Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNl 1977 r Lilja tekur við gullverðlaununum fyrir 800 metra hlaupið I keppn- inni f Kaupmannahöfn. Myndina tók Friðrik Þór Oskarsson, lands- liðsmaðurinn snjalli í langstökki og þrfstökki. Tók hann einnig aðr- ar þær myndir af keppninni f Kaupmannahöfn, sem birzt hafa í Morgunblaðinu. Klaeðum og bólstrum gömul húsgögn. Gotf úrval af áklæðum BÓLSTRUN( ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Sími 16807, ^ m m m ^ * Hafið þér séð § hina nýju verzlun m okkar í Austurveri? m 0 Þar fæst allt 11 til Ijósmyndunar og Jjf gjafavörur í úrvali. h 0 Tökum á móti m Jj litfilmum til vinnslu. pi| • Það kostar ekkert |gg I að líta inn — ■ HANS ■ ■ PETERSEN HF ■ M AUSTURVERI S.36161 B Æfir fyrir 1500 metra hlaup, nær árangrí í 000 metrum LILJA Guðmundsdóttir hefur æft gffurlega vel undanfarin ár og árangur hennar f 800 og 1500 metra hlaupum fer stöðugt batnandi. Lilja er þó ekki alls kostar ánægð með árangur sinn, þar sem hún leggur mun meiri rækt við æfingar fyrir 1500 metra hlaupið, en leggur hins vegar minni áherslu á 800 metrana. Þrátt fyrir þetta er það f 800 tími hennar þar er tiltölulega mun metrunum sem hún er sterkari og betri en f 1500 metrunum. „Núna er búið að bjóða rnér til Finnlands á Helsinkileikana í 1500m en ég veit ekki hvort ég tek því, dæmið gengur einhvern veg- inn ekki upp hjá mér,“ sagði Lilja Guðmundsdóttir eftir 1500 metra hlaupið i landskeppninni i Dan- mörku. „Ég hef eiginlega ekkert æft eða hlaupið 800 metrana, heldur einbeitt mér að 1500 m, en þegar til keppni kemur set ég met í 800m en er með heldur slakan tima í 1500m. Svo ég veit ekki almennilega hvað ég á að gera.“ Fyrri dag Evrópukeppninnar i frjálsum íþröttum í Kaupmanna- höfn vann hún óvenju glæsilegan sigur i 800 metra hlaupinu. Tók hún um 30 metra forystu strax í upphafi hlaupsins og hélt þessum mun allt hlaupið í gegn. — Ég Vilmundur Vilhjálmsson dró ekki af sér f keppninni og náði betri árangri en áður. vissi að norska stelpan átti betri tíma en ég, svo ég ákvað að keyra upp hraðann strax í byrjun og þreyta hana og dönsku stúlkuna. Þetta tókst og ég vann nokkuð örugglega, sagði Lilja að lokinni keppninni í Kaupmannahöfn. í 1500m snerist þetta alveg við. Þar varð þetta dæmigert tempo- hlaup, þar sem farið var fremur hægt af stað en síðan sprettur í lokin, þar sem ég stend venjulega heldur illa að vigi. Þetta er gall- inn við keppni af þessu tagi að hlaupið er upp á sæti en ekki tima, og mann vantar tilfinnan- lega að komast í harða keppni til að bæta sig enn. I Sviþjóð er slíkri keppni varla lengur fyrir að fara, þar sem ég er þegar komínn með bezta árangurinn þar.“ Oskar Jakobsson sigraði f spjót- kasti á EM f Kaupmannahöfn og var ekki langt frá íslandsmeti sfnu f greininni. Hið vinsæla Bláskógaskokk um næstu helgi Hið vinsæla Bláskógaskokk fer fram á sunnudaginn og til að gera hlaupið vinsælla fyrir alla fjöl- skylduna hefur hlaupaleíðin ver- ið stytt um tæpa fímm kílómetra. Skokkið verður því rétt um 10 km núna, en hefur áður verið tæp- lega 15 km. Lagt verður af stað frá Þingvöllum, f nágrenni Dim- ons, á sunudaginn klukkan 14 og Meistaramót í fjölþrautum um næstu helgi MEISTARAMOT Islands i tug- þraut karla og fimmtarþraut kvenna, 3000 m hindrunarhlaup, 4x800 m boðhlaup, 10000 m hlaup, fer fram á Laugardalsvelli 2. og 3. júlí. Þátttökutilkynningar þurfa að berast skrifstofu FRÍ í seinasta lagi á fimmtudaginn 30. júní. hlaupið að hliðinu fyrir ofan Laugarvatn. Þátttökugjald er 200 krónur fyrir 14 ára og eldri, en skráning verður við rásmark að þessu sinni. Þeir sem vilja geta lagt bifreiðum sinum á Laugarvatni, en fengið far með rútubifreið yfir á Þingvelli fyrir hlaupið. Mest hafa 348 keppendur tekið þátt i þessu skokki, en í fyrra voru tæp- leg a 200 með í keppninni og er það minnsti fjöldi þátttakenda frá upphafi. Það er Héraðssambandið Skarphéðinn, sem sér um Blá- skógaskokkið að venju. Fylkir AÐALFUNDUR Handknattleiks- deildar Fylkis hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum þar til á föstudag klukkan 20.30. Verður fundurinn í Félagsheimili Fylkis. VIRTASTA tenniskeppni f heimi, Wimbledon-keppnin f Eng- landi, er nú vel á veg komin og þegar hafa nokkur mjög svo óvænt úrslit orðið. Enginn hafði t.d. reiknað með góðum árangri hjá hinum 18 ára gamla Bandarfkjamanni, John McEnorem, en hann gerði sér Iftið fyrir í gær og vann Phil Dent frá Ástralfu, sem lalið var að yrði framarlega f keppninni. Mætir McEnorem Birni Borg f undanúrslitum keppninnar. í gær sigraði Borg Rúmenann Ilie Nastase örugglega, 6:0, 8:6 og 6:3. Eyddi Nastase miklum tfma f að kvarta við dómara keppninnar á meðan Borg einbeitti sér að leiknum sjálfum. Sagði Borg eftir keppnina að það væri ekkert nýtt að Nastase hagaði sér svona. — Hann lætur alltaf svona, þegar hann er að tapa, sagði Borg hinn rólegasti, en Svfinn sigraði f þessari keppni f fyrra- sumar. Er Björn Borg ásamt Bandarfkjamanninum Jimmy Connors talinn sigurstranglegastur f keppninni, en myndin hér að ofan er einmitt af þeim sfðarnefnda f keppninni í Englandi. Einn atvinnu- maöur í norska landsliöinu NORÐMENN hafa nú gert fjögurra vikna sumarhlé á keppninni í 1. deildinni í knattspyrnu, en á fimmtudag- inn leikur norska landsliðið gegn því íslenzka á Laugar- dalsvellinum. Lilleström hefur örugga forystu í 1. deild- inni, með 19 stig eftir 11 leiki, hefur aðeins tapað stigum í þremur jafnteflisleikjum. Fjórir leikmenn frá Lille- ström eru í landsliðshópnum, sem hingað kemur, en um helgina gerði Lilleström jafntefli, 1:1, á útivelli gagn Bodö Glimt. Var leikið í Bodö í tveggja stiga hita og þykir kuldinn þar óvenju mikili miðað við árstíma. Keppnin virðist ekki lengur standa um meistaratitilinn i Noregi, flestir eru á sama máli um að Lilleström hafi þegar náð með annarri hendi á bikarinn. Hins vegar er mikil barátta um 2. sætið og silfurverðlaunín. Þar stendur Molde bezt að vígi með 14 stig, Bodö Glimt er með 13 stig, Mjöndalen og Start með 12 stig. Á botninum er Rosenborg með 4 stig, en Válerengen er með 6 stig eftir tvo góða sigra i síðustu leikj- um. Norski landsliðshópurinn, sem hingað kemur er skipaður eftir- töldum leikmönnum: Janr Erik Olsen, Mjöndalen, Tom R. Jakob- sen, Fram, Helge Karlsen, Brann, Svein Gröndalen, Rosenborg, Rune Hansen, Lilleström, Tore Kordal, Lilleström, Jan Birke- lund, Lilleström, Tor Egil Johan- sen, Lilleström, Rune Ottesen, Bryne, Roger Albertsen, FC den Haag, Tom Jakobsen, Ham-Kam, Jan Hansen, Rosenborg, Pál Jakobsen, Ham-Kam, Odd Iver- sen, Válerengen, Ole Johnny Henriksen, Moss, og Stein Thun- berg, Start. Eins og sést á þessari upptaln- ingu er aðeins einn leikmaður í landsliðshópnum, sem ekki leikur með norskum liðum, Roger A1 bertsen. Er.hann yngsti leikmað- ur norska liðsins og þykir hafa staðið sig mjög vel með félagi sínu FC den Haag í Hollandi. I liðinu er fyrrverandi atvinnumað- ur, Odd Iversen. Kom val hans nokkuð á óvart, því Iversen hefur ekki verið fastamaður i liði Váler- engen, þar til i siðustu 2 leikjum. Sögðu landsliðsráðendur í Noregi að Iversen væri valinn þar sem hínn hefði meiri hæfileika sem skallamaður en flestir aðrir norskir framlínuleikmenn. — Það fer ekki mikið fyrir Ivarsen á leikvelli og hann er ekki sá leik- maður, sem mest vinnur fyrir lið- ið, en hann er hættulegur og hans verður að gæta mjög vel, sagði Kjell Schou Andersen um val sitt á Odd Iversen. Norska landsliðið hefur ekki unnið leik á árinu. Það hefurgert jafntefli við IFK Gautaborg og pressuliðið, en tapað fyrir FC Haag (0:2), Svíþjóð (0:1) og Dan- mörku (0:2). íslendingar unnu siðasta landsleik við Norðmenn 1:0 i Ósló i fyrra, og var það fyrsti útisigur íslendinga í landsleik i knattspyrnu gegn öðrum en Fær- eyingum. Síðast er liðin léku sam- an í Reykjavík, 1975 varð jafn- tefli, 1:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.