Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNt 1977 Skjólstæðingur minn mótmælir ekki fangelsisvistinni, en vill fá að afplána hana þegar veiðibann er I gildi! Já. læknirinn sagði að maður- inn minn þyrfti algjöra hvfld, en mér fyrirskipaði hann að stunda þrekæfingar! Ég hef ekki áhuga á þessu, en fyrir hann er þetta mjög holl hreyfing! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Nemendur við háskólann I Ox- ford stunda ekki eingöngu nám sitt og róður. í þessari frægu menntastofnun er einnig mikill áhugi á bridge. Síðastliðinn vetur skipulagði háskólinn tvfmenn- ingskeppni fyrir ungt fólk. Ilún tókst afbragðsvel. Samtals tóku þátt I keppni þessari 896 ung- menni frá 32 félögum. Öll spiluðu þau sömu spil og hér að neðan er eitt þeirra. Gjafari norður, allir utan hættu. Norður S. ÁD1064 H. D7 T. ÁKD3 L. D3 Vestur Austur S. G932 s. 875 H. ÁK832 H. G106 T. G6 X. 742 L- Á4 L. 10952 Suður S. K H. 954 T. 10985 L. KG876 Yfirleitt opnaði norður á einum spaða. Suður sagði þá eitt grand. Hann á að vísu lítil spil en hugs- anlega gat félagi hans sagt annan lit. Margir völdu þá að stökkva í þrjá tígla á hendi norðurs, sem ekki var svo óeðlilegt. En þeir lentu þá í því að tapa annaðhvort fimm tíglum eða fjórum spöðum. En þeir voru þó fieiri spilararn- ir I norður, sem stukku strax í þrjú grönd. Enda betri sögn. Með örugga innkomu á laufás er auðvitað réttast fyrir vestur að taka strax á tvo hæstu í hjarta og spila síðan hjarta í þriðja sinn. Enda fær vörnin þá sex slagi. Og þetta skeði einmitt í flestum til- fellum. Þó unnu nokkrir spilarar þrjú grönd eftir að vestur valdi að spila út lágu hjarta. En hvernig? Jú, Drottriingin fékk slaginn, siðan spaðakóngur og fjórum sinnum tígull. Vestur átti í erfið- leikum og varð að láta eitt hjarta. Þá var tekið á spaðaás og lauf- drottningu spilað. Vestur gat þá tekið einn slag á hjarta en varð sfðan að spila spaða frá gosanum. Níu slagir — takk fyrir. Heyrðu vinur, þú þarft ekki að ganga lengra i svefni I nótt, vinnukonan er farin í sumarfrf. Vfngerð f franskri höll á 14. öld. % Á að auka neyzlu léttra vína á kostnað brenndra? Maður, sem kýs að nefna sig „áhugamann um vínmenningu" af ótta við ofsóknir þeirra, sem þola ekki áfengi í nokkurri mynd, að þvi hann segir sjálfur, skrifar á þessa leið: „Áfengismál okkar Islendinga eru stöðugt umræðu- og deiluefni. Drykkjuskapur er mikil óáran og hefur valdið mikilli óhamingju, en ég vil nú leyfa mér að halda því fram, að áfengi getur verið til mikils yndisauka, sé rétt með það farið og þess ekki neytt í óhófi. Mörkin geta stundum orðið nokk- uð óskýr og meðalhófið reynist mörgum vandratað. En þetta breytir ekki því, að áfengisneyzla er og hefur verið stöðugur fylgifiskur mannsins, og virðist ekki ætla að verða breyt- ing á því i bráðina. Ég er sann- færður um að margt mætti lag- færa í meðferð Isiendinga á þess- ari neyzluvöru, og fyrsta skrefið hlýtur að vera að reyna að grynnka eitthvat á fordómum og „hysterlu" í því sambandi. Nú miðast áfengisdrykkja alls þorra manna við að innbyrða mergjaðan drykk á sem skemmstum tima, þannig að áhrifanna gæti sem fyrst. Ógrynni brenndra drykkja fara ofan i yfirvinnuþjóðina um helgar, þvi að þá hefur hún tíma til að helga sig þessari vinsælu tómstundaiðju og þá eru vínveitn- ingahúsin opin. Létt vin eiga hins vegar ekki upp á pallborðið hér á landi, enda eru þau seinvirkari og mörgum þykja þau of dýr. Þegar komið er til Danmerkur verður þess fljót- lega vart, að þar eru létt vín al- gengur drykkur og vinsæll, enda þótt þar megi drekka bjór. Ég þori að fullyrða, að neyzla brenndra vína sé þar í lágmarki að minnsta kosti hjá þorra al- mennings. Það hefur margsinnis komið fram í fréttum, að viðskipti okkar tslendinga við Portúgala séu mjög mikilvæg fyrir þjóðarbú okkar, en ekki sé að vita hver framtíð þeirra verði nema við ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 47 — Sagðir þú mér allan sann- leikaqg. um Christinu? — Allan sannleikann? Já. — Nei, auðvitað ekki. — Drakk hún. Andlit hans afmyndaðist af beizkju og hann sneri sér frá honum. — Frede hefur gefið sér tóm til að segja þér frá þvf, sagði hann eftir nokkra stund. — Já, hann sagðí að þú mynd- ir kasta mér á dyr ef ég segði að Christina drakk sig f hel. — Það er rétt að Christina drakk, sagði Hemmer rólega. — En það breytir engu af þvf sem ég sagði þér. Alkóhólið hjálpaði henni örlftið. — Hann sagði þú hefðir verið henni Ótrúr. Hemmer lokaði augunum. Peter sá hann beit svo fast saman vörunum að það strfkk- aði á hálsæðum. — Hann sagði það? — Já. Hemmer tók að ganga um gólf en nam svo skyndilega staðar. — Hvað kemur það þessu máli við?spurði hann argur. — Ég hugsaði með mér að... — Þú skalt hugsa um þfn mál, Peter. — Ég var að hugsa um það að hati hann þig svona mikið gæti vel verið að hann skyti á þig. — Ertu hræddur um mitt Iff, sagði Hcmmer spotzkur. — Mér fannst að minnsta kosti ég ætti að láta þig vita af því. — Allt f lagi, Peter. Nú hef- urðu þá látið mig vita. Og sfðan tölum við ekki meira um það. — Hvers vegna sagðirðu mér ekki frá Frede og Lenu? — Hvað hafðf ég átt að segja þér? — Að þau hafa verið saman. — Ég hélt þú hefðir vitað það. — Ég vissi það ekki. — Þvf er lokið núna. — Er það? sagði Peter hik- andi. — Sagði Frede eitthvað fleira? — Nei. — Nú, nú? Ég held að Lena sé ekkí laus við að vera hrifin af honum, sagði Peter. — Hvernig dettur þér það f hug? — Hún talaði þannig. Hefurðu talað svona mikið við hana? peter svaraði ekki. — Ætlarðu að kaupa kortið fyrir mig. Eða viltu sem minnst skipta þér af þessu? spurði llemmer. — Skilurðu ekki hvað ég er að meina, hrópaði Peter. — Skilurðu ekki að ég er að reyna að vara þig við. Ég veit að það er ekkert að marka þetta st jórnmálaraus f Frede. Ég held að það sé eitthvað annað. Það er eitthvað f sambandi við Lenu. Frede talaði þannig um Lenu að ég fékk á tilfinning- una að hún... — Að hún hvað? — Að hún væri... Ég veit ekki hvernig ég á að koma orð- um að þvf. Að hún væri dálítið létt á bárunni, kannski. — Og hvað kemur það mér við? Peter horfði niður fyrir sig. — Ég skil, sagði Ilemmer. — En þér skjátlast. Og Frede skjáltast. Ef hann heldur það... — Hefur hann enga ástæðu til að... — Ég man hann varð ösku- vondur út f Lenu þegar hún var módel hjá mér. Kannski fmyndunaraflið hafi svo af- greitt það sem á vantaði. Peter slappaði ósjálfrátt af og beygði sig fram. — Sennilega heldur hann það sé eitthvað á milli þfn og Leriu, tautaði hann. — Ér það nóg tíl þess að hann myndi skjóta mig? — Já, ég held það. — Ég held þu hafir of frjótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.