Morgunblaðið - 30.06.1977, Side 1

Morgunblaðið - 30.06.1977, Side 1
44SÍÐUR 141. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 30. JCNl 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sjálfsstjórn til þeirra héraða sem þess óska Maririfi 2Q innf Rpiitpr-A P Madrid 29. júní Reuter-AP. ADOLFO Suarez forsætisráðherra Spánar hóf í dag formlegar viðræður um stjórnarmyndun í landinu eftir sigur sinn í þingkosningunum 15. þessa mánaðar. Suarez sagði í gær, að hann lyki stjórnarmyndun á nokkrum dögum. Suarez hélt í dag sinn fyrsta blaðamannafund frá því að hann var útnefndur forsætisráðherra fyrir tæpu ári. Suarez sagði á fundinum, að stjórn sín fylgdi mið- flokkastefnu og myndi án þess að hika verða við óskum þjóðarinnar. Mesta athylgi á fundinum vöktu ummæli forsætisráöherrans um sjálfsstjórnarkröfur Katalónfu- héraðs og Baksahéraðanna en Suarez lýsti því yfir, að skilningur Francos heitins einræðisherraj landsins á mjög miðstýrðul spánsku ríki hefði verið óraun- hæfur og sagði: „Miðstjórn leiðir ekki til einingar á meðal Spán- verja." Ráðherrann sagði, að þótt grundvallarskilyrði væri að tryggja einingu meðal spænskuj þjóðarinnar ættu þau héruð, sem Líbýa og írak þrjóskast við Vínarborg 29. júni AP — Reuter. ENN ER ekki Ijóst hvernig þróun mála verður f verðlagningu oifu meðal OPEC-rfkjanna þótt 9 af 11 rfkjum, sem boðað höfðu 5% verðhækkun á hráolfu frá og með morgundeginum, 1. júlf, hafi fall- ið frá þeirri hækkun f dag f þeirri von, að Saudi-Arabfa og Samein- aða furstadæmið hækkuðu sitt verð um 5% og samræmdu þann- ig á ný verðlag hráolfu f heimin- um. Ástæðan fyrir óvissunni er að ríkisstjórnir Iraks og Lýbfu skár- ust f dag undan þvf að undirrita yfirlýsingu um að fallið sé frá hækkun, þótt stjórnmálafréttarit- arar telji, að þær muni neyðast til að fylgja f kjölfarið innan fárra daga. Þesi ákvörðun þýðir 2.5 nplljarða dollara sparnað á olfu- reikningi vestrænna ríkja. 11 af 13 OPEC-ríkjunum til- kynntu sem kunnugt er í janúar sl. 10% verðhækkun á olíu frá 1. febrúar og 5% hækkun fyrsta júlf, en Saudi-Arabía og Samein- aða furstadæmið klufu sig frá og hækkuðu aðeins um 5%, sem átti að gilda fyrir allt þetta ár. Var þetta f fyrsta skipti, sem eining OPEC um verð á olíu var rofin og hafa allt frá þeirri stundu verið í gangi umfangsmiklar tilraunir til að ná samkomulagi. Höfðu ríkin tvö gefið til kynna að þau væru tilbúin að hækka sitt verð um 5% ef hin ríkin féllu frá sinni hækk- un nú. írak og Líbýa eru 4. og 7, stærstu framleiðslu ríkin innan OPEC með 14% af ársframleiðsl- unni, en Saudi-Arabía og Samein- aða furstadæmið 47% samtals. Stjórn íraks og Líbýu hafa löng- um fylgt harðlfnustefnu f olíu- verðlagningu, að hluta af stjórn- málaástæðum, en þau hafa einnig Rússar sprengdu Uppsölum, Svfþjóð, 29. júnf AP. J ARÐSKJÁLFTASTOFNUN f Uppsölum tilkynnti í dag, að Rússar hefðu f nótt sprengt kjarn- orkusprengju f Sfberíu neöan- jarðar. Mældist sprengjukraftur- inn 6.2 stig á Richterskvarða. sakað hin OPEC-rfkin um að selja olíu með afslætti undir borðið. Talið er ólfklegt aó Saudi-Arabfa fallist á að hækka verð sitt ef írak og Libýa falla ekki frá fyrirhug- aðri hækkun. óskuðu eftir sjálfsstjórn, að fá hana. Hann sagði að viðræður sfn- ar i gær við Josep Tarradellas, forseta útla.gastjórnar Katalóníu, sem kom til Madridar í boði stjórnarinnar hefðu verið mjög mikilvægar og skref í átt til sjálfs- stjórnar. Tarradellas kom á mánudag mjög óvænt frá Parfs til fundar við Suarez og Juan Carlos konung, sem hann hitti í dag. Þetta var fyrsta heimsókn hans til Spánar frá þvf að hann fór í út- legð 1939 í lok borgarastríðsins. Tarradellas ræddi i dag við kon- ung í tvær klukkustundir og segja stjórnmálaritarar, að konungur hafi rétt fram sáttarhönd. Ráð- gjafar Tarradellas sögðu í dag, að hann stigi ekki fæti á katalóniska grund fyrr en sjálfsstjórnarríkis- stjórn hans hefði hlotið fulla viðurkenningu. Fastanefnd Kata- lóniuþings kom saman til fundar f gær og fagnaði viðræðum kon- ungs og Tarradellas og hvatti til áframhaldandi samningavið- ræðna um sjálfsstjórn héraðsins. 1 blaðamannafundi sinum sagði Suarez að auk sjálfsstjórnarmál- anna væru mikilvægustu verkefn- in, sem biðu nýrrar stjórnar, að rétta efnahag landsins við og koma á lýðræðislegum sveitar- stjórnarkosningum. Fundur Carters og Brezhnevs í Alaska bráðlega? Washington og Moskvu 29. júnf AP-Reuter. VESTRÆNIR diplómatar f Moskvu brugðust í kvöld af var- kárni við fregnum frá Washington um að Brezhnev, forseti Sovétrfkjanna, væri reiðubúinn til að eiga fund með Carter Bandarfkjaforseta. Sögðust þeir engin merki hafa séð um breytingu á opinberri afstöðu Sovétstjórnarinnar um að halda ætti toppfund er nýr SALT-samningur væri tilbúinn til undirritunar. Blöð í Moskvu sögðu ekkert frá ummælum Zbigniew Brzez- inski, ráðgjafa Carters forseta í öryggismálum, er hann skýrði Framhald á bls. 24. Unnu milljarð í happdrætti Það er engin furða þótt þessi bandarfsku hjón séu glaðleg á svipinn á myndinni, þvf að hún var tekinn skömmu eftir að þeim hafði verið tilkynnt, að þau hefðu unnið hæsta happdrættisvinninginn f fylkis- happdrættinu f Massachusetts, 100 þúsund dollara á ári það sem eftir er ævinnar. Hjónunum Chandler og Mariu Johnson eða erfingjum þeirra eru tryggðar sem lágmark tvær milljónir, en ef Johnson skyldi lifa það að verða 85 ára eins og amma hans, sem enn er f fullu fjöri, yrði vinningur hans 5.5 milljónir dollara eða 1.1 milljarður fsl. kr. AP-símamynd. Hernaðaraðstoð sam- þykkt í Öryggisráðinu Sameinuðu þjóðunum 29. júnf Reauter-AP. AFRlKUÞJÓÐIR og vestrænar þjóðir innan örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna féllust f dag á mála- miðlunartillögu, sem miðar að þvf að búa her Mozambique betur til að hann eigi hægara með að verjast innrásum Rhódesfuhers. Bretar og Frakkar Ivor Richard, sendiherra Breta, sagði við fréttamenn f kvöld, að þetta þýddi, að sérstaklega væri tekið fram að erlend rfki ættu ekki að senda herlið til Mozam- bique. Þá hermdu heimildir einn- ig, að fulltrúi Mozambique hjá S.Þ. við þessar umræður, hefði sagt að stjórn sfn réði yfir nægi- legum herafla, en skorti hergögn höfðu lagzt gegn fyrri tillögu þar sem hvatt var til, að Mozambique yrði þegar send veruleg hernaðar- aðstoð. Sögðu fulltrúar þeirra, að túlka mætti þessa tillögu sem boð til erlendra rfkja um að senda herlið til Mozambique. I málamiðlunartillögunni, er samkomulag varð um eftir að fulltrúar höfðu setið á einkafundum f allan dag, var skipt á orðinu „veruleg" og „raunsæ“. og ýmsan búnað. Richard sagði einnig, að annarri umdeildri grein i tillögu Afrfkurikjanna hefði ekki verið breytt, en að Framhald á bis. 24 Danmörk; Ottast stór- aukið atviraiu- leysi vegna veiðibanns Kaupmannahöfn og London 29. júni AP. DANSKIR fiskimenn óttast nú stóraukið atvinnuleysi f kjölfar einhliða ákvörðunar brezku stjórnarinnar um að banna sfld- veiðar f Norðursjó á yfirráða- svæði sfnu fram að áramótum. Talsmaður danskra fiskimanna sagði f dag, að hann vonaðist til að ákvörðun Breta yrði til að knýja á EBE um að finna hið bráðasta lausn á ágreiningi um fiskveiði- réttindi EBE-rfkjanna á Norður- sjó. Bretar tilkynntu veiðibannið f dag eftir að mistekizt hafði innan EBE að komast að samkomulagi um stefnu bandalagsins og sagði Bruce Millan, Skotlandsmálaráð- herra, f ræðu i brezka þinginu, að Bretar hefðu heimild til að gripa til slíkra aðgerða ef EBE næði ekki samkomulagi. Heimildir f Brússel sögðu í dag, að framkvæmdanefnd EBE væri sammála Bretum um nauðsyn al- gers veiðibanns til að vernda sfldarstofninn, en Danir, V- Þjóðverjar, Hollendingar og Frakkar hefðu haldið fast við kröfur sfnar um kvóta til að bjarga síldariðnaði sfnum frá hruni. ÁÍgert sildveiðibann hefur verið f Norðursjó frá 1. janúar, en bannið nú nær aðeins til brezkra svæða. Danir hafa veitt megnið af sinni sfld á þeim miðum og einnig keypt sfld þaðan af skipum ann- arra þjóða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.