Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 1977 19 Fimmtugur: Kristján Flygenrmg verkfræðingur Það er meira en lítið mótsagna- kennt, að eins rólegur og jafnvæg- ur maður og Kristján skuli bera nafnið Flygenring, sem vel mætti þýða á íslenzkt tæknimál: fljúgandi disk. Daglega ekur þessi gætni Gaflari milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur á hæg- gengri biltik til verkfræðistarfa sinna. Og ennþá furðulegra er, að við skulum vera frændur svo ólík- ir sem við erum um hreyfing og hraða. Þó er mér ekki grunlaust um, að ég likist einum furðufugli úr þessari ættarálmu, eða séra Júliusi sáluga Þórðarsyni albróð- ur athafnamannsins, Ágústs Flygenrings, afa Kristjáns verk- fræðings, sem er fimmtugur i dag. Meðal margra virðulegra afa- bræðra Kristjáns voru þeir Matthias forni og Albert faðir Kristjáns Albertssonar, eins mesta menningarsnyrtis landsins og kúltúrfægis. Séra Július var eini sprelligosinn kannski óafvit- andi af þessum settlegu systrung- um ömmu minnar af Saurbæing- um á Kjalarnesi, sem ég veit um. Þegar nýnorskan eða landsmálið var innleitt við messugerðir i út- kjálkasóknum Noregs með endur- heimtu frelsi og sjálfstæði í byrj- un aldarinnar var séra Júlíus fenginn sem sálusorgari eins safnaðarins. Þá héldu þessir blessaðir sveitamenn, að nýnorsk- an væri alveg eins og hið heilaga drottinsmál, Islenzkan. Auðvitað skildi ekkert sóknarbarna upp né niður í ísienzkum guðsorðalestri séra Júliusar frekar en latínu- messu katólskra uppi i sveit mót- mælenda. En menn þögðu og létu á engu bera. Svo var það eftir nokkurra mánaða þjónustu og al- menna þögia ánægju sóknarbarna með nýja prestinn, að blaðran sprakk með hveilum og skerandi hrossahlátri frá einum messu- gesta. Þá var óvænt komið að- skotadýr í heimsókn allar götur norðan af islandi sem skildi hvert orð í fagnaðarboðskap klerks. Þar sem séra Júlíus þótti fremur værukær að eðlisfari og enginn fljúgandi diskur Guðs um geim, og var vel kunnugt um íslenzku- kunnáttu sóknarbarna sinna, tók hann oftlega með sér eintak af gömlu ísafold og þrumaði þess í stað í stólnum mergjaðar pólitisk- ar skammargreinar eftir Björn ritstjóra og síðar ráðherra. Þá loksins komust drottinssvik sálna- hirðisins upp og honum var í skyndi skotið í hempunni yfir landamærin til Sviþjóðar eins og fljúgandi diski, þar sem Norð- mönnum þótti hann meira en frambærilegur fyrir frændur sina og fyrri kúgara, Svía, sem Danir kalla vara-Þjóðverja (Reserve- Tyskere). Þar gerðist séra Júlíus fyrirmyndar forstöðumaður og sáluhirðir sjómannaheimilis i Karlshöfn (Karlshamn) og síðar virtur sóknarprestur i Lundar- stifti og víðar eftir að hafa gengið að eiga sænska skerjagarða-piku fyrir prestsmaddömu. Hann bætti einnig ráð sitt með að sjá um norska þýðingu íslenzkra sálma. Eitthvað á þessa leið heyrði ég fyrir löngu söguna af séra Júliusi, logna eða sanna. Kristján er fæddur í Hafnar- firði, sonur Garðars bakara Flygenrings og Ingibjargar Kristjánsdóttur frá Rauðkolls- stöðum i Hnappadalssýslu. Hann er þéttur á velli og þéttur i lund, broshýr og góðlegur og lítið eitt búttaður í andliti og sköllóttur með árum. Ekki svo að skilja að hann líkist vellyftum brauðkoll- um föður síns. Með einkennandi einbeittum viljastyrk sínum og sjálfsaga ætti honum að vera kleift að fá deigið til að falla og hárið til að vaxa á ný. Ég hefi oftlega leikið mér að gera af hon- um skyndiskissur, sem eru bæði uppblásnar og „punkteraðar" á víxl. En sálarlífið er alltaf óhagganlegt og allir vita hvar þeir hafa þann góða dreng, Kristján. Hann lauk prófi í vélaverkfræði í Kaupmannahöfn fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hann hóf störf hjá Stálsmiðjunni og gerðist síðar meðeigandi verkfræðistofunnar, Einarsson og Pálsson, unz hann hóf starfrækslu Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns upp úr 1960 ásamt Guðmundi Björnssyni frá Kópaskeri, sióar prófessor. Sérgrein Kristjáns hefir verið skipulag og teikning hreinlætis- og loftræstikerfa auk margvis- legra hitamiðstöðva og hvera- veita. Ekki er mér kunnugt um neinar ketilsprengingar í kötlum hans og kerfum og öðrum loft- þrýstidælum, eins og í heilags- anda-veitu og guðsorðadælu afa- bróður hans i guðshúsi frænda vorra Norðmanna forðum. Kannski hefði farið betur við Kröflu ef þeir gætnu og framsýnu starfsbræður, Kristján og Guð- mundur, hefðu verið hafðir þar með í ráðum og haft hönd í bagga um hönnun verksins í stað hins mikla „Bygmester Solnes". En að almenningsáliti mætti ætla, að hann hefði einn síns Iiðs útfært alla verkfræðisnilld þessa fræga verks. Þá tók andskotinn reiði- kast þegar honum fannst, að Sólnes væri að taka af sér völdin og tók að bylta sér all óþyrmilega og æla, spúa og blása öllu óræsti- legri krásum en þingeysku þrýsti- lofti sem aflgjafa fyrir orkulaust mannvirkið yfir þessa blómlegu byggð og himnarikisreit á jarð- ríki. „Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga!“ Kristján eyðir ekki tekjum sin- um í neitt fánýtt pjatt heldur til málverkakaupa, sem prýða lang- hús hans i Hafnarfirði. Þar hanga dýrlegar Kjarvalsmyndir auk verka ýmissa annarra innlendra listamanna innan um fágæta antíkmuni. Kristján mun nú dvelja fjarri heimili sínu í dag við brúargerð á ársprænunni hjá veiðikofanum í Bakkafirði austur. Slikir ofvirkjar kunna ekki að eiga afmæli og eiga tæpast skilið svona afmælisgrein, í staðinn fyr- ir að una sér heima og taka ær- lega á móti fagnandi gestum. En Kristján á sér þá afsökun eina, að hann er með afbrigðum hæversk- ur og hlédrægur og litt um allt tilstand gefið. Hann er dagfars- prúður, jafnlyndur, glaðlyndur og launfyndinn þó að fari ekki mikið fyrir honum og frábitinn að trana sér fram, eins og titt er um marga Sunnlendinga, sem luma á þeim mun meiri hóglega stilltum skemmtilegheitum í staðinn á völdum og rólegum stundum lifs- ins. Kona hans er hafnfirzk eins og hann, Margrét Bjarnadóttir skip- stjóra Jóhannessonar og er stúdent að mennt. Þau eiga þrjú börn. Ég óska þessum samvöldu Gaflarahjónum áframhaldandi gæfu og gengis. Ef ég þekki Kristján rétt þá held ég, að hann kæri sig ekki um aðra og betri afmælisgjöf en að laxinn bíti gráðugt á öngulinn i kvöld, að loknu erfiðu dagsverki við göngubrúargerð á bökkum veiðiár þeirra verkfræðifélaga i sumardýrðinni í Bakkafirði við Bakkaflóa. Kannski fer laxinn líka í samúðarverkfall með okkur, sem ætluðum að sækja þennan vinsæla verkfræðing heim i kvöld, en ferst fyrir vegna þessa ófyrirgefanlega uppátækis af- mælisbarnsins. Til hamingju með daginn og megi verk þin standa styrk og traust eins og skaphöfn þín og persónuleiki og halda áfram að ylja blessuðu mannfólkinu i þessu Iskalda en fagra landi um alla framtiö. Að lokum, varaðu þig á Kröflu á heimleiðinni! Það er hvort eð er orðið of seint fyrir þig að koma þar nærri. Annars er þér öllu óhætt í þvi viti, þar sem Andskotinn hirðir ekki góða menn eing og þig. Örlygur Sigurðsson. óhreinn fatnaður þarf mjög gott þvottaefm... Gaulverja- bæjarkirkju gefinn sjóður að upphæð 2 millj. kr. SUNNUDAGINN 19. júni s.l. var Gaulverjabæjar- kirkju afhentur Minning- arsjóður Loftsstaðasyskina að gjöf. Sjóðurinn er 2 milljónir króna og er gef- andinn Jón Jónsson fyrr- um bóndi á Vestri- Loftsstöðum og organisti í kirkjunni um árabil. í skipulagsskrá sjóðsins segir, að verja skuli vöxt- um af höfuðstól hans til viðhalds Gaulverjabæjar- kirkju eða til styrktar safn- aðarstarfinu á annan hátt. Jón Jónsson stofnar sjóð- inn og gefur til minningar um föður sinn, Jón Jónsson og systkini hans, Sigríði, Þuríði og Bjarna, en þau Frainhald á bls. 21 MeÓ Ajax þvottaefní veróur misliti þvotturinn alveg jafn hreinn og suóuþvotturinn. Hinir ttýju endurbættu efnakljúfar gera það kleift aó þvo jafn vel meó ölium þvottakerfum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvítur. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hremn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýjr. endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn í þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Ajax þvottaefní þýóirs gegnumhreinn þvottur meó ölium þvottakerfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.