Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 20
2Q MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNI 1977 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Timburafgreiðsla Óskum að ráða sem fyrst röskan starfs- kraft, í timburdeild. Jón Loftsson h/f timburc/eild Hringbraut 121. Verzlunarstörf í Hafnarfirði Starfskraftar ekki yngri en 20 ára, óskast til verzlunarstarfa í Hafnarfirði. Uppl. í verzluninni Fjarðarkaup, frá 4 — 7 í dag og á morgun. Kennarar Lausar eru til umsóknar tvær kenarastöð- ur við Búðardalsskóla. íþróttakennara- staða og staða almenns kennara. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma: 14039 og formaður skólanefndar ísíma: 95-2 1 23 í kvöld og næstu kvöld. Skólanefnd Bankastofnun óskar, að ráða starfskraft strax til almennra bankastarfa. Umsóknir merktar: „bankastörfum 6078", sendist afgr. blaðsins fyrir 2. júlí nk. Nokkrir trésmiðir óskast strax í gott uppsláttarverk. Upplýs- ingar eftir kl. 7 á kvöldin í síma 71950. Búðardalur Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 2157 og afgreiðslunni í síma 101 00. Hjúkrunar- fræðingar Sjúkrahús Hvammstanga vill ráða hjúkr- unarforstjóra frá 1 . ágúst n.k. Einnig vantar Ijósmóður til afleysinga frá 1. júlí. Upplýsingar í síma 95-1329 og 95- 1348. Sjúkrahús Hvammstanga. Bifvélavirki eða maður vanur bifreiðaviðgerðum getur fengið atvinnu. Bifreiðastöð Steindórs s.f., sími 1 1588. Skrifstofustarf Heildverzlun óskar að ráða í skrifstofu- starf hálfan daginn. Umsóknir sendist Mbl. fyrir 30. júní 1977 merkt: „Dugleg — 2421." 23. ára stúlka óskar eftir vinnu í sumar. Er með Verzlunarskólapróf + bílpróf. Margt kemur til greina. Get byrj- að strax. Upplýsingar í síma 24627 milli kl. 5 og 7. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóra vantar nú þegar við Hraðfrystistöð Þórshafnar h/f og Útgerð- arfélag Þórshafnar h/f Þórshöfn. Um- sóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til undirritaðra fyrir 10. júlí 1977, sem jafnframt veita allar nánari upplýsingar. Helgi Jónatansson Sími: 96-81137. Bjarni Aða/geirsson Sími: 96-81220. Auglýsingadeild Morgunblaðsins óskar að ráða starfskraft nú þegar. Góð vélritunar- og íslenzkukunnátta nauðsyn- leg. Hér er um framtíðarstarf að ræða. Upplýsingar gefnar á staðnum, ekki í síma, milli kl. 2 og 4 í dag. Píanókennarar — Organistar Við Tónskólann í Neskaupstað er laus staða píanókennara. Æskilegt er að umsækjandi geti einnig gegnt stöðu organista við Norðfjarðar- kirkju. Ibúðarhúsnæði er til reiðu. Allar uppl. veitir skólastjóri Tónskólans í síma 97-7540 og sóknarpresturinn í Nes- kaupstað, sími 97-7127. Skó/afu/ltrúinn í Neskaupstað. Kristján frá Djúpalæk: AA-BÓKIN Þorsteinn Guðjónsson: ... * Rannsóknarferdir um Island Ctgefandi AA-útgáfan, Reykja- vfk. — Sagan af þvf hvernig þús- undir karla og kvenna hafa lækn- ast af Alkóhólisma. ÁFENGISSVKIN hefur fylgt mannkyni frá ómunatíð. Hún vof- ir enn yfir okkur eins og svipa skelfingarinnar, þótt læknavís- indin hafi útrýmt eða heft fram- gang tuga annarra álfka meina. Væri jafn auðvelt að greina sýkla þá, er valda öðrum þjóðplágum í Ifki sjúkdóma, væri löngu búið að finna öruggt ráð gegn þeim’. Væru þeir sýklar geymdir i vöruhúsum eins og áfengið, væri búið að brenna þau hús. En hér spilar inn, að þessi sjúkdómsvaldur er verslunarvara, já, ein helsta gróðalind þúsunda manna og jafnvel nýtt af ríkissjóðum sem búbót. Þess vegna eru þessi sýkla- búr opin og auglýst. Og nægilega margir, alltof margir, bera þang- að fé sitt í skiptum fyrir stundar- fró, logna gleði, ævikvöl og dauða. Furðulegt öfugstreymi. Þessi bók fjallar um nauðvörn þeirra, er orðið hafa fórnarlömb áfengis- sýklanna. Þetta er bók um mann- lega niðurlæging, sorg og kvöl. AA-samtökin eru ung að árum. „Neistinn, sem tendraði fyrsta AA-hópinn var sleginn í Akron, Ohio (f Bandaríkjunum) í júní 1935 og hrökk af samtali verð- bréfasala og iæknis í Akron". Svo segir í formála þessarar bókar, sem nú er komin út á íslensku, en var fyrst prentuð i Bandaríkjun- um 1939. Þessir menn voru báðir drykkjusjúklingar. En þeir gerðu sér grein fyrir því og einnig hinu, að slíkir verða að klóra í bakkann sjálfir, eða farast. — AA- samtökin byrjuðu smátt. Nú eru f þeim tugþúsundir félagshópa og milljónir félaga í yfir 100 löndum. Þessi bók er handbók þeirra og leiðabók f senn i voðasjónum áfengisbrimsins. Hér segja sjúkl- ingar sögu sína, m.a. um átakan- lega ósigra fyrir Balíkusi. Hér segir frá því hvernig frumkvöðlar byggðu varnarvígi sín. Að viður- kenna sig sjúka, að vænta mögu- leíka til viðnáms og gagnsóknar, að viðurkenna eitthvert afl sér sterkara, einhvern guð eins og hver og einn gat hugsað sér hann, og reyna að leita til hans í bæn og ákalli um styrk. Að reyna að bragða ekki vín í dag. Einn dag í senn. Það þýddi ekki að taka stökkin stór, menn urðu að feta — Minning Ingileif Framhald af bls. 22 sem ég sfðar var við nám, fékk ég alla tið bréf frá ömmu þar sem ég var hvattur til dáða og margbless- aður og í hvert sinn sé ég heim- sótti þau hjónin, vestur i Dölum og siðar í Kópavogi, hafði amma allar klær úti.til að útVega upp- áhaldsrétti mína. Ekki glöddust þau sfður yfir velgengni annarra gagnvart lífríkinu og virðingu fyrir öllu lífi. sig áfram. Og þeir gerðu sér Ijóst, að það var ekki nóg að hætta sjálfir, þeir urðu að fórna kröft- um til að hjálpa öðrum jafn illa stöddum til að hætta. Hér hefur verið unnið ótrúlega mikið starf og sigrar eru furðumargir, þó skipbrot fylgi með. En upphafs- menn hittu á rétta sálfræði, án þess að hún væri viðurkennd vís- indi þá. Það er samstarf, trúnað- ur, opin samgönguleið milli sálna. Nokkrir íslendingar segja sögu baráttu sinnar hér. Vandamálið er enn við lýði. En leiðin til að leysa það er fundin: AA- samtökin. Þessi bók ætti að vera til að hverju heimili, einkum þar sem Bakkus knýr dyra. En hann er viða á ferð. Drykkjusjúklingur. Ef þú lest þessi orð, þá útvegaðu þér AA- bókina. Lestu hana vel, farðu eft- ir ráðum hennar út í ystu æsar. Og þú munt læknast. Líf þitt breytir svip. Þjáning þinni, ógæfu fjölskyldu þinnar, ' niðurlæging þinni og fátækt lýkur. Þú verður frjáls og lífið hlær aftur við þér. Minningarnar þyrpast að. Hvar fjölskyldumeðlima og þegar sorg- in barði að dyrum, tóku þau þvf með æðruleysi. Þegar það varð ljóst fyrir nokkrum mánuðum að hún sjálf ætti ekki langt eftir, tók hún því með rósemi hinnar islensku al- þýðukonu og sálarstyrk þess sem staðið hefur tilverunni reiknings- skap gerða sinna. Eftir sitja ekki einungis eiginmaöur, börn og fjöldi barnabarna án leiðsögu, heldur einnig í víðara skilningi, nýjar kynslóðir. Aðalsteinn Ingólfsson. í Morgunblaðinu 30. april er grein eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum, rituð af því tilefni, að Menntamálaráð ætlar að láta lýsa á kvikmynd öræfaferðum Daníels Bruuns, hins danska land- mælingamanns, sem var svo áhugasamur um íslandsmál. Tel- ur Steindór þetta góðra gjalda vert, eins og það lfka er, en síðar segir hann: „En um leið og þetta er rifjað upp, hlýtur hugurinn að hvarfla til annars manns, sem leysti af hendi margfalt starf í könnun landsins, og ekki sfzt óbyggðanna. En það var dr, Þor- valdur Thoroddsen, prófessor," — Vill Steindór láta gera aðra kvikmynd um ferðir Þorvalds, og er það vel hugsað, en siðan segir hann: „Rúm hálf öld er nú liðin frá andláti Þorvalds Thorodd- sens. Satt að segja hefur mér þótt hljóðara um minningu hans en sæmilegt má kalla um einn mesta afreksmann þjóðar vorrar fyrr og síðar“. Svo mörg voru þau orð Stein- dórs Steindórssonar, og ekki þyk- ir mér það neinn ljóöur á ráði hans, að hafa rétllætistilfinningu gagnvart þeim sem látnir eru eða virðingu fyrir verkum þeirra. En mig undrar þó að Steindóri skyldi ekki koma annar ferðamaður fyrr í hug í þessu sambandi en dr. Þorvaldur Thoroddsen, en það var dr. Helgi Pjeturss. Gildir þar einu hvort litið er á málið frá réttlætissjónarmiði eða frá sjónarmiði hinna unnu afreka. Rannsóknaferðir þær sem Helgi Pjeturss fór, lágu ekki eins víða og þétt um landið og ferðir Þor- valds og tóku yfir heldur skemmri tíma. En hvað fræóileg- ar niðurstöður snerti var árangur þeirra margfaldur, og í rauninni ekki sambærilegur. Þar er alveg óhætt að bera lof á Þorvald sem duglegan landkönnuð og mikinn afkastamann á mörgum sviðum. En það er ekki að fara í neinn mannjöfnuð þótt sagt sé, að Helgi Pjeturss hafi að miklu leyti upp- götvað ísland jarðfræðilega — þegar hann skildi að ísaldar- myndunin (sem menn höfðu naumast haft hugmynd um hér áður) var hér svo stórkostleg, að varla eru dæmi til sliks annars- staðar á jörðinni. Því að án þess að þetta, og afstaða Tjörneslag- anna, væri uppgötvað, var ekki hægt að fá neinn botn f jarðfræði íslands og ekki neitt heildaryfir- lit. — ísöldin reyndist vera marg- skipt i hlýviöris- og kuldaskeið, og hræddur er ég um að gróðurfars- rannsóknir Steindórs Steindórs- sonar hefur náð skammt, ef hann hefði ekki haft annað við að styðj-. ast en ísaldafræði Þorvalds Thoroddsens í stað þeirra sem Helgi Pjeturss fann. Þegar gerðar hafa verið góðar kvikmyndir um ferðir Daníels Bruuns, ferðir Helga Pjeturss, og feróir Þorvalds Thoroddsens, um íslands, munu íslendingar geta boðið upp á betri undirstöðu- fræðslu um land sitt í stuttu máli en nokkur önnur þjóð á jörðu hér. Þorsteinn Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.