Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNl 1977 25 Rotary-gestir frá Astralíu + Hér eru nú staddir sex Ástrallumenn, sem hingað eru komnir á vegum Rotary- umdæmisins á íslandi og Rotary Foundation. Ileimsókn- in hófst 12. júni og heimleiðis haida gestirnir 23ja júlf, eftir að hafa heimsótt mörg bæjarfé- lög víða um land. Innan skamms halda svo sex íslend- ingar f sams konar kynnisferð til Ástrallu. Fararstjóri er félagi f Rotary, en hinir þáttakendurnir fimm eru valdir til ferðarinnar af Rotary-klúbbum f heimabæj- um sfnum. Dagskráin er svo skipulögð af Rotary-klúbbum um allt land og er greinilegt af dagskránni að áströlsku gest- irnir munu koma vfða við og kynnast mörgu f þessari is- landsferð. Gista Ástralfumenn- irnir heimili Rotary-félaga á hverjum stað. Fararstjóri Ástraiíumann- anna er Cecil II. Baker, augn- skurðlæknir, en aðrir eru; David Skeates, fjármálastjóri frá Coffs Harbour, David M. Gilbert, landbúnaðarverkfræð- ingur frá Tamworth, Robert C. Iledley, sveitarstjórnarmaður frá Taree, Richard J. Barry, kennari frá Forster, og Brian J. Thompson, lögfræðingur frá Tamworth. Áströlsku gestirnir heimsækja margt og marga á hálfs annars mánaðar ferð sinni um landið. Þessi mynd var tekin, er móttaka var haldin í Höfða, og eru gestirnir þarna með borgarastjórahjónunum f Reykjavík. Ljósm. Mbl: Ól. K.M. fclk f fréttum + Hnefaleikakappinn frægi Muhammed Ali fær hér koss frá hinni nýju eiginkonu sinni, Veronicu, eftir að þau voru gefin saman f Los Angeles 19. júnf sl. Þetta er 3. hjónaband Alis en hið fyrsta hjá brúðinni. + Þessi búningur kom fram á tískusýningu f Ungverjalandi nýlega þar sem sýnd var haust- og vetrartískan 1977—78. Stuttbuxur, háir uilarsokkar og stíg- vél. Ekki erum við viss um að þetta verði vin- sæll búningur hér á landi. Bjartmar Kristjánsson: Hvers vegna ekki Matthí asarkirk j a? í Alþýðumanninum á Akureyri er grein, hinn 13. mai sl. sem ber yfirskriftina: Kirkjan heitir ekki Matthíasarkirija. Er þar sagður mjög algengur sá misskilningur, bæði í sjónvarpi, útvarpi og blöðum, að kirkjan á Akureyri heiti Matthiasarkirkja, og „fjöldi fólks, einkum utan Akureyrar, nefni kirkjuna svo“. Minnist ég þess að hafa séð áður svipaða athugasemd og hér um ræðir. Sagt er í nefndi grein, að Guð- jón Samúelsson, er teiknaði kirkj- una, og Jónas Jónsson frá Hriflu hefði viljað láta hana bera nafn sr. Matthiasar, en þáverandi safn- aðarnefnd hafnað þeirri tillögu. Þá kemur það líka fram, að núver- andi safnaðarnefnd sé sama sinn- is. „Það er rétt, að kirkjan beri sitt rétta nafn, Akureyrarkirkja," eru lokaorð greinarinnar. Auðvitað er það sanngjarnt og rétt, að Akureyringar ráði heitinu á kirkju sinni, og segja mætti, að „óviðkomandi“ ætti ekki að skipta sér af þvi máli. Ég get þó ekki stillt mig um að leggja orð i belg vegna þess misskilnings, sem mér finnst gæta í þessum efnum. En áður en ég kem að þvi, sem er mergurinn málsins, vil ég segja það, að heitið Akureyrarkirkja virðist ekki gera ráð fyrir fleiri kirkjum á Akureyri, sem mér sýn- ist að hljóti þó að rfsa þar innan tiðar. Svolítið skrýtið þætti okkur, ef ein af mörgum kirkjum Reykjavfkur héti Reykjavikur- kirkja! Þó að kirkjan á Akureyri væri ekki upphaflega reist sem Matt- hiasarkirkja, veit ég ekki, hvað því ætti að vera til fyrirstöðu, að það nafn festist við hana. „Hvaða rök fylgja engli þeirn," spurði Hallur á Siðu. Hvaða rök fylgja því, að kirkjan á Akureyri skuli hreint ekki mega fá heitið: Matthiasarkirkja? Þau munu vera þessi: „Safnaðarnefnd sem þá var taldi hins vegar, að þrátt fyrir alla virðingu og sóma, sem Matthiasi bæri að sýna, þá væri ekki rétt að kenna Akureyrar- kirkju við einn ástsælan prest fremur en annan. Ef gera skyldi upp á milli góðra klerka, þá væri séra Friðrik Rafnar engu siður að þeirri virðingu kominn, hann þjónaði hér um hartnær hálfrar aldar skeið, en Matthías tiltölu- lega fá ár“. Hér skakkar mjög svo um þjónustutíma sr. Rafnars, en það skiptir ekki máli í þessu sam- bandi. Ekki er Hallgrímskirkja í Reykjavik reist vegna þess, að Hallgrmur Pétursson væri prest- ur þar, lengur eða skemur! Ekki er hún heldur reist vegna þess, að Hallgrimur var prestur, þó að góð- ur klerkur væri hann efalaust. Hið fríða Guðs musteri er gjört til minningar og heiðurs skáldinu, sem orti passíusálmana og önnur dúrleg trúarljóð, er aldrei fyrnast meðan islenzk tunga er töluð. Hallgrímskirkja er minnisvarði um trúarhetjuna, trúarskáldið; „er svo vel söng, að sólin skein i gegnum dauðans göng“. Það sem hér hefir verið sagt, gildir líka um séra Matthias Jochumsson. Það væri ekki verið að „gera upp á milli góðra klerka", þó að Akureyrarkirkja væri látin bera nafn hans. Eins og fyrr segir er það ekki presturinn, sem verið er að heiðra, heldur fyrst og síðast hið ódauðlega, and- ríka trúarskáld. „Á þúsund árum“, segir Jónas Jónsson, „hafa íslendingar ekki eignazt nema tvö trúarskáld. Slík skáld eru sjaldgæfur fengur fyrir litla þjóð. Það er ekki ósennilegt að það liði nokkrar aldir, þar til þjóðin eignast þriðja trúarskáld- ið, jafnborið Hallgrimi Péturssyni og Matthiasi Jochumssyni". Sálmaskáldið góða, sr. Valdi- mar Briem, kvað eitt sinn svo að orði, að sálmversið: í gegnum lifs- ins æðar allar.. .væri að sinum dómi skáldlegast vers i öllum is- lenzkum sálmakveðskap, og jafn- vel þótt lengrt væri leitað. „Svo dýrleg lýsing á sköpunarverkinu held ég, að hvergi sé til“, sagði hann. Annars er erfitt að si_gja um þaó, hvað sé bezt og hvað beri hæst hjá þessu mikla andans skáldi, sem nefnt hefir verið „skáldið af Guðs náð“. Þar er af svo miklu að taka. (Og þvi kom það eins og þruma úr heiðskiru lofti yfir landsfólkið, hvernig sálmabókarnefndin siðasta fór að ráði sínu gagnvart þessu höfuð- skáldi þjoóðarinnar.) Merkur kirkjuhöfðingi i Vesturheimi sagði i ræðu, sem hann flutti í dómkirkjunni í Reykjavik fyrir mörgum árum: „Og sá af spámönnum yðar, sem hæstum tónum náði af landsins sonum (lbr. B.K.), vissi. Guð og hans dýrð svo nærri, að hann fékk sagt: Hann heyrir stormsins hörpusiátt. hann heyrir barnsins andardrátt. hann heyrirsfnum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á*\ í grein þeirri i Alþýðumannin- um, sem varð tilefni orða minna, var sagt, að „fjöldi fólks, einkum utan Akureyrar“, nefndu kirkj- una Matthíasarkirkju, og þessi ,,misskilningur“ væði uppi i sjón- varpi, útvarpi og blöðum. Ég rengi ekki það, að i vitund þjóðarinnar sé hið veglega guðs- hús á Akureyri tengt nafni séra Matthíasar. En vill söfnuóurinn sverja nafn hans af kirkju sinni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.