopnafirði fimmtud. 14. júli, Norðfirði föstud. 15. júli, Valaskjálf laugard. 16. júlí, Fáskrúðsfirði sunnud. 17. júli, Höfn Hornafirði föstud. 22. júlí, Hvoli laugard. 23. júli, Dalabúð Búðardal sunnud. 24. júli, Sjálfstæðishúsinu Akur- eyri föstud. 29. júlí, Skjólbrekku Mývatnssveit laugard. 30. júli, Skúlagarði sunnud. 31. júlí, Siglu- firði föstud. 5. ágúst, Hofsósi laugard. 6. ágúst, Borgarnesi sunnud. 7. ágúst, Grindavik föstud. 12. ágúst, Sævangi Strandasýslu laugard. 13. agúst, Ásbyrgi Miðfirði sunnud. 14. ágúst, Vestmannaeyjum föstud. 19. ágúst, Aratungu laugard. 20. ágúst og Kirkjubæjarklaustri sunnud. 21. ágúst. Leiðrétting Rangt var farið með nafn Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra i frásögn af sumar- feró Varðar, sem birtist í blaðinu í gær, og er beðizt velvirðingar á þeim mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.