Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNl 1977 Ingileif Sigríður Bjömsdóttir - Mnning F. 15.6 1899. D. 14.6. 1977. Mér er ljóst að styrkja þann óð og taka undir samúðarkveðjur, sem nú berast til syrgjandi ást- vina og hinnar stóru frænd- og kunningjakveðju Ingileifar Björnsdóttur, en hún lést á Borg- arsjúkrahúsinu í Rvík 14. þ.m., eftir alllanga vanheilsu síðustu misseri, mest í heimahúsum. Þar kaus hún að dvelja i návist eigin- manns sins, Aðalsteins, sem hún hafði gefið svo mikið af sjálfri sér, allt til síðustu stundar. Á fallega heimilinu þeirra, að Álfhólsvegi 82 Kópavogi, frá ár- inu 1971 (þá flutt frá Brautar- holti), veitti hún öðrum styrk, með heitu brosi og heilli lund. í veikindum kvartaði hún ekki, enda naut hún nálægðar Aðal- steins, í stofunni þeirra heima. — Láta mun nærri, að Ingileif fylgdi öldinni að árum. Undir klettaborgunum háu, við Iækjar- nið og dyn fjalla, fæddist hún að bænum Hömrum, í sumarfagra Haukadalnum i Dölum vestur. Kannski var lífsþráður hennar tengdur töfrum þessara tignar- fjalla, þar í dalnum frammi, þvi margt var það i fari hennar og lifssögu allri, að hún var sönn ímynd Fjallkonunnar. En vetur konungur var einnig á verð i fjalladalnum, og því mun hin trausta kona, sem við kveðjum i dag, einnig hafa öðlast þrautsegju og þor, sem voru hennar föru- nautar gegnum árin. — Árið 1908 reisti Björn Jónsson, faðir Ingileifar, nýbýli að Braut- arholti í Dölum. Þar lifði hún sin ljúfu æskuár. Þar hófst þroska- ferill hennar. Þar þróuðust eðlis- lægir mankostir, i nábýli við grös og gróður, i nær hálfa öld, þar sem ungar „daladætur dreymir um sól og vor.“ Og þangað kom hinn ungi sveinn, Aðalsteinn Baldvinsson, „í hlaðið á hvitum hesti“, hann kom með vorið í aug- um sér. — Og hin unga mær, kaupmannsdóttirin Ingileif, „gaf honum hjartaö I brjósti sér". Á árunum 1922—1925 hófst hjúskapur þeirra, að Hamraend- um i Miðdölum. En 1925 var aftur flutt að Brautarholti, og þar hófst merk saga er höfðaði tii vegs og vanda, I góðum fjölskylduranni um áraraðir. Fyrir 50 árum var enn þröngt um set og fátt til fanga, á æsku- heimili Ingileifar í Brautarholti. En hinn tápmikli, djarfi bónda- sonur, Aðalsteinn, átti einnig stóra drauma, og unni sinni sögu- frægu Dalabyggð, og helgaði henni alla sína krafta. Strax, er hin raunsæja lifsganga elskend- anna að Brautarholti hófst, var horft fram um veg, og telft til vinnings. Brautin varð rudd, og sótt á brattann. Á frumbýlingsár- um voru sjaldan stór tromp á hendi, en með forsjálni og fyrir- hyggju varð oft slagur unninn og stórum sigrum náð. Og lágnættið, sem oft hefur hjúpað „hið hljóða storð“, gaf ekki alltaf ungu Brautarholts- hjónunum svefnfrið, þvi ária var úr rekkju risið, og gengið til starfa. Ekkert starf var svo smátt i augum hinnar atorkusömu hús- móður í Brautarholti, að hún teldi það sem brauðstrit eitt, eða böl, heldur sem lifsfyllingu og náðar- gjöf. Og jafnvel i sjúkrastofunni heima að Álfhólsvegi, ljómuðu innri sjónarsvið, þá rætt var um ljósblik við Breiðafjörð, blóm i túni og bjartar sumarnætur. — Þannig var Ingileif. Henni tókst oft, með undraverðum'hætti, að gera ýmis hin svokölluðu hvers- dagslegu störf, að hátíðarstund- um. Ég hafði notið æskuskeiðs og móðurumhyggju, þegar ég réðist til starfa hjá þeim Brautarholts- hjónum, á mestu kreppuárum ald- arinnar, 1930—40. Þótt kaup væri þá ekki hátt i krónum talið, fannst mér hlutur minn oft stór, og þar átti ég samleið með æsk- unni ungu, og börnum i leik og starfi. — Vel var unnið. — Vel var þakk- að. Enda þótt að þau Brautarholts- hjón væru sönn dalanna börn, og margt hið besta i fari ísl. þjóðlifs hefði mótað skapgerð þeirra, allt frá bernsku, áttu þau hærri mið og stærri sjóndeildarhring en ýmsir aðrir. Ingileif mat mikils stöðu hinnar ísl. konu í samfélaginu, ekki síst sem húsmóður,jeiginkonu og móð- ur. Þessara eiginleika húsmóður- innar i Brautarholti naut fjöl- skyldan í ríkum mæli, enda sam- stilltur vilji foreldranna beggja, að börnin tileinkuðu sér mann- dóm og menntir í besta skilningi. Og siðar, þegar barnabörnin fylltu stóran hóp, var oft haldið heim að Brautarholti. Þar var góður ömmustaður. í fallega ísl. búningnum sinum, sem Ingileif bar tigulega, var hún eftirtektarverður persónuleiki hátíðlegra stunda. Enda þótt Ingileif þyrfti jafnan í mörg horn að lita, og margt að iðja, mótaði hún athyglisverða reglusemi og snyrtimennsku. Hver hlutur átti sinn stað, og var á sinum stað. Sjálfsvirlji og lifs- orka voru hennar aðalsmerki, auk fölskvalausrar trúar á æðri mátt- arvöld. Sú trú birtist m.a. í fegurð blómsins, töframætti sólar og geislabroti við hafsins rönd, og skyldum fyrirbærum, sem augað sér, en sálin skynjar. — í Brautarholti voru oft umsvif mikil og margt að gerast. En þrátt fyrir iðju og eril í timans rás, var gott að dvelja i húsi þeirra hjóna, og þaðan fór margur hlýrri og heilli. En þegar dagsins ys var hljóðnuð var einnig gott að kynn- ast nýjum viðhorfum og gildis- mati á margvislegum fyrirbærum lífsins, jafnvel hinum duldu gát- um þess. Þegar ég nú kveð Ingileif hinstu kveðju, vona ég að minn- ingin um hana verði það innra ljós og sú leiðarstjarna, er lýsi fram veginn. Á þessari viðkvæmu kveðju- stund flyt ég eftirlifandi eigin- manni, Aðalsteini Baldvinssyni, og börnum hans, minar bestu samúðarkveðjur, og þakka minnisríkar Samveru- og sam- starfsstundir heima í Dölum. 29. júní 1977, Ólafur Jóhannesson frá Svínahóli. Á röskum fjörtíu árum höfum við gengið götuna frá fábrotnu bænda- og fiskimannaþjóðfélagi til iðnvæningar og velmegunar. Við þessa þróun hefur mikið áunnist, en ekki þarf maður að vera mjög glöggskyggn til að gruna að eitthvað hafi glatazt á leiðinni. Enginn sér eftir baslinu eða frumstæðum húsakynnum, — þessi tómleikatilfinning er tengd öðru sem ekki er eins áþreifan- legt. Lesi maður sjálfsævisögur og sendibréf þeirra sem koma til þroska á árunum 1900—1930, koma glöggt í ljós mannkostir sem mörgum virðast hverfandi i þvi þjóðfélagi sem við nú búum i, þ.e. siðferðisþrek, rósemi, nægjusemi og óeigingirni. Þeir eru að hverfa, ekki af þjóð- félagslegum ástæðum einvörð- ungu, heldur einnig vegna þess að gamlir islendingar, Imynd þess- ara dyggða, eru nú óðfluga að hverfa af jarðríki. Amma min, Ingileif Björnsdóttir frá Brautar- holti í Dalasýslu, var ein af þeim. Henni á ég að þakka meðvitund um horfna tið og þær dyggðir sem reynst hafa alþýðufólki hér á landi haldgóðar á erfiðum timum. Ekki treysti ég mér til að kafa djúpt i ættfræði. Foreldrum afa mins og ömmu kynntist ég af slit- róttum frásögnum þeirra og þeim ljósmyndum sem héngu á veggj- um i Brautarholti þau mörgu sumur sem ég dvaldist hjá þeim sem vikapiltur, kúasmali og búðarloka. Björn Jónsson kuap- maður, langafi minni, reisti bæ- inn sem var myndarleg bygging á þeirra tima mælikvarða. Hann var grannur maður með yfirskegg og fínlega andlitsdrætti og lang- amma min Guðrún Ólafsdóttir, breiðleit með festu og ró í augun- um, stóð við hlið hans í bliðu og striðu. Amma mín líktist henni og árið 1922 giftist hún ungum bóndasyni og afa mínum, Aðal- steini Baldvinssyni frá Hamra- endum í Miðdölum, sem lifir konu sína. Það eru óvenju glæsileg ung hjón sem horfast i augu við mann af ótal Ijósmyndum. Ég horfði einnig oft og hugfanginn á mynd af Baldvin Baldvinssyni langafa mlnum þar sem hann situr glað- beittur og alskeggjaður við tóftar- vegg. Frá fjölskyldusjónarmiói hefur sjálfsagt ekki verið jafnræði með þeim, en þegar fram liðu stundir var augljóst að i þessum ungu hjónum höfðu sameinast dyggi- Iega nægjusemi og útsjónarsemi bóndans og smekkvisi og rausn kaupmannsins. Á þetta reyndi fyrir alvöru þegar afi minn tók sjálfur við rekstri verslunar og símstöðvar á þessari alfaraleið og eftirlét sonum sínum búskapinn. Um þetta geta mér eldri menn borið. Frá unga aldri minnist ég stöðugrar gestakomu að Brautar- holti og reffilegir prestar, sýslu- mnn, bændur, laxveiðimenn og bilstjórar tóku mig tali og spurðu tíðinda meðan amma kúfaði borð og hitaði könnu af kaffi. Þetta var sú hlið sem snéri út á við, — húsfreyjan sem boðin var og búin til að hýsa gesti og fæða jafnt á nóttu sem degi og ég man hve stoltur ég var af henni þar sem hún sigldi um í skrautlegum is- lenskum búningi með glóandi stokkabelti. En amma hafði einn- ig mikla innsýn í sálarlif barnsins og hafði lag á að láta mig finna að við, ömmudrengurinn og hún, ættum okkur alveg sérstakan heim. Húsverkin urðu að hátið- legum athöfnum þar sem ég var smátt og smátt leiddur inn I leyndardóma sláturgerðar, spuna, smjörgerðar og sultugerðar, — eins og svo mörg íslensk börn fyrr á timum. Eftir á fannst mér stundum eins og dularfullur frumkraftur hafi verið að verki en ekki mennsk kona, því aldrei heyrði ég ömmu mina kvarta yfir þreytu eða lasleika, hve mikið sem á gekk. Þegar ég varð eldri og ekki með nefið i bókum, tók ég þátt í þessum athöfnum, — kannski siðasta kynsslóð sem fengið hefur tækifæri til þess arna upp á hinn gamla máta. Ekki brást skilningur ömmu heldur þegar ég hljóp undan merkjum til að lifa í eigin hugar- heimi og fara i ævintýralegar könnunarferðir um mýrar og móa. Hún kannaðist við þess kon- ar hegðan eftir að hafa alið upp sjö börn og blautur og svangur gat ég reitt mig á þurra sokka og bestu bitana frá undangngnum málsverði. Ekki átti hún heldur litinn þátt í að glæóa áhuga minn á bókum, þar sem hún kunni fjöldan allan af sögum, visum og barnagælum og bar virðingu fyrir bókviti og bókamönnum. En ég naut ekki einungis ástúð- ar og umhyggju á héimili afa mins og ömmu, heldur siaðist inn í mig annað og meira þann tima sem ég bjó hjá þeim. Með þeirri hófstillingu sem ávallt einkenndi allar hennar gjörðir, lét amma min að þvi liggja að við ynnum ekki vinnunnar vegna, heldur hefði hún sér æðri tilgang. Drott- inn hefði gefið okkur líkama og sál og veröldina til afnota og þvi væri það skylda okkar að nýta krafta okkar, gáfur og umhverfi á skynsamlegan hátt. Annað væri vanvirðing við sköpunina. í fram- haldi af þessu skildist mér, löngu áður en ég las um það háfleygar kenningar, að öll sköpunin væri tengd í órofa keðju sem lægi frá minnsta skordýri til himna og hver hlekkur í henni væri ómiss- andi. Drottinn er að visu ekki stór hluti af tilveru minni i dag, en samt tel ég mig búa að þessari kennslu ömmu minnar um ábyrgð Framhald á bls. 20. Hjartkær sonur okkar og bróðir, SVEINBJÖRN EINARSSON, Ysta-Skéla Vestur Eyjafjöllum. andaðist 27. júnl Vigdls Pélsdóttir. Einar Sveinbjarnarson og systkini. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, arnþrúður reynis. Kleppsvegi 46. lézt I Borgarsjúkrahúsinu 25 júní. Einar Reynis og bömin. Eiginmaður minn og faðir okkar, ODDUR ÓLAFSSON, Hraunteig 3, Verður jarðsunginn frá Frlkirkjunni fimmtudaginn 30 júní kl 1 30 e h Guðný Oddsdóttir, SigrfSur Oddsdóttir Malmberg, Ólöf Jóna Oddsdóttir, Magnús Oddsson. Eiginmaður minn og faðir okkar, HRAFNKELL GUÐGEIRSSON. hárskeri. Vlðigrund 21, Kópavogi verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30 júnl kl 1 30 Agnes Jóhannesdóttir, Svava Hrafnkelsdóttir, Jóhanna Hrafnkelsdóttir. Helena Kristbjörg Hrafnkelsdóttir. SVAR MITT ri EFTIR BILLY GRAHAM Hvers vegna héldu allir fyrstu kristinboðarnir i vesturátt? Það er ekki alveg rétt, að allir kristniboðarnir hafi stefnt í vestur. Reyndar er það rétt, að hinn fremsti þeirra, Pá]l postuli, fór til Litlu-Asíu, og hann lauk kristniboðsstarfi sínu i Evrópu. Það er líka rétt, að í þessum löndum hlaut fagnaðarerindið beztar við- tökur og þarna voru áleitnustu þjóðir veraldar, svo að þær settu merki kristins dóms á öll menningar- skeið Vesturlanda. Þetta táknar þó ekki, að Evrópuþjóðirnar hafi orðið algjörlega kristnar. En það táknar, að þær urðu fyrir svo miklum áhrifum af fagnaðarboð- skapnum, að kristin sjónarmið og kristilegt sið- gæðismat hlaut viðurkenningu og varð undirstaða vestrænnar menningar og löggjafar. En fagnaðarerindið fór austur á bóginn, og traust sagnhefð gerir ráð fyrir, að það hafi breiðzt út frá Suður-Indlandi um austurhluta Indlands. Ekki er ljóst, hvers vegna Austurþjóðirnar veittu fagnaðar- boðskapnum ekki viðtökur með eins miklum fögnuði og reyndin varð um Vesturlandabúa. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu + Þökkum innilega auðsýnda sam- minnar, móður, dóttur, tengdadóttur, ömmu og systur. úð við andlát og jarðarför föður GUÐRÍÐAR ERNU HARALDSDÓTTUR. míns og bróður. Ljósheimum 14. VETURLIOA Reynir Kristinsson, Elfn Guðmundsdóttir, Elín Reynisdóttir, Jóhannes Helgason. Vílborg Reynisdóttir, Karl HarSarson. GUOMUNDSSONAR. Kristfn Reynisdóttir, Vilborg Sigmundsdóttir Guðrún Veturliðadóttir, Erna Reynisdóttir, Þórey Rut Jóhannesdóttir Jónas Guðmundsson, og sysfkinin. og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.