Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNl 1977 23 Minning - Jóhann Bragi Eyjólfsson Fæddur 20. nóvember 1930. Dáinn 18. júnl 1977. Á hásumardegi, þegar Islenzk náttúra skartar öllu þvi fegursta, sem hún á yfir að ráöa. Blóma- skrúðið breiðir út faðminn mót vermandi sól. Dagarnir eru hinir lengstu og björtustu, sem gerast á voru landi. Okkur finnst lífið vera svo brosmilt og bjart og leika unaðsóma á sína hörpustrengi. Þá er skyndilega sem drungalegt ský dragi fyrir sólu. Harmafregn flýg- ur um meðal ættingja og vina. Hann Bragi er látinn. Einn strengur hörpunnar er brostinn. Að visu kom þetta okkur ekki alveg í opna skjöldu. Vegna þess að aðdragandinn var nokkur, þó ekki væri hann langur. Við vild- um aldrei trúa þeirri staðreynd, sem við okkur blasti. En sú stund rann upp :ð við urðum að trúa, þótt erfitt væri að sætta sig við það. En þá vakna i okkar hugar- heimi spurningar sem þessar, hvers vegna er manni í fullu f jöri og starfi, á miðjum aldri, kippt út úr röð samferðarfólksins og hann leiddur fyrir slíkan dómstól? Hvers vegna er lífið svona hverf- ult? Hvers vegna er dauðinn svona miskunnarlaus og bitur og kveður sér dyra á svo ótímabærri stundu sem þessari? Við þessum spurningum fæst ekkert svar. í slíkum efnum, sem þessum fáum við engu ráðið. Mannlegur máttur meó alla sína nútímatækni, fær hér heldur engu um þokað. Við verðum að sætta okkur við orðinn hlut. Þó svo að börnin séu uppkomin og höfuð verkefni lifsins að baki, þá finnst okkur samt, meðan við erum enn ekki eldri en þetta, við eiga svo ýmislegt eftir ógert. Ein- mitt þá getur farið í hönd enn eitt ánægjulegt tímabil æfinnar, þeg- ar hjónin sameinast um sin hugðarefni og oft kærkomnar tómstundir, þegar dagsins önn er að mestu lokið. Jóhann Bragi Eyjólfsson, eins og hann hét fullu nafni, var fædd- ur í Reykjavik 20. nóvember 1930. Hann var þar af leiðandi aðeins 46 ára að aldri. Hann var sonur þeirra sóma hjóna Þórunnar Jóns- dóttur og Eyjólfs E. Jóhannssonar rakara, sem mörgum var að góður kunnur. Eyjólfur er fyrir nokkru látinn, en öldruð móðir má nú sjá á bak elskulegum syni. Bragi nam rafvirkjun og stund- aði þá iðngrein sín fyrstu starfsár. Siðan hóf hann akstur á Bifreiða- stöð Reykjavikur, það starf helg- aði hann sér til æfiloka. En nokk- ur siðustu árin vann hann einnig við afgreiðslu og verzlunarstörf hjá Reykjafelli h.f. Hann var mjög traustur og samviskusamur starfsmaður, vel metinn og virtur af sinum samstarfsmönnum og viðskiptavinum. Það er óhætt að segja að hann hafi verið stétt sinni til sóma, enda var hann Fæddur 12. aprll 1953. Dáinn 17. júní 1977. Okkur sytkinin langar til að minnast Nonna frænda, hér með örfáum orðum. Hann var fæddur í Reykjavik á heimili ömmu sinnar og afa, son- ur Guðjónu Pálsdóttur og Gunn- ars Kristjánssonar, en ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Þóri E, Magnússyni. Nonni átti tvær systur, Mar- gréti og Sólveigu. Hann var góður strákur, kátur í lund og vinur vina sinna. Frændrækni og sjálf- stæði einkenndu hann mjög. Hann var skemmtilegur heim að sækja og gat alltaf talað við alla jafnt. Við bræðurnir áttum góðar stundir með Nonna, allt frá því við vorum smástrákar og langt fram á ungiingsár. Þá dvöldum bæði öðlingur og ljúfmenni. Hvar sem hann var og hvert sem hann fór, vann hann sér ávallt hylii samferðarfólksins, það var alveg sama hvort heldur var á vinnu- stað eða i góðvina hópi, alltaf var létt i kringum hann. Broslegu hliðarnar á lífinu voru æfinlega ofarlega í hans huga, þær færði hann í skemmtilegan búning, miðlaði meðal viðstaddra, svo að af varð kátína og gleði. Þegar við nú á þessari stundu, kveðjum þennan ágæta vin okkar, þá gerum við það i þeirri fullu • vissu að við erum að kveðja góðan dreng. Með virðingu en trega í huga, færum við ökumenn og starfsfólk á B.S.R. honum kveðjur og þakkir fyrir örugga og ánægju- lega samfylgd í gegnum öll árin. Við Bragi erum auk samstarfs búnir að vera nágrannar i 20 ár, milli okkar heimila hefur alla tíð ríkt tryggð og einlæg vinátta. Með honum og eftirlifandi eiginkonu hans Guðlaugu Marteinsdóttur, höfum við hjónin átt margar og skemmtilegar samverustundir. Einstöku sinnum áttum við þess kost að njóta saman stundar úti í hvanngrænni gróandi náttúru. í slíku umhverfi undi hann vel hag sínum, einmitt þar átti hann sinar kærkomnu yndisstundir. Enda unni hann svo heitt öllu þvi sem fagurt var. Ég veit að Lóló hefur mikið misst og söknuður hennar er sár, en þrátt fyrir allt, getur hún sætt sig við það, að hún á samt svo mikið eftir, hún á sin fjögur elskulegu börn, sem er sú dýrmætasta eign, sem nokkur getur átt. Lífið gengur sinn gang, kyn- slóðir koma og fara, maður kemur i manns stað, það er kominn litill og nýr Bragi, augasteinn allrar fjölskyldunnar og þá ekki sist ömmu sinnar. Vinir og velunnarar, látum ei bugast þótt á móti blási, stöndum þeim mun þéttar saman, stöndum vörð um velferð heimilisins að Rauðalæk 51, treystum vináttu- böndin, þvi nú er þörfin brýnni en nokkru sinni áður. Himneski faðir, veit þú öllum syrgjendum huggun og styrk og varðveit þú sálu þessa framliðna bróður. Við sem eftir stöndum munum í hjörtum okkar geyma mynd og ljúfa minningu um góðan dreng og sannan vin. Ingimar Einarsson. Hinn 18. júní s.l. andaðist á Borgarspitalanum vinur minn og' mágur Jóhann Bragi Eyjólfsson rafvirki. Fregnin um andlát hans kom mér að visu ekki alveg á óvart þar sem mér var kunnugt um þá erf- iðu baráttu sem hann hafði háð undanfarna mánuði, en engu að síður var eins og þyrmdi yfir mann og hugurinn fylltist sárum trega og söknuði. við saman allar helgar, stunduð- um veiðiferðir og hjólreiðar milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en þar átti Nonni lengst af heima. Hann var kokkur að mennt og þótti frábær í sínu fagi. Síðustu árin hafði hann ferðast víða um heiminn, fyrst á hafrannsóknar- skipi en síðar á hóteli erlendis, og þá loks á loðnubáti. Þegar hann var i landi, brást það aldrei að hann heimsækti ömmu sina og afa. Tók hann þá gjarnan skák við afa og yngsta móöurbróður sinn. Nonni var nýkominn úr Spánar- ferð, og hafði honum ekki einu sinni unnist tími til að taka upp úr töskunum, er hann lést. Þegar þessi sviplega frétt barst okkur, urðum við öll mjög slegin, og vist er um það að við munum öll syrgja hann og sakna hans. Ætíð munum við minnast Nonna Bragi fæddist hinn 20. nóvem- ber 1930, hér i Reykjavík, sonur sæmdarhjónanna Þórunnar Jóns- dóttur og Eyjólfs Jóhannssonar rakarameistara. Eyjólfur var vel látinn og kunnur rakarameistari hér í borg í áratugi, en hann lést árið 1975. Það er þvi skammt stórra högga á milli hjá Þórunni, sem þá sá á eftir eiginmanni sin- um og nú missir hún yngsta barn- ið sitt. Systkini Braga sem enn eru á lifi eru Svana, Gyða, Erla og Trausti en ein systir þeirra, Helga, dó fyrir mörgum árum. Ég átti þess kost að kynnast foreldr- um og systkinum Braga og leið manni ávallt vel i návist þeirra, enda mjög vandað og skemmtilegt fólk. En nú kveðja þau systkinin sinn yngsta bróður með söknuði. Bragi giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðlaugu Marteins- dóttur, hinn 27. október 1951. Hjónaband þeirra var alla tið mjög gott og voru þau hjónin mjög samrýnd í öllu, þau tuttugu og fimm ár sem þau höfðu verið gift. Þeim varð fjögurra barna auðið, þau eru, Katrin Margrét, gift Oddi Fjalldal læknanema, Ey- jólfur trúlofaður Kristínu Krist- mundsdóttur, Stella og Þórir Val- garð. Katrín og Oddur eru búsett hér i Reykjavik, Eyjólfur og Kristin eru við nám I Danmörku en þau voru nýiega komin heim. Stella og Þórir búa ennþá í for- eldrahúsum. Þau sjá nú á eftir ástkærum eiginmanni og elsku- legum föður, sem var þeim allt i öllu og söknuðurinn er þvi mikill en guð almáttugur hefur gefið þeim styrk til að bera þessa þungu sorg. Eftir að barnaskólanámi lauk lagði Bragi stund á rafvirkjanám. Hann lauk prófi i rafvirkjun og starfaði við rafvirkjun I nokkur ár þar á eftif. Til tekjuöflunar fór Bragi að aka leigubíl á kvöldin og um helgar og varð það síðan að hans aóalstarfi. Bragi var bílstjóri á B.S.R. um langt árabil eða þar til að hann réðst til heildverslun- arinnar Reykjafells h/f, sem ein- göngu verslar með raflagnaefni. Ég átti þess kost að kynnast Braga mjög náið og urðum við mjög góðir vinir. Við höfðum ákveðið að byggja saman tvíbýlis- hús og hófumst handa árið 1956, fullir bjartsýni og af miklum áhuga. Mér verður hugsað aftur til þeirra ára og minnist þess hvað erfiðleikarnir þjöppuðu okkur saman og aldrei bar skugga á sam- starf og þakka ég Braga það vegna hógværðar og tillitssemi vió aóra. Á eftir fylgdi síðan átján ára sambýli með þeim hjónum og þar komu inannkostir Braga best i ljós. Hann var einn af þeim mönn- um sem tranaði sér ekki fram en stóð við gefin loforð og lá ekki á liði sinu ef á þurfti að halda. Með slíkum manni er gott að búa. Meðal starfsfélaga sinna á B.S.R. eignaðist Bragi traustan vinahóp, sem ég veit að honum þótti vænt um. Er nú höggvið skarð í þann kjarna sem ekki verður fyllt og sakna þeir félag- arnir nú vinar sins sem alltaf var hrókur alls fagnaðar þeirra á meðal. Á meðal vina sinna var Bragi mjög skemmtilegur bæði Að lokum viljum við votta nánustu aðstandendum hans og stúlkunnar hans, sem lét lifið með honum af slysförum, okkar inni- legustu samúð. Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Guð blessi minningu hans. Ilelgi V. Jóhannsson, Sigurður S. Jóhannsson, Guðrún Jóhannsdóttir. músikalskur og fór hann oft meó eftirhermur af mikilli snilld. Bragi var mjög góður heimilis- faðir og barngóður. Þótti honum mjög gaman að slá á létta strengi við börnin og þótti okkar börnum mjög vænt um hann enda sam- gangur mikill á milli fjölskyldna okkar. Tengdamóður sinni var hann alla tíð mjög góður og nær- gætinn og kveður hún hann með sárum trega og þakkarhug. Með þeim tengdafeðgum Oddi Fjalldal og Braga tókst mikil vinátta og verður Oddi seint þökkuð sú mikla stoð og sá mikli sálarstyrk- ur sem hann veitti Braga í hans erfiðu veikindum. í veikindum sinum var Braga oft tíðrætt um börnin sín og þá sérstaklega hin yngri og var hann alltaf að reyna að hlifa þeim við þvi að sjá þá miklu erfiðleika sem hann átti við að stríða. Það tekur okkur sárt að kveðja Braga í hinsta sinn en okkur er ljúft aó minnast góðs drengs og góðra stunda, i samvistum við hann, þær minningar gleymast aldrei. Ég, Anna og börnin þökk- um honum allt og allt. Við biðjum algóðan guð aó styrkja allt hans fólk, eiginkonu börn og tengdabörn, einnig aldr- aða móður og systkini. Guð varð- veiti minningu hans. Halldór Marteinsson. Vinur er látinn. Fréttin um lát Braga kom eng- um á óvart, sem til þekktu. Rúm- lega tveggja mánaða erfið barátta við ólæknandi sjúkdóm, sem kom eins og þruma úr heiðskiru lofti, leiddi hann til hinztu hvildar. Bragi var fæddur i Reykjavík 20. nóvember 1930, og var þvi í blóma lífsins, þegar kallið kom. Foreldrar Braga voru hjónin Þór- unn Jónsdóttir og Eyjólfur Jó- hannsson, sem margir Reykvík- ingar, sérstaklega af eldri kyn- slóðinni þekktu bezt undir nafn- inu Eyjólfur rakari. Eyjólfur lézt fyrir tveim árum siðan á áttug- asta og fjórða aldursári. Þórunn sér nú á bak elskulegum syni langt fyrir aldur fram. Bragi ólst upp í Vesturbænum, nánar tiltekið á Sólvallagötu 20, hjá góðum foreldrum og i stórum hópi systkina. Skammt þar frá, eða á Brekkustígnum, ólst upp eftirlifandi eiginkona hans, Guð- laug Marteinsdóttir, dóttir hjón- anna Katrínar Jónasdóttur og Marteins Halldórssoar. Bragi og Guðlaug kynntust ung að árum og gengu i hjónaband 27. október 1951, hjónaband, sem einkenndist af ástúð og samheldni alla tió. Börn þeirra eru Katrin Margrét, Ijósmæðranemi, gift Oddi Fjall- dal, læknanema, Eyjólfur, sem stundar nám í húsagerðarlist í Danmörku, heitbundinn Kristinu Kristmundsdóttur, sem einnig er við nám þar, Stella skrifstofu- stúlka og Þórir Valgarð, sem mun hefja menntaskólanám að hausti. Barnabörn Braga eru tvö, Jóhann Bragi Fjalldal og Edda Björg Ey- jólfsdóttir. Að loknu skyldunámi hóf Bragi nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi sem rafvirki árið 1951. Stundaði hann þá iðn- grein stuttan tíma, þvi árið 1954 Jón Sœvar Gunn- arsson — Minning gerðist hann leigubilstjóri hjá BSR og var við það starf til ársins 1973. Þá réðist hann sem starfs- maður Reykjafells h.f. og vann þar til þess dags, er hann fór að kenna sér þess meins, sem leiddi hann til hinztu hvildar. Þrátt fyrir fjölskyldutengsl hóf- ust náin kynni okkar Braga ekki fyrr en árið 1962, vegna dvalar minnar erlendis. Á þeim 15 árum, sem vinskapur okkar stóð, er margs að minnast, sem ekki verð- ur rakið hér, en frekar gerð til- raun til að lýsa i fáum orðum góðum dreng og heimilisföður. Bragi var grandvar bæði til orðs og æðis, en um leið sérstaklega skemmtilegur og tryggur félagi og góður fjölskyldufaðir. Um- hyggja hans fyrir velferð eigin- konu og barna var hans aðals- merki. í þjóðfélagi nútimans er þessi eiginleiki þvi miður ekki eins áberandi og skyldi og verður vist að skrifast að hluta á reikn- ing hins gegndarlausa lífsgæða- kapphlaups, sem náð hefur tökum á okkur flestum. En um leið hlýj- ar það manni um hjartarætur að sjá þennan eiginleika jafn rótgró- inn og i viðhorfi Braga til eigin- konu sinnar og barna, sem hann lifði fyrir i þess hugtaks fyllstu merkingu. Árangur þessa sterka eðliseinkennis Braga er samheld in og einhuga fjölskylda, og börn- in öll fjögur bera vott hins góða uppeldis og umhyggju, sem þau hafa notið. Að sjálfsögðu tekur það samheldni beggja foreldra, svo að slíkt takist, og ég mun ekki reyna að gera upp á milli Braga og Guðlaugar i áslúð þeirra og umhyggju fyrir börnum sinum. Sem vinur og félagi var Bragi sérstaklega glaðvær maður, sem alltaf hafði á takteinum skemmti- legar sögur og fráságnir, sem hann krýndi með einstakri frá- sagnarsnilld og gleði. Var það oft meó ólikindum sá fjöldi skoplegra frásagna, sem hann hafði i poka- horninu og var þá oft glatt á hjallá og hlegið dátt. Skopskyn Braga var svo næmt, að hann gat iðulega gert hversdagslega at- burði að hlátursefni, sem alla kætti, en aldrei minnist ég þess, að kímnigáfa hans hafi verið sær- andi fyrir nokkurn mann. Bragi hafði mikið yndi af söng og tónlist, enda söngmaður góður. Um árabil var hann í söngkór BSR, og minnist ég þess, hve mikla ánægju hann hafði af þátt- töku sinni I kórnum með starfs- félögum sínum. Þessum fáu orðum um vin minn, Braga, get ég ekki lokið án þess að lýsa aðdáun minni á þeirri ást og umhyggju, sem Guðlaug, eiginkona Braga, sýndi manni sin- um i erfiðri sjúkdómslegu og þeim styrk, sem hún gaf honum á erfiðum stundum. Einnig get ég ekki látió hjá líða að þakka Oddi Fjalldal þann styrk, sem hann veitti og þá um- hyggju, sem hann sýndi tengda- foreldrum sínum i hinni erfiðu sjúkdómslegu Braga. Minninguna um elskulegan vin og öðlingsmann munum við vinir hans ætið geyma. Fjölskyldu Braga, eiginkonu, börnum, móð- ur, systkinum, tengdamóður og öðru venzlafólki, bið ég Guós blessunar. Arni Olafsson. Birting afmælis- og minning- argreina ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góöuin fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliösta-tt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfsformi eða bundnu máli. Þar þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.